Þjóðviljinn - 18.12.1977, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagurinn 18. desember 1977
Málgagn sósialisma,
verkalýðshreyfingar
og þjóðfrelsis.
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóbviljans.
Framkvæmdastjóri: Eióur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson.
Umsjón meö sunnudagsblaói:
Arni Bergmann.
Auglýsingastjóri: úlfar Þormóösson.
Ritstjórn, afgreiösia, auglýsingar:
Sföumúla 6, Sfmi 81333
Prentun: Blaöaprent hf.
Sviptir
fjárforrœði
með valdboði
í lok siðasta áratugs knúðu verkalýðs-
félögin fram stofnun hinna almennu lif-
eyrissjóða verkalýðsfélaganna eftir langa
og hraða baráttu.
Lifeyrissjóðum verkalýðsfélaganna var
ætlað það hlutverk, að skapa verkafólkinu
aukið öryggi á elliárum og ef slys bæri að
höndum. Þeir áttu að draga úr hinu mikla
misrétti, sem fyrir hendi var, milli þess
fólks sem engan aðgang hafði átt að lif-
eyriss jóðum og hinna sem lengi höfðu búið
að verðtryggðum lifeyrissjóðum.
Lifeyrissjóðir verkalýðsfélaganna hafa
á siðustu árum gegnt tviþættu hlutverki.
Þeir hafa tryggt öldruðum félagsmönnum
nokkur auraráð umfram það sem al-
mannatryggingakerfið skammtar þessum
þjóðfélagsþegnum, og þeir hafa einnig
með lánum til ibúðarbygginga komið
mörgu yngra fólkinu i verkalýðsfélögun-
um að notum. Lán frá lifeyrissjóðum
verkalýðsfélaganna hefur á þessum sið-
ustu árum oft ráðið úrslitum um það,
hvort ungt og eignalaust fólk, sem var að
hefja búskap, gat fest sér ibúð eða ekki.
Það er ekki að ástæðulausu, að á þetta
er minnt einmitt nú.
Þessa dagana liggur fyrir Alþingi frum-
varp frá rikisstjórninni um að skylda lif-
eyrissjóðina til að kaupa skuldabréf af
rikinu á næsta ári fyrir hvorki meira né
minna en 40% af öllu ráðstöfunarfé sinu.
Við kjarasamningana, sem gerðir voru
snemma árs 1974 var um það samið, að lif-
eyrissjóðirnir keyptu verðtryggð skulda-
bréf rikisins fyrir helmingi lægri hluta af
ráðstöfunarfé sinu en nú er talað um, það
er fyrir 20% af ráðstöfunarfénu.
Um þetta var þá samið, — og á móti
skuldbatt rikisvaldið sig til að gera veru-
legt átak til að hrinda i framkvæmd stór-
auknum byggingum ibúðarhúsnæðis á
félagslegum grundvelli.
Mjög stuttu eftir, að þessir samningar
voru gerðir urðu sem kunnugt er stjórnar-
skipti. Núverandi rikisstjórn hefur tviveg-
is endurnýjað yfirlýsinguna frá 1974 um
átak varðandi byggingu ibúðarhúsnæðis á
félagslegum grundvelli, — en efndirnar
hafa engar orðið, þótt brátt séu liðin fjög-
ur ár, siðan yfirlýsingin var fyrst gefin út.
Samt var þessi yfirlýsing á sinum tima
forsenda þess, að verkalýðsfélögin féllust
á, að kaupa rikisskuldabréf fyrir 20% af
ráðstöfunarfé sinu.
En nú hefur rikisstjórnin enn einu sinni
kastað hanskanum i samskiptum sinum
við verkalýðshreyfinguna. Nú er lagt
fram frumvarp á Alþingi um að gera
hvorki meira né minna en 40% af ráðstöf-
unarfé lifeyrissjóðanna upptækt. Nú er
ekki talað um að leita samkomulags við
verkalýðshreyfinguna eða stjórnir lif-
eyrissjóðanna um málið. Valdboðið eitt
skal gilda. — Og þetta frumvarp er lagt
fram án þess, að nokkur ástæða sé talin til
þess að minnast á málið við fulltrúa verka-
lýðshreyfingarinnar eða stjórnir lifeyris-
sjóðanna.
