Þjóðviljinn - 07.02.1978, Page 11
Þriðjudagur 7. febrúar 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11
STENMARK TVÖFALDUR HEIMSMEISTARI
Ingemar Stenmark frá
Svíþjóð sigraði i svigi í
heimsmeistarakeppninni á
skíðum sem haldin var «
Garmisch Partenkirchen í
Vestur-Þýska landi á
sunnudaginn. Hlaut hann
timann 1.39.54 mín. Annar
varð Piero Gros frá Italiu
á 1,40.20
,,Ég vissi að um erfiða keppni
yrði að ræða”, sagöi hinn ungi
Svii eftir sigurinn. ,,bað var tiu
keppendur sem sigurmöguleika
höföu”. Það var greinilegt að
hljóðið i Ingemar Stenmark var
gott, enda ekki að furða þar sem
þetta var hans annar titill i
keppninni, og er hann þvi heims-
meistari i svigi og stórsvigi.
Maria Epple frá V-Þýskalandi
sigraði i svigi kvenna. Skaut hún
mörgum af bestu skfðakonum
heimsins ref fyrir rass og hlaut
Úrslitaleikur HM í handknattleik:
V-Þjóðverjar
heimsmeistarar
Sigruðu Sovétmenn 20:19 í úrslitum
Heimsmeistarakeppn-
inni í handknattleik er nú
lokið. V-Þjóðverjar eru
heimsmeistarar 1978.
Þeir sigruðu Sovétrfkin í
úrslitaleik með 20 mörk-
um gegn 19.
A-Þjóðverjar urðu í
þriðja sæti og Danir í þvi
fjórða. En lítum nánar á
úrslitin:
Orslitaleikurinn:
V-Þýskaland-Sovétríkin
20:19.
Flestir voru þeirrar skoðunar
að Sovétrikin yrðu heimsmeist-
arar 1978, en V-Þjóðverjar gerðu
vonir þeirra að engu. Leikurinn
fór fram i Brönby Hallen að við-
stöddum um sjö þúsund áhorf-
endum.
Fyrri hálfleikur var mjög
jafn, og voru varnir beggja lið-
anna mjög sterkar. Staðan i
leikhléi var 11:11. 1 siðari hálf-
leik tóku V-Þjóðverjar öll völd á
vellinum og sterkur varnarleik-
ur varð Rússum að falli. Kom-
V alsarar
meistarar
Valsmenn urðu tslands-
meistarar i innanhússknatt-
spyrnu 1978. Keppnin fór fram i
Laugardalshöll um helgina, og i
úrslitum mættu Valsmenn
Skagamönnum og sigruðu 6:3
að þvi er við best vitum.
Þaö var nefnilega sá háttur-
inn hafður á fyrir þetta mót, aö
aðeins einu dagblaðanna var til-
kynnt um mótið, og er þvi ekki
hægt að skýra meira frá þvi, þvi
miður. Eru vinnubrögð af þessu
tagi fyrir neðan allar hellur, og
er vonandi að hlutir sem þessir
endurtaki sig ekki i framtiðinni.
SK.
ust rússnesku risarnir ekkert
áleiðis. Um tima i siðari hálfleik
voru Þjóðverjarnir fjórum
mörkum yfir, en Sovétmönnum
tókst að minnka fengið forskot
Þjóðverja niður i aðeins eitt
mark undir lokin.
3. -4. sætið.
Danmörk-A-Þýskaland
19:15
Danir hafa komið mjög á
óvart i keppninni. Ris liðsins
hefur hækkað með hverjum
leik, en að þessu sinni mættu
þeir ofjörlum sinum. A-Þjóð-
verjarnir léku mjög vel og unnu
verðskuldað, eftir að staðan i
leikhléi hafði verið 9:7 A-Þjóð-
verjum i vil.
4. -5. sætið.
