Þjóðviljinn - 21.01.1978, Síða 7

Þjóðviljinn - 21.01.1978, Síða 7
Laugardagur 21. janúar 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Afleiöing af þessu er svo að staðan skólasafnvörður er opinberlega ekki til og bókasafnsfræðingar sem ráða sig til þessara starfa verða að ráða sig sem kennara Fáein orð um skóla- söfn og skólasafnverði Til skamms tíma hafa bóka- söfn veriö álitin staðir þar sem bókum er safnað sam- an og þær geymdar, og þeirra gætt fyrir fólki, sam- anber merkingu orðsins bókavörður. En nú á sið- ustu árum hefur smám sam- an glæðst skilningur á þvi, að ef til vill geti bókasöfn gegnt margþættara hlutverki, t.d. verið þjónustustofnanir. Þessi notkunar- og þjónustustefna bókasafna ruddi sér til rúms víða I Evrópu og Bandarikj- unum,og barst þaðan hingað tíl lands. Ahrif þessa eru m.a. að farið var að kenna bókasafns- fræöi við Háskóla Islands 1958, fyrst litið, en nokkrum árum slðar til B.A. prófs. Einnig breyttust almenningsbókasöfn smátt og smátt til batnaöar, og loks fyrir örfáum árum var byrjað að setja á stofn skóla- bókasöfn. Skólabókasöfn, eöa skólasöfn eins og margir kjósa heldur aö nefna þau, þvi aö þau geyma margt fleira en bækur, hafa aö minu mati miklu hlutverki að gegna I skólakerfi okkar. Þau eru hvorki meira né minna en forsenda þessara sjálfstæðu vinnubragöa sem á að kenna nemendum, sbr. Grunnskóla- lögin 2. gr., 3. málsgr. „Grunn- skólinn skal veita nemendum tækifæri til að afla sér þekk- ingar og leikni og temja sér vinnubrögö, sem stuðli að stöðugri viðleitni til menntunar og þroska. Skólastarfið skal þvi leggja grundvöll að sjálfstæðri hugsunnemenda og þjálfa hæfni þeirra til samstarfs við aðra.” A skólasöfnum eiga nemendur að fá aðstoð viö að leita heimilda, sem þeir svo vinna úr, fá upplýsingar um ýmis efni, hafa aðgang að ýmsum bókum hver á slnu áhugasviði, hafa aðgang aö íslenskum bókmenntum o.s.frv. og skólasöfn eiga að jafna aðstöðu nemenda til bóka- öflunar, bæði til náms og skemmtunar. Það fer ekki milli mála að skólasöfn þurfa að vera vel búin að safnefni og ekki síður að starfeliöi ef þau eiga að geta sinnt hlutverki slnu að ein- hverju gagni. Ég ætía ekki að telja hér upp þau störf, sem vinna þarf á skólasafni; aöeins ætla ég að láta fylgja hér lista yfir nokkrar af þeim greinum, sem hafa verið og eru kenndar I bókasafnsfræði við Háskóla tslands. Kennslugreinar: Flokkun, skráning, islensk og erlend handbókafræði og handbóka- notkun, upplýsingaþjónusta, starfsemi skólasafna, almenningsbókasafna og sér- fræðibókasafna, barnabækur, almennar bókmenntir o.m.fl. Auk þess vinna nemar 250 klst. I námsvinnu á ýmsum bóka- söfnum undir handleiðslu starf- andi bókavarða. Og nú fer ég loks að koma að aöalatriöum þessarar greinar. Stjórnendur menntamála á okkar landi virðast enn varla hafa komið auga á að skólasöfn séu til og þvl síður að þau séu nauðsynleg. Afleiðing af þessu er svo að staðan skólasafn- vöröur er opinberlega ekki til og bókasafnsfræðingar sem ráða sig til þessara starfa veröa að ráða sig sem kennara. Þetta hefur ákveðinn hópur kennara viö grunnskóla notaö sér, þeir kennarar (flestir án nokkurrar framhaldsmenntunar I bóka- safnsfræði) sem starfa á skóla- söftium,og vilja þeir útíloka alla aðra en kennara frá störfum skólasafnvarða. Þessu til stað- festingar læt ég fylgja hér nokkrar glefsur úr lögum félags þeirra, Félags skólasafnvarða (leturbreytingar eru mínar). 1. gr. Félagið heitir Félag skólasafnvarða, skammstafað F6S, og er samtök kennara á grunnskólastigi sem starfa á skólasöfnum. 3. gr. Félagið hyggst ná til- gangi sínum meö eftirfarandi: c. að vinna að þvi að kennarar gegni stööu skólasafnvarða á grunnskólastiginu. 