Þjóðviljinn - 14.02.1978, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJOÐVILJINN Þriftjudagur 14. febrúar 1978
Rætt um kaup og kjör alþingismanna:
Andvígur því að þingmenn séu á
viðbótarlaunum hjá ríkinu
sagöi Lúövík Jósepsson
Fimmtudaginn i siðustu viku
urðu miklar umræður f neðri
deild Alþingis um laun alþingis-
manna og umfjöllun sumra dag-
blaða um það efni. Umræðurnar
hófust með þvi að Gylfi Þ. Gisla-
son gerði grein fyrir frumvarpi
sem hann flytur ásamt EUert B.
Schram um breytingu á lögum
um þingfararkaup alþingismanna
Samkvæmt frumvarpinu er gert
ráð fyrir að laun alþingismanna
skuli ákveðin af Kjaradómi og að
kjör alþingismanna að öðru leyti,
svo sem húsnæðis- dvalar- og
ferðakostnaður skuli sömuleiðis
ákveðinn af Kjaradómi að fengn-
um tiilögum þingfararkaups-
nefndar.
Margvlslegur
misskilningur
Gylfi Þ. Gfslason mælti fyrir
frumvarpinu og sagði að launa-
kjör alþingismanna hefðu enn á
ný verið mjög i sviðsljósinu og
margvíslegur misskilningur
skapast um þau,, upphæð þeirra
og tilurö, svo og kjör alþingis-
manna almennt. Þessar umræður
hefðu sýnt fram á nauðsyn þess,
að lagaákvæðium þessi mál valdi
ekki ruglingi og þingmenn eyði
þeirri tortryggni sem rikjandi
virðist um kjör þeirra.
Gylfi benti á að samkvæmt lög-
um um þingfararkaup þá skulu
þingmenn njóta launa samkvæmt
launaftokki B3 f kjarasamningi
um laun starfsmanna rikisins.
Þingmenn taka þvi ekki sjálfir
ákvarðanir um laun sin, nema að
þvi leyti að Alþingi og alþingis-
menn hafa löggjafarvaldið i sin-
um höndum. Þar sem nú launa-
flokkur B3 er ekki lengur fyrir
hendi þá sé timabært að það skref
verði stigið að Kjaradómur taki
ákvörðun um iaun þingmanna,
eins og hann gerir varðandi kjör
ráðherra, hæstaréttardómara og
ráðuneytisstjóra. önnur kjör
þingmanna svo sem ferða-, dval-
ar- og fæðiskostnað hafði þingfar-
arkaupsnefnd lögum samkvæmt
ákveðið, en eðlilegt sé að þau kjör
hlitieinnig ákvörðun Kjaradóms.
Laun þingmanna
ekki nógu há
ElIertB. Schramsem er annar
flutningsmaður áðurgreinds
frumvarps sagði að hann hefði
aldrei farið dult með þá skoðun
sina, að sér fyndist laun þing-
manna ekki hafa verið nægilega
rifleg, og hann væri þeirrar skoö-
unar að launum þeirra ætti ekki
að halda niðri. Sagöi hann að fyrir
þvi væru þrenns konar rök. 1
fyrsta lagi þá myndu góðir og
hæfir menn ekki sækjast eftir
stjórnmálaafskiptum eða þing-
mennsku ef launum þingmanna
væri haldið niðri. I öðru lagi
mætti benda á að ef kjörin væru
ekki nægilega góð, þá myndi það
leiða til þess að menn sæktust eft-
ir öðrum störfum samhliða þing-
mennsku, sem ekki væri heppi-
legt. Þjóöfélagið væri orðið það
flókið að það væri útilokað fyrir
þingmenn að vinna þing-
mennskustörf i hjástundum og
nánast þvi aukastarfi. I þriðja
lagi væri lifsnauðsynlegt að laun-
in sé góð til að koma i veg fyrir
þaðað þingmenn þurfi að standa
frammi fyrir freistingum um það
að á þá sé borið fé, en þess væru
mörg dæmi erlendis frá.
Kjaradómur myndi
hækka launin
Sverrir Hermannsson sagöi að
ef Kjaradómi yrði falið að ákveða
laun alþingismanna þá myndi það
leiða til þessaðlaun þeirrahækk-
uðu verulega frá þvi sem nú væri.
Kjaradómur myndi ekki ætla
þingmönnumlægrilaun heldur en
það sem gerist um aðra starfs-
menn rikisins. Þingfararkaups-
nefnd hafi ákveðið kjör þing-
Lúðvlk
Gylfi Þ.
EUert B.
Sverrir
þingsjá
manna mun lægri en tiðkast hjá
öllum öðrum starfemönnum rik-
isins eins og komið hafi fram i
greinargerð þingfararkaups-
nefndar.
