Þjóðviljinn - 18.12.1977, Blaðsíða 10
10. StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagurinn 18. desember 1977
Nú
held
ég að
það
fari að
minnka
Elsta ritsmiöin sem Gunnar
M.Magnúss hefur i fórum sinum
.eftir sjálfan sig er bréf sem
hann skrifaöi 8 dra gamall til
fööur síns. Þaö er skemmtilega
barnaiegt en dregur þó upp dá-
litla þjóöiifsmynd. Bréfiö er
svona:
Flateyri, 23/12 1907.
Elskulegi pabbi minn!
Nú hripa ég þér fáar iinur.
>aö var veriö aö færa henni
mömmu ailtaf mjólk. Ég var aö
renna mér úti döan. Ég fór upp i
pumpu meö mömmu. Þá var
fatan og keöjan úti á melum og I
staö fötunnar var kominn dunk-
ur og svert stjórafæri og ég sá
lika kisu hennar Elinar. Hún
hefur stækkaö. Hún er meö blá-
an boröa um hálsinn.
Nú held ég aö þaö fari aö
minnka.
Vertu nú sæll og blessaöur,
elskulegi pabbi.
G.M. Magnússon.
Gunnar M. Magnúss
Viðtal
við
Gunnar M.
Magnúss
í tileíni
af útkomu
50. bókar
hans
„Við Daníel vorum kallaðir
dilkarnir hans Magnúsar”
Hvers vegna ermaöuraö skrifa
I staö þess aö vera skakari vestur
á Fjöröum?Ég var á sjói6 ársem
ungur maöur og var oröinn stýri-
maöur á skipi meö 8 manna
áhöfn. En hvers vegna fór ég út á
þessa braut? Ég hef veriö aö
veltaþvffyrirmér en ekki komist
aö ákveöinni niöurstööu. Þessi
orö mælir hinn visiþulur. Gunnar
M. Magnúss. Fyrsta bókin hans
kom út áriö 1928 og nú eru þær
orönar 50. Sú fimmtugasta heitir
Myndin af kónginum og er aö
koma út núna. 1 henni eru smá-
sögur. Þjóöviljinn er staddur
heima hjá Gunnari aö Auöar-
stræti 17 til aö spyrja út i rithöf-
undarferii hans vegna þessara
timamóta. Sennilega hefur eng-
inn núlifandi rithöfundur veriö
svo afkastamikili sem Gunnar en
þó detta manni i hug þeir Halldór
Laxness og Guömundur Hagalin i
sömu andrá.
— Byrjaöir þú snemma aö
skrifa, Gunnar?
— Blessaöur vertu, ég var allt-
af aö skrifa eitt og annaö.
Og Gunnar dregur fram gamalt
bréf Ur pússi sinu. Þaö er dregiö
fagurri rithönd og byrjar svona:
„Flateyri, 23/12 1907. Elskulegi
pabbi minn”. Þetta skrifaöi
Gunnar aöeins 8 ára gamall og
skriftin er ótrúlega þroskuö.
— Ég er fæddur á Flateyri en
ólst upp á Súgandafiröi frá 10 ára
aldri. Ellefu og tólf ára gamáll
byrjaöi ég aö skrifa dagbók og á
margar stilabækur fullar. A
sjdmennskuárum minum var
hins vegarlitiö um dagbókarhald.
En nú hef ég skrifaö dagbækur
milli 40 og 50 ár stanslaust.
— Hvert er efni þeirra?
— Þær eru minnisbækur og
gott aö fletta upp i þeim umýmsa
atburöi. Ég skrifa hins vegar ekki
einkamál min í bækurnar.
Og enn sýnir Gunnar blaða-
manni gamalt handrit. Þaö er
handskrifaö blaö gefíö Ut i
Súgandafiröi áriö 1917 þegar hann
var 17 ára gamall. Þetta er Augn-
fró, eina eintakiö. Formála skrif-
ar Friöbert Friöbertsson skóla-
stjóri en aörir ritendur eru þeir
Magnús Hj. Magnússon (skáldið
á Þröm), Daniel Danielsson
(sföar læknir á Daivik) og
Gunnar.