4. gr. Fullgildir félagar geta allir kennarar grunnskóla- stigsins orðið sem starfa á skólasöfnum. Bókasafnsfræðingar telja sjálfsagt aðþeir sem ætla sérað starfa á skólasöfnum taki uppeldisfræði sem hluta af B.A. námi auk bókasafnsfræðinnar. En þeir telja einnig sjálfsagt að kennarar bæti við sig marktæku námi í bókasafnsfræði (svipuð að magni og timalengd og uppeldisfræðinám bókasafns- fraeðinga) ef þeir ætla að starfa á skólasöfnum. Þetta sjónarmið hafa FÉS-menn ekki viljað ræða hvað þá meira. FÉS er deild innan Sambands íslenskra barnakennara og hafa forystu- menn þeirra tekið stefnu FÉS upp á arma sina, meöal annars i kjarasamningum. Þykir mér nú skjóta ansi skökku við að kennarasamtökin, sem alltaf hafa veriö að berjast fyrir viðurkenningu á gildi kennara- prófs og þvi aö engir aörir fari þar inn á verksvið kennara, skuli nú vera tilbúin til að krefj- ast réttar kennara til að fara inn á verksviö annarra, þ.e. bóka- safnsfræðinga. Alvarlegast i þessu er þó það, að meðan málin standa svona, er skilningslausum skólayfir- völdum opin leið tilað stinga inn á skólasöfnin kennurum sem þarf að losna við úr kennslu, en jafnframt fær það fólk sem hefur sérmenntaö sig á sviði safnstarfa ekki vinnu við skóla- söfn. Sér hver maður að það hlýtur aö standa söfnunum fyrir þrifum, þvi aö að ööru jöfnu er lærður smiður betri en ólærður og lærður læknir betri en sá sem hefur aldrei nálægt læknisfræði- námi komið. Heiga Einarsd. skólasafnvörður w Hörður Bergmann og Olafur Proppé: Er grunnskólakeniislan ekkí nógu góð? Athugasemdir vegna umrædu um jólaprófseinkunnir í menntaskólum Nokkur dagblaðanna hafa að indanförnu flutt fregnir af slök- im árangri menntaskólanem- ;nda á jólaprófum I desember. I Vienntaskólanum i Reykjavik :éllu að sögn blaðanna 33% nem- ;nda 13. bekk (1. bekk skólans) og ’ullyrt er að svipaða sögu sé að ;egja úr öörum menntaskólum. \öur hafi meðalfall hinsvegar /erið 20-25%. I frétt VIsis 9. jan. ;r fullyrt: „Undanfarin ár hefur oorið á þvi að námsárangur nem- snda i menntaskólum hafi veriö lélegri en áður fyrr.” Vegna þessara frétta og full- yrðinga sem settar hafa veriö fram i þvi sambandi leyfum viö okkur að benda á eftirfarandi: 1. Jólapróf menntaskólanna hljóta aö vera misþung frá ári til árs og vera mismunandi frá einum skóla til annars enda ekki um stööluö próf aö ræða. 2. Jólapróf hafa jafnan veriö til- tölulega þyngri en vorpróf þar sem bekkjarkennsla tíðkast. Þau virðast hafa gegnt einhvers konar aðvörunarhlutverki — átt að skjóta sem flestum nemendum skelk i bringu. Hugmyndin bak við þau virðist sú að meö þvi móti myndu nemendur læra meira eftir jól. Spyrja mætti: Eru þess- ■ ar hugmyndir farnar að ganga út i öfgar? 3. Enn mætti spyrja: Er mis- ræmi milli prófa I menntaskólum og grunnskólum: önnur færni prófuö i menntaskólum en I grunnskólum? 1 þessu sambandi er vert að minna á að viðfangs- efni nemenda viö lok grunnskóla eru nú mun f jölþættari en tiðkað- ist I landsprófsdeildum áöur fyrr, m.a. vegna valgreina sem nem- endum bjóðast nú. Markviss undirbúningur undir sérstakar kröfur menntaskóla er ekki á dagskrá grunnskóla — og mega heldur ekki, að okkar dómi, vera það, m.a. vegna þess sem nú verður vikið að. 4. Minna má á að grunnskólum er ætlað að sjá öllum nemendum hvers árgangs fyrir viöeigandi viðfangsefnum, koma öllum áleiöis i náminu og til nokkurs þroska. Þetta er auövitað mikið vandaverk og veröur að sjálf- sögðu seint fundin endanleg lausn á þvi. Þó er þetta almennt viður- kennt sem eitt mesta vandamál sem grunnskólakennarar standa frammi fyrir. Þaö er þeim mun torleystara sem kennaraskortur verður tilfinnanlegri i grunn- skólum. 5. Menntaskólar hafa undan- • farin ár fengiö til sin 1/4 — 1/5 þeirra nemenda sem best hefur gengið I bóklegu námi. Meö gildistöku nýrra inntökuskilyröa i framhaldsskóla hafa þeir að lik- indum fengiö talsvert af nem- endum utan áöurnefnds hóps. Þeim er þvi aö ýmsu leyti meiri vandi á höndum en fyrr við skipu- lagningu námsins. En ekki virðist ósanngjarnt að ætlast til þess að reynt sé að leysa þann vanda þannig að sem fæstum nemendum seinki I námi: sem fæstir séu skildir eftir utandyra. Við getum fúslega viðurkennt aö margt megi betur fara i starfi grunnskóla — ekki slst vegna