Þjóðviljinn - 07.02.1978, Síða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN ÞriOjudagur 7. febrúar 1978
Þriðjudagur 7. febrúar 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
Korarnir syngja vio unairieiu uiais uuomunassonar.
Frá afmælishátiOinni á Hvanneyri
Búvísindadeildin á Hvanneyri 30 ára
Magnús B. Jónsson, skólastjóri
Gunnar Bjarnason
Bjarni Arason
Siðastliðin laugardag var þess minnst með mynd-
arlegri samkomu að Hvanneyri i Borgarfirði,að 30
ár eru nú liðin siðan framhaldsnám i búvisindum
hófst þar við skólann.
Hugmynd um framhaldsnám i
búfræöi aö loknu almennu bú-
fræöinámi komfyrstfram i erindi
Páls Zóphoniassonar, sem hann
flutti á árinu 1921. Benti Páll á
þrjár leiðir, sem til greina gæti
komiö að fara:
Aö stofnaöur yrði búnaðarhá-
skóli.
Að framhaldsnámið yrði sér-
stök deild við bændaskólana.
Að það yrði deild í tengslum við
Búnaðarfél. Islands og taldi hann
það viðráðanlegustu leiðina
vegna kostnaðar, til að byrja
með. Páll var um margt á undan
sinni samtiö og hér hafði hann
hreyft viðdraumi, sem langt átti i
land með að rætast.
Næst gerðist það, að „rödd frá
Hvanneyri”, (eins og Guðmundur
Jónsson, fyrrv. skólastjóri orðaði
það i afmælishófinu), minnti á
þessa hugmynd o'g komst hún á
dagskrá hjá þáverandi rikis-
stjórn. Varð það til þess, að Þor-
steinn Briem flutti frumvarp um
framhaldsnám á Hvanneyri á Al-
þingi 1934 og áfram á þingunum
1935, 1936, og 1937 en það hlaut
ekki afgreiðslu.
A Búnaðarþingi 1943 flutti As-
geir L. Jónsson, ráðunautur, er-
indi um málið og lagöi til að efnt
yrði til eins árs framhaldsnáms.
Búnaðarþing sendi málið til rikis-
stjórnarinnar og skipaði i það
milliþinganefnd. Nefndin lagði
til, að framhaldsnámi yrði komið
á og færi það fram i Reykjavik.
Arið 1947 lagði þáverandi land-
búnaðarráðherra, Bjarni As-
geirsson til,að hafið skyldi fram-
haldskennsla i biívfsindum á
Hvanneyriogyröiþað2 veturog 1
sumar. Var þessi ákvörðun tekin
i samráði við forráðamenn skól-
ans. Þar með var hrundið af stað.
fyrsta og hingað til eina visi að
háskólanámi i búfræði hérlendis.
Ofter sagt, að peningarnir séu afl
þeirra hluta, sem gera skal.
Stundum dugar þó áhuginn einn.
Framhaldsnámið var hafið á
Hvanneyri 1947. En fjárveiting til
þess fékkst þó engin fyrr en 1949.
Hlutverk og markmið
Upphaflegt markmið með
framhaldsnámi i búfræði á há-
skólastigi var að bæta úr brýnni
þörf landbúnaðarins fyrir leið-
beinendur i sveitum landsins. Bú-
visindanámiö er skipulagt sem
hagnýt og fræðileg menntun i bú-
vfeindum og undirstöðugreinum
þeirra. Skal kennslan einkum
miðuð við það, að nemendur geti
orðið virkir leiðbeinendur og tek-
ið aö sér trúnaðarstöður i þágu
bændastéttarinnar, svo sem störf
ráðunauta, kennslu við bænda-
skóla, tilraunastörf o.fl.
Þá er gert ráð fyrir tengslum
milli búvisindanámsins c® rann-
sóknarstarfsemi skólans. Auk
kennslustarfa sinna kennarar
ýmiss konar rannsóknarstörfum.
Þróun námsins
Upphaflega var framhalds-
námið tveggja ára nám, að loknu
búfræðiprófi meö einkuninni 8.0.
Lögð var megináhersla á undir-
búning nemenda i búfræðigrein-
um og reynslu i bústörfum.
Almennt undirstöðunám var
siðan aukið og 1956 var komið á
sérstöku eins árs undirbUnings-
námi i islensku, stærðfræði og er-
lendum tungumálum. Smám
saman vorugerðar auknar kröfur
til hins almenna undirbUnings-
náms, nýjum námsgreinum bætt
við og kennsla aukin i þeim, sem
fyrir voru. Siðasta undirbúnings-
deildin var starfrækt veturinn
1973-1974.
