Þjóðviljinn - 14.02.1978, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 14. febrúar 1978
Málgagn sósíalisma,
verkalýðshreyfingar
og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Kitstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson.
Umsjón með sunnudagsblaði:
Árni Bergmann.
Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn
Pálsson
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Siðumúla 6, Simi 81333
Prentun: Blaðaprent hf.
Tekst að breyta
íslandi í alþjóð-
legt spilavíti?
Jón G. Sólnes gegndi lengi vel stöðu
bankastjóra Landsbankans áður en hann
varð alþingismaður og Kröfluleiðtogi.
Rétt fyrir kosningarnar vorið 1971 gerði
hann opinberlega grein fyrir hugsjóna-
málum sinum i viðtali við Lesbók Morg-
unblaðsins. Yfirskrift viðtalsins var „Ger-
um island að alþjóðlegri peningamiðstöð
— og græðum stórfé”. 1 viðtali þessu
komst Jón G. Sólnes meðal annars svo að
orði: ,,Ég held að við gætum gert ísland
að alþjóðlegri peningamiðstöð likt og
Sviss. Það er alkunnugt að bankar i Sviss
geyma stórfé á leynireikningum. ... Eng-
inn vafi er á, að sjálfir eiga íslendingar
stórfé i bönkum erlendis, og þeir mundu
þá flytja þetta fé inn i landið.” ,,.... þetta
verðum við að gera: losa okkur við aum-
ingjaskapinn og þröngsýnina, losa okkur
við skriffinnskuna og hömlurnar.”
Þessar tilvitnanir i 8 ára gamalt viðtal
við Jón G. Sólnes eru birtar hér að gefnu
tilefni, semsé þvi, að Jón virðist hafa
ákveðið að lifa i samræmi við kenningar
sinar með þvi að eiga fjármuni erlendis i
stórum stil. Siðan viðtalið birtist 9. mai
1971 er Jón G. Sólnes orðinn alþingismað-
ur, einn sextugasti hluti löggjafarvalds-
ins, og hefur sem slikur margoft flutt til-
lögur og mál á alþingi sem mjög bera
keim af þeim kenningum sem að ofan eru
skráðar úr viðtalinu. Það kemur engum á
óvart að Jón Sólnes alþingismaður hafi
þessar skoðanir ; hitt vissu færri,að þing-
maðurinn hefði ákveðið að taka lögin i
sinar hendur og setja einskonar einkalög-
sögu fyrir sjálfan sig.Það vissu færri að
hann ætti inneignir erlendis — átta miljón-
ir i Finansbanken og kannski meira ein-
hvers staðar annars staðar, eða hvað?
Þjóðviljinn fjallaði um innistæður Jóns
G. Sólnes i Finansbanken fyrir mörgum
vikum, en hann hefur engu viljað svara
fyrr en nú i fyrradag að hann birtir yfir-
lýsingu i Morgunblaðinu þar sem hann
viðurkennir að eiga fé i Finansbanken.
Þegar þessi viðurkenning alþingismanns-
ins liggur fyrir er augljóst að næsta stig
ætti að vera sérstök opinber rannsókn á
máli alþingismannsins. 1 þeirri rannsókn
þarf að beina kastljósinu að þvi hvernig
þetta fé er fengið, hvort þingmaðurinn á
inneignir annars staðar erlendis, hvort
hann hefur gert skattayfirvöldum grein
fyrir þessum fjármunum og hvaða viður-
lög slik háttsemi á að hafa i för með sér.
Hvað sem öllu öðru liður virðist ljóst að
einn af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins
er ber að skattsvikum og gjaldeyrislaga-
brotum. Það er áfellisdómur sem ekki er
kveðinn upp i Þjóðviljanum heldur i al-
menningsálitinu og þvi verða réttir dóm-
stólar að f jalla um málið. En i tilefni játn-
ingar Sólness verður að bera fram eftir-
farandi kröfur: 1. Þegar i stað verður að
fara fram opinber rannsókn á þessu sér-
staka máli Jóns G. Sólness og jafnframt
verður að fara fram ýtarleg könnun á þvi
hvaða íslendingar eiga gjaldeyrisinn-
eignir erlendis. í þeim efnum er nauðsyn-
legt að beina athygli og rannsókn að öllum
þeim aðilum sem stunda hvers konar
heildverslun og umboðsverslun hér á
landi. 2. Þegar i stað verður forsætisráð-
herra landsins og formaður Sjálfstæðis-
flokksins að taka afstöðu i þessu máli þar
sem hér er um að ræða þingmann Sjálf-
stæðisflokksins, efsta mann á framboðs-
lista flokksins við komandi Alþingiskosn-
ingar i Norðurlandskjördæmi eystra.
