Þjóðviljinn - 07.02.1978, Síða 13
Þriöjudagur 7. febrúar 1978 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 13
útvarp
Málefni
aldraðra og
sjúkra kl 14.30:
Málefni aldraðra og sjúkra
eru á dagskrá kl. 14.30
Umsjónarmaður þessa útvarps-
þáttar er ólafur Geirsson blaða-
maður. t þættinum verður tal-
að viðÞór Halldórsson vfirlækni
á öldrunarlækningadeild Land-
spttalans.
Olafur sagði aö Þór væri með
athyglisverðar hugmyndir um
Hrafnista, dvalarheimili aldraðra sjómanna I Reykjavtk.
Er hægt að „þurrka upp” biðlistana á elliheimilunum
með nýju skipulagi öldrunarþjónustu?
Nýjar hugmyndir um
þjónustu við
aldrað fólk
öldrunarþjónustu og skipulag
hennar. Hann teldi raunveru-
lega allt vera fyrir hendi, bæði
stofnanir og annað, en hinsveg-
ar vantaði skipulag á öldrunar-
þjónustu. Hugmynd Þórs er sú,
að á hverju heilsugæslusvæði og
þá m.a. i hverfum Reykjavikur,
væri einn aðili sem heföi það
starf að safna upplýsingum um
alla aldraða, sem þurfi á ein-
hverskonar þjónustu að halda.
Siðan væri það hópur manna,
læknar, hjúkrunarfólk, félags-
ráðgjafar o.fl., sem tækju
ákvörðun um aðgerðir i hverju
tilfelli.
Svona kerfi hefur verið tekið
upp t.d. i Bretlandi og á
Norðurlöndum og hafa biðlistar
hreinlega horfið á elliheimilum
og öðrum sjúkraheimilum.
Astæðan er sú, að samkvæmt
þessu skipulagi er ástandið
metið i heild og reynt er að
hjálpa fólki til að vera heima, ef
ekki er nauðsynlegt að það
dveljist á elliheimili. Þannig
nýtast plássin mun betur. Þór
telur eins og áöur segir, að öll sú
þjónusta sem þarf sé fyrir
hendi, en alla skipulagningu og
heildarsýn vanti yfir þennan
þátt heilbrigðismála.
Þór telur að taka þurfi inn i
myndina bæði félagslegar og
heilsufarslegar aöstæður hinna
öldruðu og hann leggur áherslu
á aö lita verði á málið f heild og
athuga hvað hentugast er fyrir
heildina og jafnframt hvernig
leysa megi máhn á sem mann-
legastan hátt fyrir hinn aldraða
og aðstandendur hans.
ólafur Geirsson.
Hugmyndir sinar um
öldrunarþjónustu telur Þór að
verði tvimælalaust til bóta, ef
litið er til reynslu þeirra þjóða
sem hafa tekið upp svipað kerfi.
En ekki eru allir aðilar hérlend-
is sammála honum I þessum
efnum.
Þetta er fimmti þátturinn sem
OlafurGeirssonstjórnar í vetur
um málefni aldraðra og sjúkra,
og sagði hann að þrir þættir
yrðu i viðbót. Þættirnir hafa all-
ir veriö á sama tima á þriðju-
dögum. —eös
7.00 Morgunútvarp Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.), 9.00 óg
10.00. Morgunstund barn-
anna kl. 9.15: Guðrún Guð-
laugsdóttir heldur áfram aö
lesa „Söguna af þverlynda
Kalla” eftir Ingrid Sjö-
strand (2). Tilkynningar kl.
9.30. Þingfréttir kl. 9.45Létt
lög milli atriða Hin gönilu
kynni kl. 10.25: Valborg
Bentsdóttir sér um þáttinn.
Morguntónleikar kl. 11.00:
Sinfóniuhljómsveit
Lundúna leikur forleik að
óperunni „Roberto Dever-
eux” eftir Gaetano Doni-
zzétti, Richard Bonynge
stj./Frilharmóniusveitin i
Stokkhólmi leikur Sinfóniu
nr. 2 i D-dúr op. 11 eftir
Hugo Alfvén, Leif Seger-
stam stj.
14.30 Málefni aldraðra og
sjúkra Umsjónarmaöur
Ólafur Geirsson.