kennaraskortsins sem áöur er á minnst. Af þvi leiöir að bæði grunnskólar og framhaldsskólar standa frammi fyrir vanda sem auðleystari væri án sllkra ann- marka. Við höfum hér leitast við að draga fram nokkur mikilvæg atriði sem koma til álita þegar menn velta fyrir sér skýringum á þeim fréttum sem borist hafa af mati menntaskóla á námsárangri nemenda sinna fyrir jól. í þessu samhengi gæti verið gagnlegt að lita á gamalt mat kennara á háu skólastigi á kunnáttu og færni nemenda sinna. Dæmið er frá árinu 1920. Nefnd skipuð af alþingi gerði þá könnun hjá öllum deildum háskólans I þvl skyni að meta árangur af starfi mennta- skólans. Viö leyfum okkur að vitna hér i frásögn af þessu sem birt er I bókinni „Mályrkja Guðmundar Finnbogasonar” eftir Baldur Jónsson. Þar segir: segir: „Nefndin mæltist til við háskólaráö, að eftirfarandi spurningar yrðu lagðar fyrir kennara allra háskóladeilda: 1. Hvernig hefir reynst andleg- ur þorski stúdenta, er þeir koma frá Mentaskólanum og byrja nám sitt við Háskól- ann? 2. I hvaða námsgreinum Mentaskólans finst yður, þeim helst ábótavant frá sjónarmiði háskólanámsins? 3. Hverjar breytingar á undir- búningi þeirra undir háskólanámið teljið þjer æskilegar eða nauðsynlegar? Svör háskólakennaranna eru birt með nefndarálitinu (bls. 54—63) og eru einkar athyglisverð. Það, sem hér skiptir mestu máli, er dregið saman i „Áliti” nefndarinn- ar, einkum á bls. 7—8, og er einfaldast að taka það hér upp orðrétt. Þar segir svo: Niðurstaða háskólakennar- anna (...) verður þá i stuttu máli sú, að stúdentar, er þeir koma frá mentaskólanum, hafi ekki fengið þann þroska í að hugsa sjálfstætt og rök- vislega, er æskilegur er til háskólanáms. Sum svör við 2. spurningunni benda að nokkru leyti i sömu átt. Er þar sjerstaklega athugavert það sem sagt er um kunnáttuna i Islensku. Guðfræðisdeildin segir: „Sjerstaklega finst oss, að stúdentunum sje ábótavant i þekkingu á Islenskri tungu. Við allar skriflegar æfingar kemur það I ljós, að ýmsa þeirra skortir mjög þekkingu I islenskri rjettritun og hafa litla hugmynd um notkun að- greiningarmerkja. Rjettrit- unarvillur lýta stórlega rit- gerðir sumra við prófið, og margir hafa lært svo illa að skrifa, að þraut er að komast fram úr ritgerðunum. 011 framsetningin og vöntun kommusetningar bera þess stundum vott, að þeir hugsa ekki eins skýrt og ætlast mætti til eftir sex ára nám i Mentaskólanum.” Lagadeildin segir: „Skal þess þá fyrst og fremst getið, að deildinni hefir reynst þekking stúdenta á Islenskri tungu ærið ábótavant, bæði um vöndun máls, setningaskipun og jafnvel rjettritun”. Prófessor Guðm. Hannesson svarar spurningunni um það, í hvaða námsgreinum Mentaskólans stúdentum sje helst ábótavant, svo: „Langaugljósast i islensku. Ef dæma má eftir prófrit- gerðum stúdenta, þá geta fá- ir ritað islensku stórlýta- laust.” Og prófessor Sigurður Nordal segir: „En af almennum kynnum af stúdentum, m.a. af þvi að hafa hlýtt á alt Islenskuburtfararprófið 1915 og lesið stllana, get ég full- yrt, að kunnátta stúdenta I móðurmálinu er stórra ábótavant, og miklu meiri en hægt er að ráða af prófeink- unnum þeirra, sem virðast mjög af handahófi.” ...” Slikt var mat háskólakennara á islenskukunnáttu þess þrönga úrvals islenskra bænda- og emb- ættismannasona sem þá lagði stund á háskólanám. Þessir stúdentar, þetta úrval ungra málnotenda, hafði yfirleitt numið málið i skauti islenskrar sveita- menningar og síðan stundaö bók- leg fræði I menntaskóla. En dóm- ur þeirra kennara, sem við þeim taka, er harður eins og sjá má af tilvitnuninni. Manni er nær aö halda að hér sé lögmál á ferðinni: Kennurum, sem taka við nemendum af öðru skólastigi, finnst þeir ævinlega kunna alltof litið. Reykjavik, 15. janúar Hörður Bergmann ólafurProppé Blikkiðjan 4 } Ásgarði 7, Garðabæ Onnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SIMI53468 HELLUVER Milliveggjaplötur, 5 og 7 centimetra. Simi 33 5 45

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.