Þau fjársvikamál sem hafa komið upp
að undanförnu eru mjög mörg nátengd
Sjálfstæðisflokknum. í þvi sambandi má
minna á formann Varðarfélagsins og við-
skipti hans við Hauk Heiðar forstöðumann
ábyrgðardeildar Landsbankans. Þá má
minna á mörg fjárdráttarmál sem hafa
þróast undir handarjaðri borgarstjórnar -
ihaldsins i Reykjavik á undanförnum ár-
um. Það er eðlilegt að slik mál skuii sér-
staklega tengjast Sjálfstæðisflokknum;
hann er flokkur verðbólgubraskara og
viðskiptajöfra, hann er hagsmunatæki
þeirra, skjól og vörn. Forystumenn hans
hafa flestir „hugsjónir” eins og þær sem
Jón G. Sólnes gerði grein fyrir i blaðavið-
tali 1971 og vitnað var til i upphafi, og full
ástæða er til þess að ætla að fleiri forystu-
menn en Jón Sólnes hafi eitthvað i poka-
horninu ef að er gætt. Geir Hallgrimsson
forsætisráðherra hefur sjálfur verið i for-
svari fyrir heildsala og umboðsaðila, og
Albert Guðmundsson efsti maður á lista
flokksins i Reykjavik hefur ekki viljað
játa þvi né neita opinberlega hvort hann á
innstæður i bönkum i Frakklandi.
Það er sem fyrr segir eðlilegt að brask-
arar og gjaldeyrissvindlarar sameinist i
Sjálfstæðisflokknum; þeirra hagsmuna
gætir flokkurinn. Það kom vel i ljós á dög-
unum þegar hann beitti sér fyrir þvi i
bróðurlegu samstarfi við Framsóknar-
•flokkinn að hækka inneignir þessara
manna á einni nóttu um 13%. Almenn-
ingur á Islandi er hins vegar andvigur þvi
að breyta íslandi i alþjóðlegt spilaviti
handa þeim mönnum sem vilja geyma
fjármuni sina á leynireikningum. Það
verður að visu að viðurkenna að Sjálf-
stæðisflokkurinn og Framsóknarflokkur-
inn hafa á tæpum fjórum árum náð furðu
miklum árangri i þvi að koma fjármála-
siðferðinu i landinu niður á það stig sem
viðurkennt er i spilavitum. Það er ekki
þar með sagt, að landsmenn veiti fjár-
hættuspilurunum heimild til þess i næstu
kosningum að halda áfram við að þrýsta
efnahagslifi landsmanna niður i fúafen
spillingar og einkagróðahyggju.
—s.
Skilaskyldan er
afdráttarlaus
1 málum Jóns Sólnes, alþing-
ismanns, liggur þrennt fyrir.
Hann og eiginkona hans hafa
átt verulegar innistæður i Fin-
ansbanken um nokkurra ára
skeið.
Samkvæmt upplýsingum
gjaldeyriseftirlitsins hefur eng-
in viðhlitandi grein verið gerð
fyrir þessu fé, og að sögn Jóns
sjálfs var það ekki flutt heim
fyrr en fréttist af upplýsinga-
gjöf danskra yfirvalda til ts-
lands um gjaldeyriseign tslend-
inga i dönskum bönkum.
t lögum um skipan innflutn-
ings- og gjaldeyrismála frá ár-
inu 1960 4. gr. segir svo:
„Allur erlendur gjaldeyrir,
sem hérlendir aðilar eiga eða
eignast fyrir vörur, þjónustu
eða á annan hátt, skal seldur
Landsbanka islands, Seðla-
bankanum, eða öðrum bönkum,
sem hafa heimiid til að versla
með crlendan gjaldeyri, án ó-
eðlilegs dráttar, samkvæmt
nánari reglum, sem settar
verða með reglugerð. Þó geta
þeir aðilar, sem um getur i 2. gr.
veitt undanþágu frá þessari
reglu.”
Strangar
refsingar
Jón Sólnes hefur hvorki reglu-
gerðarheimild né sérstaka und-
anþágu frá bönkunum til þess
að eiga gjaldeyri erlendis.
Samkvæmt tólftu grein áður-
nefndra laga liggja við þvi mjög
strangar refsingar að vanrækja
að skila gjaldeyri eða gefa
bönkunum ekki nákvæmar
skýrslurum erlenda gjaldeyris-
eign. Þar er kveðið á um dag-
sektir, allt að hálfrar miljón
króna sekt, varðhald eða fang-
elsi allt að 4 ár fyrir itrekuð brot
og hugsanlegan atvinnumissi og
upptöku eigna.
Það spyrja margir að þvi
þessa dagana hversu verði farið
með mál Jóns Sólnes og annarra
sem eru á „danska listanum '.
