Þjóðviljinn - 18.12.1977, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 18.12.1977, Blaðsíða 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagurinn 18. desember 1977 islenskur ibnaOur byggir I vaxandi mæli á matvælafram- leiöslu og eflaust mun matvæla- iönaður eflast mjög á næstu ár- um hér á landi. A ótrúlega skömmum ttma hefur úrval islenskra matvæla aukist verulega, nýjar tegundir matvæla hafa komiö á markaö og nýjar vinnslu- og geymsluaö- feröir oröið almennar. Það er t.d. ekki langt siöan aö einungis var hægt aö kaupa hér mjólk, rjóma, skyr, smjör og eina tegund af mjólkurosti, en á undanförnum árum hafa mjólkurafurðir oröiö mjög fjöl- breyttar og nýjar tegundir osta, jógúrt, ýmir, o.fl. komiö á markað. Fjölbreytni hefur einnig auk- ist i pylsugerö, smjörllkisgerö og brauðgcrö og niöursuðuiön- aöur hefur eflst. A sama tlma hafa umbúðir matvæla veriö bættar og á þeim hefur I ýmsum tilvikum veriö komiö fyrir upplýsingum um innihald, geymsluþol og nær- ingargildi vörunnar. Vöruþróun af þessu tagi er ekki möguleg nema til komi sér- þekking manna á sviöi mat- vælaframleiöslu, næringar- fræði, efnafræöi og verkfræöi. Sjálfsagt hafa framfarirnar oröið örastar í mjólkuriönaöin- um, enda munu nú starfandi hér á landi um 100 mjólkurfræðing- ar, en samanlagöur fjöldi sér- fræöinga I framleiöslu annarra matvæla er miklu lægri. Sérmenntun á sviöi matvæla- fræði og matvælaframleiöslu hafa menn hingaö til þurft aö sækja til útlanda, en I haust hófst kennsla I matvælafræöum viö Háskóla islands og stunda nú um 30 manns nám þar á þremur stigum. Aætlaö er aö fyrstu nemendur útskrifist á næsta ári. Ný kennslugrein í Háskóla Islands: „islenskt hráefni til mat- vælaiönaðar er i mörgum til- fellum gjörólikt þvi hráefni sem framleitt er jafnvel I næstu nágrannalöndum okk- ar og krefst þvi sérstakrar meöferöar. Ef menntun I matvæla- fræöum á aö koma islenskri framleiöslu aö fullu gagni veröur að vera hægt aö afla hennar hér á landi. Astæöan er m.a. sú, aö há- skóladeildir i matvælafræö- um erlendis sérhæfa sig venjulega i ákveönum grein- um sem henta þvi landsvæöi eöa landi, sem deildin starf- ar i. Auk þess miöast námiö þar við meiri sérhæfingu og aö jafnaöi margfalt stórtækari vinnslu en hér tiökast. Vonandi vex þekking okk- ar á sérstöðu tslands og is- lenskra hráefna á komandi árum fyrir tilstilli innlendra rannsókna, sem gera má ráö fyrir aö þrói'st jafnhliöa þessu námi i Háskólanum.’ J.Ó.R. Nú þegar 30 nemendur Eins og fyrr segir stunda nú um 30 manns nám i þessum greinum viö Háskólann, á fyrsta, ööru og þriðja ári. A fyrsta ári leggja nemendur aöallega stund á liffræöigreinar og grunnnám i öörum greinum, svo sem efnafræöi og stæröfræöi. Alls eru rúmlega 20 nemendur á þessu ári. Á ööru ári er kennd almenn matvælafræöi, auk þess sem áætlað er að kenna matvæla- tæknifræöi þ.e. vinnslufræöi mat- væla á þvi ári. Tæplega 10 nemendur stunda nú nám á ööru ári. A þriðja ári er gert ráö fyrir að kenna matvælaverkfræði, en þaö er vélaverkfræði fyrir matvæla- fræöinga. A siðasta misseri námsins bætist siöan við mat- vælaefnafræði, matvælaörveru- fræði og næringarfræði. Vonir standa til aö nemendur sem ljúka BS prófi i matvæla- Ólafur Reykdal, Þuriöur Þorbjarnardóttir, Kristberg Kristbergsson og Svana Stefánsdóttir undirbúa mælingar á saltkjötinu. 