Eðvarð Sigurðsson, formaður Dags-
brúnar andmælti þessum fyrirætlunum
rikisstjórnarinnar mjög harðlega á nætur-
fundi á Alþingi nú i vikunni.
Hann benti á að áform rikisstjórnarinn-
ar stefndu að þvi, að taka ráðstöfunar-
réttinn yfir fé sjóðanna af eigendum þess-
ara fjármuna, sem*væru fólkið i verka-
lýðsfélögunum.
Ef rikisstjórnin framkvæmdi þessa
fjárupptöku þá hlyti það óhjákvæmilega
að bitna með beinum hætti á þvi fólki i
verkalýðsfélögunum, sem leita þyrfti til
lifeyrissjóðanna með lán. Frá þessu fólki
ætlaði rikisstjórnin að taka peningana
með valdboði, og teldi sig ekki einu sinni
þurfa að ræða málið við verkalýðsfélögin.
Eðvarð sagði, að allt ráðstöfunarfé lif-
eyrissjóðanna, sem ekki hafi verið varið
til kaupa á rikisskuldabréfum, hafi farið i
lifeyrisgreiðslur og lán til sjóðfélaga. Hjá
mörgum lifeyrissjóðanna væru langir bið-
listar eftir lánum, — dæmi væru um 18
mánaða biðtima.
Eðvarð kvaðst lýsa fyllstu andstöðu við
að lögbinda meðferð á fjármunum lif-
eyrissjóðanna, og hann kvaðst sannfærður
um að það markmið, sem rikisstjórnin
stefndi að með þessum fyrirætlunum, það
næðist ekki. Ástæða þess væri sú, að væru
sjóðirnir með þessum hætti sviptir þeim
möguleikum til lánveitinga, sem þeir hafa
haft, þá yrði áhugi sjóðfélaganna fyrir að
greiða sin iðgjöld einfaldlega ekki lengur
fyrir hendi. Slik lagasetning um að svipta
fólkið i verkalýðsfélögunum að mjög
verulegu leyti sinun umráðarétti yfir eig-
in lifeyrissjóðum mun hreinlega torvelda
mjög alla innheimtu iðgjalda i lifeyris-
sjóðina.
Eðvald lauk máli sinu með þvi að skora
á rikisstjórnina að hverfa frá þessum
valdbeitingaráformum gagnvart verka-
lýðshreyfingunni, og gerir Þjóðviljinn þau
orð að sinum.
k.
Pýðir nokkuð að glíma við
Vísindamenn fylkja nú
liði gegn gervivísindum
Oft hafa visindamcnn verið
sakaðir um að láta sér I léttu rúmi
'iggja. hvað aðrir menn haida um
lifið og tilveruna — a.m.k. meðan
menn ekki segja sitt perso'nulega
álit vera einskonar visindi. En nú
upp á siðkastið hefur orðið sú
merka þróun i Bandaríkjunum,
að visindamenn hafa fundið hjá
sér hvöt til að mótmæia öllum
Loks heldur
hann kjafti
i þeim góða og iærða bæ Oxford
er nú meiri kyrrð en verið hefur
um stund — loksins heldur náungi
að nafni Ray Cantwell kjafti.
Ray þessi einsetti sér að setja
nýtt heimsmet i að samkjafta
ekki. Hann hélt áfram i 150
stundir nema hvað hann tók sér 1
1/2 klukkustundar hlé á sólar-
hring til að raka sig, baða sig og
éta. Fyrir þetta afrek fékk hann
900 pund i verðlaun
þeim kynstrum af gervivisindum,
sem sniðugir menn hafa verið að
selja fólki að undanförnu.
Hérerum að ræöa bæði gamlar
og nýjar lummur. Stjörnuspeki
hefur aldrei verið vinsælli, og
enginn veit hve margir hinna
„raunsæju” kapitalista Banda-
rikjanna gripa til stjörnuspá-
dóma i sambandi við fjárfest-
ingar. Fljúgandi furðuhlutir riða
húsum — Carter forseti er einn
þeirra sem á þá trúa. Hér við
bætast Bermundaþrihyrningur-
inn (flugvélar og skip eiga að
hafa horfið sporlaust á vissu
svæði), pýramídavald svokallað,
stjörnugeislar, bækur um að
maðurinn sé upphaflega kominn
frá öðrum hnöttum og svo hinir
sérkennilegu og margauglýstu
hæfileikar Uri Gellers sem beygir
hnifa og gaffla með augunum. Og
sumir háskólar i Bandarikjunum
eru farnir að auglýsa námskeið i
dulsálfræðum og stjörnuspeki —
ekki til að rannsaka þessi fyrir-
bæri frá félagsfræðilegu sjónar-
miði heldur til að boða þau sem
æðri sannindi.