Júgóslavía-Pólland 21:19
Enn eitt áfallið fyrir Pólverja
og Janus Cherwinzky. Skyldi sá
maður ekki vilja gleyma þess-
ari HM-keppni sem fyrst? Stað-
an i leikhléi var 10:8 Pólverjum
i vil, en i siðari hálfleik tóku
Júgóslavar sig til, og með mjög
góðum leik tókst þeim að sigra
eins og áður sagði 21:19.
6.-7. sætið.
Rúmenia-Svíþjóð 25:17
Sviar hafa staðið sig mjög illa
að þessu sinni. Það hafa Rúm-
enar einnig gert, en þeir hafa
fjórum sinnum tekið við gull-
verðlaunum i keppninni. Þeir
höfðu ávallt forustuna i þessum
leik og höföu náð yfirburðastööu
i leikhléi 13:7. Eftirleikurinn
var þeim auðveldur og þeir
sigruðu eins og áður sagði 25:17.
Sjö efstu þjóðirnar i þessari 8-
liða keppni hafa tryggt sér þátt-
tökurétt i lokakeppni Ólympiu-
leikanna sem næst fara fram i
Moskvu, höfuðborg Sovétrikj-
anna. En i lokin skulum við lita
á lokaröðina i heimsmeistara-
keppninni 1978.
1. Vestur-Þýskaland
2. Sovétrikin
3. Austur-Þýskaland
4. Danmörk
5. Júgóslavia
6. Pólland
7. Rúmenia
8. Sviþjóð
9. Ungverjaland
10. Spánn
11. Tékkóslóvakia
12. Japan.
— SK
Lið Vals sem um helgina tryggði sér islandsmeistaratitilinn i inn-
anhússknattspyrnu. Valur sigraði Akranes i úrslitum 6:3.
ISDANS
Þau hjónin, Irina Moiseyeva og
Andrei Minenkov urðu Evrópu-
meistarari isdansi en keppnin fór
fram i Strassburg I Frakklandi
um helgina. Hlutu þau Sovéthjón
206.40 stig. i öðru sæti uröu einnig
hjón frá Sovétríkjunum þau
Natalia Linichuk og Gennadi
Karponosov og hlutu þau 204,58
stig. Bronsið hnepptu svo þau
Krisztina Regoczy og Andras
Sally frá Ungverjalandi, og hlutu
þau 201,58 stig.
SK
timann 2:41,15. Onnur varð fyrr-
verandi heimsmethafi Liese
Marie Morerod frá Sviss og hlaut
hún timann 2:41,20 svo ekki mun-
aöi það miklu. 1 þriðja sæti hafn-
aði svo Anne Marie Pröll Moser
frá Austurriki meö timann 2:41,90
min.
Austurriki hlaut flest verðlaun
GIsli vann Dóra
á afmælismótinu
Siðari hluti afmælismóts Júdósambands Isiands var haldinn á
sunnudaginn. t flokki 60 kg og léttari sigraði Einar Ólafsson úr júdó-
félaginu Reyni frá Hnifsdal. t flokki 63 kg til 70 kg. sigraði Þórarinn
Ólafsson Ginnbjörn Jóhannesson einnig úr júdófélaginu Reyni frá
Hnifsdal, varð annar, en i opna flokknum sigraöi Norðurlanda-
meistarinn Gisli Þorsteinsson Halldór Guðbjörnsson i úrslitum.
Athygli vekur frammistaða strákanna frá Reyni i Hnifsdal. Þar
er aðstaða nánast engin til júdóiðkana, og er greinilegt að langt má
komast á viljanum einum saman.
SK.
á heimsmeistaramótinu að þessu
sinni eða sjö talsins. Fjögur gull
og þrjú brons voru i öðru sæti,
fengu fimm verðlaun. Eitt gull og
fjögur silfurverölaun. Smárikið
Lichtenstein hafnaði svo i þriðja
sæti, einnig meö fimm verðlaun.
Ein gull-, tvenn silfur- og tvenn
bronsverðlaun. ,
SK.
