Þjóðviljinn - 19.01.1978, Síða 13

Þjóðviljinn - 19.01.1978, Síða 13
Fimmtudagur 19. janúar 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13 Staöa og markmið hreyfingarinnar 1 kvöld kl. 21.50 veröur fluttur i útvarpinu fjörutiu minútna langur saintalsþáttur. Tvær heimsþekktar konur, Betty Friedan og Simone dc Beauvoir ræðast viö. Soffia Guömundsdóttir þýddi samtaliö og flytur formálsorð. Flytj- endur eru Kristin ölafsdóttir og Brynja Benediktsdóttir. — Þetta er kafli úr bók eftir Betty Friedan, sem kom Ut i fyrra, sagöi Soffia Guömundsdóttir, er við hringd- um i hana noröur á Akureyri til aö forvitnast um þáttinn. Bókin heitir ,,It Changed My Life”, og ég kalla hana Þáttaskil,sagöi Soffia. 1 bókinni eru einnig samtöl við Pál páfa og sagt er frá ferðalagi meö Indiru Gandhi um Indland á fyrsta stjórnarári hennar. Þá er frásögn af kvennaársþinginu i Mexikó 1975 ogopið bréf tilkvennahreyfinga nú á dögum. t bréfinu er Fried- an ómyrk i máli og hvetur til raunsæis og árangursrikra athafna, þar sem áherslan sé lögð á aðalatriði kvenfrelsisbar- áttunnar. Nokkur hluti af bók- inni eru svo persónulegar end- urminningar. Samtalið milli þeirra Friedan og de Beauvoir fór fram i Paris. Þær ræða þar og meta stöðu kvennahreyfingarinnar og tala um það sem gerst hefur i hinni róttæku kvennahreyfingu fram aö þessu. Þær eru i flestum atriðum ákaflega ósammála, enda eru þær mjög ólikar. En þær eru báðar miklir áhrifa- valdar og hafa haft feykileg áhrif með bókum sinum. Það er t.d. ákaflega ofarlega i huga Betty Ffiedan, aö henni finnst kvennahreyfingar nútim- ans vera staddar á vegamótum og komist ekki úr sporunum, þær séu einangraðar og dálitiö úrræðalausar. Henni finnst að Betty Friedan og Simone de Beauvoir: Betty Friedan kvenna- athygli þeirra hafi beinst of mikið að smáatriðum. Simone de Beauvoir virðist standa nær sjónarmiðum feminista, sem viðurkenna ekki að takmarkið sé að ná sömu stöðu og karl- menn, og hún efast um réttmæti þess, að konur taki þátt i „karlabardaganum”. Þær koma likainn á hugmyndina um að konur fái laun fyrir heimilis- störf og barnauppeldi, og de Beauvoir telur það hreina fjar- stæðu. Hún er heldur ekki viss um, að það hafi neina þýðingu að konur taki þátt i stjórn- málum. A móti þessu varpar Friedan fram þeirri spurningu, hvað verði þá um konurnar .þegar karlmennirnir gerast fasistar eða komi af stað kjarnorku- styrjöld. Þær ræða lika tengsl kvennabaráttunnar við efna- hagslega baráttu og stéttabar- áttu og þar nálgast sjónarmið þeirra meira. Betty Friedan vill umfram allt, að kvenna- hreyfingin sé i góðum tengslum við aðrar félagslegar hreyfingar. —eös Fyrsta leikrit Ævars Kvarans flutt í útvarpinu í kvöld Fjölskyldulíf eftir í kvöld kl. 20.10 verður flutt ís- lenskt leikrit, ,,t Ijósaskiptum" eftir Ævar Kvaran. Höfundur stjórnar flutningi, en nieð hlut- verkin fara Kúrik Haraldsson, Sigriður Hagalin, Hjalti Rögn- valdsson og Gisli llalldórsson. Þetta er einstakt verk i islenskum bókmenntum, er vist óhættað segja, þvi að það gerist allt að þessu lifi loknu. Þær fjórar persónur, sem koma við sögu, eru hjón og sonur þeirra og alþýðurrraður, sem kynnist þeim. Ævar R. Kvaran er fæddur i Reykjavik 1916, sonur Ragnars E. Kvaran sem um árabil var leikari og leikstjóri hjá Leik- félagi Reykjavikur og formaður þess um skeið. Ævar lauk lög- fræðiprófi frá Háskóla Islands 1941 og stundaði nám i leiklist og söng i Lundúnum 1945-47. Hann var fastráðinn leikari við Þjóö- leikhúsið frá stofnun þess. Hann byrjaði að leika á skólaárum sinum og hefur leikið fjölmörg hlutverk, bæði á sviði og i út- varpi. Einnig hefur hann leik- stýrt á annað hundrað verkum i 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbænkl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Guöriöur Guðbjörns- dóttir les söguna af Gosa eftir Carlo Collodi (6). Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög milii atriöa. Til umhugsun- ar kl. 10.25: Þáttur um áfengismál i umsjá Karls Helgasonar lögfræðings. Tónleikar kl. 10.40. Morgun- tónleikar kl. 11.00: Kamm- ersveitin I Stuttgart leikur Kanon eftir Johann Pachel- bel: Karl Munchinger stj. / Enska kammersveitin leik- ur Sinfóníu nr. 3 1 F-dúr eftir Karl Philipp Emanuel Bach, Raymond Leppard stj. / John Wilbraham og St. Martin-in-the-Fields hljóm- sveitin leika Trompetkon- sert i Es-dúr eftir Hydn: Neville Marriner stj. / Mil- an Turkovic og „Eugéne Ysaye” strengjasveitin leika Konsert i C-dúr fyrir fagott og kammersveit eftir Johann Gottfried Muthel: Bernhard Klee stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. A frlvaktinni Sigrún Sigurðard kynnir- 14.30 Kvenfreisi — kvenna- barátta Þáttur frá Dan- mörku, tekinn saman og fluttur af Islenzkum konum þar: önnu Snædal, Heiöbrá Jónsdóttur, Ingibjörgu Friðbjörnsdóttur, Ingi- björgu Pétursdóttur og Sig- urlaugu Gunnlaugsdóttur’ 15.00 Miðdegistónleikar Yara Bernette leikur á pianó Pre- lúdiur op. 32 eftir Serge Rachmaninoff / Elly Ame- ling syngur úr „Itölsku ljóðabókinni” eftir Hugo Wolf við texta eftir Paul Heyse, Dalton Baldwin leik- ur á pianó / André Navarra og Jeanne-Marie Darré leika „Introduction og Polonaise Brillante” op. 3 fyrir selló og pianó eftir Frédéric Chopin. dauðann útvarpinu og mörgum þar að auki á sviði, einnig nokkrum kvikmyndum. Þá starfrækti hann lengi leiklistarskóla. Ævar hefur verið einstakur áhuga- maður um verndun og fegrun islenskrar tungu, en nú á seinni árum hafa sálarrannsóknir og nátengd viðfangsefni verið helstu hugðarmál hans. Þetta er fyrsta frumsamda verkið eftir Ævar, en hann hefur áður mikið fengist við þýðingar og leikgerð fyrir útvarp, m.a. á sögum Einars H. Kvarans. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.20 Tónleikar. 17.30 Lagið mitt Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög barna innan tólf ára aldurs. 18.10 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Dagiegt mál Gísli Jóns- son flytur þáttinn. 19.40 Islenzkir einsöngvarar og kórar syngja 20.14 Leikrit: ,,t ljósaskipt- um” eftir Ævar R. Kvaran Leikstjóri: Ævar R. Kvar- an. Persónur og leikendur: Hannes: Rúrik Haraldsson, Asdis: Sigriður Hagalin, Pétur: Hjalti Rögnvalds- son, Arni:GIsli Halldórss. 21.20 Rómantisk tónlistFræg- ir pianóleikarar leika tón- verk eftir ýmsa höfunda. 21.50 Skipzt á skoðunum Betty Friedan og Simon de Beau- voir ræöast við. Soffia Guð- mundsdóttir þýddi samtaliö og flytur formálsorö. Flytj- endur: Kristin ólafsdóttir og Brynja Benediktsdóttir. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.50 Prelúdiur og fúgur eftir Bach Svjatoslav Richter leikur á pianó. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Kærleiksheimilid Bil Keane „Ég er ekkert of veikur til að horfa á sjónvarpið. Ég er bara of veikur til að fara i skólann”. Fimmtudagur 19. janúar kl. 20:30 fyrir- lestur með litskyggnum, RITVA-LIISA ELOMAA: Finnland í dag Laugardagur 21. janúarkl. 16:00: Finnsk- ar kvikmyndir. Verið veikomin. NORRÆNA HUSIÐ Rannsóknarstyrkir EMBO í sameindalfffrædi Samcindaliffræöistofun Evrópu (European Molecular Biology Organization, EMGO) hefur I hyggju aö styrkja visindamenn sem starfa I Evrópu og tsrael. Styrkirnir eru veittir bæði til skainms tlma (1 til 12 vikna) og Iengri dval- ar, og er þeim ætlað að efla rannsóknasamvinnu og verk- lega framhaldsmenntun I sameindaliffræði. Skammtimastyrkjum er ætlað að kosta dvöl manna á erlendum rannsóknastofum við tilraunasamvinnu, eink- um þegar þörf verður fvrir slikt samstarf með litlum fyrirvara. Langdvalarstyrkir eru veittir til allt að eins árs i senn, en umsóknir um endurnýjun styrks til eins árs I viðbót koma einnig til álita. Umsækjendur veröa að hafa lokið doktorsprófi. Umsóknir um styrki til dvalar utan Evrópu og tsraels koma til álita, en þær njóta minni forgangs. t báðum tilvikum eru auk dvalarstyrkja greidd fargjöld styrkþega milli landa. Umsóknareyöublöð og nánari upplysingar fást hjá Dr. J. Tooze, Executive Secretary, European Molecular Biology Organization, 69 Heidelberg 1, Postfach 1022.40, Vestur- Þýskalandi. Umsóknir um skammtlmastyrki má senda hvenær sem er, og er ákvörðun um úthlutun tekin fljótlega eftir mót- töku umsókna. Langdvalarstyrkjum er úthlutað tvisvar á ári. Fyrri úthlutun fer fram 30. april, og verða umsóknir aö hafa borist fyrir 20. fabrúar, en siðari úthlutun fer fram 31. október, og verða umsóknir að hafa borist fyrir 31. ágúst. Vegna þess að umsækjendur eru venjulega kvaddir til viötals, er nauðsynlegt að umsóknir berist áður en frestur rennur út. A árinu 1978 efnir EMBO einnig til námskeiða og vinnu- hópa á ýmsum sviöum sameindaliffræði. Nánari upplýs- ingar veitir Dr. J. Tooze, póstáritun sem aö framan grein- ir. Skrá um fyrirhuguð námskeið og vinnuhópa er einnig fyrir hendi i menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik. Menntamálaráöuneytið, 16. janúar 1978.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.