Vísindamenn o g
galdramenn.
Og nú er svo komið, að
visindamönnum er farið að
leiðast. Þeir komu á fót i fyrra
timariti sem þeir kalla Zetetic
(dregið af griska orðinu yfir efa-
hyggjumann) sem birtir gagn-
rýni á staðhæfingar gervi-
visindanna.
Riti þessu er stjórnað af nefnd
sem heitir ,,Nefnd til visindalegra
rannsókna á tilkalli sem menn
gera til yfirnáttúrulegra fyrir-
bæra”. I þessari nefnd sitja bæði
eðlisfræðingar, stjörnufræðingar,
sálfræðingar — og svo
„galdramenn” — það er að segja
menn sem vita, hvernig á að fara
að þvi að nota tiltölulega einfald-
ar aðferðir til að telja fólki trú um
að „yfirnáttúrulegir” atburðir
eigi sér stað.
Fyrir tveim árum stóðu fyrir-
rennarar þessarar nefndar að
undirskriftasöfnun meðal
visindamanna gegn stjörnuspá-
dómadellunni. Nýlegt hefti tima-
ritsins gagnrýnir hinar vel aug-
lýstu hugmyndir um að saga okk-
ar hnattar sé tengd samböndum
við aðra hnetti fyrr á timum.
Galdramaður einn, sem James
Randli heitir, hefur i þágu þessa
ágæta efasemdartimarits endur-
tekið öll afrek hins fræga Uri
Gellers — hann hefur beygt og
sveigt hluti úr málmi, látið brotin
úr fara af stað aftur og lesið
„leynileg” skilaboð. Fyrir ári
bauð ofangreind nefnd Geller á
fund sinn til að prófa „yfirnáttúru-
leg” afrek hans, en hann mætti
aldrei til leiks.
Dixon og við hin
Nefnin hefur einnig tekið til
bæna stjörnuspádóma Jeane
Dixon, sem birtust i Morgun-
blaðinu með miklu yfirlæti þang-
að til Matthías ritstjóri sagði
þessari kerlingu upp. Það kemur
á daginn, að Dixon þessi getur
spáð fyrir um atburði t.d. i stjórn-
málum af nákvæmlega sama viti
og hver annar sem leggur þaö á
sig að fylgjast litilsháttar með
fréttum i. blöðum.
Nefndin hefur m.a. stefnt fyrir
rétt sjónvarpsstöðinni NBC fyrir
dagskrár um andalækningar á
þeim grundvelli, að hinn öflugi
áróður sem leikarinn frægi, Burt
Lancaster, var keyptur til að
flytja i myndaflokki þessum um
Betty Talmadge heitir kona
bandarisk, sem nú hefur bætt
nafni sinu við langan lista höf-
unda ritverka — Bókin heitir
„Hvernig hægt cr að sjóða svin”.
Frú Talmadge segir, að til þess
að skrifa bók þessa, hafi hún orðið
Vísindi og
samfélag
„hjálp að handan”, gæti beinlinis
komið i veg fyrir að fólk leitaði
sér skynsamlegrar læknis-
fræðilegrar aðstoðar.
En ekki vilja allir visindamenn
taka þátt i baráttunni gegn
gervivisindunum. Sumir segja
sem svo, að það skipti ekki máli á
hvað fólk trúir — það muni alltaf
finna sér eitthvað til. Aðrir segja
að það sé gjörsamlega vonlaust
að reyna að tala með rökum við
þá sem trúa á „gervivisindin” —
það fólk hafi fyrirfram lokað að
sér og taki ekki sönsum.
(áb byggðálHT)
að sjóða litinn og elskulegan grls,
en það hafi hún aldrei gert áður:
„Og fyrst þurfti ég að drepa gris-
inn”. Það var að vísu erfitt, sagði
höfundur bókarinnar, en ég
imyndaði mér að þetta væri eitt
af þessum karlsvinum — og þá
kom þetta strax.
Að sjóða svínið!