Þjóðviljinn - 13.01.1978, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.01.1978, Blaðsíða 1
MOWIUINN Föstudagur 13. janúar 1978—43. árg. lí. tbl. Ríkisstjórnin: Neitar ad endur- skoða loðnuverð Sendinefnd loðnusjómanna rœddi við forsœtisráðherra Mikil og almenn reifti greip um sig meöal loönusjómanna hér á Akureyri i gær þegar þeir fréttu af undirtektum forsætisráöherra viö málaleitan sjómanna 1 gær- morgun. Þá fréttist þaö sem Matthias Bjarnason, sjávarút- vegsráöherra, lét hafa eftir sér f siödegisblöðunum og ekki bættu þau ummæli fyrir rikisstjórninni, en Matthias sagöi I VIsi um sjó- mennina: „Mega liggja inni eins og þeir vilja”. Sjómennirnir eru grjótharöir, sagöi fréttamaöur Þjóöviljans á Akureyri, sem ræddi viö fjölmarga sjómenn á Akureyri i gær. Þeir eru þar um 500 talsins og þeir setja mikinn svip á allt bæjarlifiö eins og vonlegt er. Þaö voru þeir Magni Kristjáhs- son, skipstjóri á Berki NK, Björgvin Gunnarsson, skipstjóri á Grindvikingi og Björn Þorfinns- son, skipstjóri, sem I fyrrakvöld héldu til Reykjavikur til þess aö ræöa viö forsætisráöherra. Þeir ræddu viö ráöherrann I gærmorg- un og hann sagöi þvert nei viö öll- um kröfum sjómannanna um aö loönuveröiö nú yröi tekiö til tafar- lausrar endurskoöunar. Annars segir frá viötalinu viö ráöherrann I viötali viö Magna Kristjánsson, varaformann Farmanna- og fiskimannasambands tslands, á baksiöunni I dag. Mikiö veöur gekk yfir á Akureyri I gær og skemmdust margir bátar Htillega, en einn talsvert Magnús NK. Sendinefnd loönusjómanna komst ekki noröur I gsr vegna veöurs, en sjómennirnir halda fund strax og sendinefndin kemst á staöinn til þess aö greina frá málavöxtum og fjalla um viö- brögö sjómanna. Kortsnoj áskorandi Karpovs — eftir sigur í 18. skákinni — Sjá síðu 5 Viktor Kortsnoj vann i gær 18. og siöustu skákina i einviginu viö landa sinn Boris Spasski. Þar meö hefur Kortsnoj tryggt sér réttinn til aö skora á heimsmeist- arann i skák, Anatoly Karpov en það einvigi á að fara fram á þessu ári. 18. einvigisskákin hafði farið i bið á miðvikudagskvöldið og þá þegar var ljóst að hverju stefndi. Kortsnoj hafði öll undirtökin og ekki bætti úr skák fyrir Spasski aö hann fann alversta biðleikinn, leik sem leiddi beint til taps. Lokaúrslitin i einvíginu uröu þvi að Kortsnoj hlaut 10,5 v. gegn 7,5 v. Spasskis. Þetta er I fyrsta sinn sem Kortsnoj vinnur sér réttinn til aö skora á heimsmeistarann. Hann hefur tvivegis komist i þá aöstööu aö keppa um áskorendaréttinn en tapaði jafnoft, fyrst fyrir Spasski 1968 og aftur fyrir Karpov i hinu sögufræga einvigi 1974. „Ég mun mala Karpov" Kortsnoj lék á alls oddi á blaöa- mannafundi sem haldinn var Framhald á bls. 5 Skipverjar á Berki NK. taka slag f slagnum meöan beöiö er átekta. (Ljósm. Sdór) Afkoma ríkissjóðs 1977: Heildarskuld við Seðla- bankann 15,3 miljarðar i fréttatilkynningu fjár- málaráöuneytisins um piHIMilHIBilHIHI ■ I i Vestmannaeyjar: afkomu ríkissjóös 1977 kemur fram að í árslok 1 ■ I jFlóð valda erfið-j ileikumog tjóni „:.