Þjóðviljinn - 21.01.1978, Page 2

Þjóðviljinn - 21.01.1978, Page 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 21. janúar 1978 AF MINNISLEYSI Oss hefur verið kennt að eitt af stórkost- legustu furðuverkum mannlegs lifs, sé mannsheilinn, enda hefur mannskepnan óspart notað þetta líffæri bæði viturlega og óviturlega, til góðs og ills, eftir því sem tvær af fjölmörgum höfuðstöðvum heilans, vits- munir og samviska, hafa sagt til um. Einn af höfuðkostum heilans er sá, að hann hef ur innbyggt nokkuð, sem kallað hef ur verið minni, og þarf víst ekki að skýra það fyrir- brigði nánar. Þá er og önnur stöð í heilanum sem ekki er síður mikilvæg, en það er gleymskan. Sannleikurinn er nefnilega sá að ef gleymskan kæmi ekki til tæki tiltölulega stuttan tíma að sturla eiganda slíks heila, því eftir því sem næst verður komist er ekki pláss fyrir nema lítinn hluta af öllum atvikum og fyrirbrigðum daglegs lífs í heilanum og skilst manni þó, að þar sé talsvert pláss f yrir eitt og annað. Það sem heilinn einkum sér um að menn gleymi, eru miljón smáatvik daglegs amsturs og svo stundum það sem menn ef til vill ekki kæra sig um að muna og höfum við um hið síðarnefnda nýmörg dæmi. Þau eru ,,geymd en ekki gleymd". Margir af fram- takssömustu og dáðustu framámönnum þjóðarinnr hafa einhvern tíman á ferli sínum orðið fyrir því óláni að missa annað hvort minnið eða málið fyrir dómstólunum og sumir hinna nafntoguðustu orðið að missa hvort tveggja um stundarsakir til að koma skipum sínum heilum í höfn. Um minnisleysi og mál- leysi höf um við nýmörg dæmi aftan úr grárri forneskju. I Hávamálum segir: ,,Óminnis- hegri heitir / sás af ölðrum þrumir / Hann stelur geði guma o.s.frv. Og allir muna eftir Melkorku Mýrkjartansdóttur, frillu Hösk- uldar Dala-Kollssonar, sem lést vera mállaus þar til Höskuldur kom að henni þar sem hún var að kenna syni sínum að tala. Eitthvert átakanlegasta minnisleysi heimsbókmennt- anna verður þó að teljast, þegar Þormóður Kolbrúnarskáld kom ekki fyrir sig dýru kvæði, sem hann hafði ort, þeim garpi, sem bestur var orðinn á Norðurlöndum og hans konungi. Eða svo notuð séu orð Þormóðs sjálf s í Gerplu, þegar konungur biður hann flytja kvæðið. ,,Þetta kvæði keypta ég við sælu minni og sól og dætrum mínum, tungli og stjörnum, og við fríðleik sjálfs mín og heilsu, hendi og fæti, hári og tönn, og loks við ástkonu minni sjálfri er byggir undirdjúpin og geymir fjör- eggs míns." Náskylt fyrirbrigðunum minnisleysi og málleysi, er það þegar menn þykjast ekki vita það sem allir þykjast vita aðþeir hljóti að vita. Slíkt virðist henda afar marga hérlendis allt frá karamellu- og lakkrísþjófum uppí banka- stjóra og ráðherra. Fyrirbrigðið er líka þekkt erlendis frá. Hver man ekki eftir vísukorninu, sem ameríkaninn söng eftir að hann var búinn að skjóta sex skotum í gegnum hausinn á tengdamóður sinni: „I did not know the gun was loaded / but I will never, never do it again". Þeir sem um þessar mundir virðast vera í hvað minnstum tengslum við samtíðina og hvað grunlausastir um það hvað er að ske í kringum þá, eru tvimælalaust sumir ráðhehr- anna, bankastjórar og starfsmenn Lands- bankans. Ólafur Jóhannesson hefur til dæmis marglýst þvi yfir opinberlega að hann viti ekki til þess að gjaldeyrir hafi nokkru sinni verið seldur á svörtum markaði hérlendis. Nú, auðvitað vita allir að Ólafur er bæði gegn maður og grandvar og engum dettur í hug að hann sé að segja ósatt, en satt að segja er það nú almannarómur að það þurfi bjöllusauð til — þó forystusauður sé — að f ylgjast ekki betur en þetta með því hvað er að ske í samtíðinni. Sumir segja jafnvel að slíkur maður sé betur geymdur í Fljótunum en í ráðherrastóli. Þá er Jónas Haralz, einn af aðalbanka- stjórum Landsbankans,ekki lítið úti