Þjóðviljinn - 07.02.1978, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.02.1978, Blaðsíða 10
29 leikjum frestað Alls varð að f resta 29 leikj- um á Englandi um helgina vegna mikils vatnsveðurs sem þar geysaði. Úrslit i þeim leikjum sem fram fóru urðu þessi: Arsenal-Aston Villa 0:1 Birmingham-Middlesbrough 1:2 Bristol City-Norwich City 3:0 Coventry-Liverpool 1:0 Everton-Leicester 2:0 Ipswich-Leeds 0:1 Nott.For.-Wolves 2:0 Staðan í körfu Staðan í tslandsmótinu í körfu- knattleik er nú þessi: IS:1R Valur:Fram 1R:KR UMFN :Þór UMFN 98:88 82:71 87:98 69:63 9 8 1 831:680 16 Valur KR 1S 1R bór Fram Armann 10 8 2 849:704 16 10 8 2 913:818 16 972 820:777 14 936 768:800 6 927 606:677 4 10 2 8 782:855 4 909 719:942 0 Þróttarar unnu Eyffrðinga Einn ieikur var háöur i 1. deild Islandsmótsins i blaki um helgina. Þróttarar léku gegn UMSE i Hagaskóla. Svo leit út i fyrstu sem Þróttarar myndu eiga i erfióleikum með Eyfirðingana þvi þeir töp- uðu fyrstu hrinunni. En Þróttarar voru ekki á þvi aö gefast upp og sigruöu i þremur næstu og þar með i leiknum 3:1. Þróttar stelpurnar ásamt 1S stelpunum léku um helgina gegn Völsungi frá Húsavik. Biðu Reykjavikurliðin mikið afhroð i leikjum þessum. Völsungur sigraði Þrótt 3:0 en 1S 3:1. sk. Fylkismenn efstir sigruðu Stjörnuna Tveir leikir voru leiknir i Islandsmótinu I handknattleik 2. deild og áttust þar við HK og Grótta og Fylkir og Stjarnan. HK sigraði Gróttu 22:15og Fylkir sigraði Stjörnuna 17: hpccj* Grótta-HK 15:22 P'ylkir-Stjarnan 17:15 15. Staðan I 2. deild er nú Fylkir 12 8 1 3 234:215 17 HK 12 6 3 3 265:234 15 Þróttur 12 6 2 4 232:218 14 Stjarnan 11 6 1 4 212:192 13 KA 9 4 1 4 194:184 9 Leiknir 11 3 2 6 227:246 8 Þór 8 3 0 5 159:182 6 Grótta 9 1 0 8 159:210 2 Seltjarnarnesliðið Grótta er fallið i 3. deild. Fylkir stendur eins og sjá má best að vigi, en greinilegt er, að um hörkubaráttu verður að ræða á toppnum. SK. Ito vann stökkin Kiyoshi gönguna Japanir urðu sigursælir á alþjóölegu skiöamóti sem haldiö var um helgina. Sigruðu þeir t.d. i 15 km göngu og var Kiyoshi Hayaska þar að verki. Gekk hann 15 kilómetrana á 50:25,76 minútum en annar varð Sviinn Kent Burman og hlaut hann timann 50:38,46 min. Japanir hafa löngum verið framarlega I skiðastökki. og þeir gerðu sér litið fyrir og sigruðu bæði i stökki af 90 metra háaum palii og 70 metra háum palli. 1 70 metra flokknum sigraði Takao Ito og hlaut hann 244,5 stig. 1 stökki af 90 metra palli sigraði hann einnig hlaut , þar 247,5 stig. Annar varð Japaninn Sakae Tsuruga og hlaut hann 239,6 stig. Sigurvegari i Norrænni tvikeppni þ.e.a.s. skiðastökki og 15 km göngu varð Japaninn Miche Kubota og hlaut hann 405,960 stig, (204,5 fyrir stökk og 201,460 fyrir göngu). Kínverjar sigursælir Kinverjar urðu mjög sigursælir á opna velska meistaramótinu i borötennis sem fram fór um helgina. 1 einliöaleik karla sigraði D. Douglas Englandi Kinverjann Yang Chuan-ning 19:21, 22:20, 21:10 og 21:16. 1 einliðaleik kvenna sigraði Chang Li, Kina Li Ming frá Kina i úrslitum, 21:19, 21:17 og 21:10. Sigurvegarar i tviliðaleik karla urðu þeir Kinverjar, Linang Ke- liang og Wang Chien-Chiang, Englendingana D. Douglas og N. Jarvis 21:15. 21:16 og 21:18. Tviliðaleik kvenna sigruöu Yen Kuai Li og Li Ming frá Kina þær Chang Li Chang og Li Shu-y ing i úrslitum 21:19,21:17 og 21:12. Englendingar sigruðu siöan i tvenndarleik. Þau D. Douglas og L. Howard unnu Liang Ke-liang og Chang Le i úrslitum 15:21, 21:19, 9:21, 21:17 Og 21:19. SK. á Englandi vegna Notthingham Forest jók enn forskot sitt með sigri yfir Úlfun- um. Forskot Forrest er nú sex stig en liðið hefur hlotið 42 stig. Everton er i öðru sæti með 37 stig. Úrslit i 2. deild uröu þessi: Blackpool-Blackburn R. 5:2 Burnley-Southamton 3:3 Fulham-Tottenham 1:1 Hull City-Brighton 1:1 Orient-Charlton 0:0 Með jafntefli sinu gegn Fulham tók Tottenham forustuna i 2. deild hefur