— Þú hefur þá þekkt skáldið á
Þröm sjálfur?
— Ég kynntist Magnúsi mjög
vel eftir aö hann kom úr tugthús-
inu vestur i Súgandafjörö. Viö
vorum saman i fiskvinnu. Þaö
var eins og kominn væri háskóli á
planiö. Hann kunni íslendinga-
sögur, rimur og miðaldasögur
spjaldanna milli. 1 vinnuhléum
var talaö fram og aftur um skáld-
skap, bækur og menn. Það var
stórkostlegt og hann haföi óskap-
leg áhrif á mig og okkur. Bæöi
sýnkt og heilagt fór maður til
hans til aö vera meö honum. Ég
var búinn aö skrifa æskuminn-
ingar minar 14 eöa 15 ára gamail
og fór þá til aö sýna honum og
hann tók þeim þannig aö þegar
hann skilaöi þeim sendi hann mér
30 visur meö. Viö Dariiel vorum
kallaöir dilkarnir hans Magnús-
ar.
— Nú er Daniel vel þekktur
fyrir skáldskap sinn. Þetta hefur
oröiö ykkur mikil hvatning?
— Já, þaö má segja þaö.
Friöbert Friöbertsson skólastjóri
var lika ákaflega opinn og studdi
okkur. Góöur félagslegur andi
rikti þvi I Súgandafiröi.
— Hvenær fór fyrst aö birtast
eftir þig á prenti?
— Fyrirutan Æskuna og Unga
Island, en i þau blöö byrjaöi ég
ákaflega snemma aö skrifa, birt-
ist fyrsta saga min, er hét Snikj-
ur, ilðunnihjá Magnúsi Jónssyni
prófessor áriö 1923.
— En fyrsta bókin?
— Hún hét Fiðrildi og kom út
1928. I henni eru smásögur.
— Og siðan hafa komiö út 50
bækur.
— Já eða uþb. ein bók á ári.
Stundum hafa komið 2 bækur,
önnur árin engin. Núna koma frá
mér 2, Súgfiröingabók og Myndin
af kónginum. Þetta eru margs
konar bækur, skáldsögur, sagn-
fræði, dulrænar bækur, ævisögur,
leikrit osfrv. Eiginlega má segja
aö maöur hafi skrifaö 100 bækur
þvi að auðvitað hefur hver bók
verið skrifuð 2—3 sinnum. Auk
þess á ég margt i handriti eins og
td. útvarpsleikritin.
— Þú hefur lika skrifaö barna-
bækur?
— Já, þar má nefna Börnin i
Viðigerði, Börnin á ströndinni og
Suöur heiöar. Sú siöarnefnda hef-
ur verið gefin út á rússnesku,
búlgörsku, litháisku og þýsku.
Auk þess hafa veriö teknir kaflar
úr bókum minum i lestrarbækur
bæöi i Sviþjóð og Rússlandi.
— Þú lifir eingöngu af ritstörf-
um?
— Já, ég hef nú i 30 ár lifaö ein-
göngu af ritstörfum og lifaö góöu
lifi. Þaö hefur þó stundum hvarfl-
aö aö manni aö gott heföi veriö aö
vera laus viö þessa áráttu en ég
hef verið þannig geröur aö ég hef
þurft a ð skrifa niöur. Auk þess hef
ég haft þrótt, frjósemi og metnaö
til aö gera þaö. Enn er ég þannig
geröur aö ég er þreyttastur þegar
ég vinn ekki.
1977
OKKAR
1977
GÍSLIJÓNSSON:
KONUR OG KOSNINGAR
Sagan um baráttu íslenskra
kvenna fyrir kosningarétti.
POUL VAD:
HIN LÍTILÞÆGU
Úlfur Hjörvar þýddi.
Skáldsaga eftir einn af snjöllustu
nútímahöfundum Dana. Hún lýsir
ungu en rótslitnu fólki í Kaup-
mannahöfn, sálarlífi þess, , ein-
semd og örlögum.
BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS
OG ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS
Skálholtsstíg 7 - Reykjavík - Sími: 13652
—GFr.