Þjóðviljinn - 13.01.1978, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.01.1978, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. janúar 1978 1 Lín S Rafma 1 að ráð 1 Um fr i i Bónusi | lýsingí i húsinu I stjóra, rj umenn gnsveita Reykjav a linumann vanan amtiðarstarf getui /inna. Mötuneyti í ir hjá starfsmann alla vinnudaga Ármúla 31 kl. 12. RAFMAGN REYKJAVÍI ikur óskar eftir || loftlinustörfum. || r verið að ræða.. || i staðnum. Upp- || astjóra, Hafnar- || jg hjá yfirverk- |i 30 til 13.30. I SVEITA 1 <UR Hjúkrunarír Flensborgarskóla vantai j ing til kennslustarfa á vo 1 ar veitir skólameistari i æðlngar | " hjúkrunarfræð- i rönn. Upplýsing- sima 50560 'wí>® 'SMWIÆ-Ég _,v Framboðs ^lfrestur r "*n<> il\ ^KStRV^ Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar- atkvæðagreiðslu um kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs og endurskoðenda i Iðju, félagi verksmiðjufólks. Framboðs- listum skal skila á skrifstofu félagsins Skólavörðustig 16, Reykjavik fyrir kl. 16 mánudaginn 16. janúar 1978. Kjörstjórn Blaðberabíó Hafnarbió. Laugardaginn 14. janúar kl 13.00 VERÖLDIN HLÆR Gamanmyndasyrpa með ABOTT og COSTELLO Hafið samband við afgreiðsluna, ef þið hafið ekki fengið miða. Þjóðviljinn s: 8 13 33 Auglýsið í Þjóðyiljanum EGILSSTAÐIR Sveinn Árnason skrifar: Ýmsar fréttir frá Egilsstöðum Sveitarfundur Þriöjudaginn 15. nóv. s.l. var haldinn almennur sveitarfundur i Egilsstaöahreppi. Sveitarstjóri geröi grein fyrir reikningum hreppsins og fjár- hagsáætlun, en aö þvi loknu kynntu hreppsnefndarmenn ýmsa málaflokka svo sem gatnagerö, dagheimilisbygg- ingu, jaröhitarannsóknir, frum- hönnun hitaveitu, íþróttahús- byggingu, hótelbyggingu viö Valaskjálf og skipulagsmál. Einnig skýröi Guömundur Sigurösson læknir frá málum dvalarheimilis aldraöra á Egilsstööum. Kynntar voru tvær tillögur, sem lagöar hafa veriö fram i hreppsnefnd, þ.e. tillaga um kaupstaöaréttindi fyrir Egilsstaöi og aöra um fjölgun hreppsnefndarmanna úr 5 í 7. Gatnagerð Oliumöl var lögö á 850 m. þ.e. þaö, sem eftir var af Tjarnar- braut. Nokkar nýjar götur voru gerðar byggingarhæfar og talsvert unnið i nýlagningu vatns- og skolpveitu. Egilsstaöahreppur, i sam- vinnu viö Röra- og stein- steypuna, blönduöu rúmlega 1800 tonn af oliumöl. Kostnaöur á hvert tonn er kr. 5.600,- á móti kr. 7.000,- hjá Oliumöl h.f., sem blandaði á Reyöarfiröi fyrir nokkur austfirsk sveitarfélög. Verömismunur er kr. 1.400,- á hvert tonn eöa kr. 2,5 milj. á þessi 1800 tonn okkar. Dagheimitið Nú er nýbyggingin fokheld og ef 5 milj. kr. fást á fjárlögum 1978 verður væntanlega hægt aö ljúka framkvæmdum, enda full- ur vilji fyrir þvi hjá hrepps- nefnd. Húsiö er 160 m1 , byggt úr timbureiningum frá Trésmiöju Fljótsdalshéraös. Dagheimili hefur veriö rekiö hér I nokkur ár og hefur sannaö gildi sitt. Jarðhiti Sextiu stiga heitt vatn rennur upp úr holu nr. 4 viö Urriöavatn, en búist er viö aö meö dælingu fáist nægjanlegt vatn fyrir Egilsstaöi og Hlaöir. Erfiölega gengur aö fá dælu, svo hægt sé aö ganga úr skugga um getu holunnar, en skýrist væntanlega á næstunni. Kostnaöur viö jarðhitarann- sóknir á þessu ári er um 60 milj. Rætt hefur veriö viö Svein Þór- arinsson, verkfræöing, um hönnun hitaveitu. íþróttahús. Fyrir liggur staöfesting frá menntamálaráðuneyti um að þaö beiti sér loks fyrir þvi, aö bygging iþróttahúss á vegum grunnskólans hefjist næsta vor. Þaö er löng sorgarsaga, saga iþróttahúss á Egilsstöðum. Vorið 1973, þegar hefja átti framkvæmdir viö iþróttasal viö skólann, fór ráöuneytiö fram á þaö viö hreppsnefnd, aö falliö yröi frá þessu áformi og þess i ^staö skyldi byggö íþróttamiö- stöðu á vegum Menntaskólans á Egilsstöðum, með þátttöku Egilsstaðahrepps og fleiri sveit- arfélaga. Þegar fyrir lá bréf frá hinu háa ráðuneyti, undirskrif- aö af þáverandi menntamála- ráðherra, Magnúsi Torfa, um að þetta yröi forgangsverkefni i byggingu menntaskóia, féllst hreppsnefnd á hugmyndina. En ekkert geröist annað en bréf voru skrifuð, og ekki öllum