Þjóðviljinn - 13.01.1978, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.01.1978, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. janúar 1978 Málgagn sósialisma, verkalýöshreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón með sunnudagsblaði: Arni Bergmann. Auglýsingastjón: Gunnar Steinn Pálsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Siðumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaðaprent hf. Heildarendur- skoðun bankakerfisins Bankamálaumræða siðustu daga gefur tilefni til alvarlegrar athugunar á öllu is- lenska bankakerfinu. Slik athugun fór fram að undirlagi Lúðviks Jósepssonar viðskiptaráðherra vinstristjórnarinnar, en þvi miður endaði athugunin með þvi einu að samið var og lagt fram á alþingi frumvarp um bankamálin, en Fram- sóknarflokkurinn stöðvaði málið og þar með voru brostnar forsendurnar fyrir þvi, að málið næði fram að ganga. En umræðan um bankamálin að undan- fömu beinir huga manna aftur að nauðsyn þess að fram fari allsherjarathugun á öllu islenska bankakerfinu. Bankamálanefnd vinstristjórnarinnar vann þar nauðsyn- legt byrjunarstarf sem þarf að halda áfram. Það er ljóst af gögnum bankamála- nefndar að bankar og slikar stofnanir eru fleiri hér á landi en nokkur nauðsyn er til. 1973 voru starfræktar nær 100 innláns- stofnanir auk 17 f járfestingar- lánasjóða og Seðlabanka íslands eða alls um 120 stofnanir. Taldi bankamálanefndin að hér væri um að ræða „miklu meiri fjölda stofnana en hagkvæmt getur talist, auk þess sem margar þeirra eru of smáar til þess að þær geti uppfyllt sjálfsagðar ör- yggiskröfur. Af samanburði við hin Norðurlöndin má ráða að banka- starfsemi hér á landi taki hlut- fallslega meiri mannafla og framleiðslu- getu þjóðarinnar en á hinum Norðurlönd- unum. Þótt strjálbýli landsins og fámenni kunni að valda hér nokkm um er orsak- anna áreiðanlega ekki siður að leita i þvi skipulagi sem hér rikir i þessum efnum. Eigi að stefna að einföldun og samruna innan bankakerfisins er nefndin þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé að taka alla þætti þess til endurskoðunar.” Bankamálanefndin tekur fram, og til at- hugunar sérstaklega, mörg atriði sem sérstaklega mæli með nauðsyn þess að bönkum sé fækkað. 1 fyrsta lagi er þar lögð áhersla á hagsmuni innistæðueig- enda og þó að þar sé einkum beint kast- ljósi að þeirri nauðsyn að sparifjáreigend- ur eigi fé sitt tryggt i bönkunum, er ekki siður áhersla á nauðsyn þess að allt innra kerfi bankanna sé það öruggt að þar komi ekki til atvika eins og þeirra sem rætt hef- ur verið um að undanförnu i Lands- bankanum. I öðru lagi leggur bankamála- nefndin sérstaka áherslu á að miklu meiri hagkvæmni — frá þjóðhagslegu sjónar- miði — felist i þvi að hafa færri banka- stofnanir en svo margar sem nú eru. Bendir nefndin á að hlutfallsleg vinnuafls- notkun i islenska bankakerfinu sé 38-56% meiri en á Norðurlöndunum. Nefndin leggur sérstaka áherslu á að enn sterkari rök séu fyrir sameiningu hlutafélaga- banka en rikisbanka, jafnframt þvi sem hún bendir á að sameining rikisbankanna ætti að liggja beinna við löggjafanum. Til- lögur nefndarinnar miðuðust að þvi að fækka þeim stofnunum sem hér um ræðir úr 113 i 43, en afgreiðslustöðum þeirra úr 165 í 120. Þá yrðu viðskiptabankanir 3 eða 4 en ekki 7, sparisjóðimir 30 en ekki 51, innlánsdeildir yrðu lagðar niður og fjár- festingarlánasjóðir yrðu 9 Í stað 17. Stofn- unum þessum yrði þar með fækkað um 62%, en afgreiðslustöðum þeirra um 27%. Þessar tillögur bankamálanefndarinnar frá 1973 þarf