Þjóðviljinn - 19.01.1978, Page 3
Fimmtudagur 19. jandar 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3
í stjórn
„Söguleg málamiölun” í hættu:
Kommúnistar
án kristilegra?
RÓM 18/1 — Mikla athygli vakti á
italiu i dag er Kommúnistaflokk-
urinn gaf i skyn að hann kynni að
taka til athugunar að taka þátt i
stjórnarmyndun án hlutdeildar
Kristilega demókrataflokksins.
Talið er að þessi nýja afstaða
kommúnista, sem kemur sem
svar við neitun kristilegra demó-
krata við þvi að þessir tveir
stærstu flokkar landsins ásamt
fleirum myndi stjórn saman, þýði
harðnandi afstöðu kommúnista
vegna þeirrar neitunar.
Giskað er á að kommúnistar
hafi i hyggju stjórn, sem vinstri-
flokkarnir ráöi mestu i, og hefur
þvi verið fleygt að þeir hafi Ugo la
Malfa, leiðtoga hins smáa Lýð-
veldisflokks, i huga sem forsætis-
ráðherraefni. La Malfa var áður
varaforsætisráðherra og er virk-
ur fylgismaöur þess að mynduð
verði stjórn með hlutdeild
margra flokka. Minnihlutastjórn
kristilegra demókrata sagði af
sér á mánudaginn er KommUn-
istaflokkurinn, Sósialistaflokkur-
inn og Lýðveldisflokkurinn hættu
óbeinum stuðningi sinum við
stjórnina, þegar kristilegir demó-
kratar neituðu þeim um beina
stjórnarhlutdeild. Þessir þrir
flokkar telja að brýn þörf sé á
nýrri stjórn á breiðum grundvelli
til að fást við neyðarástand það,
sem nU má segja að riki á ítaliu
vegna efnahagsvandræða, of-
beldisverka öfgamanna og ann-
ars.
Sumir stjórnmálamenn telja að
kommUnistar setji þetta fram til
að þrýsta á kristilega demókrata
til undanláts, en aðrir að þeim sé
full alvara. Sé það siðarnefnda
rétt, er hér um að ræða verulegt
frávik frá þeirri stefnu, sem
KommUnistaflokkurinn hefur
lengi fylgt með tilliti til stjórnar-
myndunar, en kommUnistar hafa
stefnt að samstjórn með kristi-
legum demókrötum, hinni „sögu-
legu málamiðlun”, sem svo hefur
verið kölluð.
Niðurstöður skoðanakönnunar
meðal þingmanna kristilegra i
fulltrUadeild þingsins, sem birtar
voru i morgun, leiddu i ljós að
63% þingmanna flokksins voru á
móti neyðarástandsstjórn eða
hverskonar skrefum i þá átt að
kommUnistar tækju þátt i stjórn-
armyndun. Um afstöðu 37% þing-
manna kristilegra er ekki getið i
Reuter-frétt um þetta efni, en
þessar niðurstöður benda til þess
að Kristilegi demókrataflokkur-
inn sé siður en svo einhuga i mál-
inu.
Fundi aflýst
KAIRÓ 18/1 — Fundi ráðherra- sögn egypskra embættismanna.
nefnda Egyptalands og Israels, Er liklegt að fundinum hafi verið
sem fjalla átti um hernaðarlegar aflýst i framhaldi af þvi, að
hliðar á friðarsamningi Israels og Egyptar slitu i dag nýbyrjuðum
Araba og átti að hefjast i Kairó á viðræðum við Bandarikjamennog
morgun, hefur verið aflýst, að Israelsmenn i JerUsalem.
Bretar sýknaðir af pyndingaákæru:
Harðorð yfirlýsing
írsku stjórnarinnar
DUBLIN 18/1 Reutcr — trska
stjórnin gaf i dag út harðorða yf-
irlýsingu i tilefni þess, að mann-
réttindadómstóli Evrópu sýknaði
Bretland af ákærum um pynding-
ar á föngum i Norður-írlandi, en
irska stjórnin hafði lagt þær á-
kærur fyrir mannréttindadóm-
stólinn. Bendir Irska stjórnin á i
þessu sambandi að yfirheyrslu-
aðferðir Breta I Norður-lrlandi
hefðu verið fordæmdar bæði af
Mannréttindanefnd Evrópu og
mannréttindadómstólnum sjálf-
um.
