Þjóðviljinn - 14.02.1978, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.02.1978, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 14. febrúar 1978 Að fordast óhöpp í hálku í. Ef beygja er framundan og hraöinn er hugsanlega of mikill miðað við viðnám vegarins þegar þú verður beygjunnar var fyrir alvöru, stigðu þá strax á kúpling- una i botn og hemlaöu varlega (forðastu að læsa hjólunum) svo lengi sem tök eru á, áður en kem- ur i beygjuna. Þegar kemur i beygjuna hættu þá hemlun og reyndu að stýra eins átakalaust og hægt er með kúplinguna i botni og án þess að snerta hcmilinn. Allt viönám sem til er verður að nýtast i stýringu. Þvi má ekki „eyða" i hemlun, hvorki með vél né hemlaástigi. 2. Óvænt hindrun á ak- brautinni Ef hraðinn er hugsanlega of mikill til þess að geta stöðvað ökutækið i tima, kúplaðu þá strax sundur þegar þú greinir hættuna.' Haltu beinni stefnu og beittu heml un eftir mætti án þess að læsa hjólunum (hjólin dragast veru- lega). Strax og billinn skriður til, verður að létta á hemlun. Sé enn mikil ferð á bilnum þegar ófarið er um 5-10 billengdir (eftir hálku- ástandi) að hindruninni, hættu þá hemlun og reyndu að stýra eins átakalitið (mjúkt) og hægt er framhjá hindruninni. Ef ökutæki kemur á móti á sama tima svo ekki er á það hætt- III 1 Kúplið sunduf SUO'ð lé« á h«milinn i Hvmtið hinoaö m*6 köplaö *undur HaatUö hemiun ag *tý*ið lctt I akstursate1nu andi að stýra framhjá hindrun- inni vegarmegin, þá er næst best aðfara þvert út af vegi heldur en að lenda á háskalegri hindrun. AUGLÝSING um hönnun bygginga með tilliti til fatlaðra Á fundi menntamálaráðherra Norður- landa i Reykjavik i júni 1974 var lögð áhersla á að i menningarsamstarfi beri að taka sérstakt tillit til þeirra, sem fatlaðir eru, og búa þannig i haginn að þeir geti i sem rikustum mæli tekið þátt i og notið þess sem um er að ræða á sviði menn- ingarmála. í orðsendingu frá mennta- málaráðuneytinu 15. júli 1974, sem birt var i f jölmiðlum, var þeim tilmælum beint til allra sem hanna byggingar, er varða starfssvið menntamálaráðuneytisins að einhverju leyti, svo sem skólahús, félags- heimili, safnahús o.s.frv., að þess sé vand- lega gætt að gera fötluðu fólki sem auð- veldast að komast inn i húsin og fara um þau. í bréfi til Arkitektafélags Islands og Sambands islenskra sveitarfélaga 11. mars 1975 minnti ráðuneytið á þetta mál og æskti góðrar og árangursrikrar sam- vinnu allra, er um þetta mál fjalla. Um leið og ráðuneytið minnir enn á þessi viðhorf sin, vekur það athygli á, að það mun ekki staðfesta teikningar að byggingum, nema framangreindra atriða sé gætt. í- menntamálaráðuneytinu, 9. febrúar 1978. Vilhjálmur Hjálmarsson Birgir Thorlacius Ánægðir með „Aðstoð” Fimm Málmeyjarbúar mótmæla grein í Þjóðviljanum „Til Þjóðviljans Vegna greinar sem birtist i dálk, Klippt og skorið, þann 25. janúar s.l., viljum við undirrit- aðir aðilar koma á framfæri mótmælum á þessari grein, sem er alröng og óheiðarleg i garð Stefáns Ærnasonar, Aðstoðar og okkar sem notið hafa hjálpar hans. Og það sannast á okkur fslendingum nú sem fyrr, „að landinn er landanum verstur”. En þessa grein um Aðstoð telj- um við slúður og hreina þvælu. Starfstúlka Aðstoðar hvetur fólk ekki til að flytja. Það var tekið skýrt fram að þetta væri mjög misjafnt hvað fólki gengi vel með atvinnu og húsnæði. Okkur var ráðlagt að reikna með 3 vikum. Sem hefur nú staðist fram aö þessu. Eins var okkur ráðlagt að hafa með góð- an gjaldeyri, sem t.d. er i dag: Ferðamannagjaldeyrir + Eignayfirfærsla sem er um 825 þúsund isl. kr. fyrir hjón meö 2 börn, eða 18 þúsund s.kr. Aðstoð hefur boðist til að fara i atvinnuleit, fá ibúð, sækja um bústofnslán og semja um af- borganir á húsgögnum. Og fyrir þessa U;ónustu greiðum við 500 s.kr. og þá innifalið að sækja fólkið út á Kastrup. Svo er talað um að mánaðarlaun fólks fari til Aðstoðar, sá sem er ábyrgur fyrir þessum upplýsingum um Aðstoð og Stefán, hlýtur að vera mjög reikningsglaður maður og hafa gaman af að margfalda tölur. Og trú- lega með skattsvik og óðaverðbólgu á Islandi i huga. Stefán leigir Saab-bila og er það helmingi ódýrara en hjá öðrum bilaleigum. Við höfum verið ánægð með Aðstoð, þvi fólkinu hefur verið veitt mjög góð þjónusta, og langt fram yfir það sem hægt var að ætlast til. Það hleypur enginn inn i sænska kerfið, þótt hann sé Islendingur, með mörg vottorð. Já mikið er hugmynda- flug