Þjóðviljinn - 14.02.1978, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 14.02.1978, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 14. febrúar 1978 HIÐ GUÐDOMLEGA IÁRNBLENDIVER Siðustu kindur Kristmundar á Klafastöðum Jámblendiverið kostar alíka og 500 góöar bu jarðir með allri áhöfn. AOalforstjórarnir: Jón rlki SigurOsson og FriOrik norski Schatvet Nokkrir blaðamenn með stirur i augum standa liti Imótlegir í niðamyrkri á gríðarstór- um drulluvangi. Klukkan er sjö að morgni og allt stillt og kyrrt svo að ekki blaktir hár á höfði. Greina má útlinur fjalla- hrings/ Akrafjalls, Esju og Skarðsheiðar. Eitt er þó það fjall sem er sýnu hæst og gín yfir. Smátt og smátt er morgunkyrrðin rofin, köll taka að berast, Ijós eru kveikt og vélar ræstar. Áður en varir er allt umhverfið nötrandi af höggum og skrölti. Við erum skyndilega i mið- punkti æðisgengins um- róts, umkringdir og óöruggir eins og dvergar i ragnarökum. Vaggandi vélskófla nálgast og við skjótumst til hliðar. Hér erum við staddir á þeim stað sem Grundartangi heitir í landi Kalastaða í Skilmannahreppi. — Þar er ekki grasbeit meir. bað hið þunga fjall sem gin hæst yfir er ekki venjulegt fjall með klettabeltum, daiadrögum, skoppandi lækjum og snjóhettu sem það tekur góðlátlega ofan þegar vorar. Nei, ó, nei. Það er ofnhús, hið mikilfenglegasta i samanlagðri kristni. I þeim efn- um vonast sumir til að mala gull i 2000 stiga stækju. Og við erum staddir hér i boði Jóns rika Sig- urðssonar sem ætlar að leiða okkur i allan sannleika um guð- dómlegt eðli þessa vitiselds. Við komum að kvöldi til i sið- ustu viku, vorum ræstir klukkan hálf sjö og eigum nú að ramba um undir handleiðslu tækni- krata, útlendra og innlendra, nestaðir háum stigvélum til að sökkva ekki i fenin,og hjálmum til varnar sendingum að ofan. Eftir að hafa fylgst með upp- komu djöfuldómsins i morgun- fegurðinni göngum við til fund- ar við Jón og hann upphefur mál sitt til upphafningar risa- málmbræðslunnar sem hann segir að muni kosta sem svarar 500 góðum bújörðum með allri i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.