Þjóðviljinn - 07.02.1978, Síða 5
Þriðjudagur 7. febrúar 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Örlög Portúgals,
ábyrgð Evrópu
Það fór ekki milli mála að
Vesturlönd fylgdust af ýtrustu
athygli með þróuninni i Portú-
gai þá atburðariku átján mán-
uði, sem komu i kjölfar hinnar
óvæntu stjórnarbyltingar hers-
ins 25. april 1974. Allmjög hefur
dregið úr þeirri athygli eftir
ósigur róttækustu vinstriafi-
anna og sérstaklega portú-
galska kommúnistaflokksins
,,hið heita sumar” og haust
1975.
Þetta er eðlilegt og venjulegt
fyrirbæri á sviði heimsstjórn-
málanna. En þessi minnkandi
athygli getur verið stórhættuleg
fyrir möguleika Portúgals á að
viðhalda lýðræðislegri stjórn.
Ennþá einu sinni hefur leið-
toga Sósialistaflokksins tekist
að mynda rfkisstjórn. Það tókst
eftir stjórnarkreppu, sem stóð i
fimm vikur og var þannig til-
tölulega stutt. En myndun nýrr-
ar stjórnar undir forustu So-
aresar hefur ekki leyst þau
vandamál, sem urðu stjórn hans
að falli i byrjun desembermán-
aðar eftir nákvæmlega 500 daga
valdatið hennar. Vandamál
Portúgals eru slik, að i saman-
burði við þau gætu vandamál
ýmissa annarra Vestur-
Evrópulanda litið út sem létt
krossgáta.
Enginn bjóst að visu við að
ævi Portúgala eftir „nell-
iku-byltinguna” yrði dans á rós-
um. Stjórnarbyltingin hratt frá
völdum fasistastjórn, sem ráðið
hafði rikjum i 48 ár. Sú stjórn
rikti þannig fjórfalt lengur en
stjórn Hitlers i Þýskalandi og
dugleysi hennar umfram Hitl-
er-stjórnina var miklu meira en
sem svaraði þeim timamismun.
Salazar skildi að visu ekki við
land sitt i rústum eins og Hitler,
en löngu úreltar hugmyndir
hans um einkakapitalisma og
trúarbragðalegir einfeldnis-
þankar um ,,náð fátæktarinnar
(að graca de ser pobre) höfðu
jafnvel enn skaðvænlegri áhrifi
Mario Soares, forsætisráðherra
Portúgals. Hann hefur fulla
ástæðu til að vera hugsjúkur um
framtiðina, þótt honum hafi tek-
ist að klambra saman nýrr
stjórn.
Þessi ef nahagsstef na hélt
Portúgal föstu i ástandi vanþró-
aðs lands i þriðja heiminum, og
það þarf fórnir heillar kynslóðar
og gifurlegar fjárfestingar til
þess að rífa landið upp úr þeirri
vesöld.
Glöggur vitnisburður um
þessa afturför duglegrar og ið-
innar þjóðar, sem einu sinni
sendi landkönnuði sina og kara-
vellur út fyrir endamörk hins
þekkta heims Evrópumanna til
þess að uppgötva helming
hnattarins, er smáþáttur úr
skýrslum Efnahagssamvinnu-
og þróunarstofnunarinnar
(OECD): 1970 voru útgjöld
portúgalska rikisins til fræðslu-
mála 2% af vergri þjóðarfram-
leiðslu, en 7% i Danmörku sama
ár. Þegar ' ibúafjö'ídí þessara
tveggja landa er tekinn meö I
reikninginn, kemur í ljós að
framlag Dana til fræðslumála
var I raun tuttugu sinnum meira
en Portúgala. Til þess að leið-
rétta annað eins og þetta i fyrir-
sjáanlegri framttð dygði ekkert
minna en „kúbanskt” átak.