Frá og með árinu 1974 eru inn-
tökuskilyröi i búvisindanámið
raungreinadeildarpróf frá Tækni-
skóla Islands eða stúdentspróf,
auk búfræðiprófs.
Námstiminn var lengdur Ur 2
árum i 3 ár með reglugerð frá
1965 og með nýrri reglugerð frá
árinu 1974 voru enn gerðar form-
breytingar á námi og námstilhög-
un. BUvísindanám við Bænda-
skólann á Hvanneyri tekur nú
þrjá vetur og standist nemendur
prófin útskrifast þeir sem bU-
fræöikandidatar (B.Sc.). Starfs-
timi hvern vetur er um 32 náms-
ogprófvikurog stendur frá lokum
sept. til fyrri hluta júni. Þar að
auki eru verkleg námskeið á
sumrin milli námsvetranna, og
einnig verða nemendur að stunda
sjálfstæðar rannsóknir og skila
ritgerð um þær.
Nám i BUvisindadeild er mjög
sambærilegt námi við Liffræði-
skor Háskóla íslands.
Nemendur hafa frá upphafi
verið teknir inn i deildina annað
hvort ár. Næst verður tekið inn i
deildina haustið 1979. Nú stunda 8
nemendur nám í Búvisindadeild.
Kennsla og
kennslukraftar
í upphafi var ráðinn einn kenn-
ari að Bændaskólanum til að
sinna kennslu við framhaldsnám-
ið. Að öðru leyti var kennsla sótt
til sérfræðinga hinna ýmsu stofn-
ana landbúnaöarins.
Brátt tókst að ráða fleiri
kennslukrafta að skólanum með
þarfir framhaldsnámsins i huga.
Aukin rannsóknarstarfsemi
fylgdi i kjölfarið. Avallt hefur
verið reynt að skapa hverjum
kennara nokkra rannsóknarað-
stöðu. Arið 1955 var komið á fót
tilraunastarfsemi i jarðrækt. NU
eru jarðræktartilraunir i um
1400-1800 reitum árlega. Helstu
verkefni eru tilraunir með köfn-
unarefni, fosfór, kali, brenni-
steinsáburð,kalk og búfjáráburð,
tilraunir með stofna grasa og
grænfóðurs, meðferð tUna og til-
raunir meö jarðvinnslu.
1 bUfjárrækt hefur einkum
verið unnið að rannsóknum á
kynþroska og frjósemi sauðfjár,
svo og ræktun á alhvitu fé.
I samvinnu við BUtæknideild
Rannsóknarstofnunar land-
búnaðarins eru stundaðar rann-
sóknir i heyverkun og nokkrum
þáttum bútækni.
Þrátt fyrir það, að kennslu-
kröftum hafi fjölgað samhliða efl-
ingu bUvisindanámsins, er nauö-
synlegt að fá til liös kennara utan
skólans. Er þá leitað til sérfræö-
inga i landbúnaöi, svo og til kenn-
ara viðHáskóla Islands. Þessiað-
fengna kennsla er einkum i
smærri búfræðigreinum og einnig
i nokkrum grunngreinum. ^
Með reglugerð frá 1974 var gerð
sú breyting, að sérstakur yfir-
kennari var skipaður við búvis-
indadeild, er skyldi starfa með
skólastjóra við skipulagningu
kennslu.
Viöfangsefni nemenda
aö námi loknu
Siðan framhaldsnám i búfræði
hófst á Hvanneyri hafa alls 117
búfræðikandidatar brautskráöst.
Flestir þeirra stunda ýmis störf i
þágu landbUnaðarins. Þess má
geta, að flestir héraðsráðunautar
landsins eru kandidatar frá
Hvanneyri. Af öörum störfum má
t.d. nefna kennslu, rannsóknir og
störf hjá verslunarfyrirtækjum,
sem þjóna landbúnaðinum.
Nokkrir stunda búskap. Aðeins
12-15 kandidatar munu nú stunda
störf, sem ekki eru tengd land-
búnaði á einhvern hátt.
Þessberað geta, að nokkrir bú-
fræðikandidatar frá Hvanneyri
hafa stundað sérnám i bUvfeind-
um við erlenda háskóla, einkum á
Norðurlöndum, i Bandarikjunum
og á Bretlandseyjum, og er það
m.a. til marks um þá viðurkenn-
ingu, sem framhaldsnám á
Hvanneyri hefur nú þegar hlotið.
Fyrstir til að viðurkenna náms-
brautina voru Norðmenn, sem
geröu það upp úr 1960.
