Þjóðviljinn - 21.01.1978, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 21.01.1978, Qupperneq 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 21. janúar 1978' Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan óiafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón með sunnudagsblaði: Arni Bergmann. Auglýsingastjóri: GunnarSteinn Pálsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Slðumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaðaprent hf. Aflitlu aö státa í skrifum um rikisbúskapinn hefur Morgunblaðið yfirleitt reynt að koma þvi inn hjá almenningi að fjárlagaárið 1975 hafi verið á ábyrgð vinstristjórnarinnar. Þessu var siðast haldið fram i Morgun- blaðinu sl. laugardag. Þetta er rangt. Vinstristjórnin missti meirihluta sinn snemma árs 1974 og hafði þvi i raun engin stefnumarkandi áhrif á fjárlagafrum- varpið sem hægristjórnin lagði fram haustið 1974 fyrir árið 1975. Fráfarandi fjármálaráðherra, Halldór E. Sigurðsson, lagði lika á það mikla áherslu, er það frumvarp var rætt á alþingi, að vinstri- stjórnin hefði enga stefnu markað i þess- um efnum. Sagði hann i ræðu á alþingi 13. nóvember 1974 þegar fjárlagafrumvarpið var til afgreiðslu og meðferðar: ,,Ég get vottað það að meðan ég sinnti þvi starfi i sumar (fjármálaráðherra) sagði ég hagsýslustofnuninni að ég mundi engin áhrif hafa i sambandi við undirbún- ing fjárlagafrumvarpsins. Þeir yrðu að vinna það sem embættismenn af sinni venjulegu samviskusemi sem ég þekkti þá vel að, en stefnumörkun gæti ekki átt sér stað fyrr en séð yrði hver stjórnarmyndun yrði i landinu og hvað fjármálaráðherra, hefði þar mest um að segja”. Fjárlagafrumvarpið fyrir 1975 og þar með fjárlögin voru þvi alfarið i merki hægristjórnarinnar. í leiðara Morgun- blaðsins sl. laugardag sagði hins vegar: ,,Þegar vinstri stjórnin lét af störfum siðla árs 1974 hafði hún unnið og mótað fjár- lagafrumvarp fyrir komandi ár, 1975, svo sem venja er. Það er þvi óhjákvæmilegt að arfleifð og stefna fyrri stjórnar i rikis- fjármálum hlaut að setja mark sitt á afkomu rikissjóðs á árinu 1975.” Hér er augljóslega farið með rangt mál, en þetta dæmi er tekið til þess að sýna hvernig óvandaður málflutningur er oft birtur i málgögnum stjórnarinnar i trausti þess að almenningur þekki ekki það sem að baki býr. í sama leiðara Morgunblaðsins sl. laugardag er þessi staðhæfing órökstudd: „Hlutfall rikisútgjalda miðað við þjóðar- framleiðslu og þjóðartekjur hefur lækkað frá þvi sem var á vinstristjórnarárum.” Hvað segja staðreyndirnar? 1975 var hlut- fall rikisútgjalda af vergri þjóðar- framleiðslu 31.4%, 1976 27,6%, 1977 27,4% og 1978 er áætlunin 28,3%. Þessar tölur tala sinu máli, en segja þó ekki alla sög- una. 1 fyrsta lagi ber að hafa i huga að þjóðartekjur hafa vaxið mjög og hafa aldrei verið hærri i íslandssögunni en 1977 þannig að viðmiðunin verður þeim i vil sem vilja ,,sanna” minnkandi rikisút- gjöld. í öðru lagi ber að hafa i huga, að oliu eiald og viðlagasjóðsgjald voru að undir- lagi hægristjórnarinnar tekin beint inn i rikisbúskapinn. Þannig segja tölurnar ekki allt, en þær segja