Úrelt ástand framleiðsluat-
vinnuvega Portúgals gerir að
verkum, að helstu útflutnings-
vörur þesserunú vefnaðarvara,
portvin, sardinur og korkur.
(Um vefnaðarvöru er það að
segja að hún er illseljanleg á
heimsmarkaðnum um þessar
mundir og Noregur, Sviþjóð og
Bretland stemma stigu við
henni með innflutningshöftum.)
t staðinn verður Portúgal að
flytja inn hráefni, orku — og
matvörur. Gifurlegur halll á
viðskiptajöfnuðinum við útlönd
helst óbreyttur ár eftir ár, og
þrátt fyrir mikinn gróða á túr-
isma og þó sérstaklega gjald-
eyrinn, sem portúgalskir verka-
menn erlendis senda heim,
hefur greiðslujöfnuðurinn sem
fyrr orðið óhagstæður 1977. t
janúarskýrslu OECD er gert ráð
fyrir að hann sé 1.2 miljarðar
dollara.
011 evrópsku nýlenduveldin
urðu fyrir áföllum, þegar þau
(Holand fyrst þeirra) urðu að
láta af höndum nýlendur sinar
handan hafa eftir siðari heims-
styrjöld. En ekkert' þessara
rikja fór svo illa út úr þvi sem
Portúgal. Það missti ekki ein-
ungis aðganginn að hráefnum,
sem voru i óeðlilega lágu verði
miðað við heimsmarkaðsverð.
Þar að auki flæddu yfir Portú-
gal yfir 750.000 flóttamenn
(retornados) frá nýlendunum,
og rikið flutti þá heim og kom
þeim fyrir á hótelum og gisti-
stöðum á sinn kostnað. Það var
slikt framlag, að munað hefði
úm minna fyrir hvaða riki sem
var.
Fyrir Portúgal, sem hefur
tæpar niu miljónir ibúa, er þetta
niöþung byrði. Enn verra er þó
það að engin atvinna er til að
bjóða hinum heimsnúnu.
Atvinnuleysið i Portúgal mun
vera um 15%, og enn fleiri hafa
ekki fulla atvinnu.
Þetta getur haft geigvænlegar
afleiðingar. Hinir heimsnúnu
nýlendubúar eru fullir haturs og
beiskju yfir örlögum sinum og
þar að auki markaðir af þvi fas-
iska samfélagskerfi, sem veitti
þeim mikla möguleika i nýlend-
unum. I nóvember var sett á
stofn svokölluð landsnefnd, sem
á að vinna að þvi að hægrisinn-
inn Antonio Spinola fái aftur
bershöfðingjaembætti, með það
fyrir augum að hann fari að
nýju að hafa áhrif á stjórnmál.
Ennþá er ekki um að ræða
grimulausar tilraunir til þess
að endurnýja ástandið fyrir
byltinguna. En slik þróun gæti
fengið byr i seglin ef ekki tekst
að rétta stefnu þjóöarskútunnar
i þvi efnahagslega óveðri, sem
stöðugt verður iskyggilegra.
Portúgal siglir fullum seglum
i áttina til rikisgjaldþrots. Um
helmingurinn af þeim rúmlega
800 smálestum gulls, sem Sala-
zar hafði nurlað saman með þvi
að halda efnahags- og félags-
málum þjóðarinnar niðri á svi-
virðilega lágu stigi, er nú veð-
settur fyrir lánum, sem þegar
hafa verið tekin erlendis. Talið
er að afgangurinn verði farinn
sömu leið fyrir júni i ár, svo
fremi að önnur lönd rétti Portú-
gal ekki hjálparhönd.
Erlendir aðilar hafa brugðist
við með þvi' að segja, að portú-
galska stjórnin geti hér engum
um kennt nema sjálfri sér, þar
eð hún hafi leyft glæfralegar
launahækkanir til handa portú-
gölskum verkamönnum.
