Þjóðviljinn - 07.02.1978, Qupperneq 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 7. febrúar 1978
Laus staða
Laus er til umsóknar staða læknis við
heilsugæslustöð i Hveragerði. Staðan veit-
ist frá 1. mars n.k.
Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri
störf sendist ráðuneytinu fyrir 25. febrúar
n.k.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
2. febrúar 1978.
MÓDEL
Myndlistaskólinn óskar að ráða módel
(fyrirsætu), helst iþróttaeða ballettfólk, á
aldrinum 18—25 ára. Upplýsingar i skól-
anum frá kl. 14 til 18 Simi: 11990
Myndlistaskólinn i Reykjavik,
Mimisveg 15
Ásmundarsalur.
Kúpavogskaupstaiur
I----------- JWj
Barnagæsla í heimahúsum
Námskeið
Félagsmálastofnun Kópavogs gengst fyrir
námskeiði i uppeldis- og fræðslumálum
fyrir dagkonur i heimahúsum, sem hafa
nýfengið leyff og fyrir þær, sem óska eftir
leyfi á næstunni.
Námskeiðið verður haldið 2svar i viku á
timabilinu frá fimmtudeginum 9. febrúar
til fimmtudagsins 2. mars n.k.
Þátttaka óskast tilkynnt og allar nánari
upplýsingar verða veittar i Félagsmála-
stofnun Kópavogs.
Félagsmálastofnun Kópavogs.
J3 OOO 81
HJ ~
%
Allsherjar-
atkvæðagreiðsla
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar-
atkvæðagreiðslu um kjör stjórnar og trún-
aðarmannaráðs i Félagi starfsfólks i veit-
ingahúsum, fyrir næsta starfsár.
Frestur til að skila tillögum rennur út kl.
16.00 föstudaginn 10. febrúar n.k.
Tillögur eiga að vera um 7 menn i stjórn
og 4 til vara, 4 i trúnaðarmannaráð og 2 til
vara.
Tillögum skal skila til kjörstjórnar á
skrifstofu félagsins að Óðinsgötu 7, 4. hæð
ásamt meðmælum a.m.k. 40 fullgildra fé-
lagsmanna.
Listi stjórnar og trúnaðarmannaráðs ligg-
ur á skrifstofu F.S.V.
Stjórnin.
Leikendur Kröflu I Orrustunni á Hálogalandi s.l. vor.
Guðjón Björnsson frá Hrísey sendir
Nokkrar fréttaglefsur
frá liðnu ári
Nýlega barst Landpósti eftir-
farandi fréttabréf frá tiðinda-
ínanni Þjóðviljans i Hrisey,
Guðjóni Björnssyni:
Árið 1977 mun á margan hátt
hafa verið Hriseyingum fremur
hagstætt og jafnframt stórvið-
burðalitið Snjóalög voru ekki
mikil, hvorki nú i vetur né sið-
astiiðinn, en vorið var kalt og
hretagjarnt sem viðar og gróður
kom seint til. Miðsumarrigning-
ar voru mun algengari en á
nokkrum næstliðnum sumrum.
Aflamagn til vinnslu í Hrisey
var um 3400 tonn. Þar af landaði
skuttogarinn Snæfell um 2340
tonnum en það landaði ekki öll-
um afla sinum hér. Nánari tölur
birtar siðar.
Ástralskar
Til aðstoðar við vinnslu þessa
afla voru ráðnar sex ástralskar
stúlkur og virðast þær una hag
sinum allvel hér. Ekki er
kannski laust við að þær hafi ýtt
við áður blundaðri rómantik,
svona hjá manni og manni, og
hinir yngri æfi með þeim tungu-
mál af nokkrum dugnaði.
Byggingaframkvæmdir
A s.l. hausti var hafist handa
um byggingu þriggja grunna
undir ibúðarhús, á vegum sveit-
arfélagsins. Húsin sjálf eru
keypt hjá Húseiningum á Siglu-
firði og átti það fyrsta raunar að
koma i byrjun desember, en
einhver dráttur varð þar á og
nefna menn nú miðjan janúar.
Þá voru steyptar undirstöður
undir 420 ferm. stækkun á fisk-
verkunarhúsi KEA á staðnum
og skal þar fram haldið á þessu
ári.