holtið 38 stig, jafnmörg og veðurs Bolton sem heíur leikið leik minna, en er með mun betra markahlutfall Celtic lið Jóhannesar Eðvalds- sonar átti að leika gegn Hibs i skosku deildarkeppninni en leikn- um var frestað. SK. / Islandsmótið í körfuknattleik: Bjarm og KR í ham sigraði I9»* Kristinn „jeppi” Stefánsson sésthér taka eitt af mörgum fráköstum sinum gegn tR Það var ekki laust við að viðureign KR og IR í íslandsmótinu i körfu- knattleik á sunnudaginn minnti á hinar mörgu og tvísýnu leiki liðanna í /,gamla daga." Það var ekki fyrr en á lokamlnútunum að úrslit leiksins voru ráðin og var að kenna klaufaskap IR- inga ásamt óhagstæðri dómgæslu að sigurinn lenti ekki þeirra megin. KR-ingar höfðu eitt stig yfir í leikhléi og um miðj- an síðari hálfleik var staðan 68:68. Leiknum lauk siðan með sigri KR 98:87. Það var Kristinn Jörundsson fyrirliði sem skoraði fyrstu stig leiksins fyrir 1R en fljótlega jafnaði Jón Sigurösson fyrir KR 2:2. IR-ingar höföu siðan oftast forustu fram að leikhléi og t.d. þegar fyrri hálfleikur var hálfn- aður var staðan 25:21 ÍR i vil. En KR-ingar voru ekki á þvi að láta sitt eftir og höfðu eitt stig yfir i leikhléi 43:42. IR-ingar höfðu leikið fyrri hálfleikinn vel. Haldið boltanum lengi i sókninni og ekki var skot- ið nema úr öruggum færum. Svo hélt áfram fram að miðjum sið- ari hálfleik en þá var eins og IR-ingarnir spryngju á limminu og eftir það var það KR sem réði lögum og lofum á vellinum og þeir sigruðu 98:87 eins og áöur sagöi. Bjarni Jóhannesson var lang- bestur hjá KR að þessu sinni. Hirti feiknin öll af fráköstum og réðu leikmenn IR ekkert við hann. Hann skoraði einnig mik- ið eða 19 stig. Jón Sigurðsson var hins vegar stigahæstur skoraði 31 stig og var góður að venju. IR-liðið hefur komið á óvart að undanförnu og sýnir frammi- staðan gegn 1S á dögunum og nú gegn KR að liðið stendur ekki toppliðunum langt að baki þrátt fyrir að leikmenn liðsins æfi sáralitið. Þorsteinn Hallgrimsson var bestur að þessu sinni og var einnig stigahæstur skoraði 19 stig. Þá voru þeir Kristinn Jör- undsson og Erlendur Markús- son einnig góðir. Leikinn dæmdu þeir Erlendur Eysteins- son og Þráinn Skúlason og gerðu það illa. Bitnaði það jafnt á báð- um liðum til að byrja með en siðan voru þeir mun hliðhollari KR-ingum og við sjö KR-inga á lokakaflanum réðu IR-ingar ekki. — SK Valur — Fram 82:71 (44:32) Valsmenn áttu ekki i erfiö- leikum með að innbyrða sigur úr þessari viðureign og skiptu þar mestu að Guðsteinn Ingi- marsson var á trúarsamkomu og hafði það slæmar afleiðingar i för með sér fyrir Framara. Valsmenn höfðu alltaf forystu og var sigur þeirra aldrei i hættu. Bestan leik Valsmanna átti Rick Hockenos að venju og var hann stigahæstur með 28 stig. Simon Ólafsson var potturinn og pannan i leik Framliðsins að þessu sinni sem oftar og var stigahæstur skoraöi 18 stig. Leikinn dæmdu þeir Jón Otti Ólafsson og Hilmar Victorsson og gerðu það sæmilega. — SK. Mlke Wood í Fram Bandarikjamaöurinn Mike Wood hefur tilkynnt félagaskipti yfir i Fram úr Armanni. Þaö veröur að segjast eins og er að ekki verður þetta til aö auka likurnar á þvi að Armenningar leiki i úrvalsdeildinni á næsta keppnistimabili. Þetta er áfall fyrir Armann. En Framarar hljóta að fagna komu Woods. Þeir hafa verið i miklum bakvarðavandræö- um og verið aö notast viö óstálpaöa táninga þar til nú að Mike hyggst leika við hlið Guðsteins Ingimarssonar og verða þeir eflaust góðir saman. SK. Mót hjá KR Badmintondeild KR hefur ákveðið að haida sitt árlega opna tviliðaleiksmót” laugardaginn 11. febrúar n.k. Mótið fer fram i KR- húsinu og hefst kl. 13.00. Keppt verður i tviliðaleik karla og kvenna i m.fl. og A-fl. Þátttökutilkynningum skal skiia i pósthólf 7148 eða í sima 16471 i siöasta lagi þriðjudaginn 7. febr. Þátttökugjald er kr. 2000,- fyrir hvert lið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.