að aka (að eigin sögn). Auðvitað er hann ekki að Ijúga þegar hann segir að hann hafi ekki haft hug- boð um nokkur umsvif Hauks Heiðar utan bankans, þó hann væri í Lögbirtingablaðinu auglýstur stjórnarformaður a.m.k. eins fyrir- tækis og hefði komið talsvert við sögu í f rægu okurmáli á árunum, að ekki sé talað um þá staðreynd að bankinn sá ástæðu til að kanna einkahagi hans á árunum. En Jónasi virðist vorkunn, því helst var á honum að skilja í sjónvarpinu á dögunum að hann hefði innt lungann af átjánhundruð manna starfsliði Landsbankans eftir því, hvort þeir vissu nokk- uð slíkt um Hauk og enginn vissi neitt. Auðvitað segja allir satt, en þessi vitnis- burður, sem Jónas gefur undirsátum sínum, getur ekki bent til annars en tómir „imbar" séu í Landsbankanum. Sannleikurinn er sá að Jónas hefði aldrei átt að hætta að vera sósíal- isti. Hefði hann staðið áfram með okkur, hefði honum aldrei hlotnast sú ógæfa að verða bankastjóri og þá hefði hann losnað við að lenda í þessari bölvaðri klípu Ekki veit ég hvers vegna mér dettur þessi vísa í hug: Hverjum mætum manni ber að muna sannleik góðan, en gleyma því sem ekki er eftir laga hljóðan. Flosi. Verdur næsta skjálftahrina nyrdra út við sjó? BlaOiö hafði samband við Ragnar Stefánsson, jarOskjálfta- fræOing á VeOurstofunni, og spurOi hann hvort til væru ein- hver linurit yfir siöustu jarOhrær- ingar i Kelduhverfi. Ragnar lét okkur i té meöfylgjandi linurit. Fyrra linu- ritiö sýnir jaröskjálfta af stærö- inni 3,3 og stærri með upptök i Kelduhver fi og skammt þar suöur af, frá þvi umbrotin hófust 7. janúar sl. Byrjun hvers dags er merkt á lárétta ársinn. M, hæö strikanna, táknar stærö skjálfta. A myndinni sést einnig hvernig svokallað b-gildi hefur þróast t meðtimanum, en b-gildi erreikn- aö út úr sambandinu á milli stærðar skjálfta og fjölda þeirra. 1 upphafi jarðskjálftahrina er b-gildið yfirleitt hátt, en lækkar niður I um þaö bil 1 er liður á hana. Astæðan fyrir háu b-gildi er oft sú áraun eða spenna sem leggst á takmarkað svæði, en b-gildið lækkar eftir þvi sem jafn- vægi kemst á við umhverfið. Eins og sést á myndinni hefur dregið mjög úr jarðskjálftum frá þvi sem mest var og um miöjan dag þann 18. höfðu engir jarö- skjálftar orðið af stærðinni 3 eöa stærri i tvo daga, nema aö morgni 18, er þeir náðu stæröinni 3,4. Þótt þannig hafi dregið mjög afgerandi úr hrinunni er enn of snemmt að segja að henni hljóti að vera lokið. Er þar tvennt sem kemur til. Annars vegar hækkun b-gildis undir lok þess tima sem hægthefur veriðaö reikna það, og hins vegar sjálftar i Gjástykki, skammt suöur af Kelduhverfi, sem endurspeglar iiklega áfram- haldandi gliðnun þar. Gliðnun á ákveðnum staö veldur áraun á nærliggjandi svæöi. Sé þar fyrir hendi mikil spenna i berginu get- ur tiltölulega litil áraun leyst úr læöingi margfalt meiri orku á sama hátt og byssugikkur. „Mér finnst þó liklegt,” sagði Ragnar, ,,að gliðnunarspenna, sem lá á Kelduhverfissvæðinu fyrir hrinuna hafi nú leyst úr læðingi i svo miklum mæli þar sé ekki aö búast við skjálftum á næstunni, sambærilegum viö þá stærstu fyrrihluta þessa mánað- ar. Taki sig aftur upp hrina, sam- bærileg viö þá sem gekk yfir sunnarlega og um miöbik Keldu- hverfis I siöustu viku er lfklegt aö hún verði norður á söndunum viö ströndina. Þar var eins og skjálft- arnir stöövuöust á hafti. Viö skul- um vona aö þaö haft haldi, þdtt enn sé of snemmt aö fullyrða um þaö.” Siöara linuritið sýnir til saman- buröar stærri skjálftana i upphafi hrinunnar á sömu slóöum fyrir tveimur árum. Þá gekk veruleg hrina yfir I einn og hálfan mánuð. „Þótt ekkert sé hægt að full- yröa,” sagði Ragnar að lokum, „virðist liklegt að þessi hrina verði mun skammvinnari.” -úþ

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.