Þjóðviljinn - 21.01.1978, Síða 6

Þjóðviljinn - 21.01.1978, Síða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 21. janiíar lt78 Umsjón: Dagný Kristjánsdóttir Eiísabet Gunnarsdóttir Helga óiafsdóttir Helga Sigurjónsdóttir Cilia AAo IdoincHAHir 1 versluninni aö Skólavöröu- stig 19, sem rekin er af Hand- prjónasambandi Islands, starfa nú 11 konurf sjálfboöaliösvinnu. 1 Handprjónasambandinu eru um 2000 félagar, allt eru þaö konur utan 10 karlar. Argjald i félaginu er3000kr., en þeir sem vilja gerast hluthafar i verslun- inni leggja fram 7000.- kr. (2 pcysur) í stofnframlag. Knn liefur verslunin ekki haft bol- magn til aö greiöa félögum sambandsins fyrir innlagöar vörur, en það stendur til bóta þar sem útlit er fyrir að pantan- ir erleiulis frá taki að berast fljótlega. Úrvalið meira hjá okk- ur. Þetta og fleira kom fram i viðtali við Huldu Gisladóttur, formann félagsins, og hún sagði ennfremur aö verslunin vaeri enn ekki farin að skila arði, enda ekki nema rúmur mánuð- ur frá þvi hún var opnuð. Handprjónasamband fslands var stofnað 5. nóvember s.l. og vakti samstaða og framtaksemi þeirra kvenna sem að stofnun- inni stóðu athygli um allt land. Upphafið var eins og komið hef- ur fram i fréttum.að Hulda aug- lýsti i Visi eftir prjónafólki sem hefði hug á að mynda með sér einhvers konar samtök til verndunar hagsmunum sinum og fékk undirtektir hvaðanæva að af landinu. Mér ofbauð Heimsókn í Handprjónasamband íslands „Nú ætlum vid 1 slag” Viö spurðum lluldu hvað orðiö hefði til þess aö hún auglýsti. ,,Mér var fyrir löngu farið aö ofbjóða hvernig farið var meö prjónakonur, ” sagði hún. ,,Við stóðum oft lengi i biðröðum og þá röbbuðum viö saman og bár- um okkur upp hver við aðra. Og þá fór ég að hugsa sem svo: Af hverju gerir engin neitt? Hvers vegna látum við fara svona meö okkur? Viða mættum viö fyrirlitingu verslunarfólksins, Oft máttum við biöa lon og don eftir þvi að litið væri á vöru okkar, og þar á ofan máttum við allt eins búast við þvi að veröa gerðar aftur- reka með peysurnar. Þá var ekki haft fyrir þvi að segja okk- ur hvað væri að, kannski var framboðið nóg þá stundina, og verslunin hafðiengum skyldum að gegna viö okkur.” Þora að koma með nýjungar Hafa kjör ykkar batnaö viö tiikomu samtakanna? „Þau hafa batnað nokkuð, nú er timakaup fyrir heimaprjón 250,-kr. envar 100-150 kr . Þetta er að visu lágt kaup ennþá, en hækkunin verður að koma smám saman eftir þvi sem Leiðrétting Þaö var missagt hér á siðunni um daginn aö opiö hús væri i Sokkholti tvisvar i mánuöi á laugardagsmorgnum. Hiö rétta er að morgunkaffi er aöeins 1. laugardag i hverjum mánuði frá kl. 10-12. Það er stundum glatt á hjalla i peysumóttökunni hjá Handprjónasambandi tsiands aö Skólavöröustig 19. Ljósm. eik. félaginu vex fiskur um hrygg. En það sem mest er um vert er hvað fólkið stendur vel saman. Það lánar fúslega vöru sina og vinnur ómælda sjálfboðaliðs- vinnu og þaö sýnir best þá félagslegu þörf sem var orðin fyrir þessi samtök. Það hefur einnig komið i ljós að f jölbreytni i mynstrum og geröum hefur aukist mikið, prjónakonur þora núaðkoma fram með alls kon- ar nýjungar. Þetta er þeirra búð, þær eru ekki lengur háðar duttlungum peysuútfly tjenda.” Takið þiö þá við öllum prjóna- vöruin scm ykkur berast? ,Nei við tökum auðvitað ekki við gölluðum vörum, en tvær konur annast móttöku hverju sinni og þær gefa sér góðan tima tilað tala við pr jónakonurnar og leiðbeina þeim eftir þörfum.” Þú hefur sýnt mikiö framtak, og hálftima ræða sem þú hélst þvi sem næst af vörum fram á slofnfundinum er nú i minnum höfð. Ilulda Gisladóttir. Myndin er tekin á hiiiuin glæsilega stofn- fun'di Handprjónasambandsins i Glæsibæ. Ljósm. eik. ,,Ég hafðiekkieinusinni talað við 5 manns í einu hvað þá 700. Ég var alófélagsvön, en maður varðað standa sig. Það hjálpaði mér lika mikið hvað andrúms- loftiö á fundinum var gott. Sam- staðan var algjör.” 50 i Bárðardal Geturðu giskaö á hvaö margir á landinu hafa einhverja atvinnu af prjónaskap (hand- prjóni)? ,,Ég get nú ekki nefnt neina tölu, en þeir eru óhemju marg- ir. Ég get nefnt sem dæmi að i Bárðardal einum eru 50 konur sem pr jóna aö staðaldri, og það erukonur á öllum aldri. Þær eru einnig mjög margar á Selfossi þar sem ég bý, og mér virðist að ungum konum fari fjölgandi i þessum hópi. Engan veit ég þó sem getur lifaö af prjónaskap eingöngu.” Ertu bjartsýn á að fyrirtækið heppnist? ,,Já, ég er mjög bjartsýn, allt er hægt að gera ef fólk stendur saman. Fyrir öllu er þó að stöðva útflutning á lopa. Sá út- flutningur getur eyðilagt markaðinn fyrir unnar vörur. Ernst Hackman Iklæöist hér nýrri gerð af peysu, sem nýverið hefur veriö skilað inn til Handprjónasambandsins. Félagar i sambandinu geta nú vcrið djarfari i vali munstra og frágangs á peysunum og þurfa ekki aö óttast aö vera gerðir afturreka með nýjungar. Ljósm. eik. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka félagsmönnum fyrir dugnað og frábæra félags- hyggju; ekki mun af veita,þvi nú ætlum við i slag.” Hulda sagöi að reynt væri að lialda svipuöu verði á vörum verslunarinnar og annars stað- ar, en úrvalið væri þó nteira hjá þeim.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.