Þjóðviljinn - 13.01.1978, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 13.01.1978, Blaðsíða 16
DJOÐVIUINN Föstudagur 13. janúar 1978 Aöalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt að ná i blaöamenn og aöra starfs- menn blaösins I þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiðsla 81482 og Blaöaprent 81348. ^ 81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóðviljans I sima- skrá. Isl. verksmiöjurnar fá 4 kr. meira — Hvert er veröiö á loönu i Færeyjum? „15.30. Ef viö litum til þessa verös, sjáum viö aö þaö rennir stoöum undir þá skoöun okkar, aö Skiptaverðið — Hver er munurinn á hinu raunverulega skiptaverði til sjó- manna hér og i Færeyjum? „Skiptaverðið hjá færeying- um er hið sama og gefið er upp frá verksmiðjunni, þ.e.a.s. 15 krónur og 30 aurar. Hjá okkur er þaö ekki fast ákveöiö, heldur háö þurrefnisinnihaldi aflans og fitu- innihaldi. og reyndist i fyrstu förmunum vera hátt i 10 krónur. Samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsóknarstofnun og Rann- sóknarstofnun fiskiönaöarins lækkar fita f loönu um 1% á viku, sem þýðir það, að loönuverö lækkar á vertiðinni um 62 aura á viku”. — Þaö skiptaverö sem nú næst er sum sé þaö hæsta, sem þiö fáiö á vertíðinni? „Já. Þó getur skiptaprósenta út úr einstaka förmum veriö hærri nú fyrstu veiöidagana.” — Skiptaveröiö dettur þá fljót- lega niöur i 7 krónur, eöa hvaö? „Þarna er misskilningur á feröinni. i lok mars verður verðið komið niður fyrir 4 krónur. Viö- miöunarveröiö nú er 7 krónur og miöaö viö 8% feita loönu og 16% þurrefnisinnihald. Ef fitan hækk- ar eöa lækkar um 1% þá hækkar eöa lækkar veröið um 62 aura á hvert kiló, en 77 aura ef þurr- efnisprósentan breytist. i vertiðarlok er algengt að fitu- innihaldið sé aðeins 2% og 15.5% þurrefni og þá yrði skiptaveröiö einhversstaðar á bilinu 2-4 krón- ur”. — Eru þessar aögeröir ykkar núna einvörðungu til þess aö lyfta upp veröinu þessar fyrstu vikur ársins eöa liggur eitthvaö annaö hér aö baki? „Þessar aðgeröir nú eru ekki einvöröungu til þess aö fá hærra verö I augnablikinu. Viö höfum veriö óánægöir meö verölagning- una undanfarin ár, og þá sérstak- lega slöasta ár, þegar fjárhags- afkoma bræöslanna var augljós- lega mjög góö. Þaö sem veldur okkur mestum áhyggjum, meö tilliti til þessarar góðu afkomu, er þaö aö til þess er ætlast aö viö lát- um okkur lynda þær forsendur sem gefnar eru viö veröákvöröun, þennan gifurlega vinnslukostnaö hjá bræöslunum. Meö þessu er búiö aö skjóta loku fyrir þaö aö hægt sé aö nýta fisk sem er mjög verömætur, þó kannski sé hann eitthvaö afuröarýrari en loönan. Þar á ég viö kolmunnan, spær- linginn og einnig loönuna þegar hún er horaöri en rétt I byrjun vertlöar. Þaö er gjörsamlega útilokað að þessar fiskitegundir verði veidd- ar i framtiðinni ef við eigum að láta okkur lynda þær forsendur sem verðlagning nú er byggð á. Þess vegna er bráönauösynlegt aö þessum forsendum sé breytt og þaö viljum viö undirstrika meö þeim aögeröum, sem stjórnvöld knúöu okkur til að gripa til”. -úþ. Skýrslur um afkomu verksmiðj- anna 1977 ekki tilbúnar fyrr en á næsta sumri! Byggt á fram- reikningi skýrslna frá árinu '16 Vinnslukostnaður langtum ofœtlaður Sigurdór tók þessa mynd á Akureyri f fyrradag, þar sem flotinn liggur við bryggjur. ar þessu að sumar verksmiðjurn- sem önnur verksmiðjan i Vest- ar hafa notað miljónatugi til ann- mannaeyjum, sem keypti tvo ars en eigin uppbyggingar svo dýrustu skuttogara I landinu” „Við bjuggumst svo sem ekki við að fá nokkra lausn á málinu hjá ráðherranum, enda varð það heldur ekki”, sagði Magni Kristjánsson, einn þriggja skipstjóra, sem i gærmorgun gengu á fund Geirs Hallgrimssonar, forsætisráðherra, vegna innsiglingar loðnuveiðiflotans. Magni Kristjánsson Auk Magna, sem er skipstjóri á Berki NK, voru I þessari för skip- stjórarnir Björn Þorfinnsson á Fifli GK og Björgvin Gunnarsson á