Þjóðviljinn - 18.12.1977, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 18.12.1977, Blaðsíða 24
DIOÐVIUINN Sunnudagurinn 18. desember 1977 ABalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sutinudögum. Utan þessa tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfs- menn blaösins' i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, iltbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. C 81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóöviljans I sima- skrá. (@he Pancouuer Sun ' ^^ ^ ^/ANCOUVER, BRmSHCOLUMBIA^^ ^ Stórfellt heilsutjón í álverum Niðurstöður kanadískrar rannsóknar t kanadiska dagblaðinu „The Vancouver Sun” sem er stærsta dagblaöið á vesturströnd Kanada birtist i cndaðan nóvembcr grein um heilsufarsrannsókn sem gerð var á starfsmönnum áibræöslu i bænum Kitimat. Álbræðslan er í eigu Alcan auðhringsins, en bærinn Kitimat er á 54. greiddargráðu og 129. vestlægrar lengdar. Þar eru mikil vatnsorkuver, sem stóriðjan byggir á. „The Vancouver Sun” þykir áreiöanlegur fréttamiðill sér- staklega um innanfylkismál „British Columbia,”. Það var samband starfsmanna i álbræðslum og skyldum iðnaði sem kostaði rannsóknina, og náði hún til meira en 1200 manna, stóð i 10 mánuði og kostaði 187 þúsund dollara. Lungu og bein. Mikill fjöldi verkamanna hefur nú þegar skerta heilsu vegna mengunar inni i verksmiðjunni, sagði dr. Carnow, stjórnandi rannsóknarinnar. Margir þeirra eru þó með sjúkdóm á byrjunar- stigi enn þá, en ef aðstæðum i verksmiðjunni verður ekki breytt munu þeir brátt biða verulegt heilsutjón vegna skemmda i lung- um og beinum. Rannsóknin leiddi i stuttu máli I ljós að fjöldi starfsmanna verk- S.miðjunnar voru með miklar lungna-og beinaskemmdir, og að skemmdirnar mátti rekja beint til mismikils magns eitraðra efna og lofttegunda sem losna við bræðsluna og menn anda að sér við vinnu sina. Nær 30% starfsmannanna höfðu skerta lungnastarfsemi og 500—600 höfðu beinaskemmdir. Atvinnusjúkdómur álvera hef- ur lengi verið þekktur undir nafn- inu fluorosis. Sá sjúkdómur hefur verið talinn lýsa sér einkum i þykknun og þéttingu beina, en Alcan rannsóknin sýndi, að verkamenn sem eru i mikilli snertingu við flúoriða i bræðsl- unni eiga fremur á hættu að fá liðagigt, bakverki og hálsverki. Bakveiki og flúroiðmagn 85 þeirra höfðu þegar gengið undir uppskurði á mjóhrygg eða hálsi. Reyndist tiðni slikra uppskurða 7 sinnum meiri meðal þeirra sem i mestu flúoriði unnu en meðal þeirra sem unnu á hættuminni svæðum. Linurit sýndi að 30,2% þeirra sem unnu á hættuminni svæðun- um höfðu orðið fyrir einhverjum áföllum i baki, en þessi tala náði 52% meðal þeirra sem unnu inni i bræðslunni. Þetta gefur tilefni til þess að á- lykta að bakveiki starfsmanna sé beint tengd flúoriðmagninu, sagði Framhald á bls. 22 Hagnýtar jólagjafir á hensmstöðvum Á bensínstöövum okkar í Reykjavík fæst nú úrval af hagnýtum jólagjöfum. Viö minnum á barnabíla og bílstóla fyrir börn. Teppi i bilinn. Topplyklasett og hleöslutæki fyrir rafgeyma. Þá má nefna nokkrar geröir af veiöikössum, fallegar sportúlpur, kasettur og kasettutöskur, Allt góóar gjafir handa ættingjum og vinum, þér sjálfum, - eöa bílnum. Athugaóu þetta næst þegar þú kaupir bensín. Gleöileg jól. Olíufélagið Skeljungur hf Shell 3.52

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.