þó nægilega mikið til þess,að ljóst er að rikisútgjöld fara ekki lækkandi sem hlutfall af þjóðarfram- leiðslu. Við þetta bætist svo sú staðreynd sem vert er að hafa i huga að rekstrarút- gjöld taka til sin æ stærri hluta af rikisút- gjöldunum i heild,þannig að framkvæmdir dragast saman i raun — þrátt fyrir hækk- andi rikisútgjöld af þjóðarframleiðslu frá 1977 til 1978. Það er algengt i stjórnmálaumræðu að áróðursblöð leyfi sér talnameðferð eins og þá sem hér hefur verið rakin og hrakin úr Morgunblaðinu. Sjálfstæðisflokknum er mikið i mun að sýna að eitthvað hafi mið- að i áttina i stjórnartið núverandi fjár- málaráðherra. Skuldin við Seðlabankann um sl. áramót upp á 15—16 miljarða og þær staðreyndir sem hér hafa verið raktar sýna þó best að af litlu er að státa. Það er þvi ekki góð stjórn, heldur einungis að- staðan við kjötkatlana sem veldur þvi, að Matthias Á. Mathiesen hefur lýst þvi yfir að hann vilji endilega stjórna með Framsókn eftir kosningar og hann vilji helst verða f jármálaráðherra áfram. — s. 1 I, Hinummegin — leikrit A fimmtudagskvöld flutti Ut- varpið leikrit eftir Ævar R. Kvaran sem heitir í Ijósaskipt- unum.Það hefur vakið nokkra athygli I blöðum vegna þess vettvangs sem höfundur setur persónur sinarniðurá. Þeir eru nefnilega allar dauðar og komn- ar yfir um. Háskólaprófessor tekur á móti konu sinni nýlátinni, þau ræða við son sinn sem hafði sjálfur skipt um samastað með sjálfsmorði upp úr alkóhólisma ogeiturlyfjum. Fjórða persónan er velviljaður garðyrkjumaður úr hjálparsveit framliöinna. Huggunar- skýrslur Sem leikrit er þetta verk afar mjóslegið. Þaö er að verulegu leyti byggt upp þannig, að per- sónurnar gefa hver annarri skýrslur, sem erufyrst og siöast endursögn á hugmyndum spirit- ista um gang mála hinum megin grafar. Sú persóna, sem hlustar á eintalið, gerir þá langa lengi ekki mikið annað en að jánka eða kumra samþykkjandi eða skjóta inn setningum eins og „hvað gerðist svo?”, „hvers- konar myndir sástu?”, „þetta er mjög merkilegt” eða „ég skil þig fullkomlega”. Ef að einhver róttæknigeml- ingur hefði beitt svipuöum að- ferðum til aö bera fram hug- myndir sínar þá hefði hann al- deilis fengið á baukinn fyrir að láta boðskapinn kaffæra „hina listrænu eiginleika”. En af þvi að ekkert svoleiðis var á ferð- inni og þrlr íslendingar af fjór- um eru spiritistar, þá mun svo- leiöis gagnrýni ekki koma fram og allir verða glaðir. Þvi að þótt Ævar Kvaran reyndi að halda uppi einhverjum erfiöleikum hinum megin grafar, þá er hin spiritiska heimsmynd fyrst og fremst bjartsýn. Ráðleysi og ,SKALD HEFUR LEYFITIL 'AÐ YRKJA UM ÖLL SVIÐ MANNLEGRAR HUGSUNAR” segir Ævar R. Kvaran ^betta leikrit er að því leyti Kvaran „Hallsteinn í íslenzkum gerist hinn<~ ""nst allt leiL" þokur hinummegin eru tiltölu- legaskammvinn vandræði, ekki sist vegna þess að þar eru allir fyrr en varir komnir i hjálpar- starf: allir styðja álla til ljóss- ins. Spiritisminn, hvort heidur er i miðlaskýrslum eða bók- menntum, er huggandi og svæf- andi: innan skamms munu dauðir menn átta @g á þvi, að hugur þeirra getur breytt veru- leikanum að