Þjóðviljinn - 19.01.1978, Qupperneq 4
Málgagn sósíalisma,
verkalýðshreyfingar
og þjóðfrelsis
(Jtgefandi: Útgáfufélag Þjúðviljans. Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Pálsson
Ritstjórar: Kjartan ólafsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Svavar Gestsson Síðumúla 6, Simi 81333
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson.
Umsjón með sunnudagsblaði: Prentun: Blaðaprent hf.
Arni Bergmann.
Bankarán og
bankaleynd
Tæpur mánuður er nú liðinn siðan upp
komst um stórkostleg fjársvik i Lands-
bankanum.
Afhjúpun hins djarftæka bankaræn-
ingja, sem lengi haföi gegnt einni æðstu
stöðu innan bankans og notið þar mikils
trúnaðar, sætti vissulega miklum tiðind-
um.
Það varð öllum landsmönnum ljóst að
innan Landsbankans skorti mikið á, að
eftirlitskerfið væri i góðu lagi, og menn
hljóta að spyrja: Er ekki liklegt að svo og
svo mörg fleiri hliðstæð mál séu á ferðinni
i bankakerfinu, þótt leynt fari?
Það var ekki eftirlitskerfi Landsbank-
ans, og ekki heldur bankaeftirlit Seðla-
bankans, sem afhjúpaði skrifborðsránin i
Landsbankanum, heldur var það athugull
einstaklingur úti i bæ.
Enginn vænir bankastjóra Lands-
bankans um skort á vilja til að hindra
meiriháttar fjársvik innan bankans sjálfs.
Hitt er ljóst að þeir bera engu að siður
mikla ábyrgð á þvi hvernig til hefur tekist.
Yfirmaður endurskoðunardeildar
Landsbankans hefur látið hafa eftir sér i
blöðum, að endurskoðunardeildin hafi tal-
ið það verkefni sitt fyrst og fremst að leita
að mannlegum mistökum, en ekki að
afhjúpa bófastarfsemi innan bankans.
Sjálfsagt er þetta af heilum hug mælt, en
ummælin sýna þá glögglega, að deildin
hefur verið viðs fjarri þvi að vera starfi
sinu vaxin. Það hlýtur einmitt að vera
fyrsta verkefni allrar alvarlegrar
reikningsendurskoðunar að kanna, hvort
misferli geti hafa átt sér stað. Allra sist
ættu þeir, sem mikill trúnaður hefur verið
sýndur á sviði fjármála, að vera
undanþegnir sliku eftirliti, og hvergi er
það nauðsynlegra en einmitt i bankakerf-
inu.
Hér þarf augljóslega að stórefla innra
eftirlit i bönkunum. Setja þarf skýr lög eða
reglur um starfsemi endurskoðunar-
deilda-, og tryggja að slikar deildir starfi
og séu virkar i raun i öllum stærri fjár-
málastofnunum. Skortur á fagþekkingu og
nútimalegum vinnubrögðum má alls ekki
verða til að hindra það eftirlit i bankakerf-
inu, sem greinilega er svo brýn þörf fyrir.
Siðan verður að ætla bankaeftirliti
Seðlabankans sem eitt meginverkefna að
fylgjast vandlega með þvi á hverjum
tima, að innra eftirlit á vegum viðskipta-
bankanna sjálfra sé ekki bara nafnið
tómt, heldur vandað og velvirkt i
samræmi við þær nýju reglur um þessi
efni sem setja ber.
Það er vissulega ærið tilefni til þess, að
Alþingi taki á þessum málum strax og það
kemur saman á ný, nú eftir nokkra daga.
Ekki er sist ástæða til þess, þegar haft er i
huga, hvilik háðung fylgir starfi þeirra
endurskoðenda bankanna, sem kjörnir
eru af Alþingi sérstaklega til endur-
skoðunarstarfa fyrir nokkra þóknun, en
án þess að nokkrum heilvita manni detti i
hug að þessir „endurskoðendur”, sem
Alþingi kýs, hafi nokkra minnstu mögu-
leika til að vinna sitt verk á sómasam-
legan hátt. — Enda hefur Alþingi löngum
valið til þessara starfa mæta menn að
visu, en án nokkurrar sérþekkingar i
bankabókhaldi eða endurskoðun.