svarað. Hreppsnefndin vildi ekki una þessu lengur og samþykkti aö byggja hér stálgrindahús, (skemmu), og þá án þátttöku rikisins, þvi við ástandið eins og það er veröur ekki unað. Nú loks fór kerfið af staö, þvi ekki má nefna skemmu. Miklar likur eru á aö nú komist skriður á máliö og ráöuneytiö beiti sér fyrir þvi, aö Menntaskólanum verði tryggð aðstaða i þessu húsi. Málefni Menntaskólans voru rædd á sveitarfundinum og var óánægja meö seinagang þessa mikla hagsmunamáls alls fjórö- ungsins. Skattstjórinn okkar, Páll Halldórsson, sem þekktur er fyrir flest annað en vera fyrst ur með skattskrána taldi að for maöur bygginganefndar, Norö- firöingurinn, (eins og hann sagöi), Hjörleifur Guttormsson, heföi tafiö máliö og reynt aö koma i veg fyrir framgang stofnunarinnar hér á Egilsstöð- um. Þessi hjáróma barki hefur aö þessu veriö á bak viö tjöldin, en kannski fer hann aö sýna sig. Skipulagsmál. Kynnt var nýtt skipulag, iðn- aðar-, tvibýlishúsa- og einbýlis- húsasvæðis og einnig tillaga aö m i ö b æ j a r k j a r n a , milli Lagaráss og Norðurlandsvegar. Talsverðar umræöur hafa oröiö um þennan málafiokk og er orö- ið brýnt, aö haldinn veröi sér- stakur fundur um skipulagsmál. Dvalarheimili aldraðra Fyrirhuguð er stækkun dval- arheimilis aldraöra á Egilsstöö- um,og fernú fram athugun á að byggja stórt hús fyrir einstak- linga, sunnan viö Heilsugæslu- stööina. Vegna snjóþyngsla noröan stöövarinnar, þar sem fimm dvalarheimili hafa veriö reist,og einnig vegna tengsla við t.d. eldhús sjúkrahússins, er tal- ið hagkvæmt að fara á syðra svæöiö. Bygging dvaiarheimilis var myndarátak á sinum tíma og ber aö þakka þeim, sem for- göngu höföu og hafa nú. Hótelbygging Viðbyggingin við héraösheim- iliö Valaskjálf er rúmlega fok- held. Byggingin er þnggja hæöa, meö hótelherbergjum á efstu hæö, en veitinga- og funda- sali á annarri hæö. Erfiölega hefur gengið aö fjármagna bygginguna, sem kostar nú 33 miljónir, og aökallandi er aö áfram veröi haldiö. Umræður og fleira Allmiklar umræöur uröu um framkvæmdir hreppsins og fleiri mál, en óneitanlega báru þær nokkurn keim af kosningum aö vori. Á þessu stigi tel ég ekki rétt aö rekja þær, en lfklegt er, aö umræöa færist á annan vett- vang, a.m.k. I þau blöö, sem gefin eru út hér á Egilsstööum. í siöasta tbl. Austra geysist fram á ritvöliinn Bergur Sigur- björnsson, framkvæmdastjóri SSA,og leggst hart gegn þvi, aö Egilsstaöabúar óski eftir kaup- staðarréttindum. Tillaga um þaö er fyrst og fremst fram komin til að hefja umræður um málið, vegna þess aö viö vitum, aö skoöanir eru mjög skiptar. Ég er viss um aö margt mælir meö þvl, aö sótt veröi um kaupstaðarréttindi t.d. aö viö búum viö ófullkomna þjónustu tryggingakerfisins, margvislega erfiöleika, — og þá fyrst og fremst vegna fjarlægö- ar, — i daglegum samskiptum, sem þurfa aö vera viö sýslu- mannsembætti. Um fjölgun I hreppsnefnd tel ég ekki mikinn ágreining, en þó hafa heyrst raddir um meiri hættu á sundurlyndi I 7 manna hópi en 5 manna. Ég óttast ekki þessa hættu og tel þaö lýöræöis- lega kröfu, þegar Ibúafjöldi hreppsins er kominn yfir 1000, og rökrétt aö auka víösýni nefndarinnar í einhverju sam- ræmi viö þróun mannfjölda. Áö- urnefndur Bergur Sigurbjörns- son vitnaöi i gamlan málshátt, sem segir, ,,aö þeim mun verr gefist heimskra manna ráð, sem fleiri komi saman”. Vissu- lega hefur það verið og er álit Bergs, á sveitarstjórnum á Austurlandi, aö þar sitji upp til hópa heimskir menn. Bergur yrði ánægður með SSA ef þar sæti engin stjórn, bara fram- kvæmdastjóri, sem að sjálf- sögðu verður að heita Bergur Sigurbjörnsson. Sýsluskipan á Héraöi er úrelt, ef litiö er á þróun liöinna ára. Ég tel að þaö eitt, kaupstaðar réttindi fyrir Egilsstaði, verði til þess að sýsluskipan á Héraöi veröi tekin til endurskoöunar, öllum íbúum Fljótsdalshéraös til hagsbóta. Þá fyrst geta menn i fullri alvöru fariö aö velta vöngum um sameiningu sveit- arfélaga. vc/ Umsjón: Magnús H. Gíslason

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.