Þjóðviljinn - 21.01.1978, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 21.01.1978, Qupperneq 5
Laugardagur 21. janúar 1978 ! ÞJ6DV1LJINN0— SIÐA 5 a/ erlendum vettvangi Hungrið í þriðja heiminum: Þeir ríku verða ríkari og þeir fátæku fátækari Þegar talið berst að hungri í fátækum ríkjum heimsins erum við vön því, að þetta mál sé í frétta- flutningi tengt náttúru- hamförum eða þá off jölg- un fólks. ( raun eru það fé- lagslegar aðstæður sem skipta miklu meira máli. Enda þótt matvælafram- leiðsla í Asíu geri yfirleitt nokkuð betur en að hafa við fólksf jölgun, f jölgar þeim íbúum álfunnar stöðugt sem ganga svangir til hvílu — vegna þess að bilið eykst milli ríkra og fátækra. Þetta kemur glöggt fram I skýrslu sem alþjóöa vinnumála- stofnunin ILO hefur gefiö út. Skýrslan, sem nefnist „Poverty and Landlessness in Asia” (Fátækt og skortur á jarðnæöi i Aslu) slær þvl föstu, aö enda þótt þróunarlönd í Aslu hafi reynt Samt sem áöur minnkuöu tekj- ur þeirra fátækustu I öllum þeim löndum sem rannsókn ILO nær til. Sá hluti Ibúanna sem lifir undir svonefndum hungurmörkum óx i Pakistan úr 72% I 74% frá 1963 til 1972. í Malaslu stækkaöi þessi hluti ibúanna úr 30% i 36% á sl. áratug. 1 Uttar Pradesh á Ind- landi fjölgaöi þeim örsnauöu úr 40% 1960 I 63% tiu árum siöar. A Filippseyjum hafa þau 20% - landsmanna sem snauðastir eru minni rauntekjur en áöur og kjör 80% þeirra sem i Bangladesh búa hafa og versnað. Samt fór matvæla framieiðslan vaxandi Þessi aukna fátækt, segir skýrslan, er ekki tengd þvi, aö framleiösla á hvert mannsbarn á þeim kornvörutegundum sem mestu skipta I fæöu hinna fátæk- Frá indversku þorpi — öll aöstoö kemur þeim einum til góöa sem þegar eru sæmilega staddir. verulega framleiösluaukningu undanfarinn aldarfjórðung, þá sé hinn snauöi fjöldi i sveitum eins fátækur og fyrr eöa enn verr sett- ur. Astæöan er sú, aö eignarhald á landi og fjárfestingaraöferöir allar eru andstæöur landbúnaöar- verkafólki og smábændum. Skýrslan fjallar um sjö Asiu- lönd — I þeim búa hvorki meira né minna en 70% af þeim ibúum þriöja heimsins sem ekki búa viö einhverskonar sósialisma. Fjallað er um landbúnaðarhéruö Bangladesh, Indónesiu, Malasiu, Filippseyja, Sri Lanka, Pakistan og fjögurra stórra rikja Indlands. Meiri þjóðartekjur — meiri fátækt Aö undanskildu Bangladesh hafa meðaltekjur aukist verulega i þessum löndum á siöustu árum. Vergar þjóöartekjur hafa á Ind- landi aukist um 1,3% á hvern ibúa á timabilinu 1960—1973. t Malasiu nemur þessi vöxtur 3,9% á ári. Þetta þýöir 18% aukningu meðal- tekna á Indlandi og 65% vöxt I Malasiu á rúmum áratug. ustu hafi minnkaö. Þvert á móti: Framleiðslan á þessum tegund- um matvæla hefur aukist. t öllum þessum löndum nema Bangladesh hefur matvælafram- leiðslan ekki aöeins haft viö fólks- fjölgun, heldur gert betur. Þvi, segir hin alþjóölega stofnun ILO, er þaö ekki rétt, aö eymd i Asiu sé almennum fæöuskorti aö kenna eöa þvi aö matvælaframleiðsla 1 Asiu hafi ekki