12 nemendur i matvælafræðum undir stjórn öldu. Niöurstööur þessarar könnunar hafa þegar verið kynntar i Þjóðviljanum, en þær voru í stuttu máli þær, að óþarflega margar tegundir virðast fluttar til landsins og að hátt verð þessara vörutegunda tryggir ekki gæði þeirra. Auk sameiginlegra verkefna af þessu tagi vinna nemendur sjálf- stætt aö ákveðnum verkefnum og gera siöan grein fyrir vinnu sinni i fyrirlestri. Slik verkefni eru margvisleg og ma.a hafa nemendur kannaö is- gerð og issölu hér á landi, C- vitamin innihald i ávöxtum, ávaxtasafa og kartöflum. Gerð hefur verið grein fyrir nytjafisk- um, sem litið hafa verið notaöir til neyslu, svo sem kolmunna og spærlingi og þaðan af sjaldgæfari tegundum. Auk þess athuguðu nemendur kæli- og frystiaöstööu I verslunum og er nú veriö aö vinna úr þeim niöurstööum. Þannig fá nemendur innsýn i fjölbreytni og framleiöslu einstakra matvæla, sagöi Alda, en jafnframt er mikil áhersla lögö á efnafræðilega samsetningu. 10.000 pylsur og 1800 brauð Nemendur á þriðja ári mat- vælafræöinnar eru aðeins 6 tals- ins, og hafa þeir lokiö tilskildu undirbúningsnámi i liffræöi eöa efnafræöi, en sækja tima með nemendum á ööru ári um leið. Þeir leggja nú stund á mat- vælatæknifræði og annast dr. Jón Óttar Ragnarsson þá kennslu. Námið þaö sem af er vetri hefur aöallega fariö i aö kynna nemendum meöferö og vinnslu islenskra matvæla og i þvi skyni er i hverri viku heimsótt mat- vælaverkmiöja, sem er einkenn- MATVÆLFRÆÐI Dr. Jón óttar Ragnarsson Aðdragandinn að þessari kennslu er orðinn nokkuö langur, en þaö var áriö 1972 aö mennta- málaráðherra skipaði 6 manna nefnd, til að undirbúa nám i mat- vælafræðum og áttu i henni sæti fulltrúar Háskólans og fram- leiðsluráöuneytanna. 1 vor sam- þykkti deildarráð verkfræöi- og raunvisindadeildar Háskólans siðan að kennsla skyldi hafin að hausti. Námið i matvælafræðum er byggtofan á grunnnám i liffræði, en eiginleg kennsla i matvæla- greinum hefst fyrst á ööru ári Dr. Alda Möller námsins. Þar sem kennslan er nýhafin, er skipulag námsins ekki komiö i fastar skoröur, en gert er ráö fyrir að nám til BS-prófs taki 3 ár. Þá er gert ráð fyrir aö námiö geti á siöari stigum tengst viö- skiptadeild Háskólans til þess aö nemendur kynnist , rekstri og stjórnun fyrirtækja. Fastir kennarar i matvæla- fræðum eru dr. Jón Óttar Ragnarsson, dósent i matvæla- efnafræði, dr. Jónas Bjarnason, dósentiefnafræöi, og dr. Guöni S. Alfreösson, dósent i liffræöi. Þar að auki er áætlað að ýmsir stundakennarar taki þátt i kennslunni og nú þegar hefur dr. Alda Möller, matvælafræðingur, hafiö kennslu i matvælafræöum fyrir nemendur á öðru ári. Sýnishorn »f tultugerð nemenda. fræði geti átt kost á einu námsári til viðbótar, þar sem þeir leggja stund á viðskiptagreinar og vinna að hagnýtum rannsóknarverkefn- um. Okkur lék forvitni á aö vita hvernig kennslan i hinum eigin- legu matvælafræðifögum fer fram, og leituðum þvi til þeirra öldu Möller og Jóns 0. Ragnars- sonar en þau annast þá kennslu, sem nú þegar er hafin, auk þess sem viö heimsóttum þriöja árs nemendur i verklegum tima á Rannsóknastofnun landbúnaöar- ins. Allt frá öflun til neyslu Dr. Alda Möller annast kynn- ingu á hinum ýmsu tegundum matvæla fyrir annars árs nem- endur. Dr. Alda sagöi i samtali viö Þjóöviljann, aö hver tegund matvæla væri tekin fyrir og henni fylgt eftir i stórum dráttum allt frá öflun til neyslu. Þá er farið ofan i efnasamsetn- ingu hverrar tegundar, áhrif geymslu rakin og vinnslu lýst I stórum dráttum. Þaö sem af er vetri hafa nemendur kynnt sér mjólk, egg, kjöt, fisk, grænmeti, ávexti, kornmat, kaffi, te, sykur og kakó. Þá vinna nemendur aö sam- eiginlegum verkefnum, og nýlega voru birtar niöurstöður könnun- ar, á bragðgæöum og veröi á grænum baunum og blönduöu grænmeti, en þessa könnun unnu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.