Þjóðviljinn - 26.01.1978, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 26.01.1978, Qupperneq 1
UOBVIUINN Fimmtudagur 26. janúar 1978 —43. árg. 21. tbl. Nýtt fiskverð 13% almenn hækkun Verð á einstökum verðflokkum ligg■ ur ekki fyrir fyrr en verðjöfnunar- sjóður hefur fjallað um málið Jón Sigurösson Eftir erfiöar fæöingar- hríðir hefur nýtt almennt fiskverð séð dagsins Ijós, það fæddist rétt eftir há- degið i gær og er þar um að ræða 13% hækkun. Sem kunnugt er hafa fiskkaup- endur talið sig vanmegn- uga að taka á sig nokkra fiskverðshækkun og hafa vísað til ríkisstjórnarinnar um lausn vandans. Form- lega heitir það að vísa lausn málsins til Verðjöfn- unarsjóðs, en hann er gal- tómur og þvi er það ríkis- stjórnin sem leysa á vand- ann. Og það er ekki fyrr en ráðstafanir ríkisstjórnar- innar liggja fyrir að fisk- verð hinna einstöku verð- flokka, liggur fyrir. Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar og oddamaður i yfirnefndinni, sem ákvað fisk- verðið, sagði i gær að nefndar- menn hefðu orðið sammála um að birta ekki verðið i hinum ýmsu verðflokkum, fyrr en niðurstaða Verðjöfnunarsjóðs lægi fyrir. En hér fer á eftir fréttatilkynning sú, sem Þjóðviljanum barst í gær frá yfirnefndinni. ,,A fundi yfirnefndar Verðlags- ráðs sjávarútvegsins i dag var ákveðiö nýtt, almennt fiskverö frá X. janúar 1978 til 31. mai 1978. Akvörðunin felur i sér 13% al- menna hækkun fiskverðs. Jafn- framt var aukinn verðmunur á slægöri ýsu og óslægöri og slægö- um ufsa og óslægðum. Þá var ákveöiö aö greiða skuli sérstakan verðauka i stórufsa i 1. gæöa- flokki timabilið 1. janúar tii 28. febrúar. Nefndarmenn voru sam- mála um að auka verömun á slægöum fiski og óslægðum fyrir framangreindar fisktegundir og samþykkt var mótaatkvæöalaust að greiöa skuli veröauka á stór- ufsa i 1. flokki fyrstu tvo mánuöi ársins. Verðið i heiid var hins vegar ákveöiö meö atkvæðum seljenda, þ.e. sjómanna og út- vegsmanna, og oddamanns gegn atkvæðum kaupenda.” —S.dór KRISTJÁN RAGNARSSON FORMAÐUR LÍU; unað við þetta Getum „Þegar maður hefur greitt at- kvæöi meö einhverju, veröur maöur vist aö segja aö maöur sé ánægöur, sæmilega ánægöur aö minnsta kosti” sagöi Kristján Ragnarsson, formaöur Lands- sambands islenskra útvegs- manna er viö ræddum viö hann I gær eftir að nýtt fiskverö haföi veriö ákveðiö, en Kristján átti sæti I yfirnefndinni fyrir hönd fiskseljenda, ásamt Ingólfi Ingólfssyni, forseta Farmanna- og Fiskimannasambands tslands. Kristján sagði, að eins og málum hefði verið komið, teldi hann að þetta væri það mesta sem hægt hefði verið að fá fram, 13% hækkunin. Hann sagði ennfremur að fiskseljendur, þ.e. útgeröar- menn og sjómenn, hefðu heldur viljað ákveða veröið sjálfir, heldur en neita þessu veröi og láta einhverja aðra aðila ákveða verðið og þá kannski mun lægra en það er nú. Þetta hafi þvi verið skársti kosturinn, þegar allt kemur til alls. Kristján benti á að þeim vanda sem við væri að glima hjá fisk- Skýlaust mat yfirvalda: Þorbjörn FjaUaðum kosninga- málin Alþýöubandaiagið i Reykjavik efnir til félags- fundar I kvöld. Fundurinn verður haldinn i Lindarbæ og hefst hann klukkan 20.30, hálfniu. A fundinum veröpr fjallað um helstu málefni kosninga- baráttunnar sem í hönd fer. Lúðvik Jósepsson formaður. Alþýðubandalagsins og Þor- björn Broddason borgarfull- trúi hafa framsögu á fund- inum. Stjórn félagsins i Reykjavik