nú að draga fram i dagsljósið og leggja áherslu á nauðsyn þess að þeim tillögum verði komið i framkvæmd hið fyrsta. Augljóst er af umræðu undanfar- inna daga að almenningur er þvi hlynntur að allt bankakerfið verði tekið til upp- skurðar. Þar þarf að sameina banka og einfalda uppbyggingu bankakerfisins alls og þar þarf að gera gangskör að þvi að breyta og tryggja innra eftirlitskerfi bankanna i heild. í þessum efnum má ekki fara fram með neinu hálfkáki, en þar má heldur ekki flana að hlutum. Hér er ekki um að ræða hagsmuni þess sem kallað er „bankakerfi” — hér er um að ræða hags- muni alls almennings, þjóðarheildar, inn á við og út á við. — s. Margt kemur upp þegar hjúin deila NU fyrr í þessari viku skrifuöu ritstjórar Morgunblaðsins tvær forystugreinar i röð til að vara við lýöskrumurum. Sú fyrri birtist á sunnudag og bar heitið „Niðurrifsstarfsemi lýðskrum* ara” og I næsta blaði á þriðju- daginn var kom önnur, sem bar- heitiö „Vlsum lýðskrumurum á bug.” Ekki fer milli mála, að I þess- um skrifum Morgunblaðsins er fyrst og fremst verið að beina spjótum að þeim hópi manna, sem að útgáfu Dagblaösins stendur, en þeir eru reyndar all- ir annað hvort fyrrverandi eða núverandi liðsmenn Sjálfstæðis- flokksins. Þaðleynirsér heldurekki, að Dagblaðsmenn hafa skilið skensið og tekið sendinguna til sin. I gær svarar Jónas Kristjánsson, ritstjóri Dag- blaðsins Morgunblaðinu fullum hálsi og vandar þvi ekki kveðjurnar. Til fróðleiks og skemmtunar fyrir lesendur Þjóðviljans birt- um við hér sýnishorn af vopna- burðinum hjá þeim hetjum einkaframtaksins, sem stjóma Morgunblaðinu og Dagblaðinu. Morgunblaöið segir: Hitler, Mússólíni og þeirra líkar „Hitler og Mússólini komust til valda i Þýskalandi og á ítab'u fyrr á þessari öld vegna þess, að slikt öngþveiti og upplausnar- ástand hafði skapast i löndum þeirra, að almenningur féll fyrir þvi lýðskrumi, sem þeir höfðu uppi. Hinir „sterku” menn með einíöldu lausnirnar i flóknum vandamálum töluðu upp i eyrun Júna* KriitjáMMn á fólki, sem lagði við hlustir með hinum hörmulegustu af- leiðingum. A siðari timum höf- um viö séö fyrirbæriö Glistrup skjótastupp á stjörnuhimininn i Danmörku.... Við Islendingar eigum engan Glistrup. En öllum er ljóst að hér er nú betri jarð- vegur fyrir lýðskrumara en ver- ið hefur um langt skeið. Þessir lýðskrumarar láta mikið að sér kveða... Þeir tala eins og vind- urinn blæs hverju sinni. Þeir eru eins og vindhanar, sem sveiflast til eftir vindáttinni. Þeirskrifa i blöö, láta til sin taka i stjórn- málabaráttunni, ráðast á það sem fyrir er og slá um sig með einföldum staðhæfingum. Fólk þarf að gæta sin á þessum kraftaverkamönnum. Þeim þarf að visa á bug. Aukin áhrif þeirra i islensku þjóðfélagi mundu hafa slæmar afleiöingar. Þeir geta engan vanda leyst.” Lýðskrumarar — vindhanar krafta verkamenn Og enn er haldið áfram i ieið- urum Morgunblaðsins á þessa leið: „Þeir lýðskrumarar — vindhanar — kraftaverkamenn, sem framleiða mest af þeim hávaða, sem sumir misskilja sem almenningsálit, eiga margt sameiginlegt i vinnubrögðum og málflutningi, en þó fyrst og fremst eitt: þeir eru niðurrifs- menn. Lýðskrumarar rífa niður en byggja ekki upp, þeir gagn- rýna en leggja ekki fram já- kvæðar tillögur. Þeir eru tals- menn hins neikvæða i þjóðlifi okkar. Fengju þeir að ráða væri neikvæð hugsun og neikvætt lifsviðhorf alls ráðandi.... Þess- ir niðurrifsmenn setja blett á þjóðlif okkar. Þeir eitra and- rúmsloftið, og þeir þrifast þvi aöeins, að fólk leggi við hlustir. Viö þurfum að losna við þá