—: A* + Irnm AflaiMnOÍn uarft pð rr Rigningin I fyrri nótt kom Iheldur en ekki ónotalega viö _ Eyjabúa. Allt um þaö var hún I" þó ekki nema 43 mm aö þvi er Markús Einarsson, veöurfræö- 'Z ingur sagöi okkur. Þaö er aö I visu óneitanlega hressilegt úr- ■ felli en Vestmannaeyingar hafa | þó alloft „séö hann blautari”. ■ Hinsvegar kom rigningin á | óheppilegum tima aö þvl leyti, ■ aö jörö var talsvert frosin og Iauk þess gaddaö fyrir niöurföll svo aö vatniö komst ógjarna þá ^eiö, sem þvi er eölilegt aö fara. Afleiöingin varö sú, að mörg hús uröu umflotin v .ni, sem m.a. leitaöi inn I kjallara og færöi þar allt i kaf. Eins og nærri má geta hefur svona vatnselgur ekki aöeins valdiö verulegum erfiöleikum heldur og miklu eignatjóni, a.m.k. hjá þeim, sem verst uröu úti. Eitthvaö var og um raf- magnstruflanir austan fjalls en á þeim mun nú hafa veriö ráöin bót. —mhg - ■éi ■ ua o ■■■■■■■■■■■■ bI nam skuld ríkisins viö Seölabankann 15,3 miljörö- um króna. Aukning skulda viö Seölabankann nam 2/2 miljöröum króna, en auk þess bættust við 1,5 milj- aröar vegna gengistaps þannig að alis jukust skuldir ríkissjóðs við bank- ann um 3,7 miljarða króna. Útgjöld á árinu námu sam- kvæmt þvi bráöabirgöayfirliti sem liggur fyrir 98,3 miljöröum króna, en tekjur uröu 95,5 miljaröar króna. Hallinn er þvi 2,8 miljaröar króna. Tekjur ársins 1977 fóru 6% fram úr fjárlögum en útgjöld um 10%. Hækkanir Verölagsnefnd afgreiddi I gær hækkanir á brauöum, fargjöldum og dagblööum. Hækkunin er 8- 20%. Hækkunin tekur gildi er rikisstjórnin hefur fjallaö uin máliö. Fyrir liggja beiönir frá Pósti og sima um 40% hækkun. Verkamanna- sambandið: Stuðningur vid sjómenn Fundur haldinn i Fram- kvæmdastjórn Verka- mannasambands Islands fimmtudaginn 12. janúar 1978, lýsir yfir fullum stuön- ingi viö sjómenn á loönuskip- um i baráttu þeirra fyrir hærra veröi á loönu. Stjórnin harmar aö meiri- hluti yfirnefndar Verölags- ráös Sjávarútvegsins, skuli ráöast á kjör sjómanna, þess launahóps, sem þjóöarbúiö byggir mest afkomu sina á og er undirstaöa fyrir vinnu stærsta hóps launafólks I landinu. Skorar fram- kvæmdastjórnin þvl á stjórnvöld aö gripa strax inn I deilu þessa, til leiöréttingar á aflahlut sjómanna. Frá Verkamannasamband- inu Sjómenn á 39 togurum Styðja kröfur um hærra loðnuverð Sjómenn á 39 Islenskum togurum hafa lýst yfir stuön- ingi viö skipshafnir á loönu- fiotanum og kröfur þeirra um hærra loönuverö. 1 yfirlýsingu togara- sjómanna segir, aö þeir krefjist þess, aö strax veröi ákveöiö almennt fiskverö og tekiö veröi miö af launa- hækkunum á siöasta ári. Bent er á, aö fiskverö hafi ekki hækkaö I átta mánuöi, en á þeim tima hafi aörar stéttir i landi fengiö miklar kauphækkanir. Taprekstur vinnslustööva og þjóöfélagsins I heild sé ekki einkamál sjómanna, þar þurfi þjóöin öll aö taka á sig sameiginlega byröi, segir aö lokum i stuöningsyfirlýs- ingu togarasjómannanna. —eös

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.