Sverrir sagði að i stað þess að
fela Kjaradómi að ákveða laun og
kjör þingmanna þá ættu þing-
menn að taka þessi mál í sínar
hendur, bæði ákvörðun um laun
og kjör. Sagði Sverrir að ef þing-
fararkaupsnefnd hefði haft þessi
mál öll i sinum höndum, þá hefði
það ekki hent að laun þingmanna
hækkuðu jafnmikið og laun þeirra
sem mesta hækkun fengu.
Þá sagði Sverrir að Alþingi
þyrfti að taka til umræðu með
hvaða hætti yrði bætt úr þvi
ófremdarástandi sem nú ríkti hjá
islenskum fjölmiðlum vegna þess
Samstarf þjódleikhússins og áhugaleikfélaganna:
Skýrt ákvædi nauösyniegt
segir Helgi Seljan
Miövikudaginn 9. þ.m. mælti
Vilhjálmur Iljálm arsson fyrir
frumvarpi til laga um Þjóðleik-
hús. Lagafrumvarp Þjóðleikhús
var lagt fyrir Alþingi 1975 og 1976
en varð eigi útrætt. Frumvarpið
hefur nú eftir ábendingu fjár-
málaráöuneytisins veriö nokkuö
breytt frá upphaflegri mynd.
t frumvarpinu er gert ráð fyrir
að ráðinn verði leiklistarráðu-
nautur (dramaturg), tónlistar-
ráðunautur (1/3 starf) og list-
dansstjóri i fullu starfi. Þá er gert
ráð fyrir framkvæmdastjóra sem
hafi með höndum skipulagsstarf
innan leikhússins. Einnig er gert
ráð fyrir heimiid til að ráða höf-
unda um ákveðinn tima.
1 frumvarpinu er gert ráð fyrir
að Þjóðleikhúsið standi fyrir
óperustarfsemi og listsýningum.
Þá er gerð krafa til leikhússins
um að þjóna landsbyggðinni i
leiklistarefnum.
Helgi Seljan tók til máls eftir
ráðherra og lagði áherslu á að
frumvarp þetta næði fram að
ganga. Einkum taldi hann mikil-
væg ákvæðin um samstarf Þjóð-
leikhússins og áhugaleikfélag-
anna. 115. gr. væri kveðiðá um að
Þjóðleikhúsið skuli kappkosta að
hafa samstarf við leikfélög
áhugamanna, láta þeim i té gisti-
leikara og leikstjóra til leiðbein-
inga, eftir þvi sem unnt er. Sagði
Helgi að hann teldi það vera
meginskyldu Þjóðleikhússins við
áhugaleikfélögin að vinna að
þeim málum er fram kæmu i 15.
greininni. Sagði hann að þessi
skylda Þjóðleikhússins gagnvart
áhugaleikfélögunum þyrfti að
koma skýrt fram i reglugerð.
Ríkisstjórnin starfar
í anda Marx-
Lenínismans
segir Albert Guðmundsson
Viðumræður i efri deild Alþing-
is s.l. fimmtudag um frumvarp
rikisstjórnarinnar um ráðstöfun
gengismunar vegna gengislækk-
unar islensku krónunnar, lýsti
Albert Guðmundsson andstöðu
sinni við 2. gr. frumvarpsins.
Sagði hann að frumvarpið væri
vottur þess að rikisstjórin starf-
aði eftir kenningum Marx og Len-
ins og stuðningi máli sinu vitnaði
hann f þá félaga. Sagði Albert að
stefna rikisstjórnarinnar væri að
taka sem mest frá þeim sem dug-
hversu fcl. blaðamannastétt væri
skelfilega illa mennt.
Leggja ber
Kjaradóm niður
Lúðvík Josepsson sagðist vera i
hópi þeirra manna er hefur verið
ámóti skipun Kjaradóms og hann
teldi að leggja ætti Kjaradóm nið-
ur og veita Bandalagi starfs-
manna rikis og bæja óskoriaðan
samningsrétt, sem og samtökum
háskólamanna. Hann gæti þvi
ekki samþykkt frumvarp sem
gerði ráð fyrir að viöhalda lifi
Kjaradóms.
Þá sagðist hann vera algjörlega
á móti þvi að alþingismenn séu að
skjóta sér undan þeim vanda og
þeirri ábyrgð að taka ákvörðun
um laun þingmanna. Sagðist
hann veraalgerlega á móti þvi að
leysa þann vanda sem Alþingi
stæði frammi fyrir, vegna áróð-
urs sem að þvi hefði verið beint,
með þvi að visa vandanum til
Kjaradóms. Kjaradómur hefði
svo sannarlega ekki starfað
þannig, að það væru einhverjar
likur til þess að hann yrði við ósk-
um þeirra sem vildu lækka laun
alþingismanna. Miðað við þá úr-
skurði sem frá honum hefðu kom-
ið þá væri liklegra að hann myndi
beinlínis hækka laun þingmanna.