spill- ingu, sem nú riður bersýnilega húsum i okkar landi. En við þurfum lika að setja lýð - skrumarana á sinn bás. Af þvi yrði mikil hreinsun. Sumir þeirra eiga heima i glerhús- um.” En hver býr í glerhúsi? Sem sagt Morgunblaðið visar fyrri samherjum sinum, sem nú halda úti Dagblaðinu, á bekk i glerhUsi, þeir eiga ekki að kasta steinum, — slikt hæfir ekki lýð- skrumurum. —Ekki var þess að vænta, að Dagblaðsmenn sætu þegjandi undir ádrepunni, enda svárar ritstjóri Dagblaðsins fullum hálsi i blaði sinu i gær, og þar fær Morgunblaðið sannarlega viðeigandi einkunn- ir. Dagblaðið segir á þessa leið i forystugrein, sem ber nafið „Innikróuð risaeðla” — „Gamalreyndasti lýð- ski-umari landsins er Morgun- blaöið. Gottdæmi um það er af-. staöa þessarar öldnu risaeðlu islenskrar fjölmiðlunar til kjaramála. I manna minnum hefur sú afstaða ætið snúist við breytingar á afstöðu blaösins til rikisstjórnar. Þegar Sjálf- stæðisflokkurinn er i stjórn er Morgunblaðið harðsnúin and- stæðingur kauphækkana. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn er hins vegar utan stjórnar er Morgun- blaðið með kauphækkunum á jafn harðvitugan hátt. Þetta mátti auðveldlega sjá I tlð tveggja siðustu vinstri stjórna. Kúvendingar Morgunblaðsins i þessu máli sem öðrum eru liður i tilraunum blaðsins til að grafa undan rikisstjórnum sem Sjálf- stæðisflokkurinn á ekki aðild að. Það sást á tima beggja siöustu vinstri stjórna, að ekkert flokksblað stundarslíka baráttu eindregnar en einmitt Morgun- blaðið. Lýðskrum er ein af mörgum nótum i þunglamaleg- um áróðurskviðum Morgun- blaðsins. Slík dýr tryllast stundum ...Vaxandi mótlæti Morgun- blaðsins hefur komið hinni gömlu risaeðlu Ur jafnvægi. Morgunblaöið er orðið eins og dýr, sem finnst það vera króað inni, án þess að það sjái neina undankomuleið. Slik dýr tryll- ast stundum. Hver dularfullur leiðarinn á fætur öðrum hafa birst i Morgunblaðinu undan- farna daga. Aður lét blaðið sér nægja að kvarta um að vondir menn hefðu vélað um fyrir þjóð- inni og látiö hana hætta aö trUa á Morgunblaöið. Nú er blaðið hins vegar oröið skrækróma. 1 fyrradag notaði Morgunblaðið orðið „lýðskrumarar” sextán sinnum i einum og sama leiðar- anum og „vindhanar” nokkru sjaldnar. Ætla mætti að Morgunblaöið sé fariö að stunda siðbúna sjálfsgagnrýni undir rós.” Einkaskeyti til Alberts Hér setti Jónas ritstjóri Dag- blaðsins punkt að sinni, og nú Albert Guðmundston eiga þeir Styrmir og Matthlas næsta leik. Þessar kostulegu deilur talsmanna hins „frjálsa framtaks” um það hver sé meiri lýðskrumari og vindhani en hinn eru sannarlega til marks um það upplausnarástand, sem nú rikir innan Sjálfstæðisflokks- ins, en full ástæða er til að minna á, að formaður útgáfu- stjórnar Dagblaðsins er mið- stjórnarmaður i Sjálfstæðis- flokknum. Ekki þarf heldur að efa, að sumt i skrifum Morgunblaðsins um lyðskrumara og vindhana er einkaskeyti til Alberts Guð- mundssonar sigurvegarans i prófkjöri Sjálfstæðisflokksins i Reykjavik og tilvonandi efsta manns á lista flokksins i kom- andi alþingiskosningum. Annað er ætlað stuðningsmönnum Al- berts, þeim Aronitum, sem ákafast stigu dansinn kringum gullkálfinn i skoöanakönnun flokksins, sem prófkjörinu fylgdi. Jarðskjálftar og eldgos eru viðar á feröinni en á Kröflu- svæðinu. Það hriktir i húsi Sjálf- stæðisflokksins, þar sem risa- eðlan bröltir um á brauðfótum. K. I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I í ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I i ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.