Grindvlking GK. Þessir þrlr voru kosnir af fundi loönusjó- manna noröur á Akureyri á miö- vikudagskvöld, en Ingólfur Ingólfsson, form. Farmanna- og fiskimannasambandsins, óskar Vigfússon, formaður Sjómanna- sambandsins og Kristján Ragn- arsson.formaöur Liú sátu einnig fundinn meö ráöherra. önnur vinnubrögð fram- vegis „Samkvæmt þvi veganesti, sem viö fengum frá fundinum á Akureyri var þessi ferö fyrst og fremst farin til þess aö skýra fyr- ir ráöherranum máliö, og freista þess aö fá hann til þess aö beita sér fyrir einhverju þvl, sem miö- aö gæti aö lausn þess” sagöi Magni. „A þessum fundi voru litl- ar ákvaröanir teknar.” — Ráöherrann hefur ekki gefiö nein loforö fyrir afskiptum rlkis- stjórnarinnar af málinu? „Nei. Engin. Eftir aö aö viö höfum skýrt fyrir honum hvernig aö veröákvöröun þessari var staöiö, lofaði hann þó að beita sér fyrir þvi að önnur vinnubrögð yrðu viðhöfð við verðlagninguna framvegis. — Ekkert loforö um aö sú verö- ákvöröun, sem nú hefur veriö tek- in, veröi endurskoöuö? „Nei. Enda held ég aö allir séu sammála um aö til þess aö breyta ákvöröunum Verölagsráös þurfi sérstök lög, og I þessu tilviki bráöabirgðalög, og I þetta sinn tel ég aö þaö sé algjörlega odda- manni I Verölagsráöi aö kenna hvernig komiö er. — Og oddamaöurinn er? „Ólafur Daviösson.” — Er vitað um framhald aö- geröanna aö svo komnu? „Nei. Akvöröun um það taka allir loðnuveiöisjómenn sam- eiginlega eftir aö viö höfum gert þeim grein fyrir þvi hvaö gerst hefur I málinu.” Færeyjaverðið ekkert til að státa af. — Inn I þessar aðgeröir ykkar hefur blandast verölagning á loðnu I Færeyjum. Hvernig er verölagning þar ákveöin? „I Færeyjum er ein verk- smiöja, og hún hefur I rauninni sjálfdæmi um verð á loönu. Fær- eyskt loðnuverð og færeyskt fisk- verð er I sjálfu sér ekkert til að státa af og miða við, þvi það eru aðrir i kring um okkur með miklu hærra fiskverð og loðnuverð”. — Þá áttu viö? „Dani og Norömenn t.d.” verksmiöjurnar fái óeölilega mikiö I sinn hlut. Verksmiðjueig- endur hér heima segja aö þeir selji afuröir úr einu kílói á 20 krónur og 30 aura. Þetta þýðir, að Færeyingar láta sér nægja 5 krónur á kiló til þess að greiða vinnslukostnað og allan annan kostnað, en Þjóðhagsstofnun og oddamaður I Verðlagsráði gerir ráð fyrir að vinnslukostnaður verksmiðjanna hér sé 8 krónur og 90 aurar,og mér er sagt aö verk- smiöjurnar hafi farið fram á meira. Þessi mismunur hlýtur aö teljast mjög óeölilegur, og viö bendum á aö hann fái ekki staö- ist.” Verðið byggt á gömlum skýrslum. — Meö hvaöa rökum bendiö þiö á þaö? „Við bendum á að verðákvörö- unin er byggð á afkomu verk- smiðjanna 1976, og þá var fremur léieg loðnuvertlð, 450-480 þúsund tonn, ef ég man rétt. t fyrra var hins vegar mjög góö afkoma hjá verksmiðjunum og þær höföu svigrúm til þess aö byggja upp hjá sér, sem leiðir til meiri hagkvæmni og aukinnar vinnslu, sem hlýtur aö minnka kostnaöinn viö framleiösluna á hvert kiló. Ekkert tillit er tekið til þessa við verðlagninguna nú, heldur er gert ráö fyrir þvi aö I 100%, 90% og 80% tilvika fylgi aukinn kostnaður viö bræðslurnar i réttu hlutfalli við auka fram- leiöslu.” — Nú er komiö áriö 1978 og árs- uppgjör verksmiöjanna ætti þvl aö liggja fyrir aö verulegustu leyti. Vitiö þiö hvenær þessar skýrslur koma til Verðlagsráös? „Þaö kom okkur sjómönnum á óvart þegar viö fóruni aö kanna þessi mál nánar, að Verðlagsráö, sem á aö byggja á sem bestum gögnum, er neytt til þess aö nota allt of gamlar skýrslur viö verö- ákvaröanir, vegna þess, aö bræðsiunum llöst að skila ekki rekstrarskýrslum hvers árs tii verðlagsráösins fyrr en I júli árið eftir. Þannig þarf frameftir þessu ári aö byggja á skýrslum frá 1976 þó vitað sé aö verksmiöjurnar voru meö óhemju hagnaö á siöasta ári og má benda á þaö til staöfesting- Hlutur verksmiðjanna er ó eðlilega stór í verðinu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.