Þjóðviljinn - 13.01.1978, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.01.1978, Blaðsíða 3
Föstudagur 13. janúar 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Carter-stjórnin hlutast til um ítölsk innanríkismál: „Varar” ítali við stjórnar- kommúnista aðild WASHINGTON 12/1 — Banda- rlkjastjórn lýsti þvl yfir I dag berum orbum, aö hiln væri and- vfg aBild kommiinista aö nokk- urri vesturevrópskri rikisstjórn og myndi láta sér betur lika aö áhrif kommúnista f Vest- ur-Evrópu færu minnkandi. Er litiö á þessa yfirlýsingu, sem utanrikisráöuneyti Bandarikj- anna gaf Ut, sem „aövörun” til Kristilegra demókrata, sem nU fara meö stjórn á ítalfu. Minnihlutastjórn kristilegra demókrata á ttalíu er nU í alvar- legri fallhættu, og kommUnist- ar, sem veitt hafa stjórninni stuöning, krefjast nU af auknum þunga beinnar þátttöku í henni. Talsmaöur Kristilegra hafnaöi þeim tilmælum í dag, en bauö hinsvegar kommUnistum og fleiri flokkum, sem stutt hafa stjórnina og haldiö þar meö líf- inu I henni, þátttöku í mótun stjórnarstefnunnar á breiöari grundvelli. Kommúnistaflokk- urinn, sem er annar sterkasti flokkur landsins, á erfitt meö aö fallast á nokkuö minna en beina stjórnarþátttöku, einkum vegna þrýstings frá eigin stuönings- mönnum. í tilkynningunni frá banda- riska utanrikisráöuneytinu seg- ir aö yfirvofandi stjórnarkreppa á Italiu hafi. magnaö áhyggjur Bandarikjastjórnar Ut af vest- urevrópskum kommUnista- flokkum og hafi stjórnin þvi tal- iö nauösyn á þvi aö segja hug sinn um þetta efni. Bendir þetta tii þess aö Bandarlkjamenn ótt- ist aö kristilegir demókratar samþykki aö mynda stjórn meö kommUnistum. Fréttamenn f Washington telja þessa yfirlýs- ingu tákna breytingu á afstööu Carter-stjórnarinnar gagnvart vesturevrópskum kommUnist- um, enda þótt stjórnin fullyröi aö svo sé ekki. 1 yfirlýsingunni er þvi lfka haldiö fram aö KommUnistaflokkurinn á Italfu sé „and-lýöræöissinnaöur” og er þar einnig um aö ræöa breyt- ingu frá fyrri yfirlýsingum Carter-stjórnarinnar. Fréttamenn I Washington segja aö þetta sé í fyrsta sinn, aö Carter-stjórnin hvetji til minnkandi áhrifa kommUnista I Vestur-Evrópu, og spuröu tals- mann utanrikisráöuneytisins hvaö átt væri viö meö því aö italskir kommUnistar væru óvinir lýöræöis, en talsmaöur- inn vildi ekki skýra þá fullyrö- ingu. Embættismenn I Washing- ton viöurkenna aö hætt sé viö þvl aö á Itallu veröi yfirlýsingin tUlkuö sem tilraun til íhlutunar I Itölsk innanrlkismál. — Nánar tiltekiö ganga kröfur Italskra kommUnista Ut á þaö aö mynd- uö sé þjóöstjórn, þar eö slík stjórn hafi mesta möguleika á aö ráöa einhverja bót á hinum margvlslegu vandamálum, sem Italir eiga nil viö aö strlöa. Steingrímur Aðalsteinsson 75 ára í dag 75 ára er I dag Steingrimur Aöalsteinsson, fyrrum alþingis- maöur og formaöur Verka- mannafélagsins á Akureyri.bjóö- viljinn árnar Steingrimi heilla og þakkar unnin störf I Sóslalista- flokknum og verkalýöshreyfing- unni. Hannibal Valdi- marsson 75 ára í dag 75 ára er i dag Hannibal Valdi- marsson, fyrrum forseti Alþýöu- sambands Islands, alþingismaö- urog ráöherra. Þjóðviljinn árnar Hannibal heilla og þakkar unnin störf i þágu islenskrar albvöu. Franska hægrí fvlkingin klofin — og sú til vinstri líka PARÍS 11/1 Reuter — Samfylking hægri — og miöflokkanna, sem fara meö völd I Frakklandi, klofnaöi I dag er flokkur gaul- leista, sá sterkasti i bandalaginu, sleit aö nokkru leýti tengslin viö samstarfsflokka slna. Helsta ágreiningsatriöiö er baráttuaö- feröir I þingkosningunum, sem fara fram I Frakklandi I mars. Kosningarnar fara fram I tveimur