Það, sem hér hefur verið rakið,
koma að mestu fram i ræöum
þeirra Magnúsar Jónssonar,
skólastjóra á Hvanneyri, en hann
setti afmælishátiðina og bauð
gesti velkomna, og Guðmundar
Jónssonar, fyrrverandi skóia-
stjóra, sem flutti aðalræðunaJ
Ræöuhöld og söngur
— Ég kaus fremur aö nefna
deildina i upphafi framhaldsdeild
en búvfeindadeild, sagði Guð-
mundur Jónsson. — Það er stórt
orð Hákot. Enginn vissi i upphafi
hvernig til tækist þótt allir von-
uðu hið besta. Nafnið framhalds-
deild gaf minni fyrirheit en efnd-
irnar liggja þá siður eftir. Það fer
i taugarnar á mér þegar ég heyri
talað um að við þurfum fullkom-
inn bUnaðarháskóla, sagði Guð-
mundur. Skóli verður aldrei full-
kominn og hér höfum við orðið
búnaöarháskóla, sem hlotið hefur
viðurkenningu. „Það er svo bágt
aðstanda i stað, mönnunum mun-
ar annað hvortaftur á bak ellegar
nokkuð á leið”. Ég held, að ekki
verði um það deilt , að hér hefur
okkur munað „nokkuð á leið”,
sagði Guðmundur Jónsson að lok-
um.
Halldór E. Sigurðsson, land-
búnaðarráðherra,flutti skólanum
þakkir og óskir. Borgarfjörður og
landið allt hefði notið góðs af
starfi Búvisindadeildarinnar. Is-
lenskur landbúnaður væri betur
tæknivæddur en landbúnaður
flestra annara þjóða og væri það
ekki hvað sist Búvisindadeildinni
að þakka. Nú væri verið að endur-
skoða löggjöf um búnaðar-
fræðslu, sagði ráðherrann og
verða þar gerðar sömu kröfur til
búvisindanáms hérlendis sem
annarsstaðar tiökast. Lér ráð-
herrann þá von i ljós að málið
yrði afgreitt á yfirstandandi
þingi.
Bjarni Arason, ráðunautur í
Borgarnesi talaði fyrir hönd
þeirra nemenda, sem fy rstir gistu
framhaldsdeild, en þeir voru'8.
Rifjaði Bjarni upp ýmsar
skemmtilegar minningar frá
þessum árum. Taldi hann að ekki
hefði verið laust viö að nemendur
Guðmundur Jónsson, fyrrv. skólastjóri Jón Gislason
framhaldsdeildar findu nokkuð
til sin og mátti ekki láta það
ásannast, að þeir bæru
ekki af öðrum nemendum á
Hvanneyri. Til dæmis hefðu
þeir forðast átök við „bus-
ana” nema vera þess full-
vissir fyrirfram að bera hærri
hlut. Bjarni sagði, að brautryðj-
endur deildarinnar heföu skilið,
að hún yrði að þróast smátt og
smátt en þeir hefðu haft fyrir
augum langtimamarkmiö. Það
mundu nemendur hennar vonandi
einnig hafa skilið þvi fátt væri
verra veganesti ungum mönnum
en telja sig vita allt. Búvisinda-
menntun hérlendis yrði að taka
mið af innlendum aðstæðum.
Deildin hafði notið þess að eiga á
að skipa i upphafi ágætis kenr.ur-
um þar sem voru þeir Guðmund-
ur Jónsson, skólastjóri, Hauk-
ur Jörundsson, Gunnar Bjarna-
son og Stefán Jónsson. Það, sem
áunnist hefði,væri þó ekki sist að
þakka þrautseigju og dugnaði
Guðmundar Jónssonar. Lauk
Bjarni máli sinu með árnaðar-
óskum til skólans og núverandi
skólastjóra, Magnúsar B. Jóns-
sonar.
Næstur talaði Jón Gislason,
einn af nemendum Búvisinda-
deildar. Fagnaði hann frumvarp-
inu um endurskoðun búnaöar-
námsins, þótt nemendur Búvis-
indadeildar væru ekki allskostar
ánægðir með það. Brýnast hvað
Jón að efla rannsóknastarfsem-
ina. Og þótt vel hefði miðaö áleið-
is að undanförnu ætti þó deildin
eftir að skila enn meiri árangri
næstu 30 ár, ef vel væri að henni
búiö.
