Þjóðviljinn - 18.12.1977, Blaðsíða 17
Sunnudagurinn 18. desember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17.
Kristberg Kristbergsson og Hannes Hafsteinsson sýna blaBamanni
saltkjötib.
andi fyrir ákveðna framleiðslu,
sagði Jón óttar.
Þar taka nemendur fullan þátt i
framleiðslunni og til dæmis má
nefna að i Kjörveri unnu þeir um
10.000 pylsur fyrir skömmu og
einnig bökuðu þeir um 1800 brauð
á öðrum stað. Þess á milli vinnum
við að matvælaframleiðslu i
smærri stil á rannsóknastofu sem
við höfum til umráða á lofti
Iþróttahúss Háskólans.
Þar höfum við m.a. unnið að
sultugerð úr eplum og appelsin-
um og einnig búið til ávaxtasafa
og vin.
Matvælafræðin hefur einnig að-
stöðu á Rannsóknastofnun fisk-
iðnaðarins og á Rannsóknastofn-
un landbúnaðarins til tilrauna og
rannsókna, og hafa nemendur
unnið að þvi þar að bragðbæta
mysu með ýmsum tegundum
ávaxtasafa, kannað áhrif pökk-
unar i litlar fernur og geymslu-
þol mysunnar.
Saltkjötiö efnagreint
Þegar Þjóðviljamenn bar að
garði voru nemár önnum kafn-
ir við að efnagreina saltkjöt, sem
þeir höfðu sjálfir saltað á 6 mis-
munandi vegu tveimur vikum
áður.
Þar var bæði um þurrsöltun og
pækilsöltun að ræða, en i pæklin-
um var mismunandi magn af
nitriti eða saltpétri. Einnig höfðu
þau bætt C-vitamini i pækilinn og
sögðu okkur ófróðum, að við það
yrði kjötið rautt og fallegt.
Við spurðum Jón Óttar einnig
hver þörfin væri fyrir matvæla-
fræðinga hér, og hver starfsvett-
vangur þeirra yrði.
Kennslan er fyrst og fremst
hugsuð til þess að fullnægja þörf-
um islensks matvælaiðnaðar
fyrir háskólamenntað fólk, sagði
Jón Óttar. Af þeirri ástæðu er
lögð áhersla á að nemendur fái
haldgóða þekkingu á öllum grein-
um islensks matvælaiðnaðar.
Þriðjudaginn 20. desember
kl. 20.30 i franska bókasafninu (Laufásveg
12) verður sýnd franska kvikmyndin i lit-
um og með enskum texta: ,,LA MORT
D’UN GUIDE” fjallar um átakanlega við-
burði sem gerast upp til fjalla. Myndin er
gerð árið 1975 af Jacques Ertaud. Aðal-
leikarar: Victor Lanoux og Georges
Claisse.
Þörf fyrir 6—10
manns á ári
Að námi loknu geta matvæla-
fræðingar þvi orðið liðtækir við
framleiðsluna sjálfa, i
heilbrigðiskerfinu og i skólakerf-
inu, og ég gæti trúað að þörf yrði
fyrir 6—10 manns árlega á þessu
sviöi.
Að námi loknu geta matvæla-
fræðingar starfað að vöruþróun,
stjórnun framleiðslunnar og
endurskipulagningu, sé hennar
þörf; auk þess geta þeir komið á
fót og annast matvælaeftirlit, svo
sem gæðaeftirlit og efna- og
gerlaeftirlit.
Þá verður lögð mikil áhersla á
kennslu i löggjöf og reglugerðum
sem matvælaiðnaðinum eru sett-
ar, þvi það mun áreiðanlega
koma i hlut nemenda að semja
vörulýsingar og reglur um með-
ferð vörunnar siðar meir.
Einnig er lögð áhersla á að
nemendur fái það góða undir-
stöðu i næringar- og manneldis-
fræðum, að þeir geti eftir stutt
viðbótarnám starfað sem fæðis-
fræðingar innan heilbrigðis-
kerfisins, svo dæmi sé nefnt.
Þá má einnig reikna með að
veruleg þörf verði fyrir sér-
menntaða kennara i þessum
greinum á hinum ýmsu stigum
skólakerfisins og að siðustu má
nefna að sjálfsagt verður þörf
fyrir sérmenntað fólk i þessum
greinum hjá hinu opinbera, bæði
við eftirlits- og rannsóknarstörf.
—AI.
Jólahangikjötið komið !
Hálfir skrokkar, læri, frampartar, hryggir.
Einnig fæst úrbeinað hangikjöt í
lofttæmdum umbúðum.
REYKIÐJAN HF.
SMIÐJUVEGl 36 ® 7 63 40
Blikkiðjan
Asgaröi 7, Garðabæ
Önnumst þakrennusmiöi og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verðtilboð
SÍMI53468
„Mest spennandi bók ársins"
Sunday Times
Marco Riccione er félagi í Mafiunni og kunnur fyrir að geta framið
fullkomna glæpi. Frammistaða hans í störfum Mafiunnar gerði það
að verkum að hann komst frá fátæku þorpi á Sikiley til æðstu
starfa á vegum Mafiunnar í Bandarikjunum.
Samstarf Mafiunnar og CIA I ákveðnum verkefnum varð til þess
að hann var valinn í verkefni, sem talið var það erfiðasta. En hann
vissi ekki í hvað mikilli hættu hann var sjálfur
„Það rísa á manni hárin við lestur þessarar bókar"
Financial Times
NORMAN
LEWIS
ST&Æ
M • ■ "
NORMAN LEWIS
Sikilcyjar
ixinn
H
525
U
g
o
»
s
I
cc
CIA FÉKK LANAÐAN SERFRÆÐING
FRÁ MAFÍUNNI
Verö kr. 2.990.-
SAMSTARF MAFIUNNAR OG CIA
FÉKK ÓVÆNTAN ENDI . . .