Þjóðviljinn - 26.01.1978, Síða 11

Þjóðviljinn - 26.01.1978, Síða 11
Fimmtudagur 26. janúar 1978. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Gunnar Steinn skrifar frá HM Einar Karlsson Ijósm yndari — En er mættur til Danmerkur sem ráðgjafi og persónulegur vinur. Hann var ekki skráður á bekkinn Nú er það orðið Ijóst að Janus Chervinzky mun ekki stjórna landsliðinu í Heimsmeistarakeppninni í Danmörku. Upplýsti Birgir Björnsson það á blaða- mannafundi hér i Árósum i dag. Sagði Birgir að Janus kæmi til Danmerkur aðeins sem persónulegur vinur landsliðsstrákanna og einnig sem tæknilegur ráðgjafi. Er Islendingar tilkynntu fjóra menn á bekkinn í gær var Janus ekki þar á meðal. Er það gert samkvæmt eindregn- um óskum Janusar, sem vildi undir engum kring- umstæðum láta bendla sig opinberlega við Islenska landsliðið. Engar frekari skýringar hef ur Janus gef- ið en hver og einn verður að spá í það sjálfur hvers vegna hann hefur orðið að fresta komu sinni til Is- lands trekk í trekk. Birgir Björnsson mun því trúlega stjórna liðinu hér eftir þessi tfðindi, en trú- lega verður Janus ekki langt frá bekknum þótt hann hafi ekki verið til- kynntur sem einn af fjór- um forráðamönnum sem sitja á varamannabekkj- um. Símamynd frá Noregi: Þessa mynd tók Einar Karlsson ljósmyndari Þjóöviljans i Noregi af æfingunni hjá landslióinu undir stjórn Janusar f gærmorgun. Auk Janusar sjást þeir Arni, Janus og Þorbjörn. Ljósm. eik. Heljarmenni í hverri stöðu sovéska liðsins — En íslendingarnir eru vel hvíldir og ætla að leika til vinnings að venju I dag hefst heimsmeistara- keppnin i handknattleik og strax að loknum leik Dana og Spán- verja leika íslendingar gegn Sovétmönnum sem margir spá gullverðlaunum hér að þessu sinni. Óhætt er að segja að heljar- menni séu i hverri stöðu sovéska liðsins þvi á upptalningu leik- manna má sjá að þeir eru ekki aðeins háir heldur einnig þétt- vaxnir. Margir kunnir handknatt- leiksmenn eru þar á skrá eins og t.d. Klimov og Maksinov sem get- ið er annars staðar i opnunni. Einnig leika þeir með tvo tveggja metra menn á miðjunni i vörninni og er hlutverk þeirra gegn tslandi að taka stórskyttur okkar i karp- húsið. Mikið hafa islensku leik- mennirnir séö markvert af spólunum sem Janus Chervinzky kom með til Danmerkur, með upplýsingum um sovéska liðið. Það sem kom einna skýrast fram á þessum myndspólum var það hversu gifurlega sterkan varnarleik Sovétmenn leika. Það eru ávallt tveir leikmenn sem taka hornamenn okkar úr um- ferð. Til fróðleiks má geta þess að er Sovétmenn léku gegn Ungverj- um fyrir nokkru tóku þeir lang- skyttuna Kovác svo gersamlega úr umferð að hann kom aðeins einu skoti i gegnum varnarvegg Sovétmanna og lenti það skot i þverslá. Það er greinilegt að um jafnan og skemmtilegan leik verður að ræða i kvöld og munu hinir fjöl- mörgu islensku áhorfendur sem komnir eru til keppninnar örugg- lega hvetja landann duglega. Einnig verða danskir áhorfendur einnig á okkar bandi i kvöld þar sem þeir telja Rússa helstu and- stæðinga sina i riðlinum. En Rússar eru vanir að leika undir stanslausu ,,púi” og hafa undan- farið æft undir slikri pressu. Lið