Málið er sérstaklega „við-
kvæmt”vegna þess að gera má
ráð fyrir að fjöldi tslendinga,
m.a. um 2000 heildsalar i land-
inu, sem njóta umboðslauna af
viðskiptum við erlenda aðila.
geymi fé erlendis annarsstaðar
en i Danmörku.
Þá má minna á rannsóknina
sem gerð hefur verið á meintum
skatt- og gjaldeyrissvikum við
skipakaup i Noregi. Eins og það
mál stendur virðist af öllu að
dæma mega ráða að það hafi
verið almenn regla við slik
skipakaup að hafa meiri gjald-
eyri út úr bankakerfinu islenska
en útgerðaraðilum bar.
Þeir sem átt hafa gjaldeyri og
eiga erlendis án þess að hafa til
þess fullgildar heimildir og án
þess að gera skatt- og gjaldeyr-
isyfirvöldum hér grein fyrir þvi
geta huggað sig við það að hér-
lendis er ekki tekið eins hart á
fjármálabrotum og farið er að
gera viðast hvar erlendis. t
flóknum nútimaþjóðfélögum
fer þessi tegund afbrota ört vax-
andi og reynt er að bregðast við
þessu með þvi að auka sérfræði-
þekkingu dómstóla og rann-
sóknarmanna á þessu sviði og
þyngja refsingar.
Sumir eru jafnari
en aðrir
Hugsum okkur t.d. að tekið
væri eins hart á fjármálabrot-
um, t.d. ólöglegri gjaldeyriseign
erlendis, eins og á brotum gegn
fikniefnalöggjöfinni. Fikniefna-
dómstóllinn fellir varöhalds-
dóma við minnstu grunsemdir
og lesa má nær daglega i blöð-
um hversu margir sitja inni
vegna rannsóknar dómstólsins
á hinum ýmsu smyglmálum.
Útgerðarmennirnir sem
keyptu skip frá Noregi eða þing-
maðurinn sem viðurkennt hefur
ólöglega gjaldeyriseign þurfa
ekki að óttast eins harðneskju-
lega meðferð og Fikniefnadóm-
stóllinn beitir meinta smyglara.
Þeir treysta sjálfsagt á aö
þeirra mál verði mörg ár enn að ■
velkjast milli embætta og dóm-
stóla.
Allir eiga að vera
jafnir fyrir
lögunum
Og það verður að gera kröfu
til þess að viðkomandi aðilar,
bankarnir, rikisskattstjóri og
saksóknari, fari að gera heyrin-
kunnugt, hvernig þeir hyggjast
taka á þeim gjaldeyrisbrotum
sem nú eru að upplýsast.
Ha, hvað
er þetta?
Alþýðuflokkurinn er alltaf að
koma meira og meira á óvart.
Hvað er t.d. að gerast á Alþýðu-
blaðinu þegar svona er skrifað i
forystugrein um ákvörðun rikis-
stjórnarinnar um að rifta kjara-
samningunum: (Alþýðubl.
föstud. 10. febr.)
„Sú ákvörðun rikisstjórnar-
innar að kippa óbeinum sköttum
út úr framfærsluvisitölunni, þar
scm þeir vega um 19 af hundr-
aði, er lúaleg kjaraskerðing,
sem ekki verður við unað. Rlk-
isstjórnin mun státa sig af þvi,
að hafa ekki hróflað við gerðum
kjarasamningum. Það hefði þó
verið öllu heiðarlegra, heldur en
að koma aftan að launþegum,
eins og nú hefur verið ákveðið.”
Bjarni safnar
i flokk
Kosningabomba Alþýðu-
flokksins er nú sprungin á Aust-
urlandi og þótt ekki verði af
henni ýkja hár hvellur er hún
óneitanlega kostuleg. Svo litill
áhugi var á efsta sæti kratalist-
ans i þessum landsfjórðungi að
ekki var einu sinni hægt aö efna
til prófkjörs um það. En þar
trónir nú Bjarni Guðnason, pró-
fessor, foringi Frjálslynda-
flokksins sáluga og sá er fyrstur
yfirgaf þingflokk Frjálslyndra
og vinstri manna. Nú sameinast
hann aftur Birni vini sinum
Jónssyni,og er óskandi að sam-
farir þeirra verði bærilegri á
nýja staðnum heldur en á
vinstri stjórnar árunum. Þær
raddir heyrast að með framboði
sinu sé Bjarni einungis að safna
sér i nýjan flokk og hyggist ekki
eiga langar samvistir við Al-
þýðuflokksmenn. — ekh.
I
I
■
I
i
■
I
i
i
m
I
i
■
I
m
I
i
■
I
i
■
a
■
i
■
i