Gunnar Bjarnason flutti líflega
ræðu, sem aö mestu snérist um
minningar frá störfum hans við
skólann og hugleiðingar út frá
þeim. Minnti hann á, að þótt
framhaldsdeildin hefði aðeins
byrjað meö 8 nemendur, þá hefði
aðeins 1 nemandi sótt um skólann
fyrsta starfsár hans, 1889. Til að
byr ja með var kennslan við fram-
haldsdeildina ólaunað aukastarf,
sagði Gunnar. Okkur var bara
sagt að við yrðum að bæta þess-
um störfum á okkur fyrir ekki
neitt og við gerðum það. Og sama
var að segja um annað starfsfólk
skólans. En þarna heföi rikt
heimilisbragur eins og bestur
gerist á sveitaheimilum. A
Hvanneyri var bara ein stór fjöl-
skylda. Þar rikti andi fórnfýsi og
samhjálpar. Minntist Gunnar
sérstaklega á hvern þátt Ragn-
hildur, kona Guömundar skóla-
stjóra, hefði átt i þvi góða and-
rúmslofti.
Gunnar Guðbjartsson, formað-
ur Stéttarsamb. bænda, ræddi um
nauðsyn þess aö tengja búnaðar-
námið menntakerfi þjóðarinnar.
Færði búvisindadeildinni þakkir
og óskir frá bændasamtökunum.
Ragnar Olgeirsson bóndi á
Oddsstöðum i Lundareykjadal
flutti á sama hátt þakkir frá
Búnaðarsambandi Borgfirðinga.
Kynnu borgfirskir bændur vel að
meta þá starfsemi.sem fram færi
á Hvanneyri.
A milli ræðanna söng Kirkjukór
Hvanneyrarsóknar og Hvanneyr-
arkórinn við undirleik og undir
stjórn Ölafs Guðmundssonar,
kennara.
Að endingu þakkaði Magnús B.
Jónsson, skólastjóri, gjafir,
skeyti.hlý orö og árnaðaróskir og
bauð til kaffidrykkju.
—mhg
F er ðaáætlun
Ferðafélagsins
Ferðaáætlun F.i. fyrir 1978 kom
út um sl. mánaðamót. Eins og
undatifarin ár er reynt að hafa
ferðir við ailra hæfi, sem áhuga
hafa á að ferðast og kynnast land-
inu I raun.
Aætlanunin er fjórþætt: t fyrsta
legi eru sumarleyfisferðirnar,
eða þær ferðir, sem standa i fjóra
daga eða lengur. Þær ferðir eru
alls 23. Á Hornstrandir verða
farnar 5 ferðir fjórar i júli og ein i
ágúst. Tvær ferðir veröa i Kverk-
fjöll, ein I Lónsöræfi, svo eitthvað
sé nefnt. Ætlunin er að hefja
skipulagðar gönguferðir milli
Landmannalauga og Þórsmerkur
i sumar, ef tekst að koma göngu-
brú á Syðri-Emstruá, en vonir
standa til að það verði gert I vor.
I öðru lagi eru helgarferðir.
Þær standa að jafnaði yfir frá
föstudagskvöldum til sunnudags-
kvölds. Farið verður i Þórsmörk,
Landmannalaugar og á KjöÍ.Gist
er i sæluhúsum Ferðafélagsins á
þessum stöðum. Einnig er stefnt
að þvi að fara eina eða tvær ferðir
vikulega til annarra staða og
dvelja þar við náttúruskoðun og
gönguferðir m.a. til Heklu,
gönguferð á Eiríksjökul, Snæ-
fellsjökul, Kerlingar I Vatnajökli
o.fl. o.fl.
í þriðja lagi eru dagsferðir, þær
standa yfir heilan dag eða hluta
úr degi. Þessar ferðir eru farnar
alla sunnudaga árið um kring. 1
áætluninni er getið um ca.
100 slikar ferðir, en bætt verður
við ferðum eftir þvi sem ástæður
gefa tilefni til. Einnig eru fyrir-
hugaðar fræðslu og kynningar-
ferðir á náttúru- og sögu landsins,
eins og undanfarin ár.
A sl. sumri hóf félagið ferðir á
Esju og voru farnar 25 ferðir á
fjallið með um 1700 þátttakend-
um. Þar sem þessar ferðir gáfu
svo góða raun, var ákveðið að
skipuleggja ferðir sem sama
hætti á VifilsfeH næsta sumar.
Eru nokkrar ferðir þangaö aug-
lýstar I áætluninni, en verður
fjölgað ef ástæða þykir. Einnig
eru nokkrar ferðir fyrirhugaöar á
Esju, þótt þeirra sé ekki getið
sérstaklega i áætluninni.
t fjórða lagi eru svo ferðir
deilda F.I. fyrir noröan og aust-
an. Þetta nýmæli var tekið upp i
áætluninni fyrir tveimur árum og
mæltist vel fyrir.