Launahækkanir voru talsverðar
fyrst i stað eftir stjórnarbylt-
inguna (en ekkert stórkostlegar
með tilliti tíl þess, að kaupgjald
i Portúgal hafði lengi verið
langt fyrir neðan það, sem
þekktist annarsstaðar i
Evrópu.) Þar að auki hefur
verðbólgan, sem er griðar-
leg, etið hækkanirnar upp.
Siðastliðið ár var verðbólgan
um 30%, en raunveruleg hækk-
un kaupgjalds i þau nærri fjögur
ár, sem liðin eru frá stjórnar-
byltingunni, er ekki nema 10%.
Þaðer ekkert til að hrópa húrra
fyrir.
Alþjóðlegi gjaldeyrissjóður-
inn (IMF) hefur, eins og vænta
mátti frá þeirri stofnun, sett
mjög ströng skilyrði fyrir þvi að
veita Protúgal 50 milján dollara
lán — annað lánið i röð, sem
landið fengi frá sjóðnum. IMF
krefst þess að Portúgalar komi
á hjá sér mjög íhaldssamri fjár-
málastjórn með miklum niður-
skurði. Þessháttar stjórnar-
stefna hlyti að hafa afleiðingar
fyrir þá stjórn, sem að völdum
sæti i Portúgal þegar ráðstafan-
irnar færu að verka á kjör al-
mennings. Hið mikilvægasta í
þessu sambandi er, að hin ellefu
riku rfki Vesturlanda hafa lofað
Portúgal 750 miljón dollara láni
ef það fallist á skilyrði Alþjóð-
lega gjaldeyrissjóðsins — að
öðrum kosti fær Portúgal ekki
skilding frá þessum rikjum.
Jafnvel Lundúnablaðið The
Economist, sem heldur sér yfir-
leitt við hefðbundin viðhorf
vestrænna fjármálamanna,
hefur út af þessu gagnrýnt
Alþjóðlega gjaldeyrissjóðinn og
Vesturlönd harkalega og sakað
þessa aðila um að bjóða meö
þessu heim skipbroti lýðræðis-
ins í Portúgal.
Fyrir aðeins tveimur árum
hlupu leiðtogar og þingmenn
Vesturlanda hver fram fyrir
annan til þess að fullvissa lýð-
ræðissinnuð öfl i Portúgal um
að þau ættu visan frá Vestur-
löndunu þann stuðning, sem
þyrftí til þess að koma frelsi
landsins öruggu i höfn. Þegar
Porúgalar reyndust færir um að
afgreiða hina pólitísku hlið mál-
anna, létu Vesturlönd þá sigla
sinn sjó. Þeir fengu þegar til
kom ekki annað frá V esturlönd-
um en smávegis vasapeninga og
heilmikið af herðaklappi.
Breytist þessi afstaða til
Portúgals ekki, er þar um að
ræða bein svik.
Iialldór Sigurðsson
Páll Líndaly fyrrverandi borgarlögmaður:
„Ekki ómerkur þáttur
af sögu Reykjavíkur”
Pall Lindal, fyrrverandi borg-
arlögmaður, hefur beðið Þjóðvilj-
ann að birta meðfylgjandi grein-
argerð sina, en hún er tekin sam-
an vegna skýrslu borgarendur-
skoðunar sem birtist i Þjóðviljan-
um a laugardaginn.
Þegar mér þann 3. febrúar
barst i hendur fréttatilkynning
ásamtsyrpu af gögnum frá skrif-
stofu borgarstjóra dags. 3. febrú-
ar 1978, var klukkan tæplega
17.00. Þessi tilkynning hefur verið
meiraog minna birt i dagblöðum.
1. Það kom i ljós að maður sem
hefur verið samstarfsmaður
minn lengi og að ég hélt góður
vinur# Jón G. Tómasson skrif-
stofustjóri borgarstjórnar virðist
hafa sent alla syrpuna, sem ætlað
er að sverta mig á undan tíl dag-
blaðanna, sennilega um kl. 15.00.