viö mannfjölgun. Ein helsta ástæöan fyrir þess- ari þróun er sú, aö landi er mjög misskipt og að litlar framfarir hafa átt sér staö i átt til jafnaöar. Jafnvel i Bangladesh, þar sem misréttið er ögn minna en annarsstaöar er ástandiö þannig, aö þau 20% ibúa landbúnaöarhér- aöa sem minnst eiga, ráöa aöeins yfir 3% af nýtilegu landi. Þau 10% sem mest hafa, eiga 35% lands- ins. Skýrslan segir, aö arörán og ill meöferö á fátækum bændum og verkafólki leiöi til þess aö vinnuafl þeirra nýtist ekki. „Arörán og mismunun sem þeir fátæku veröa að sæta brýtur niður þrek þeirra og kyrkir frumkvæði.” Hér viö bætist aö viöa býr mikill hluti barna viö svo mikinn skort, aö þau komast aldrei til eölilegs þroska. Þeim efnaðri er hjálpað Þaö félagslega misrétti sem viö lýöi er stýrir fjármagni á þann veg, að þeir sem þegar eru efnað- ir njóta einir góös af. Þeir sem best eru stæöir fá lán, og siöan sér veröbólgan um aö þeir þurfa varla að greiða af þeim vexti. Fáanlegt fjármagn er lagt I bú þar sem þegar er fariö aö nota dýra erlenda tækni. Litill minni- hluti vinnufólks vinnur viö þessa tækni, sem dregur úr eftirspurn eftir vinnuafli. Minna veröur um ^vinnu — bæöi i borgum og sveit- um. Hér er komiö aö þvi sem rót- tækir gagnrýnendur hafa oft bent á: Yfirstétt þriðja heimsins hefur samvinnu við erlenda fjár- Utan viö framfarir ; sú stefna sem fylgt hefur veriö hrekur sveitafóik til borganna, en þar tekur ekki betra við. Myndin er frá fátækrahverfi i Karachi, stærstu borg Pakistans. festingaraöila, hjálparsjóði og banka um að reyna aö knýja i gegn þróunarmynstur sem kannski þætti góö og gild vara i Vestur-Evrópu, en skapar fleiri vandamál i þriöja heiminum en þaö leysir. Fátæku löndin þróast ekki samkvæmt eigin forsendum — heldur er reynt aö apa eftir miklu auöugri rikjum, meö þeim afleiðingum aö mikill hluti lands- manna verður gjörsamlega út- undan. Þetta kemur fram meö marg- víslegum hætti. Fjöldi héraöa er Framhald á bls. 18. Gerist áskrifendur að VINNUNNI VINNAN, blað Alþýðusambands íslands, mun koma út sex sinnum á þessu ári, eða annan hvern mánuð að meðaltali. Vinnan er málgagn islenskrar verkalýðshreyfingar og fjallar sem slik um þau hagsmuna- mál hreyfingarinnar sem efst eru á baugi á hverjum tima, auk þess sem hún fitjar að sjálfsögðu upp á ýmsum málum. Þetta blað á því erindi inn á heimili sérhvers vinnandi manns á land- inu. —Þið, sem ekki eruð áskrifendur að VINNUNNf, en hafið áhuga á að gerast áskrifendur, fyllið út eyðublaðið hér að neðan, og sendið það til: VINNAN Grensásvegi 16 — Reykjavík 108 Áskrift 1978 kostar 2.000 krónur, 6 blöð, og greiðist siðari hluta ársins. Einnig er hægt að fá siðasta árgang blaðsins keyptan gegn póstkröfu fyrir 1.500 krónur. Nánari upplýsingar í slma 83044, Reykjavík Undirrit... óska/r eftir aö gerast áskrifandi aö Vinnunni: Nafn Heimilisfanu * □ Óska einnig eftir aö fá árganginn 1977 sendan gegn póstkröfu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.