15.00 Miðdegistónleikar Ake
Olofsson og Sinfóniuhljóm-
sveit sænska útvarpsins
leika Fantasiu fyrir selló og
strengjasveit eftír Hans Ek-
lund> Harry Damgaard
stjórnar. Columbiusinfónfu-
hljómsveitin leikur „Koss
álfkonunnar”, ballettmúsik
eftir Igor Stravinskyj höf-
undur stjórnar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar
(16.15 Veðurfregnir)
16.20 Popp
17.30 Litli barnatíminn Guð-
rún Guölaugsdóttir sér um
timann.
17.50 Að tafliGuðmundur Arn-
laugsson flytur skákþátt og
greinir frá Reykjavikur-
mótinu. Tónleikar. Tilkynn-
ingar.
19.00Fréttír Fréttaauki. h Til-
kynningar.
19.35 Hvað er að gerast I Kam-
bódiu? Elin Pálmadóttir
blaöamaður flytur erindi.
20.00 Sónata I B-dúr fyrir
klarinettu og pianó op. 107
eftir Max Reger. Wendelin
Gaertner og Richard Laus
leika.
20.30 Útvarpssagan: „Sagan
af Dafnis og Klói” eftir
Longus Friðrik Þórðarson
þýddi. óskar Halldórsson
les (8).
21.00 Kvöldvakaia. Einsöng-
ur: Anna Þórhallsdóttir
syngur isienzk lög Gisli
Magnússon leikur með á
pianó. b. Seljabúskapur i
Dölum Einar Kristjánsson
fyrrverandi skólastóri á
Laugum flytur frásöguþátt.
c. Töfraklæðið Ingibjörg
Þorgeirsdóttir les þrjú
frumort kvæði d. Skyggni
Helga Sveinssonar Gunnar
Stefánsson les þátt úr Ey-
firskum sögnum eftir Jónas
Rafnar. e. Kórsöngur:
Karlakór Reykjavikur
syngur lög eftir Sigvalda
Kaldalóns. Söngstjóri: Páll
P. Pálsson.
22.20 Lestur Passiusálma
Hilmar Baldursson guð-
fræðinemi les 13. sálm.
22.30 Veðurfregnir. Fréttir.
Harmonikulög: Adriano og
félagar hans leika.
23.00 A hljóðbergi Undirleik-
arinn ófeimni: Gerald
Moore spilar og spjallar i
annað sinn.
23.35 Fréttir. Dagskrárlok.
18.30 Handknattleikur (L) Úr-
slitaleikur heimsmeistara-
keppninnar. (Eurovision —
Danska sjónvarpið)
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Atþjóðlega skákmótið i
Reykjavik (L)
| 20.45 Kvikmyndaþáttur (L)
21.25 Sjónhending Erlendar
myndir og málefni. Um-
sjónarmaður Sonja Diego.
21.45 Sautján svipmyndir að
vori Sovéskur njósna-
myndaflokkur. Tólfti og
siðasti þáttur. Efni ellefta
þáttar: Ket ætlar að komast
með lest frá Berlin, en
verður að leita hælis i loft-
varnabyrgi. Henni tekst aö
hringja til Stierlitz og hann
kemur til móts við hana.
Honum tekst að telja
Schellenberg trú um, að
hann verði að fara til Sviss
ogtakamálprestsins isinar
hendur. Schellenberg út-
vegar honum skilriki til að
komast úr landi og honum
tekst einnig að fá skilriki
fyrir Ket. Meðan landa-
mæravörðurinn skoðar skil-
riki hennar, hringir siminn.
Þýðandi Hallveig Thor-
lacius.
22.50 Dagskrárlok
Bil Keane
Kærleiksheimilið
Hérna pabbi. Þetta er kvöldmatarmiðinn þinn
VETRARAKSTU R
Hefur þú rétt tök á hálkunni?
Allan veturinn má búast við hálku á akbrautum.
Það er þvi full ástæða fyrir ábyrga ökumenn að
fylgjast með veðurfregnum. Nálgist hitastigið 0
gráðu er hættast við verulegri hálku.
Hvernig á að haga
akstri þegar hált er?
1.
Takmarka verður hraðann við ástand vegarins og
aðstæður.
2.
Framkvæma verður með meiri mýkt og varkárni
öll viðbrögð, svo sem kúplingu, hemlun og stýringu i
fullu samræmi við viðnám vegarins.
3.
Ávallt verður að hafa hæfilegt öryggissvæði að
næsta bil á undan.
Blikkiðjan
Ásgarði 7, Garðabæ
Onnumst þakrennusmiði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar btikksmíði.
Gerum föst verðtilboð
SÍMI53468