Þá þarf Alþingi einnig að taka upp
þráðinn frá 1973, þegar lagt var fram á
Alþingi frumvarp um bankamál, að for-
göngu Lúðviks Jósepssonar, þáverandi
viðskiptaráðherra. Þetta frumvarp gerði
ráð fyrir sameiningu og fækkun banka og
annarra lánastofnana, auk margvislegra
annarra ákvæða, en slik fækkun gæti að
sjáifsögðu stuðlað að auðveldari
framkvæmd virks innra og ytra banka-
eftirlits.
Bankamálafrumvarp Lúðviks Jóseps-
sonar strandaði á sinum tima, vegna and-
stöðu þingmanna úr núverandi rikis-
stjórnarflokkum. Nú er vissulega ástæða
til að láta reyna á það á ný, hvort menn
vilja enn bregða fæti fyrir bráðnauðsyn-
legár kerfisbreytingar i bankastarfsem-
inni.
Einn hvati fjármálaspillingarinnar i
okkar þjóðfélagi er hin svokallaða banka-
leynd, sem m.a. kemur fram i þvi,að hér
geta menn geymt stórfé á nafnlausum
leynireikningum. Þetta nota sér hvers
kyns svindlarar og undirheimalýður. Slikt
er óhæfa, sem ber að afnema.
Á þjóðþingi Dana hafa nýlega verið
samþykkt lög, sem skylda allar innláns-
stofnanir til að tilkynna viðkomandi
skattayfirvöldum um allar vaxtagreiðslur
banka og lánastofnana til allra þeirra,
sem fé eiga i bönkunum. Þetta jafngildir
að sjálfsögðu upplýsingum um innstæður
hvers og eins fyrirtækis eða einstaklings
og öll nafnleynd er þar með rofin gagnvart
skattayfirvöldum. Þarna var rofið stórt
skarð i múrinn sem bankaleyndin hefur
skapað.
Það er timabært að við fetum i fótspor
Anker Jörgensen, forsætisráðherra Dana,
og hans félaga i þessum efnum.
— k.
Hótanir
uðmundur G. Þórarinsson:
Opið prófkjör
í báöa enda
„STEFNIHIKLAUST Á
FYRSTA SÆTIÐ...”
Carters
Að undanförnu hafa fariö
fram miklar umræður um hót-
anir Bandarik jastjórnar I garð
ítala, en sem kunnugt er sendi
utanrikisráöuneyti Carters frá
sér sérstaka yfirlýsingu þar
sem eindregin afstaða birtist
gegn þvi að Kommónistaflokkur
Italiu tæki sæti i stjórn þess
lands. Fjölmargir forystumenn
rikja f Vestur-Evrópu hafa
gagnrýnt þessa yfirlýsingu
bandariska utanrikisráðuneyt-
isins harölega.Hafa vinstrimenn
einkum haft sig þar í frammi,
eneinnig hafa komiö fram harð-
orðar og ákveðnar yfirlýsingar
frá öðrum stjórnmálaöflum,
eins og til dæmis sjálfum
Frakklandsforseta, sem sagði
ma. að Frakkar létu enga utan-
aðkomandi aðila segja sér
hvernig ætti aö stýra þar í landi.
I umræðum blaða og stjórn-
málamanna I framhaldi af yfir-
lýsingum bandariska utanrikis-
ráðuneytisins hefur verið bent á
að Alþýðubandalagið á Islandi
hafi tvivegis átt aðild að rikis-
stjórnum þessa lands eftir að
Island gekk I Atlantshafsbanda-
lagið. í þessum umræðum er
Alþýðubandalagiðá Islandi lagt
að jöfnu við kommúnistaflokk-
ana á Itallu og i Frakklandi, og
má margt aö þeirri samlikingu
finna. En það er heldur ekki
pólitik þessara aðila sem helst
er jafnað saman i þessari um-
ræðu; það er vald þeirra i við-
komandi þjóðfélögum, almennt
vald i verkalýðshreyfingu og
stjórnmálum. Það er Alþýðu-
bandalaginu mikill heiður að
veradregið inn I umræðuna meö
þessum hætti; það bendir til
þess aö flokkurinn sé á réttri
leið.