Gatna- og
hafnarframkvæmdir
Á árinu voru steyptir liðlega
100 m af götu, sem tengir hafn-
arsvæðið við þorpið og svarar
það til þess að hvert mannsbarn
á eynni hafi lagt af mörkum
h.u.b. 35 sm af 8 m breiðri götu.
Siðla árs var hafist handa
við byggingu 50 m. langrar
trébryggju innan á varnargarð
norðanvert við höfnina. Á sama
stað byggðu smábátaeigendur
bryggju fyrir nokkrum árum.
Kemur hún að góðu haldi við
byggingu þeirrar nýju, en fellur
siðan niður.
Skoskrar ættar
Um mánaðamót júni-júli
fæddist fyrsti kálfurinn i ein-
angrunarstöð rikisins i Hrisey
og i árslok var þarna orðinn
álitlegur hópur, sumir með
verulegan svip feðra sinna i
Skotlandi.
Félagslíf
Framan af árinu var félagslif
með besta móti og má þar
nefna, að þá nýlega stofnaður
leikklúbbur, Krafla, sýndi sitt
fyrsta verk, Orrustuna á Há-
logalandi.
Rjúpan í hámarki
Er liða tók á haust kom rjúp-
an að vanda niður i þorpið með
unga sína. Var hún með almesta
móti og spigsporaði um göturn-
ar alls óhrædd við hina tvifætl-
ingana, mennina, sem þó er valt
að treysta. En þótt Hriseyingar
séu i raun hreint engir fuglavin-
irumfram aðra,þá nýtur rjúpan
sérréttinda og unir hag sinum
innan um mannfólkið þar til
snjóa tekur og hún leitar nýrra
heimkynrta i landi. En þá er
veiðitiminn einmitt á næsta
leiti og hætt við að spök rjúpan
frá Hrisey sé þægileg bráð.
Margir til útlanda
lægt 10% eyjarskeggja hafi far-
ið til útlandi á árinu. Otflutn-
ingsverðmæti frá Hrisey nam
um 370 milj. kr. árið 1976.
Kannski er þetta framlag, um
1,2 milj. kr. á ibúa, hvati svo
mikilla ferðlaga.
Bátaf lotinn
Bátaflotinn minnkaði á árinu
þar sem hinn happasæli bátur,
Eyrún, sem er 24 tonn, var seld-
ur til ólafsvikur. Þrir ungir
menn gerðu þennan bát út, en
skipstjórinn er nú i stýrimanna-
skóla að afla sér aukinna rétt-
inda.
Námsflokkar
t haust hófu starfsemi náms-
flokkar og eru kennslugreinar
enska og spænska. Fast að 40
manns stundar nám, ýmist i
annarri eða báðum greinum.
Kennari er Inger Laxdal Ein-
arsdóttir, sem einnig kennir við
grunnskólann á staðnum.
Ýmislegt fleira mætti tina til
en sennilega þætti það ekki
markvert á landsmælikvarða og
þá ekki heldur það, sem hér hef-
ur verið upp talið. Verður þvi
ekki fleira látið á þrykk út
ganga að þessu sinni af siðasta
árs annálum, og þvi næst tekur
timans tönn við, margt gleym-
ist, jafnvel flest, en i hugskoti
allra geymist eitthvað. Ýmist
eru það sárar minningar eða
ljúfar, og reynsla, sem mótar
manninn, vonandi á betri veg
um ókomna framtið.
Frá heimkynnum holdanautablendinganna i Hrisey.
Hitaveita
1 haust var ráðinn fastur
starfsmaður við hitaveituna.
Hans fyrsta verk var að skipta
um heimæðar i þónokkur hús,
en þær voru orðnar meira og
minna stiflaðar. A árinu voru
gerðar mjög jákvæðar tilraunir
með að eyða súrefni úr vatninu
með iblöndun natrium sulfit, en
talið er að súrefnið sé búið að
vera mikill skaðvaldur á rör og
ofna þau fjögur ár, sem hita-
veitan hefur verið rekin.
Ekki mun fjarri sanni að ná-
Guðjón Björnsson.
Umsjón: Magnús H. Gíslason
J