Hann veit sem er að það er ekki
auðvelt að koma við svari i
blöðum undir kvöld á föstudegi.
Þaðátti sem sé að minu mati að
nota helgina til að ósannindin i
fréttatílkynningunni gróðursett-
ust vel i hugum manna.
2. Ég hafði þegar samband við
Björn Jóhannsson fréttastjóra
Morgunblaðsins og bað hann að
koma i blaðið athugasemd frá
mér og hét hann þvi. Það loforð
var ekki efnt. Ég hef ekki tök á að
sanna þetta frekar en annað sem
sagt er i sima. Hins vegar hef ég
enga ástæðu tíl að kenna honum
um. Einhver virðist hafa kippt i
spotta. Kæruna á borgarendur-
skoðanda afhenti ég aftur á móti
Styrmi Gunnarssyni að viðstödd-
um Kjartani Gunnarssyni for-
manniHeimdallar.Mig minnir að
ég hafi lika ámálgað þetta við
Styrmi.
Hefði ég satt að segja haldið að
athæfi það(semégkærði,innbrot i
læstar hirzlur minar undir for-
ustjn borgarstjórans i Reykjavik
hefði ef til vill þótt fréttaefni á
borð við fréttatfikynninguna frá
Jóni Tómassyni sem er á útsiðu
Morgunblaðsins með stærsta letri
en kæra min er hálffalin á 5. siðu
við hliðina á bilaauglýsingu.
3. Næsti áfangastaður minn i
dreifingu á kæru minni var Þjóð-
viljinn. Þar hitti ég Úlfar Þor-
móðsson blaðamanna og lét hann
fá ljósrit af bréfi þvi sem ég hafði
Újósar fregnir af að væri til og hef
minnzt á. Bréfið hljóðar á þessa
leið:
,Um skipulag „Hallærisplans”.
Fyrir nokkrum dögum
skrifuðum við bréf til borgar-
stjórnarinnarog óskuðum eftír að
hún frestaði þvi að afgreiða mál
sem borgarráðið hafði samþykkt
bæði með mótatkvæði og alls kon-
ar fyrirvörum frá a.m.k. tveim
mönnum i ráðinu.
Orsökin tii að við fórum aö
skrifa þetta bréf var aðallega sú
að við álitum að einn eða fleiri
embættismenn hefðu sagt bæði
borgarráði og skipulagsnefnd
ósatt frá undirbúningi og gangi
málsins. Þess vegna væri sjálf-
sagt að fresta málinu. Þessi
ósannindi getum við sannað.
Það átti með pukri að svikjast
aftan að okkur. Við álitum að eig-
andi Aðalstrætis9 hafi notað allan
þann byggingarrétt sem hann á.
Við bentum á að þetta væri ólög-
legt þvi það striddi móti gildandi
skipulagi i Reykjavik. Þróunar-
stjórinn telur allt i lagi með
vinnubrögðin i viðtali við Visi á
laugardaginn og bætir þvi við að
við kunnum náttúrlega ekkert i
lögum. Zophonias Pálsson skipu-
lagsstjóri hefur lýst annarri
skoðun og trúum við honum bet-
ur. Sama lét Aðalsteinn Júliusson
skrifa i fundarge'rð skipulags-
nefndarinnar i júh' s.l. ár. Um
lagakunnáttu okkar Þróunar-
stjóra verður kannski skorið úr
fyrir dómstólum á sinum tima.
Við ætlum að minnsta kosti ekki
að gefast upp i þessu máli. Margt
fleira mættí segja um framkomu
þeirra sem stjórna skipulaginu á
bak við tjöldin en það mun biða
betri tima.
Af þvi að borgarstjórnin
frestaði afgreiðslu málsins bara
hálfan mánuð er okkur afskap-
lega nauðsynlegt að fá að kynna
okkur gögnin sem borgarráð og
aðrir hafa byggt afstöðu sina á.