vild. Innan tiðar munum vér öll gleyma háskóla- kennslu, fyllirii, framhjátökum og öðrum raunum þessa heims og brosa hvert til annars i sælu umburðarlyndi yfir blóm ei- lifðarinnar. Lífsháskinn Leikrit Ævars R. Kvarans er um margt klaufalegt. En það skiptir kannski meira máli i þessu sambandi, aö spiritism- inn sjáEur er liklegast heldur vond forsenda fyrir listsköpun. Blátt áfram vegna þess að það vantar i hann lifsháskann. Þann háska sem eflir menn I viðleitni þeirra, stækkar þá, freistar þeirra til að „kreista alheim saman I bolta og þeyta honum i yfirþyrmandi spurningu”. í þessum efnum standa til að mynda kaþólskir menn miklu betur að vigi og hafa reyndar verið mjög seigir við að skrifa allt til þessa dags, hvað sem lið- ur margþættri endurskoðun I guðfræöum. finimtudagskvöldió. „Ée Nýtt leikrit eftir hannsemgerist eftirdauðann fluttíútvarpi Á fimmtudaginn þeirra <sem Ævar R. Kvaran Hámorleysið Það er einnig liklegt, að spirit- ismi eigi I miklum sambúðar- erfiðleikum við annan þátt bók- mennta sem við megum illa án vera, en það er sjálfur húmor- inn. Spiritismanum stekkur yfirleitt ekki bros, og textar hans verða ekki spaugilegir nema óvart. Meira að segja Þórbergur Þórðarson átti þá erfiðast með aö halda spégáf- unni, þegar eilifðarmálin voru á dagskrá. Honum tókst það þó öðru hvoru, enda var maðurinn snjallur. Kannski vantar spirit- istana einhverja þá hefð, sem getur gefið þeim efni til þess að bregða á leik. Eins og Eliot, sannkristið skáld,gerir til dæm- is I þessari lýsingu sinni á himnaferö flóöhestsins: Hann Lambsins blóði laugast skal og leiddur verða af engl- um burt með heilögum I himna sal hann hörpu gullna slær með kurt (þýð. Helgi Ilálfdanarson) 1 þessukvæði segir, að meöan flóðhesturinn býr við uppheima- sælu „af helgum dýrðar-meyj- um kysstur”, þá paufast hin sanna kirkja áfram i fenja- mistri jaröar. Nokkuð gott hjá Eliot — i alvöru talað. A hinn bóginn er splritisminn, þegar á heildina er litið, afar jarðfælinn. Hann hefur mikla tilhneigingu til að litillækka jarðvist manna, lýsa henni sem „lágu sviði”. Allt sem máli skiptir kemur sið- ar. „ Visa henni á bug”... En það var þetta leikrit Æv- ars. Höfundur segir i viðtali viö Dagblaðið á dögunum, aö „skáld mega i rauninni skrifa um öll þau svið sem mann- leg hugsun nær til. Ég veit að ég á eftir að fá á mig þröng- sýni gagnrýninna manna en ég visa henni á bug”, Ekki er gott að vita hver ja leik- skáldið nýja ætlar aö skjóta niður fyrirfram, kannski á hann við annan arm Þjóðkirkjunnar? Vitanlega bannar enginn hvorki Ævari né öðrum aö skrifa um hvaðsem þá lystir. En við hinir höfum þá lika okkar rétt til að geispa innilega yfir þvi sem skrifað er. Hefur svo hver nokk- uð að iðja. Ævar segir i sama viðtali: „Þettaleikriteraðþvíleyti ein- stakt i Islenskum bókmenntum að það gerist allt eftir dauð- ann”. Okkur hefur verið bent á það af athugulum mönn- um, að þetta er misminni. Til dæmis gerist bálkurinn Marsinn til Kreml,eftir annan spiritista, Þórberg, allur I öðru lifi Hannesar skálds Péturssonar. A.B.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.