Þjóðviljinn - 19.01.1978, Blaðsíða 1
Loðnan
Loks
afla-
hrota
Rúmlega 10
þúsund tonnum
var landad í gær
Fram til þessa hefur aö-
eins verið um reytings afla
að ræða hjá loðnuveiöiskip-
unum, en i gær varð snögg-
lega breyting á, þá náðu
mörg skip I góðan afla. Sfð-
degis i gær höfðu 27 skip til-
kynnt loðnunefnd um afla,
samtals 10.300 tonn, og getur
verið að fleiri hafi bæst við
siðar.
Þessum afla var landað i
Bolungarvik, á Siglufirði og i
Krossanesi, en bæði á Siglu-
firði og i Krossanesi er allt
orðið fullt og ekki hægt að
taka við meiri loðnu i bráð. Á
Siglufirði er nýbyrjað að
bræða, þótt fyrstu loðnunni
hafi verið landað þar fyrir
meira en hálfum mánuði, og
mun ástæðan vera sú, að þar
hefur staðið yfir útskipun á
mjöli og ekki til mannskapur
að vinna bæði að útskipun og
bræðslu.
Mestan afla af þessum 27
skipum hafði Vikingur AK,
1200 lestir, en Vikingur er
gamall togari, systurskip
Sigurðar RE, sem breytt
hefur verið I nótaveiðiskip;
skipstjóri á Vikingi er Guð-
jón Bergþórsson, sem áður
var með Rauðsey AK. Næst-
ur Vikingi var Pétur Jónsson
með 580 tonn, Börkur NK
með 540 tonn og Gisli Arni
með 500 tonn.
t gær var vont veöur á
loðnumiðunum, og veður var
reyndar rysjótt i fyrrinótt
þegar skipin fengu þennan,
af]a- — S.dór
Þjóðviljinn
birtir
tillögur
Alþýðu-
bandalagsins
um
atvinnumál
Reykjavíkur
Sjá 2. siðu
Sólarhringsleigan
rúmar 5 miljónir
Leigugjald fyrir 80 daga er um 430 miljónir ísl. kr.,
en framleiðsluverðmætið gæti komist í 2000 miljónir
Isbjörninn hf., sem
hefur bræðsluskipið Nor-
global á leigu, greiðír 130
þúsund krónur norskar í
leigugjald fyrir hvern
sólarhring sem skipið er
leigt. Samkvæmt gengis-
skráningu f rá 17. janúar er
sólarhringsleigan í íslensk-
um krónum talin 5 miljónir
408 þúsund krónur!
Samkvæmt upplýsingum Jóns
Ingvarssonar, framkvstj.
tsbjarnarins, er verð þetta mið-
að við að mjölnýting bræðslu-
skipsins sé 16% Fari nýtingarpró-
sentan niður fyrir þetta mark,
lækkar sólarhringsleigan um 15
þúsund norskar krónur fyrir
hvert prósentustig, (624 þúsund
krónur isl.) og hlutfallslega.sé um
brot úr prósenti að ræða.
Þess má geta að þetta er þriðja
árið, sem tsbjörninn tekur Nor-
global á leigu. Fyrsta árið varð
mjölnýtingarprósentan 13,58%,
annað árið komst hún I 14,5%
vegna lagfæringa á tækjabúnaði
bræðslunnar og enn hafa tæki
hennar verið bætt, svo leigutakar
búast nú við ennþá betra nýt-
ingarhlutfalli en áður.
Innifalið i leigugjaldinu er allt
mannahald á Norglobal. tsbjörn-
inn greiðir hins vegar oliu og
rekstrarvörur fyrir bræðsluna,
þær sem beint koma framleiðslu
hennar við. Þá þyrfti tsbjörninn
einnig að greiða hafnargjöld ef
skipið legðist að bryggju.
Leigutiminn er lágmarkið 80
dagar, en heimilt er að fram-
lengja gildistima samningsins til
115 daga, og erleigan greidd frá
þeim degi er Norglobal lét úr höfn
i Noregi, þann 11. janúar sl. Af
verksmiðjunni eru greiddir
samskonar skattar og skyldur og
af loðnubræðslum i landi.
Jón Ingvarsson sagði, að
hagnaðarvonin af þvi að taka
Norglobal á leigu væri bundin
hinum gifurlegu afköstum verk-
smiðjuskipsins ef um mikla og
góða loðnuveiði væri að ræða.
Leigugjaldið fyrir 80 daga væri
um 430miljónir isl. króna, en hins
vegar gæti framleiðsluverðmæti
á sama tima orðið um 2 miljarð-
ar, eða hátt i tvö þúsund miljónir
með öðrum orðum. (Þessi tala er
miðuð við að skipið taki á móti á
að giska 85 þúsund tonnum af
loðnu.)
Jónsagði að mikil áhætta væri
leigutökunni samfara, en hagnað-
urinn af leigutöku Norglobal árið
1974 hefði verið mjög góður. Það
ár tók skipið á móti 74 þúsund
tonnum af loðnu til bræðslu. Árið
1975 tók skipið á móti 65 þúsund
tonnum.
Millilandaskip taka lýsið og
mjölið, sem verksmiðjan skilar
frá sér i kögglum, frá skipshlið á
rúmsjó og flytja á markaðinn. Þó
getur Norglobal geymt i sér 6
þúsund tonn af mjöli og 2400 tonn
af lýsi, en með lokaframleiðsluna
hefur skipið siglt til Noregs þegar
þvi er skilað til leigusala.
Örlög miðbæjarins ráöin i kvöld? — Sjá 5. siðu
—úþ
Lögbrot, segir
skipulagsstj óri,
ef framkyæmdir eru hafnar
án samþykkis skipulagsstjórnar
Þjóðviljinn hafði sam-
band við skipulagsstjóra
ríkisins, Zophanías Páls-
son, og spurði hann um
lagagildi þess að breyta
skipulagi Aðalstrætis, þar
sem mætast Aðalstræti,
Hafnarstræti og Austur-
stræti.
Fyrirhugaðar fram-
kvæmdir og samþykki
borgarstjórnar á þeim
myndu brjóta i bága við
samþykkt aðalskipulag
fyrir Reykjavík, sagði
Zophanías, enda byggist
hugmyndin á endurskoð-
uðu skipulagi, sem enn
hefur ekki verið staðfest
af ráðherra.
Borgarstjórn samþykkti endur-
skoðað skipulag fyrir Reykjavik I
april 1976, sagði Zophanias, en
skipulagsstjórn var óánægð með
frágang þess; greinargerð var
ófullnægjandi, og skipulagið
byggði á gömlum kortum, sem
ekki sýna raunverulega aðstöðu.
Þróunarstofnun Reykjavlkur-
borgar vinnur nú aö nýrri grein-
argerð með endurskoðuðu skipu-
Framhald á 14. siðu
SIÁ SÍÐU
5 OG 14