Þjóðviljinn - 21.01.1978, Qupperneq 17
Laugardagur 21. janúar 1978 ÞJÓÐVILJJNN — SÍÐA 17
útvarp
Nýtt framhaldsleikrit barna og unglinga
Antilópusöngvarinn
eftir norskan höfund,
sem stundadi nám
á íslandi á striös-
árunum
í dag kl. 17.30 byrjar flutning-
ur á nýju framhaldsleikriti fyrir
börn og ungiinga. Nefnist þaö
„Antilópusöngvarinn” og er
eftir norska höfundinn Ingebrikt
Davik, en byggt á sögu eftir
Ruth Underhill. Leikritiö er i 6
þáttum. Þýöinguna geröi Sig-
uröur Gunnarsson, en leikstjóri
er Þórhallur Sigurösson. Meö
stærstuhlutverkin fara Steindór
Hjörleifsson, Kristbjörg Kjeld,
Hákon Waage, Jónina H. Jóns-
dóttir, Stefán Jónsson, Arni
Benediktsson og Þóra Guörún
Þórsdóttir.
Leikurinn gerist um miöja
siöustu öld. Landnemafjöl-
skyldan Hunt er á leiöinni til
Kaliforniu, þvert yfir Bandarik-
in, til að finna sér nýjan sama-
stað. I fyrsta þætti kynnumst
viö Hunthjónunum, börnum
þeirra tveimur og frænku. Þau
hafa slegið tjöldum i Nev-
ada-eyðimörkinni, áður en þau
leggja á fjallgarðinn mikla, sem
skilur þau frá Gósenlandinu.
Eins og aðrir landnemar óttast
þau mjög indiána, en þau órar
auðvitað ekki fyrir, hvað fram-
tfðin ber i skauti sinu.
Ingebrikt Davik er um fimm-
tugt og orðinn kunnur höfundur
barnabóka. A striðsárunum
dvaldist hann á tslandi ásamt
fleiri löndum sinum og stundaði
m.a. nám f Menntaskólanum á
Akureyri, en fór heim að strið-
inu loknu. Frá 1959 hefur hann
verið fastur starfsmaður hjá
norska útvarpinu og séð þar um
dagskrár fyrir börn, einnig i
sjónvarpi. Tvær bóka hans hafa
verið þýddar á islensku: ,,Ævin-
týri i Mararþaraborg” og
„Mummi og jólin” og hafa báð-
ar veriðfluttar hér i Utvarpinu i
leikritsformi. Davik hefur auk
þess ort mikiö af ljóðum fyrir
börn og gefið út hljómplötur,
þar sem hann spilar bæði og
syngur.
Höfundur segir sjálfur, að
„Antilópusöngvarinn” sé eitt
skemmtilegasta viðfangsefni,
sem hannhafi gifmt viö. Þó að
hugmyndin sé komi úrbókeftir
kanadiska konu, hafði hann
frjálsar hendur um efnismeð-
ferð og bætti ýmsu nýju inn i,
sem byggt var á eigin reynslu.
Leikurinn gerist fyrir meira en
öld i annarlegu umhverfi, en
boðskapur hans er sigildur og á
erindi til okkar enn i dag.
Höfundurinn, Ingebrikt Davik.
7.00 Morgunútvarp Veöur-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
8.50. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.50.
Tilkynningar kl. 9.00. Létt
lög milli atriða. óskalög
sjúklinga kl. 9.15: Kristin
Sveinbjörnsdóttir kynnir.
Barnatímikl. 11.10: Stjórn-
andi: Jónina H. Jónsdóttir.
Heimsótt verður f jölskyldan
aö Sörlaskjóli 60, Troels
Bendtsen, Björg Siguröar-
dóttir og tveir synir þeirra.
— Jóhann Karl Þórisson (11
ára) les úr klippusafni sem
helgað er Charles Chaplin I
þetta skipti.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veöurfregnir. Fréttir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.30 Vikan framundan Hjalti
Jón Sveinsson sér um kynn-
ingu á dagskrá útvarps og
sjónvarps.
15.00 Miðdegistónleikar .
Pianósónata nr. 24 i Fis-dúr
op. 78 eftir Beethoven.
Dezsö Ránki leikur. b. „Ast-
ir skáldsins” (Dichter-
liebe), lagaflokkur op. 48
eftir Schumann. Tom
Krause syngur: Irwin Gage
leikur á pianó. (Hljóðritun
frá finnska útvarpinu).
15.40 tslenzkt mál Jón Aöal-
steinn Jónsson cand. mag.
talar.
16.00 Fréttir.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Vinsælustu popplögin
Vignir Sveinsson kynnir.