Þverrandi
hernaöargildi
Islands
1 umræðum um þetta mál hef-
ur komið fram af hálfu ýmissa
aðila nýr punktur i utanrikis-
málaumræðuna á íslandi: Að
það sé allt i besta lagi að hafa
kommúnista i stjórn á Islandi
vegna þess að landið hafi svo
litið að segja i margnefndu
varnarkerfi vestrænna þjóða.
Þessi skoðun hefur oft komið
fram og siðast greinilega i
„fréttaskýringu” frá banda-
risku fréttastofnunni AP, en
grein þessi birtist i Morgunblaö-
inu i gær. Þar segir meðal ann-
ars:
„Kommúnistar hafa að visu
verið istjórnbæðiá tslandi og
Portúgal á undanförnum ár-
um, en bæði löndin eiga aðild
að NATO og á tslandi er eng-
inn her. Hvorugt landanna
hefur þó mikil áhrif á varnir
NATO og á tslandi er enginn
her. ViðbrögðNATO við þess-
um stjórnum voru þau aö
ýmsum leyniskjölum sem
dreift var til aöildarrikja
bandalagsins var ekki dreift
til tslands og Portúgals.”
1 þessari tilvitnun koma fram
nokkrar mikilvægar staðreynd-
ir:
1. „Fréttaskýrendur” hinnar
voldugu bandarisku fréttastofu
telja tsland litlu máli skipta
fyrir svoKallaðar varnir Atlants.
hafsbandalagsins. Þessi ábend-
ing kemur heim og saman viö
niðurstöðu herstöðvaandstæð-
inga á Islandi, að hernaðargildi
Islands fari þverrandi og
Atlantshafsbandalagið geti auð-
veldlega komið þessum
hernaðarvélum fyrir með öðr-
um hætti annars staðar.
2. I tilvitnuninni kemur fram
æpandi þekkingarleysi á
islenskum aðstæðum: Hér sé
enginn her! Hins vegar bendir
þetta þekkingarleysi til þess að
herstöðin hér á landi sé litt rædd
i Bandarikjunum, þyki svo
ómerkilegaðekki sé orði áhana
eyðandi.
3. Loks er fróðlegt að það
sjónarmið skuli koma fram eins
og hv> annar eðlilegur hlutur
að NA'. leyni upplýsingum
fyrir Iöglega kjörnum stjórnum
NATO-rikjanna, ef aöalstjórn
NATO fellir sig ekki viö sam-
setningu þeirra. Þarna birtist
lýðræðisástinog frelsisdýrkunin
I sinni sönnustu mynd: Það er
lýðræði og frelsi sumra, en ekki
allra.
Dagblaðið birtir i gær viðtal
við Guðmund G. Þórarinsson,
verkfræðing, en hann er einn
þátttakenda i prófkjöri Fram-
sóknarflokksins um skipan
framboðslista til alþingiskosn-
inganna i vor. I viötalinu segir
Guömundur fullum fetum að
hann stefni á 1. sætið i kosning-
um þessum, en keppendur um
sætið auk hans eru Einar
Ágústsson og Þórarinn Þórar-
insson. Verður fróðlegt að virða
fyrir sér niðurstöðuna, en próf-
kjör Framsóknar fer fram um
næstu helgi.
Jafnframt hafa Framsóknar -
menn prófkjör um helgina
vegna listans til borgarstjórnar
Reykjavikur. Þar takast menn
fastast á um 2. sætiö, enda bar-
áttusæti Framsóknar til borgar-
stjórnar. Þar berjast þrjú,
Alfreð Þorsteinsson, Gerður
Steinþórsdóttir og Eirlkur
Tómasson, og er margvislegum
aðferðum beitt þar á bæ.
Engu skal hér spáð um úrslit;
hitt er ljóst að það verða ekki
einungisFramsóknarmenn sem
ráða munu skipan listans, þvi að
prófkjörið er galopið- I báða
enda svo sem venja er til um
Framsóknarflokkinn. Þannig
geta kjósendur Sjálfstæðis-
flokksins ráöið miklu um úrslit
prófkjörsins, eins og var I
Alþýðuflokknum þegar Vil-
mundur vann vonarsætið I bar-
áttunni við Eggert G. Þorsteins-
son. —s.