greinarhöfundar, um at- vinnuleysi og greiðsluvandræði. Við höfum látið nægja að segja frá reynslu okkar um við- skipti við Aðstoð og viljum vona að fólk sem lesið hefur greinina um Aðstoð, vegi og meti stað- reyndir á móti slúðurgreininni. Malmö 5. febrúar 1978. Ólafur Birgir Bjarnason Hagnheiöur Itagnarsdóttir Sævar Einarsson Ragnheiður Angantýsdóttir Angantýr Sævarsson” Skrifið — eða hringið í slma 81333 m Eftir akstur i vetur á Ford Es- cort ’76 á sumardekkjum (radi- al) eknum 10.000 km„ hef ég verið að velta þvi fyrir mér hvort ekki gætu flestir eða allir hætt að nota neglda hjólbarða. (Bilbrodda). Ég þarf á hverjum degi að aka um Hörgsland, sem er a 11- bratt miðað við götur innanbæj- ar,og hcf lent i minni erfiðleik- um þar og annars staðar i bæn- um, en við sambærilegar að- stæður, heldur en oft áður á skafla járnuðum Escort '74 Cortina ’65 og Austin A95 ’59. t öllum minum bilum hef ég verið með aukaþunga i skottinu á vetrum. Við samanburð á þess- um bilum, sem allir eru með drif á afturhjólum, hafa vaknað hjá mér ýinsar spurningar. Er Escort 1300 L ’76 eitthvað sérstakur i hálku? Er hann e.t.v. með mýkri tengsli eða aðra þyngdardreif- ingu á hjól en þeir bilar sem ég hef átt og áður eru taldir? Hefur hann kannske aðra eiginleika, sem auðvelda hálku- akstur? Eru radial hjólbarðar betri en aðrir i snjóföl og hálku? Hefur mér eitthvað farið fram i akstri við þessar aðstæður? Hvað siðustu spurningu varð- ar, tel ég það ekki vera. En hver er ástæðan fyrir þvi, að bilar á negldum börðum komast ekki af stað á glærfs á jafnsléttu án að- stoðar eða án þess að spóla ein- hver ósköp á sama stað og tima og þetta veldur mér ekki erfið- leikum? Eg er þeirrar skoðunar að langflestir innanbæjar i Reykjavik noti neglda barða vegna þess að þeir telji þá veita mest öryggi við flestar tegundir hálku og að sumu leyti vegna ákvæða tryggingarfélaga um vetrarbúnað bifreiða, en hafi ekki reynt að komast af án þeirra. Svo er um mig að minnsta kosti. Veturna ’58-’59 og ’59-’60 ók ég þó á lélegum 4 strigalaga sumarbörðum á Fiat 1100 ’54, valdi mér brekkulitlar leiðir og notaði keðjur að aftan, þegár ófærð var mest fyrri veturinn. Slit gatna er orðið það mikið, aðallega vegna negldra barða, að til varnaraðgerða hlýtur að verða gripið. Nokkrar þjóðir og mörg fylki i Bandarikjunum munu hafa bannað notkun negldra barða. Framleiddir eru a.m.k. i Bandarikjunum hjól- barðar sem sagðir eru mjög góðir til vetraraksturs og einnig ætlaðir til sumaraksturs. Gæti borgin sparað með niður- greiðslu verðs á þessum börð- um, eða gætu ökumenn kannske sparað sjálfir, þó þeir kaupi þá fullu verði i stað þess að vera alltaf með tvöfaldan gang og annan negldan? Ég veit ekki til, að verðandi bilstjórar þurfi að fá neina æf- ingu á hálkuakstri. Ég tel eðli- legt að krafist verði að ökumenn fái 2-4 klst. kennslu og æfingu i hálku- og snjóakstri eftir að- stæðum, fyrir ökupróf eða innan árs frá prófi. Æskilegt væri að ökumenn hefðu aðgang að svæði til æfiriga i hálkuakstri. Dettur mér þá helst í hug ónotaði flugbrautar- endinn sunnan við Umferðar- miðstöðina. Slíkt svæði þyrfti að vera undir stöðugu eftirliti með- an það er opið, býst ég við, og þar þyrftu að vera hæfir leið- beinendur. Ég held að borgar- stjórn, tryggingarfélög, FIB, SVFI og ef til vill fleiri aðilar hljóti að geta komið sér saman um rekstur sliks svæðis i borg- inni eða nágrenni hennar, sé áhugi þessara aðila fyrir fækk- un slysa, öruggari akstri og ódýrara gatnaviðhaldi fyrir hendi, sem liklegt verður að teljast. Samkvæmt minni reynslu virðist verulegur munur á bif- reiðartegundum hvað varðar akstur i hálku, og ég er sann- færður um að margir renna blint i sjóinn i þessu tilliti er þeir huga aö bilakaupum. Gæti ekki Bifreiðaeftirlit rikisins stað ið fyrir kerfisbundinni athugun á aksturshæfni einstakra bif- reiðategunda með mismunandi gerðir hjólbarða við hinar ýmsu tegundir hálku? Ég skal lána minn bil. Niðurstöður slikra at- hugana yrðu að vera öllum að- gengilegar. Að lokum: Starfsmenn gatnamálastjóra hafa staðið sig vel i hálkueyðingu það sem af er vetri. Mér dettur ekki i hug að kvaría, þó slik starfsemi minnki verulega um helgar, eins og við hefur borið. Margir eru mér sammála um þessar vangaveltur, og þess vegna eru þær komnar á blað. 9851-3248 Hugleiðingar í hálku þann 1. febrúar 1978

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.