UMFN vann Þór í
körfu á Akureyri
Njarðvikingar sóttu Þórsara heim á föstudagskvöldið og léku við þá
i Islandsmótinu i körfuknattleik. Leiknum lauk með sigri UMFN
sem skoraði 69 stig gegn 63 stigum Þórsara. Veröur þetta aö teljast
mjög góður árangur hjá norðanmönnum þarsem UMFN er nú sem
stendur efst i deildinni en Þórsarar mjög neöarlega.
Mark Christiansen var að venju bestur Þórsara og skoraði mest
eða 20 stig. Stigahæstur hjá UMFN var Þorsteinn Bjarnason sem
skoraði 16 stig en Gunnar Þorvarðarson kom næstur honum með 15
stig.
SK.
ÍS stefnir að
meistaratitii
Einn leikur var háður i M.fl. kvenna i körfuknattieik um helgina.
Attust þar við liö 1S og KR og lauk ieiknum með sigri 1S sem skoraöi
54 stig gegn 45 stigum KR.
Staðan i leikhléi var 27:27, en i siöari hálfleik voru stúdinurnar
harðari af sér og tókst þeim að sigra að lokum, og nálgast þær nú
lslandsmeistaratitilinn hröðum skrefum.
Bestan leik hjá 1S átti Guðný „litla” Jónsdóttir, og var oft
skemmtilegt að fylgjast með þvi, er hún lék KR-inganá sundur og
saman. Einnig átti Kolbrún Jónsdóttir góðan leik.
Fyrir KR lék Linda Jónsdóttir best. Einnig átti Salina Kristjáns-
dóttir góðan leik.
SK.
Hamburger tapaði
illa í Þýskalandi
úrslit i v-þýsku knattspyrnunni um helgina urðu þessi:
Schalke04 — Köln 2:0
Borussia Dortm. — St. Pauli 1:1
Borussia Munch. — vbg Stuttgart 3:1
1. fc Saarbruecken — Werder Bremen 1:1
msv Duisburg —Eintr. Frankfurt , 3:0
Hertha Berlin — Kaiserslautern 2:1
Fortuna Dusseld. — Hamburgersv 3:0
1860Munchen —Bochum 2:0
Eintr. Braunschweig — Bayern Munch. 1:1
SK
Finnar sigursælir
Finnar urðu sigursælir á Rallyaksturskeppni sem þar var haldin
um helgina. Keppnin er liður i Evrópukeppninni og aðeins 19 þátt-
takenduraf 46 sem keppnina hófu komust á leiðarenda. Sigurvegari
varð Finninn Ari Vatanen á Ford Escort bifreið og hlaut hann 23.103
refsistig. I öðru sæti lentu landar þeirra, þeir Henri Toionen og
Martti Kivimaeki á Fiat, og hlutu þeir 23.324 refsistig. I þriöja sæti
voru Finnar einnig, þeir Markku Alen og 1 ekka Kivimaeki einnig á
Fiat, og hlutu þeir 23.780 stig.
— SK.
Hollendingar
unnu
A meðan augu og eyru allra handknattleiksunnenda beindust að
Danmörku léku Holland og Finnland vináttuleik i handknattleik.
Fórleikurinn fram i Karjaa i Finnlandi, og máttu Finnar þola tap.
Leiknum lauk meö sigri sigri Hollands 22:20 eftir að staðan i leik-
hléi var 14:14.
Flest mörk i leiknum skoraöi Hollendingurinn Piet Kivit eða 8
talsins.
— SK.
Leiðrétting
Þann 1. febrúar skrifaði undirritaður grein hér á siðunni um
úthlutun úr afreksmannasjóði ISt. Þar hafði orðið leiöinlegur mis-
skilningur milli undirritaðs og Gunnlaugs Briem formanns sjóð-
stjórnar. Það var nefnilega ekki KSIsem fékk 1 miljón úr sjóðnum,
heldur FRl, og er það vel. En gagnrýni min vegna hlutar JSl og LSI
stendur ennþá.
SK.