Þjóðviljinn - 07.02.1978, Page 16

Þjóðviljinn - 07.02.1978, Page 16
 DJOÐVIUINN Þriðjudagur 7. febrúar 1978 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt að ná 1 blaöamenn og aöra starfs- menn blaösins I þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. L 81333 ..........* ...... Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóöviijans i sima- skrá. HÁLKAN Illfært hefur verið um Reykjavik fyrir fótgangandi fóik að und- anförnu vegna hálku. Hefur hálkan valdið verulegum erfiðleik- um ekki sist fyrir fullorðið fólk. Þessa mynd tók eik. við Hrafn- istu i gær. Þar dvelst sem kunnugt er einkum aldrað fólk. Mjög erfitt er að komast að húsinu frá Kleppsveginunt allajafna vegna þess að tröður eru að húsinu, erfiðar umferðar, en ekki lagast það þegar isar. Lítil loðnuveiði var síðasta sólarhring. Síð- degis i gær höfðu aðeins fimm skip tilkynnt um afla til Loðnunefndar, samtals 1600 tonn. Þessi skip eru Bergur með 100 tonn, Þórður Jónasson með 220 tonn, Víkurberg með 150 tonn, Hákon með 700 tonn og Gísli Árni með 450 tonn. Aflann fá skipin norður af Sléttu og norð-austur af Langanesi. Kaupmenn treysta á slœftkaup- skyn fólks Viðskiptaaðiljar reikna með þvi að svo gjörsamlcga sé verðskyn almennings orðið ruglað, að hjóða megi honum hvað sem er, t.d. 68% hækkun án umhugsunar. Nú vita menn sjálfsagt aö ekki hefur veriö hægt aö leysa varning út úr tolli um helgina. Hins vegar búast allir viö gengisfellingu, og þeir sem eiga lausafé reyna að koma þvi i ló á einn og annan hátt: ef ekki til aö kaupa brýnar nauðsynjar þá til að kaupa hundraö þúsund naglbita, eins og þar stend- ur. Ljósmyndari blaösins hugðist kaupa sér nýja myndavél, Kannon ATl meö 35 mm linsu. í verslun i Aust- urstræti kostaöi hún i gær- ntorgun 112 þúsund krónur, en hjá heildsaianum sern lika selur vélar i smásölu, kostaði sarna vcl i sama andartaki 187 þúsund krón- ur, eöa 68% meira. .. Sólarhringinn áöur, þ.e. á sunnudag, aflaöist hins vegar mun betur. Þá tilkynntu 28 skip um afla, samtals 10.300 tonn. Fiskifélag íslands sendi i gær frá sér skýrslu um loðnuveið- arnar vikuna 29. jan. — 4. febrúar. Vitaö er um 58 skip, sem fengiö höfðu afla sl. laugardags- kvöld. Vikuaflinn var samtals 34.705 lestir og heildaraflinn frá byrjun vertiöar samtals 81.498 lestir. A sama tima i fyrra var heildaraflinn samtals 149.060 lestir og þá höföu 69 skip fengið einhvern afla. Aflahæstu skipin i vikulokin voru: Lestir 1. Örn KE 13 4049 2. Gisli Arni RE 375 3942 3. Börkur NK 122 3732 4. Pétur Jónsson RE 69 3213 5. Grindvikingur GK 606 3125 Loðnu hefur veriö landaö á 10 stöðum auk bræðsluskipsins Nor- global og mestu hefur verið landaö á Siglufiröi, samtals 27.810 lestum og Raufarhöfn 18.434 lest- um. —eös Prófkjör hjá Sjálfstædisfíokknum í Reykjaneskjördæmi Ráðherrann hlaut 21,56% atkvæöa ífyrsta sœtið miðað við kjörfylgi við síðustu alþingiskosningar Fjármálaráðherrann, Matthias Á. Matthiesen, gekk fyrir kjósendur sína um síðustu helgi og bað þá að veita sér brautargengi til þess að skipa lsta sæti á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins við næstu al- þingiskosningar, en Sjálf- stæðismenn Reykjanes- kjördæmi efndu til próf- kjörs í kjördæminu um helgina. Fékk ráðherrann aðeins 28.62% atkvæða í lsta sæti, en hlýtur það engu aö síöur. Alls tóku þátt i prófkjörinu 7.647 og 7.348 atkvæöi voru gild, en flokkurinn hlaut 9.751 atkvæði i siöustu alþingiskosningum i kjör- dæminu. Sé fylgi ráöherrans i prófkjörinu nú reiknaö út frá fylgi flokksins i siöustu kosningum hlýtur hann aðeins 21.56% at- kvæða. Meö þvi aö telja öll at- kvæöi, sem á ráöherrann féllu i hin ýmsu sæti listans mun vera hægt að reikna hann upp i 53,9% gildra atkvæða i prófkjörinu. Lítíl loðnu- veiði í gær • Örn og Gísli Árni aflahœstir • Heildaraflinn nœr helmingi minni en á sama tíma í fyrra Ný úgáfa jarðfræði- korta hafin Landmælingar Rikisins eru nú að hefja nýja útgáfu jarð- fræðikorta af tslandi. Er þegar komið út kort af norðvesturhluta Austurlands, en af þvi svæði var ekki tii kort áður. Auk þess er stefnt aö þvi að gefa út eitt kort til viðbótar á þessu ári, væntan- lega annaðhvort af Suðvestur- landi eða miöhluta Suðurlands. Til eru gömul jaröfræöikort af nokkrum hluta landsins, en þau eru oröin úrelt og þvi nauösyn á nýrri útgáfu. ttarlegri rannsóknir og nákvæmari jaröfrasöigreining- ar liggja aö baki þeim kortum sem nú er ætlaö aö gefa út. Þau veröa I nýjum litum og I allan staö miklu greinilegri. Svavar Pálsson hjá Landmæl- ingum Rlkisins taldi óhægt aö spá um hve langan tima tæki aö gefa út kort af landinu öllu, en þau veröa 9 talsins. Fóstrur heita áfram fóstrur Starfsheitiö fóstra blffur. Dagana 27. og 28. janúar för fram atkvæðagreiðsla meðai fóstra um þaö, hvort breytt skyldi um starfsheiti eða haldið hinu gamla heiti. Niðurstaðan varö sú, að fóstruhcitið hlaut 132 atkvæði, Framhald d bls. 14. aðeins En þrátt fyrir þessa Iágu pró- sentu hlaut enginn prófkjörs- manna hærri atkvæðastölu i lsta sætiö og mun þvi ráöherrann skipa þaö viö næstu kosningar. Röö annarra kandidata varö þessi. 2. Oddur ólafsson, alþm., 3. ÓlafurG. Einarsson, alþm., 4. Ei- rikur Alexandersson, bæjarstjóri i Grindavik, 5. Salóme Þorkels- dóttir, Mosfellssveit, 6. Sigurgeir Sigurösson, Seltjarnarnesi og 7. Asthildur Pétursdóttir, Kópavogi, og varö hún hæst þriggja Kópa- vogskandidata. Þessar tölur byggja á niöur- stööum fyrstu talningar en i móö er að telja amk. þrisvar eftir hverjar prófkosningar og breyta gjarnan röö eftir hverja talningu. -úþ Reykjavíkurskákmótið 3. umferð: Friðsemd í fyrirrúmi Skák kvöldsins milli Friðriks og Horts varð stórmeistara jafntefli í 24 leikjum Þriðja umferð Reykjavlkur- mótsins i skák fór fram i gær- kveldi og verður ekki annað sagt en að friösemd hafi rikt milli þeirra skákmeistara sem mest mega sin á þessu móti. Ungu strákarnir okkar þeir Helgi, Margeir og Jón, tefldu allir við stórmeistara og urðu þeir Margeir og Ilelgi að lúta I lægra haldi fyrir Brown og Larsen i 28. og 31. leik. Og með þessum sigri sinum yfir Mar- geiri, hefur Brown enn þá for- ystu, með 3 vinninga eftir 3 um- ferðir og þar af hafa tveir stór- meistarar orðið að lúta lágt fyrir þessum stórskemmtilega, en skrýtna skákmaimi. Annars urðu úrslit i 3. umferö sem hér segir: Larsen — Helgi Ólafsson 1:0 (31) Polugaevsky — Miles 1/2-1/2 (25) Hort—Friðrik ólafsson 1/2-1/2 (24) Brown — Margeir Pétursson 1:0 (28) Lombardy — Guðmundur Sigurjónsson biðskák Jón L. Arnason — Smejkel jafntefli ógaard — Kuzin 0:1 Eins og á þessu sést voru skákir kvöldsins á milli þeirra Horts og Friðriks og Poluga- evskys og Miles, og þeim lauk báöum meö dæmigerðum stór- meistarajafnteflum i aöeins 24 og 25 leikjum. Jón L. Arnason barðist hetju- lega gegn tékkneska meistaran- um Smejkal og lentu þeir i endatafli með samlita dökkreita biskupa og 4 peð hvor.Jón barö- ist hetjulega og náði jafntefli. Guðmundur haföi heldur betri stöðu þegar skák hans og Lom- bardy fór i bið. Staðan eftir 3 umferð- ir: Staðan i Reykjavikurskák- mótinu að loknum þremur um- ferðum er þessi: 1. Walter Brown 3 vinninga 2. -5. Friðrik Ólafsson 2 2.-5. Vlastimil llort 2 2.-5. Anthony Miles 2 2.-5. Bent Larscn 2 6. William Lombardy 1,5 + biðskák 7. -8. Lcv Polugaevsky 1,5 7.-8. Gennady Kuzmin 1,5 9. Guöinundur Sigurjónsson 1 + biðskák 10. -14. Helgi Ólafsson 0,5 10.-14. Margeir Pétursson 0,5 10.-14. Jón L. Arnason 0,5 10.-14. Jan Smejkal 0,5 en hann á inni eina skák. 10.-14. Leif ögaard 0,5 en hann á inni cina skák.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.