hefur beðiö Þjóðviljann um að koma þeirri áskorun á framfæri við félagsmenn að fjölmenna á fyrsta iélagsfundinn eftir áramót. Fundurinn hefst klukkan hálfniu annað kvöld. Kristján Ragnarsson kaupendum, væri velt yfir til Verðjöfnunarsjóðs, sem Kristján sagöi að væri tómur og ekki kvaðst hann vita hvernig rikis- stjórnin ætlaði að leysa þann vanda. —S.dór Lokun stúdenta- garða frestað „Ég býst frekar við að fyrirhugaðri lokun stúdentagarðanna 1. febrúar verði a.m.k. eitt- hvað slegið á fest", sagði Jóhann Scheving, fram- kvæmdastjóri Félags- stofnunar stúdenta aðspurður um hvernig þessi mál stæðu. Nefndin sem skipuð var til að gera úttekt á nauðsynlegum við- gerðarkostnaði er búin að koma saman og úttektin er i fullum gangi. Það hefur verið rætt um leiðir til að f jármagna þetta og ég er bjartsýnn á að þar sé nokkur alvara á ferðum, sagði Jóhann. Eins og landið liggur núna virðist þvi sem það verði beðið með að loka um óákveðinn tima eða hugsanlega aö önnur dagsetning verði ákvörðuð. Annars verður stjórnarfundur Félagsstofnunar haldinn n.k. mánudag þar sem þessi mál verða rædd frekar og tekin endanleg ákvöröun um hvað gera skuli, sagöi Jóhann. —IGG HM í handbolta Janus stjórnar ekki Það er nú Ijóst að hinn pólski landsliðsþjálfari Janus Cherwinzky kom til Danmerkur sem persónu- legur vinur islensku lands- liðspiltanna en ekki til að stjórna liðinu eins og áformað var. Verður að telja þetta mikið áfall fyrir landsliðið því menn bundu miklar vonir við hæfileika Janusar og koma hans til Danmerkur myndi stappa stálir.u i islenska landsliðs- hópinn. HM-fréttir frá GSP á síöu 11 og 12 l Ekki tryggt að umboðslaun skili sér Samkvæmt upplýsingum gjald- eyriseftirlits Seölabanka íslands námu heildarskil umboöslauna af innflutningi á árinu 1976 2. 517 milljónum króna frá milli 1 og 2 þúsund aöilum. Jafnframt lýsir gjaldeyriseftirlitiö yfir þvl ský- lausa mati slnu, aö þaö sé á engan hátt tryggt aö umboöslaun skili sér i islenska gjaldeyrisbanka. Þessi atriði koma fram i greinargerð með þingsálykt- unartillögu sem Magnús Kjartansson lagði fram á Alþingi Magnús Kjartansson leggur til að umboðslaunakerfið hjá ÁTVR verði lagt niður i gær um innflutning á áfengi og tóbaki en tillaga Magnúsar er svohljóðand:. „Alþingi ályktar að fela fjár- málaráðherra að mæla svo fyrir við Afengis- og tóbaksverslun rikisins, að engum áfengis- og tó- baksheildsölum verði heimilað aö hafa islenska erindreka i þjón- ustu sinni. Geri einhverjir áfengis- og tóbakssalar það aðskilyrði fyrir viðskiptum við ATVR að fá að hafa slika erin- dreka hérlendis, verði viðskiptum við þá aðila hafnað.” 1 lok greinargerð sinnar segir Magnús: „Augljóst er að hér er þörf bæði rannsóknar og nýs fyrirkomulags sem komi i veg fyrir gjaldeyris- þjófnaö. Að undanförnu hafa birst staðreyndir sem sanna aö is- lenskir aðilar eiga ólöglega feng- inn gjaldeyri i bönkum á Norður- löndum einum, svo aö nemur milljörðum króna. Þennan gjald- eyrisþjófnað þarf að rannsaka I heild og til fullkominar hlitar og setja löggjöf sem komi i veg fyrir slikt athæfi. Með þessari tillögu er gert ráð fyrir að komiö verði i veg fyrir gjaldeyrisþjófnað i sambandi viö innflutning á áfengi og tóbaki, enda á þar að vera hægast um vik þar sem um rikis- einkasölu er að ræða.” Nánari er sagt frá greinargerð- inni á þingsiðu blaðsins.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.