Lúðvik sagði að það væri hans
skoðun að sú skipan ætti að gilda
sem verið hefði frá upphafi, að sá
vandi að ákveða laun þingmanna,
hvildi á Alþingi sjálfu. Jafnframt
sagði hann það sina skoðun að
hann teldi að þau laun sem al-
þingismönnum hefðu verið
ákveðin væru góð laun og þá
sagðist hann miða við hin al-
mennu launakjör á landinu.
Þingmenn séu ekki
á viðbótarlaunum
hjá rikinu
Lúðvik benti á að f lögum um
laun alþingismanna væri gert ráð
fyrir þvi' að alþingismenn geti
einnig verið á viðbótarlaunum
hiá rikinu. Starfsmaður sem
gegndi starfi með þingsetu hjá rik
8eu gætifengið 60% árslauna fyrir
það starf. Sagðist Lúðvik ætið
hafa verið á móti þessu ákvæði og
væri það enn. Hann myndi þvi
eins og hann hefði oft gert áður
flytja nú tillögu þar sem þetta
væri bannað. Þingmaður gæti
ekki sinnt öðruopinberustarfi hjá
rikinu nema það bitnaði á öðru
hvoru þessara starfa.
Lúðvik vék að lögum um laun
alþingismanna og benti á aðsam-
kvæmt þeim nyti alþingismaður
launa samkvæmt launaftokki B3 i
kjarasamningi um laun starfs-
manna rikisins og það væru þvi
ekki þingmenn sem ákvæðu upp-
hæð launa sinna. Samkvæmt áð-
urgreindum launalögum ættu
þingmenn að vera i 3. hæsta
launaflokki og ásamt þingmönn-
um væru i þessum flokki t.d. bæj-
arfógetinná Akureyri, orkumála-
stjóri og forstjóri Innkaupastofn-
unar rikisins. 1 launaflokkum þar
fyrir ofan væru t.d. iorstjóri
Tryggingastofnunar rikisins, út-
varpsstjóriog tollstjórinn. 1 efsta
launaflokki væru hins vegar t.d.
biskupinn, ráðuneytisstjórar og
lögreglustjórinn i Reykjavík.
Að lokum lagði Lúðvik áherslu
á að hann áliti að eftir að kaup
þingmanna væriorðið eins gott og
hann teldi það vera núna, þá ættu
þingmenn ekki að taka nein önnur
laun fyrir störf hjá hinu opinbera
meðan þeir væru á þingmanns-
kaupi.
Umræður um þetta mál stóðu
langt fram yfir miðnætti, en ekki
eru tök á þvi að gera nánari grein
fyrir umræðunum hér að sinni.
Breytingartillaga
Lúövíks
Það skal tekið fram að eftir að
umræðunni lauk lagði Lúðvik
Jósepsson fram breytingartillögu
þá er hann hafði boðað i ræðu
sinni. Tillagan er svohljóðandi:
„2. gr. laganna, um laun þeirra
alþingismanna sem jafnframt
eru starfsmenn rikisins eða rikis-
stofnana, falli niður.”
legir væru og einhvers mættu sin
og afhenda skussunum og gera
alla að jafnmiklum öreigum! N
Magnús Kjartansson:
Upphaf á Páls-
trómeti
Ég sé í Þjóðviljanum i dag, 12.
febrúar, að Páll Bergþórsson
veðurfræðingur ljóðar á okkur
þingmenn Alþýðubandalagsins,
hvern og einn. Það er forn is-
lenskur siður að svara i sömu
mynt ef ljóðað er af góðum hug
(væri kveðskapurinn gerður af
illum hug urðu viðurlögin einatt
áhrifameiri), og mér finnst að
við, þingmenn Alþýðubanda-
lagsins, eigum að fylgja þjóð-
legum siðum. Raunar tel ég Pál
Bergþórsson verðskulda það að
um hann væri ortur bragur,
engu smærri að flatarmáli og
andagift en trómet það sem
Norðmaðurinn Pétur Dass orti
endur fyrir löngu handa Krist-
jáni Eldjárn forseta til að snúa á
islensku og kom út á bók i fyrra.
Ég tek mér bessaleyfi til að
hefja braginn, og fái ég undir-
tektir skal ég leggja til lltu
hverja visu um ófyrirsjáanlega
framtið. Siðar getur komið aö
þvi, að einhver norskur kóngur
snúi bragnum á Vesturskandi-
navisku.
Þetta er upphaf á Pálstróm-
eti:
Magnús Kjartansson.
Öll þjóðin á islandi þekkir hann Pál
sem þusar um veðrið af lífi og sál
og lika um ýmislegt annað.
Hann stafsetur hljóð sin á stórbrotinn hátt;
á stuðlanna þrískiptu grein slær hann dátt.
AUt vit hans er hagiega hannað.