17.00 Enskukennsla (On We
Go) Leiöbeinandi: Bjarni
Gunnarsson.
17.30 Framhaldsleikrit barna
og unglinga: „Antilópu-
söngvarinn” Ingebrigt Da-
vik samdi eftir sögu Rutar
Underhill. Þýöandi: Sigurö-
ur Gunnarsson. Leikstjóri:
Þórhallur Sigurðsson.
Fyrsti þáttur: Hver var
Nummi? Persónur og leik-
endur: Ebeneser Hunt:
Steindór Hjörleifsson, Sara:
Kristbjörg Kjeld, Toddi:
Stefán Jónsson, Malla:
Þóra Guörún Þórsdóttir,
Emma: Jónina H. Jónsdótt-
ir, Jói: Hákon Waage,
Nummi: Arni Benediktsson,
Marta: Anna Einarsdóttir.
18.00 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttauki. Til-
kynningar.
19.35 Börn I samfélaginu Ingi
Karl Jóhannesson ræöir við
dr. Matthias Jónasson.
20.00 A óperukvöldi: „I
Vespri Siciliani” eftir Giu-
seppe Verdi Guömundur
Jónsson kynnir. Flytjendur:
Martina Arroyo, Placido
Domingo, Sherrill Milnes,
Ruggero Raimondi, John
Alldis-kórinn og hljómsveit-
in Nýja Philharmonia.
Stjórnandi: James Levine.
21.25 TeboöSigmar B. Hauks-
sonræöirviöséra HalldórS.
Gröndal, Ölaf Jóhannesson
dómsmálaráðherra o.fl. um
félagsleg og siðferðileg
áhrif veröbólgunnar.
22.10 Ur dagbók Högna Jón-
mundar Knútur R. Magnús-
son les úr bókinni „Holdiö er
veikt” eftir Harald A. Sig-
urösson.
22.30 Veðurfregnir. Fréttir.
22.45 Danslög
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
16.30 íþróttirUmsjónarmaöur
Bjarni Felixson.
18.15 On We GoEnskukennsla.
Tólfti þáttur endursýndur.
18.30 Saltkrákan (L) Sænskur
sjónvarpsmyndaflokkur. 3.
þáttur. Þýöandi Hinrik
Bjarnason. (Nordvision —
Sænska sjónvarpið)
19.00 Enska knattspyrnan
Hlé
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.30 Gestaleikur (L) Spurn-
ingaleikur. Stjórnandi Ólaf-
ur Stephensen. Stjórn
upptöku Rúnar Gunnarsson.
21.10 Dave AUen lætur móðan
. mása (L) Breskur
gamanþáttur. Þýöandi Jóh
Thor Haraldsson.
21.55 Dagbók stofustúlku
(Diary of a Chambermaid)
Bandarisk biómynd i léttum
dúr frá árinu 1943, byggö á
skáldsögu eftir Octave
Mirabeau. Leikstjóri Jean
Renoir. Aðalhlutverk
Paulette Goddard. Her-
bergisþernan Célestine ræð-
ur sig I vist hjá sérstæðri
aöalsfjölskyldu uppi I sveit.
Hún er metnaöargjörn og
ætlar sér að komast áfram i
lifinu. Þýðandi Ragna
Ragnars.
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
HEILSUHÆLIÐ í KRISTNESI
Staða HJÚKRUNARFRAM-
KVÆMDASTJÓRA er laus til um-
sóknar.
Umsóknir er tilgreini fyrri störf
sendist skrifstofu rikisspitalanna
fyrir 1. mars n.k.
íbúð fylgir á staðnum
Upplýsingar veitir starfsmanna-
stjóri i sima 29000.
LANDSPÍTALINN
HJÚKRUNARFRÆÐINGAR OG
SJÚKRALIÐAR óskast nú þegar á
Barnaspitala Hringsins, vökudeild,
deild 7 A-B og deild 7 C-D.
Upplýsingar veitir hjúkrunarfor-
stjóri i sima 29000.
Reykjavik, 20. janúar 1978.
SKRIFSTOFA
RÍKISSPÍTALANNA
EIRÍKSGÖTU 5, SIMI 29000
----1--------------------------------
Málf relsiss j óður
minnir á heimsenda giróseðla sem greiða
má i hverri bankastofnun og pósthúsi.
Póstgirónúmer Málfrelsissjóðs er 31800.
Málfrelsissjóður
Laugavegi 31, simi 29490
I ■ I •• .
\p Gotun
Starfsmaður óskast til starfa við götun á .
tölvudeild Borgarspitalans.
Umsóknir skulu sendar til forstöðumanns
tölvudeildar, sem gefur frekari upplýsing-
ar.
Reykjavik, 20. janúar 1978.
Borgarspitalinn