Þjóðviljinn - 07.02.1978, Qupperneq 7
Þri&judagur 7. febrúar 1978 tóJÓÐVILjINN — SÍÐA 7
Mikil guðsblessun er aö vera loksins laus viö
bölvaða ekkisen stéttabaráttuna.
Nú skal „fólkið fá stjórn framleiöslutækjanna í
sínar hendur”. Já, gjafir eru oss gefnar.
Sósíalisma
ríkisstyrk?
Þann 11. jan. sl. birtist grein á
dagskrá Þjóðviljans eftir Þórð
Ingva Guðmundsson. Greinin
nefndist: „Lýðræði og/eða
skipulag?”
Ég ætla mér einungis að taka
hér örstutt fyrir eitt atriði i
grein Þórðar Ingva.
Þórður Ingvi segir markmið
sósialista vera einkum og sér i
lagi tvennskonar: „1) Að ná
rikisvaldinu i sínar hendur og
nota það til þess að afnema auð-
valdsþjóðfélagið og 2) stuðla
þannig að hinu fullkomna lýð-
ræði”.
Ja, margt er kyndugt i kýrhaus
sósialistanna, sé þetta hann.
Markmið okkar kommanna er
ekki og hefur ekki verið að „ná
rikisvaldinu (hinu kapitaliska) i
okkar hendur.” Markmið okkar
kommanna er ekki heldur það
að ná völdunum i okkar hendur.
■■■■■■".... ' . i —■■■■■....
Markmið okkar er að verka-
lýðsstéttin sem heild taki völdin
og brjóti niður hið kapitaliska
rikisvald. Markmið okkar i dag
er að vekja verkalýðsstéttina
þannig að hún skilji sinn vitj-
unartima og hefjist handa við
þetta verkefni.
En Þórður Ingvi á kannski við
það, að markmiðið sé að koma
Alþýðubandalaginu sem meiri-
hlutaflokki — i hinu kapitaliska
þjóðfélagi — I stjórn og þá mun-
um við dansa sæl á vit sósial-
ismans. Eða á Þórður Ingvi
kannski við það, að sósialisma
verði komið á með rikisstyrkj-
um —frá hinu kapitaliska rikis-
valdi? Ekki trúi ég þvi að
óreyndu að hann haidi hið
borgaralega rikisvald geta tekið
dialektiskri stökkbreytingu —
(svona álika og maóistar hafa
útskýrt skyndibreytinguna i
með
Sovét eftir Stalin) — eða hvað?
En hvert er hið „fullkomna
lýðræði” Þórðar Ingva? Jú, þaö
„er fólgiði þvfað réttur fólksins
til að taka þátt i stjórnmálalegri
ákvarðanatöku er aukinn....”
„taka þátt i stjórnmálalegri
ákvarðanatöku” — hvern fjand-
ann er maðurinn að meina? Að
kjósa oftar á borgaralegar full-
trúasamkundur — eða kjósa
fleiri? Altént er ekki verið að
ræða um bein völd verkalýðs-
fjöldans.
En hið „fullkomna lýðræði”
er einnig fólgið i þvi, „að það
(fólkið) fær stjórn framleiðslu-
tækjanna i sinar hendur og
skiptir þvi arði fyrirtækisins á
milli sin.” Mikil guðsblessun er
að vera loksins laus viö bölvaða
ekkisen stéttabaráttuna. Nú
skal „fólkið fá stjórn fram-
leiðslutækjanna i sinar hend-
ur”. Já, gjafir eru oss gefnar.
Borgarastéttin, hva, auðvitað
lætur hún framleiðslutækin af
hendi. Eða er hún kannski inni-
falin i fólkinu?
En hvað er i enda setningar:
„og skiptir þvi arði fyrirtækis-
ins á milli sin”. A nú að fara að
koma á fót sósialisma i einni
verksmiðju? Eitt sinn varð boð-
orðið: „Sósialisma i einu
landi,” og leiddi það af sér
mikla bölvun fyrir verkalýðs-
stétt heimsins.
Annars læðist að mér sá grun-
ur að jafnvel Þórður Ingvi eigi
ekkert við sósialisma þótt hann
nefni það svo, heldur eingöngu
framleiðslusamvinnufélög i
auðvaldssamfélagi. Þau geta
vissulega verið ágæt — en i öll-
um bænum ekki rugla þeim
saman við það þjóðskipulag er
verkalýðsstéttin mun reisa úr
rústum auðvaldsskipulagsins.
Ég ætla ekki að vera það and-
styggileg að gera Þórði upp þá
skoðun, að flokkurinn setji sig i
stað verkalýðsstéttarinnar og
rétti henni mola og mola.
Að lokum get ég ekki stillt mig
um það að hnýta aðeins i loka-
vangaveltur Þórðar Ingva: „Ef
þessi markmið (þe. lýöræði og
skipulag aths. bþ) eru ósættan-
leg, verður þá hægt að finna
hinn gullna meðalveg? Þessu
verður ekki svarað hér og nú.
Þetta er ekki brýnt vandamál
sem krefst skjótra svara.....”
Það er nú það, félagi Þórður.
Þetta er nefnilega djöfull
brýnt vandamál. Við myndum^
aldrei lýðræðislegt þjóðskipulag
með ólýðræðislegum aðferðum.
