Þjóðviljinn - 21.01.1978, Blaðsíða 1
UOÐVIUINN
Laugardagur 21. janúar 1978 — 43. árg. 17. tbl.
SKATT- OG GJALDEYRISSVIK
Almenn regla í
skipakaupum?
Upplýsingar frá
Noregi benda
til þess
Vtvarpiö skýrði frá því i gær-
kvöldi að þvi hefði borist einka-
skeyti frá Noregi þar sem greint
er frá þvi að skattayfirvöld á
Mæri og i Römsdal hafi lokið
rannsókn á kaupum islenskra
skipa frá þremur skipasmiða-
stöðvum i þessum umdæmum og
hafi komið i ljós að um lögbrot
hafi verið að ræða.
Viðkomandi skattay firvöld
telja sannað að gerðir hafi verið
ólöglegir samningar og umfram-
fé sem þannig hafi fengist hafi
íslenskir skipakaupendur notað
til kaupa á viðbótarútbúnaði og
vistum.
Skattayfirvöld og tollayfirvöld i
Noregi hafa rannsakað að undan-
förnu samninga 15 skipasmiða-
stöðva i Noregi við erlenda kaup-
endur. Inn i það koma kaup á öll-
um islenskum skipum sem keypt
hafa verið þaðan frá þvi 1971.
Alls eru það um 60 skip.
Astæða er til að ætla að hér hafi
Framhald á bls. 18.
Borgarstjórnar-
meirihlutinn
Rekstrar-
úttekt
óþarfi
„Borgarstjórn samþykkir að
láta gera heildarúttekt á öllum
rekstri og öllu skipulagi I starf-
semi borgarinnar.
Til aö framkvæma þetta verði
ráðnir utanaökomandi aðilar, er-
lendir eða innlendir, sem viður-
kenndir eru sem sérfræðingar i
stjórnunar- og skipulagsmálum.
Stefnt veröi að þvi að ljúka
þessuverkiá þessuári, þannig að
niðurstöður og tillögur liggi fyrir
við gerð næstu fjárhagsáætlun-
ar”.
Þessa tillögu frá borgarfulltrú-
um Alþýðubandalagsins felldi
meirihluti Sjálfstæðisflokksins i
fyrrinótt.
Höfnudu svigrúmi til
félagslegra framkvæmda
Félagsleg
markmið
réðu ferðinni
t blaðinui dager þessm.a.
minnst að 5 ár eru liðin á
mánudaginn frá þvi að gos
hófst í Heimaey. Rætt er við
Garöar Sigurðsson um end-
urreisnarstarfið I Vest-
mannaeyjum og birtir kaflar
úr framkvæmdaáætlun sem
gerð hefur verið fyrir Vest-
mannaeyjabæ. 1 sunnudags-
blaðinu er m.a. efnis um
Vestmannaeyjar ýtarlegt
viðtal við Pál Zóphoniasson
bæjarstjóra.
Sjá síðu 9-12
Fjárhagsáætlun
Reykjavíkurborgár
samþykkt
Niöurstöðu-
tölur 14,7
miljarðar
Fjárhagsáætlun fyrir Reykja-
vikurborg árið 1978 var samþykkt
á borgarstjórnarfundi sem hófst
kl. 5 á fimmtudag og lauk á
fimmta timanum á föstudags-
morgun.
Hin nýja fjárhagsáætlun hækk-
aði i meðförum borgarstjórnar
frá þvi að vera tillaga að fjár-
hagsáætlun til samþykktar um
342.1 miljón króna.
Rekstrartekjur borgarsjóös
verða þvi 14 miljarðar 738.1 mil-
jón (14.738.100.000.00 kr.)
Þetta er 41.3% hækkun frá fjár-
hagsáætlun ársins 1977, sam-
kvæmt upplýsingum borgar-
stjóra.
—úþ
Er hægt að spara í borg-
arrekstrinum? Mætti auka
tekjur borgarsjóðs með
hækkun aðstöðugjalda td. á
innf lutningsverslun?
Borgarfulltrúar Alþýðubanda-
lagsins lögöu til viö afgreiðslu á
fjárhagsáætlun Reykjavikur-
borgar, að sparað yröi fé viö
rekstur borgarinnar, að hækkuð
yrðu kvöldsöluleyfi til þess að
auka tekjur borgarinnar, og að
hækkuð yrðu aðstöðugjöld á
ákveönum tegundum verslunar.
Þannig hefði skapast nokkurt
svigrúm til þess að hlúa betur aö
sjúkum og fötluöum og auka að-
hlynningu við yngstu og elstu
borgarana.
Þetta vildi meirihluti borgar-
stjórnar, sem skipaöur er niu
Sjálfstæðisflokksmönnum, ekki.
Þeir felldu tillögur um sparnað I
borgarrekstrinum og tekjuaukn-
ingu fengna hjá heildsölunum.
Þeir útilokuðu þvi samtimis þann
möguleika að veita hinum minni
máttar meiri og betri aðbúð I
borginni. — úþ
Götur illa
farnar
Eftir nærri sólarhrings rign-
ingu voru götur Reykjavíkur
orðnar auðar I gærmorgun og
kom þá i ljós að þær eru afar illa
farnar, malbikið frostsprungið og
um allt hættuleg hvörf. Astandiö
er mun verra nú en oftast áöur
vegna þess, að ekki hefur veriö
hægt aö holufylla og gera viö
göturnar til bráöabirgöa um
Framhald á bls. 18.
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
i
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
!
Borgarfulltrúar Alþýöubandalagsins frá v. Þorbjörn Broddason, Adda Bára Sigfúsdóttir og Sigurjón Pétursson.
Slysadefldinni verður
ekki lokið á þessu ári
Sjálfstæöismenn I borgar-
stjórn Reykjavikur vilja ekki
láta ljúka framkvæmdum við
Slysld Borgarspftalans á þessu
ári þannig aö endurkomudeild
spitalans komist í fullt gagn.
Þaö sýndu þeir viö atkvæöa-
greiöslu um fjárhagsáætlun
Reykjavlkurborgar á borgar-
stjórnarfundi aöfaranótt föstu-
dagsins, en þá felldu þeir tillögu
frá borgarfulltrúum Alþýöu-
bandalagsins þessefnis að auka
fjárveitingar til þessa verkefnis
þannig aö hægt væri aö taka
deildina i full not á þessu ári.
Adda Bára Sigfúsdóttir mælti
fyrir þeirri tillögu borgarfull-
trúa Alþýðubandalagsins að
veita fé til þess að ljúka vinnu
við endurkomudeildina og önn-
ur þau verk sem vinna þarf til
þess að hún komi að fúllum not-
um. Sagði Adda aö hægt væri að
útvega það fé sem til þyrfti á
þessu ári, ef vilji væri fyrir
hendi, ef ekki beint úr borgar-
sjóöi þá með lántöku i þeirri von
aörikissjóðurgreiddi sinn hluta
af verkinu strax á næsta ári.
Það kom fram I ræðu Oddu
Báru að árið 1976 komu 30 þús-
und einstaklingar á slysadeild-
ina og aö það væri 50% aukning
frá árinu 1970.
Einn af borgarfulltrúum
Sjálfstæöisflokksins, PáU Glsla-
son, flutti frávisunartillögu viö
tillögu Alþýðubandalagsins, og
var frávisunartillagan sam-
þykkt.
Páll Gislason er læknir.
—ÚÞ
a
I
■
I
i
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I