Dómstóllinn Urskurðaði að
meðferð breskra yfirvalda á 12
grunuðum skæruliðum i ágUst
1971 hefði verið „ómannUðleg og
niðurlægjandi”, en vildi ekki telja
að um beinar pyndingar hafi ver-
ið að ræða. Irsku stjórninni þykir
sá Urskurður betri en enginn, og
breska stjórnin er sögð allánægð
með hann. Meðferðin á föngunum
var meðal annars fólgin i þvi,að
pokar voru dregnir yfir höfuð
þeim, þeim var varnað svefns,
látnir vera lengi i óþægilegum
stellingum og hrjáðir með stöðug-
um hávaða. I yfirlýsingu sinni
segir irska stjórnin, að hvort sem
þetta sé kallað beinar pyndingar
eður ei, ætti Bretland samkvæmt
Urskurðinum að vera réttrækt Ur
Evrópuráöinu.
J ohn Lyng látinn
Frjálslyndur stjórnmálamaður sem fór eigin leiðir
Frá Ingólfi Margeirssyni, frétta-
ritara Þjóðviljans I Osló, 18/1:
Fyrrverandi þingmaður Hægri-
flokksins, John Lyng, andaðist I
morgun 72ára að aldri. Lyng var
forsætisráðherra Noregs i fjórar
vikur 1963, eftir að stjórn Ger-
hardsens sagði af sér vegna
námuslyssins i King’s Bay á Sval-
barða. John Lyng var einnig ut-
anrikisráðherra i stjórn Bortens
frá 1965—70.
Lyng-stjórnin var fyrsta borg-
aralega rikisstjórnin i Noregi eft-
ir striðslok. Þó að hUn yrði ekki
langlif, tókst Lyng fyrstum
manna að sameina stefnu borg-
araflokkanna i Noregi. Það var
þvi að mestu leyti honum að
þakka að borgaraflokkarnir unnu
kosningarnar 1965. Lyng var
þingmaður Hægriflokksins frá
1945, en var aldrei háður stefnu né
opinberum skoðunum flokksins.
Hann var að mörgu leyti frjáls-
lyndur stjórnmálamaður, sem
hikaði ekki við að ganga i berhögg
við flokkinn, ef honum sýndist
svo. Hann deildi til dæmis ákaft á
strið Bandarlkjanna i Vietnam og
gagnrýndi óspart herforingja-
klikuna i Grikklandi á sinum
tima. Hann var þvi að mörgu leyti
þyrnir i augum flokksbræðra
sinna, og það bætti ekki Ur skák,
að hann hafði verið umsvifamikill
meðlimur i kommúnistahreyf-
ingu stUdenta, Mot Dag, á æsku-
árum sinum.
John Lyng var i kastljósinu i
'uppgjörinu við norska nasista eft-
ir stríð, meðal annars sækjandi i
málinu gegn landráðamanninum
Henry Rinnan. Lyng hefur skrif-
að nokkrar bækur, meðal annars
sjáifsævisögu sina, sem kom Ut i
hitteðfyrra.
Sómalir árásar-
aðili
ad áliti frönsku
stjórnarinnar
PARtS 18/1 Reuter — Haft er eftir
heimildum, sögðum áreiðanleg-
um, að Frakkar muni visa á bug
öllum beiðnum Sómalilands um
vopn meðan þeir llti á Sómali sem
árásaraðila i striðinu við Eþiópiu
um Ogaden-eyðimörkina. Heim-
ildarmennirnir upplýstu þetta I
tilefni þess, að Mohamed Siad
Barre, forseti Sómalilands, bað
að sögn nýverið fimm helstu riki
Vesturlanda um vopn til þess að
verjast innrás, sem Sómalir segja
að Eþíópár undirbúi með stuðn-
ingi Sovétmanna.
Frönsku heimildarmennirnir
gerðu lítið Ur þessurr allyrðing-
um Sómalaforseta og sögðu að
þetta væri ekki i fyrsta sinn, sem
Sómalir hrópuðu: „Úlfur, Ulfur”.
Frakkar telja Sómali árásarað-
ila, þar sem þeir hafa hertekið
Ogaden og stefni þannig að þvi að
breyta viðurkenndum landamær-
um. Engu að siður segjast Frakk-
ar harma afskipti Sovétmanna af
striðunum á austurhorni Afriku.
Sovéska stjórnin hefur lýst þvi
yfir að ásakanir Sómala um að
Sovétrikin standi á bak við fyrir-
hugaða innrás hafi við engin rök
að styðjast.
Skattframtöl og
reikningsuppgjör
Fyrirgreiðsluskrifstofan Vesturgötu 17 —
Simi 16223.
Þorleifur Guðmundsson,
heimasimi 12469.