umferðum, og þýöa sam- bandsslitin aö gaulleistar munu bjóöa fram I keppni viö aöra hægri- og miðflokka I fyrri um- feröinni, engu sföur en vinstri- flokkana. bykir þessi klofningur þvi miklum tlöindum sæta I frönskum stjórnmálum. Yves Guena, talsmaður gaulleista, sagöi er hann tilkynnti banda- lagsslitin aö hinir flokkarnir þrlr I bandalaginu hefðu sameinast um aö útiloka frambjóöendur gaul- leista sem víöast. Hinsvegar sagöi Guena aö gaulleistar myndu bjóöa fram I félagi viö hina flokkana I slöari umferö kosninganna, en þá veröur sá frambjóöandi hægri — og miöju- bandalagsins, sem flest atkvæöi fær I hverju kjördæmi I fyrri um- ferö, einn I framboöi á móti hinni vinstrisinnuöu stjórnarandstööu. Gaulleistar hafa reiöst mjög þeirri ákvöröun bandalagsflokka smna aö bjóöa einn mann fram fyrir alla stjórnarflokkana I flest- um kjördæmum, og i tveimur þriöju kjördæmanna, sem eru alls 491, náöist ekki samkomulag um sameiginlegan frambjóöanda. — 1 fyrri umferö kosninganna ná einungis fullgildri kosningu þeir frambjóöendur, sem fá yfir helm- ing atkvæöa. Sú umferö fer fram 12. mars og hin siöari 19. mars. Grunnt hefur lengi veriö á þvl góöa milli gaulleista og uanda- manna þeirra. Gaulleistar, undir forustu hins kraftmikla leiötoga sins Jacques Chirac, hafa opin- skátt beitt sér gegn mörgum stefnumálum stjórnarinnar. Einkum hafa þeir illan bifur á Raymond Barre forsætisráöherra og saka hann um aö skipuleggja andstööu gegn gaulleistum. Auk gaulleista standa aö stjórninni Lýöveldisflokkurinn, sem stofnaöur var af og lýtur forustu Valerys Giscard d’Estaing for- seta, Miöflokkurinn undir forustu Jeans Lecanuet og Róttæki flokk- urinn svokallaöi, sem einnig mun vera miöjuflokkur, undir stjórn Jean-Jacques Servan-Schreiber. Fréttaskýrendur telja að klofningurinn I stjórnarfylking- unni geti opnaö Kommúnista- flokknum og Sóslalistaflokknum leiðina til sigurs I allnokkrum kjördæmum, þar sem mjótt er á mununum. Hinsvegar er vinstri- fylkingin llka klofin, siöan Kommúnistaflokkurinn og Sóslal- istaflokkurinn slitu kosninga- bandalagi sinu I september s.l. Fræðsluerindi í Þinghól á vegum herstöðvaand- stæðinga Eðli heims- valdastefnu og fjöl- þjóðahringa Dagana 13. og 17. janúar n.k. ætla herstöövaandstæö- ingar i Kópavogi aö standa fyrir fræösluerindi um eöli heimsvaldastefnunnar og fjölþjóöa - hringa. Samheiti erindanna er: „NATO OG FJÖLÞJÓÐAAUÐHRING- IR: TVÆR GREINAR AF SAMA STOFNI”. Framsöguerindi heldur Elias Daviösson, kerfisfræö- ingur, sem hefur um árabil starfaö hjá einum af stærstu auöhringum veraldar og rannsakað þessi mál ýtar- lega. 1 kjölfar hvers fram- söguerindis er gert ráö fyrir frjálsum umræöum, þar sem mönnum gefst tækifæri til aö koma meö athugasemdir og varpa fram spurningum. Fræösluerindin veröa haldin aö Þinghóli (Hamra- borg 11, á efstu hæö) I Kópa- vogi og hefjast kl. 20.30. Fundirnir eru opnir öllum þeim, sem langar til aö fræö- ast um þessi mál og skiptast á skoöunum. ,_KAPPRÆÐUFUNDUR__ Æskulýðsnefnd Alþýðubandalagsins og Heimdalllir efna til kappræðufundar mánudaginn 16. janúar kl. 20.30 í Sigtúni Umræðuefnið er: EINKAREKSTUR — SÓSÍALISMI Frummælendur Siguröur Magnússon rafvélavirki af hálfu Æskulýðsnefndar Alþýðubandalagsins: Fundarstjórar: Jónas Sigurðsson Kjartan Gunnarsson Húsið opnað klukkan 20.00 Siguröur G. Tómasson Svavar Gestsson kennari ritstjóri Æskulýðsnefnd AB Frummælendur af hálfu Heimdallar: Brynjólfur Bjarnason Daviö Oddsson Friörik Sophusson rekstrarhagfræöingur borgarfulltrúi framkvæmdastjóri Heimdallur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.