Asl. ári urðu ferðir F.t. fleiri en
nokkru sinni áður eða 234 og far-
þegafjöldinn varð 8021 eða 34 að
meöaltali i ferð, sem er mjög
gott. Og má segja að það sé við
hæfi þvi árið 1977 var 50 ára af-
mælisár Ferðafélagsins.
Eldvarna-
vika í
Reykjavík
Féiagsskapurinn Junior
Chamber i Reykjavlk gengst fyrir
eldvarnaviku i samráði við
Siökkviliðið i Reykjavik 5.—11.
febrúar. Tilgangur eldvarnavik-
unnar er að koma af stað umræð-
um i þjóðfélaginu um eldvarna-
mál, sem leiði til þess að eldvarn-
ir verði efldar og fræðsia á þessu
sviði stóraukin.
t sambandi við eldyarnaviku
þessa verða m.a. auglýsingar i
helstu f jölmiðlum og fræðsluefni i
útvarpi og sjónvarpi um eldvarn-
ir. Veggspjöldum hefur verið
dreift um borgina, og Slökkviliðið
mun sýna reykköfunartæki og
handslökkvitæki i flestum grunn-
skólum Reykjavikur. Jafnframt
verður sýnikennsla I notkun þess-
ara slökkvitækja á skólalóðunum.
Um miðjan janúar hófst rit-
gerðasamkeppni i 6. bekk flestra
grunnskóla i Reykjavik um efnin:
1. Hvers vegna verða eldsvoðar?
og 2. Hvernig má koma i veg fyrir
eldsvoða? Verða þrjár ritgerðir
valdar til verðlauna.
—eös
Merk heimild um
samvinnusöguna
Eins og kunnugt er hefur
Samband isl. samvinnufélaga nú
um meira en þriggja áratuga
skeið gefið árlega út prentaða
ársskýrslu um rekstur sinn árið á
undan, og er hún lögð fyrir aðal
fund. Hin fyrsta af þessum
skýrslum kom út árið 1941, en
fyrir þann tima höfðu ársreikn-
ingar Sambandsins oftlega verið
lagðir fram prentaðir á aðalfund-
um. Þessir reikningar, sem og
elstu ársskýrslurnar, eru nú
ýmist uppgengnar eða aðcins til I
örfaum eintökum.
Fyrir nokkru var ákveðið að
láta ljósprenta þetta efni, með
þaö fyrir augum, að gera það að-
gengilegt að nýju. Jafnframt þvi
var svo safnað saman fjárhags-
áætlunum og reikningum
Sambandsins frá byrjun, þ.e. því,
sem aldrei hafði verið prentað, og
einnig voru gerðir útdrættir úr
fundargerðum aðalfunda frá
þeim tima, sem prentuöu árs-
skýrslurnar ná ekki yfir. Þetta
verk annaðist Gunnar Grimsson,
skjalavörður Sambandsins, og er
prentun þess nú nýlokið. Liggur
þar fyrir í tveim bindum yfirlit
um rekstur og framkvæmdir á
vegum Sambandsins á árabilinu
frá stofnun þess 1902 og allar
götur til ársins 1947. Það er mikill
sögulegur fróöleikur, sem þarna
hefur verið gerður aðgengilegur á
einum stað, og er ekki að efa, aö
hann á eftir að koma sagnfræð-
ingum og áhugamönnum um
söguleg efni að góðum notum.
—mhg.
Laus prestaköQ
Biskupinn yfir tslandi hr. Sig-
urbjörn Einarsson, hefur auglýst
eftirtalin prestaköll laus til um-
sóknar og er umsóknarfrestur til
15. mars n.k.:
Arnesprestakall 1 Húnavatns-
prófastsdæmi; Bildudalspresta-
kall i Barðastrandarprófasts-
dæmi; Hólaprestakall i Skaga-
fjarðarprófastsdæmi; Miklabæj-
arprestakall, Skagafjarðarpró-
fastsdæmi; Raufarhafnarpresta-
kall, Þingeyjaprófastsdæmi;
Reykhólaprestakall, Barða-
strandarprófastsdæmi;
Reynivallaprestakall, Kjalarnes-
prófastsdæmi; Sauðlauksdals-
prestakall, Barðastrandarpró-
fastsdæmi; Seyðisfjarðarpresta-
kall, Baröastrandarprófasts-
dæmi; Staðarprestakall i Súg-
andafirði, tsafjarðarprófasts-
dæmi og annað prestsembættið i
Vestmannaeyjum, Kjalarnespró-
fastsdæmi.
— mhg