Við mótum aldrei lýðræðislegar
starfsaðferðir innan samtaka og
flokka verkalýðshreyfingarinn-
ar með þvi að beita einhverja
aðila þar innan harðýgi og kúg-
un. Séu starfsaðferðirnar ekki
lýðræðislegar verða samtökin
og flokkarnir ekki heldur lýð-
ræðisleg. Ölýðræðisleg samtök
geta aldrei staðið i fararbroddi
fyrir lýðræðisuppbygginu.
12. janúar ’78
Birna Þórðardóttir.
jllonjijnbl
H* nllsstjéúi iglsw
Ómar Skúlason
Flugleiðir fliittu
762.395 farþega
Með flugvélum Flugleiða voru
fluttir samtals 762.395 farþegar á
siðasta ári og er það rúmlega 47
þúsund farþegum meir en árið
1976 og mælist aukningin i pró-
sentuin 6.6.
1 áætlunarflugi milh Islands og
Evrópulanda voru fluttir 142.155
farþegar, en voru 127.794 árið áð-
ur og er aukning 11.2%. 1 flugi yfir
Norður Atlantshaf voru fluttir
239.816 farþegar, en voru 254.199
árið áður, eða 5.6% færri. Far-
þegar með International Air
Bahma milli Nassau og Luxem-
borgar voru 71.725, en 73.060 árið
áður og hafði fækkað um 1.8%.
Vöruflutningar með þotum
Flugleiða milli landa jukust hins
vegar verulega. Flutt voru 6.651
tonn af vöru á móti 5.189 tonnum
árið áður, og er aukning i vöru-
flutningum milli landa 28%. Þess
má einnig geta að veruleg aukn-
ing varð í vöruflutningum milli-
landaflugs milli áranna 1975 og
1976 og námu þá 20.8%.
Aukning var I innanlandsflugi á
árinu.en næstu árin á undan hafði
farþegafjöldi ekki breyst að ráði.
A slðastliðnu ári urðu innanlands-
farþegar 235.394, en voru 205.756
árið 1976 og er það 14.4% aukning.
Þettaer í fyrsta skipti sem innan-
landsfarþegar Flugfélagsins fara
fram úr íbúatölu landsins, en þvi
marki var náði byrjun desember.
Vöruflutningar innanlands
námu 4.152 lestum, en voru 4.387
lestir árið áður — drógust saman
um 4.5%. Þess ber að geta aö inn-
anlandsflug og að mestu leyti flug
milli tslands og Evrópulanda lá
niðri um tveggja vikna skeið
vegna verkfalls i október.
í áætiunarflugi fluttu flugvélar
félaganna þvi 689.090 farþega á
móti 660.809 árið á undan. Aukn-
ing er 4.3%,
A siðastliðnu ári voru fluttir
fleiri farþegar i leiguflugi en
nokkru sinni fyrr. 1 pllagrima-
flugi Loftleiða til og frá Jeddah i
Saudi Arabiu og voru fluttir 30.994
farþegar, I leiguflugi Internation-
al Air Bahama 10.506 farþegar i
sólarlandaflugum, svo og leigu-
flugum milli Mið-Evrópu og Is-
lands aðallega með Flugfélagi Is-
lands voru fluttir 31.805 farþegar.
Samtals fluttir 1 leiguflugi með
þotum Flugleiða 73.305 farþegar,
en voru 54.105 árið áður, og er
auknipg 35.5%.
Tvær
mynd-
lista-
sýn-
ingar
Þeir Guðbergur Auðunsson og
Ómar Skúlason halda báðir
myndlistasýningar að Kjarvals-
stöðum um þessar mundir.
Sýning Guðbergs er opnuð I dag
ki. 14.00 og stendur hún til 15.
þessa mánaðar. Sýnir hann 23
myndir, poppefni, sem sótt er til
stórborga um heim allan. Þá sýn-
ir Guðbergur og plaköt.
Óinar sýnir 56 myndir af bland-
aðri tækni unnar. Er þar t.d. aö
sjá teikningar og sprey-myndir,
en þær eru gerðar með skapalóni
og málningasprautum.
Guðbergur Auðunsson
Vilja ábendingar um verðlaunahaia
t byrjun marz n.k. verða veitt
verðlaun úr Verðlaunas jóði
iðnaðarins.
Vcrðlaunin að þessu áinni verða
kr. 1.000.0 00,- — ein miljón —
ásamt heiðursskjali.
Stjórn sjóðsins óskar hér með
eftir ábendingum um verðlauna-
þega, en ekki er tekið á móti um-
sóknum, enda ekki um styrktar-
sjóð að ræða, heldur verðlauna-
sjóð.
Til glöggvunar fyrir þá, sem
kynnu að vilja gefa sjóðsstjórn
ábendingar, fara hérá eftir nokk-
ur atriði úr reglugerö sjóðsins.
„Tilgangur sjóðsins er að örva
til dáða á sviði iðnaðarmála — og
jafnframtað vekjaathygli á þeim
afrekum, sem unnin hafa verið og
unnin verða á þvi sviði”. „Verð-
laun má veita fyriruppfyndingar,
fyrir forystu á sviöi iðnaðar —
fyrir sérlega vel gerða iðnaðar-
framleiðslu o.s.frv. — ."
Abendingum óskast beint til
einhvers úr sjóðsstjórninni, en
hana skipa:
Kristján Friðriksson, Garða-
stræti 39, form.
Haukur Eggertsson, Barmahlið
54.
Davið Scheving Thorsteinsson,
Mávanesi 7. Garðabæ.
Sigurður Kristinsson, málara-
meistari, Hringbraut 9, Hafnar-
firöi.
(Fréttatilk. frá Verölaunasjóði
Iðnaðarins.)