íslands var valið á hádegi i dag og er liklegt talið að Þor- bergur Aðalsteinsson og Þorlákur Kjartansson hvili. „Eins og Janus er búinn að vera okkur til mikils gagns að þá þykir mér þetta allt ákaflega „Slæm tíömdi” leiðinlegt og reyndar i framhaldi af öllu sem skeð hefur, er þetta lika hætt að koma mér á óvart,” sagði Sigurður Jónsson form. HSI er við ræddum litillega við hann i gærkvöldi. ,,Ég held að eftir siðustu frétt- um að dæma að þá sé þess ekki óskað af pólskum ráðamönnum að hann stjórni islenska lands- liðinu. Við sem höfum staöið að undirbúningi landsliðsins hefðum farið allt öðruvisi að heföum við vitað að þetta myndi fara svona. En það þýðir ekki annað en að bfta ærlega á jaxlinn og gera sitt besta” sagði Sigurður Jónsson að leikum. SK lón H. Karlsson ekki meö Fyrirliði landsliðsins Jón Karlsson mun ekki leika með is- lenska landsliðinu gegn Sovét- mönnum i kvöld. Hann er meidd- ur i baki og enda þótt vel hafi tek- ist til með lækningu úti i Noregi er Jón ekki oröinn það góður að hann geti leikið með i kvöld. í fyrstu var talið að um tognun i baki væri að ræða en við skoöun sérfræðinga kom i ljós að um misgengi brjóskliða var að ræða. Þá var um tvennt aö ræða fyrir Jón. Annars vegar að láta sér versna til muna með þvi að spila áfram og hins vegar að leggjast á bekk og láta liöina smella saman. Og kappinn tók áhættuna og eftir mikil læti og hnjask heyröust tveir myndarlegir smellir og bang, bang og bakið var aftur komið i rétta stöðu. Nú verður hann hins vegar að fá góðan tima til að jafna sig og var ekki talið ráölegt að láta hann leika meö i kvöld. Nefndin bjartsýn tslenska landsliösnefndin spáöi fyrir um það fyrir Þjóðviljann hver árangur islenska liösins yröi á HM-keppninni. Ekki verður annað sagt en hún sé bjartsýn og vongóð. Þegar mennirnir settu sig i völvustellingu og spáöu varö útkoman þessi: Birgir Björnsson: Við leikum við A-Þjóðverja um fimmta sætið. Gunnlaugur Hjálmarsson: Við leikum um sjöunda sætið við Ungverja. Karl Benediktsson: Við leikum um sjöunda sætið viö Tékka. Og Karl bætti þvi við að Sovétmenn myndu sigra I keppn- inni, A-Þjóðverjar yrðu i ööru sæti og Rúmenar i þvi þriðja. Páll Björgvinsson hefur nú ver- ið valinn til að taka við stöðu Ólafs Einarssonar i islenska landsliðinu og verður hann kallaður til Danmerkur ef þurfa þykir eins og það var orðaö á blaðamannafundi i gær. Ólafur er handarbrotinn og að lokinni læknisskoöun i gær var hann sett- ur I gips frá fingurgómi og upp fyrir öxl og er hann þvi endanlega úr dæminu. Björgvin / og Arni ekki með? Ekki er enn fullljóst hvort þeir Björgvin Björgvinsson og Arni Indriðason geta leikið meö á morgun. Þeir hafa verið slæmir af sinaskeiðabólgu en liklegt er þó talið að þeir harki af sér og leiki með I kvöld. Páll farinn Seint i gærkvöldi bárust okkur þau tiðindi að Páll Björgvinsson hefði verið beðinn um að koma til Danmerkur. Er við höfðum sam- band við Sigurð Jónsson seint I gærkvöldi sagði hann okkur aö hann væri á leiö til Danmerkur og myndi Páll fara með sömu flug- vél og hann. Janus stjómar ekki liðinu í Danmörku

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.