Það hlýtur hreint og beint að
flokkast undir mannréttindi.
Égfór þvi til borgarstjóra strax
á föstudagsmorgun til að biðja
um að fá gögnintafarlaust. Fyrsti
maður i viðtalstima og næstur á
undan mér var sjálfur Ragnar
Þórðarson og fræddi mig án þess
að ég bæði um ýmislegt fróðlegt
um samskipti sin við yfirmenn
skipulagsmálanna.
Borgarstjóri sagði fulltrúa sin-
um sem heitir Ölafur Jónsson að
ég ætti að fá umbeðin gögn. Mér
var sagt að ég mætti koma kl. 3.
Ég var viðstaddur þegar Ölafur
tók við fyrirmælum borgarstjóra.
Þegar égkom aftur til að sækja
gögnin kl. 3.30 voru engin gögn til
og beið ég til kl. r ösklega 4. Óla fur
gerði allt sem hann gat til að
hjálpa mér. Þróunarstjóri var
„týndur” engin gögn fundust i
Þróunarstofnuninni þegar
þangað var hringt, þeir bentu á
skjalasafnið i Austurstræti. Ólaf-
ur hafði athugað það. Þeir sem
þar erusögðuað Þróunarstofnun-
in væri nýbúin að fá öll gögnin.
Ólafi tókst með dugnaði að fá eitt-
hvað hrafl hjá teiknistofu Gests i
Garðastræti, og ársskýrslu skipu-
lagsnefndar frá Skipulagsstjóra i
Skúlatúni 2. Þetta er allt sem ég
hefi fengið og i dag er 24. janúar.
Mér er ekkert ánægjuefni að
þurfa að kæra svona háttarlag
fyrir borgarráði en okkur þykja
þessi vinnubrögð svoleiðis að það
sé skylda okkar. Borgarráð er
blekkt, fyrirmæli borgarstjóra
hundsuð.skjöl látin hverfa og em-
bættismennirnir „týnast”. A
meðan þetta gerist eru að renna
út möguleikar okkar til að gæta
hagsmuna okkar.
Ætlar æðsta stjórn höfuð-
borgarinnar að láta svonalagað
liðast? Við gerum enn kröfu um
að staðið verði við loforð borgar-
stjóra — að við fáum að kynna
okkur öll gögnin frá þróunar-
stofnununni og einhverjum sam-
vizkusömum ogkurteisum manni
eins og ólafi Jónssyni sem við
treystum fullkomlega verði falið
að afgreiða gögnin i okkar
hendur.
Égefastekki um að hann muni
staðfesta að hér sé rétt greint frá
okkar samskiptum.
Með vinsemd og virðingu
f.h. eigenda Aðalstrætis 8-16
Þorkell Valdimarsson
Hvort bréfritarar eru nú
ánægðir með þau gögn sem þeir
hafa fengið veit ég ekki en það er
ekki ofmælt að með tUlögunni um
Hallærisplanið sé verið að fjalla
um hundruð milljóna og einhverj-
irhljótaað hagnast mjög mikið á
þvi að fá allt i einu margfalda
nýtingu á lóðum i Miðbænum.
Þaö þekkja allir lóðaverðiö þar. 1
fréttatilkynningu Jóns G. Tómas-
sonar er talað ,,um óljósar að-
dróttanir i garð borgaryfirvalda”
isambandið viðþetta mál. Hverj-
ar eru þær?
4. Það er athyglisvert að i
fréttatilkynningunni eru hvergi
nefndir heimildarmenn. Það er
sagt að ég hafi „neitað van-
skilum”. Hver segir það? Siðan
hafi ég greitt umræddar fjár-
hæðir. Stendur það i bókhaldinu?
Ekki kannast ég við að hafa greitt
borgargjaldkera neitt 9. des.
5. Enn stendur: „Var honum
Framhald á 14. siðu