Þjóðviljinn - 14.02.1978, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 14.02.1978, Blaðsíða 13
ÞriOjudagur 14. febriiar 1»78 ÞJ6ÐVILJINN — SIPA 13 Yfirlýsing í tilefni rádstefnu um Alþjódabankann: Varasöm ítök og áhríf Mánudaginn 13. febrúar 1978 var haldin á vegum Félags Sam- einuðu Þjóðanna á tslandi ráðstefna um Alþjóða bankann. Þar komu fram erlendir framá- menn bankans og aðrir aðilar sem hafa unnið fyrir bankann og segja frá dásemdum þessarar stofnunar. Markmiö þessarar ráðstefnu var að hvetja islendinga til að tengjast sterkari böndum og ger- ast I auknum mælimeðhjálparar þessarar stofnunar. í þessu tilefni hafa undirritaðir séð sig tilneydda til að vekja at- hygli á nokkrum grundvallar at- riðum er varða hlutverk Alþjóða bankans. Megin markmið bankans eru þrjú: 1. Að finna hagvænleg fjár- festingartækifæri fyrir eigend- um fjölþjóða fyrirtækja. 2. Að auka hagkvæmni og arðsemi þeirra fjárfestinga sem fjölþjóða fyrirtæki leggja i, i einstökum löndum. 3. Að tryggja réttarstöðu fjöl- þjóða fyrirtækja gagnvart þjóðrikjum. Þessum markmiðum nær bank- inn meðal annars með þvi að láta framkvæma forrannsóknir um hagkvæmni tiltekinna fram- kvæmda eða fjárfestinga er gætu komið fjölþjóða fyrirtækjum að notum. Bankinn notfærir sér oft ókeypis þjónustu UNIDO (Iðn- þróunarstofnun Sameinuðu Þjóðanna) við þessar forrann- sóknir og tekur þannig ómakið og kostnaðinn af fyrirtækjunum. Séu niðurstöður forrannsóknanna já- kvæðar er fjölþjóða fyrirtækjun- um gert viðvart. — lána fyrst og fremst til undir- stöðu framkvæmda sem gera fjárfestingar fjölþjóða fyrirtækja i viðkomandi löndum arðbærar. Má þar nefna m.a. lán til virkjanagerðar til hafnar- og vegagerðar og til stofnunar fag- skóla til framleiðslu á öguðu og þjálfuðu vinnuafli handa fjöl- þjóða fyrirtækjunum. I samning- um bankans við þjóðriki (bankinn lánar ekki til einkafyrirtækja) er hinn innlendi kostnaðarþáttur ætið takmarkaður en þáttur er- lendra aðila jafnframt rikjandi. — reka gerðardóm (ICSID) sem á að leysa deilur milli þjóðrikja og erlendra fyrirtækja, þannig að út- koman verði hinum erlendum aðilum i hag. — setja i samningum sinum við þjóðriki ákvæði sem tryggja af- komu erlendra fyrirtækja og áframhaldandi aðstöðu. Samskipti Alþjóða bankans við islenska rikið eru góð kennslu- bókardæmi um þær aðferðir sem hér voru lýstar. Annars vegar tryggja samningar isl. rikisins við ALUSUISSE að deilum þeirra á milli eigi að visa til gerðardóms bankans i Washington. Hins veg- ar voru sett i lánasamningum bankans við islenska rikið vegna Sigölduvirkjunar ákvæði sem tryggja afkomu og aðstöðu ALUSUISSE á íslandi. Sam- kvæmt samningum þessum falla lán vegna Sigölduvirkjunar i gjalddaga ef islenska rikið endur- skoðar samninga sina við ALUSUISSE án samráðs við bankann. Að „alþjóða” bankinn skuli vera erindreki fjölþjóða fyrir- tækja er engin ný bóla fyrir þá er fylgst hafa með stefnu ba-nkans gagnvarteinstökum þjóðrikjum á siðustu árum. Fyrirgreiðsla bankans við gerræðisstjórnir t. d. i Chile en neitun bankans að lána Elias Davíðsson Engilbert Guömundsson. þeim þjóðum, er hafna itökum fjölþjóða fyrirtækja hafa löngum opnað augu manna fyrir þvi i hvers þjónustu bankinn starfar. Vert er einnig að minnast þess að bankinn er ekki tengdur nema mjög lauslega við Sameinuðu Þjóðirnar. Skipan hans er ekki heldur lýðræðisleg enda ákvarðast stjórnun hans og stefna i lánamálum af hlutafjáreign ein- stakra aðildarrikja en ekki af þörfum einstakra rikja eða mannfjölda i viðkomandi rikjum. Háðandi öfl i bankanum eru þvi Bandarikin og fáein auðug riki sem eru einnig heimastöðvar stærstu fjölþjóðafyrirtækja. Það er þvi við hæfi og fyllilega timabært að skora á alla frjáls- þenkjandi menn að varast mál- flutning hagfræðinga bankans og lærlinga hans innan embættis- mannakerfisins á Islandi. P.S.: Einn af lærlingum bank- ans er nú orðinn eins konar útibú- stjóri fjölþjóða fyrirtækja á Is- iandi. Um er að ræða Jón Sigurðs- son, forstjóra „islenska” járn- blendifélagins sem er i raun dulið dótturfy rirtæki ELKEM- SPIGELVEHKET Virðingarfyllst, Elias Daviðsson Kársnesbraut 41 Kóp. Engilbert Guömundsson Garðabraut 26, Akranesi R. 13.2.78 Nýju bílasmiðjunni þurftu á starfskröftum hans að halda. Hann var um árabil virkur i Félagi bifreiðasmiða og i stjórn þess mörg.hin síðari ár.Olafur var mikill knattspyrnuunnandi og lét sig ekki oft vanta á „völlinn”, og alls ekki ef Fram var annað keppnisliðið, sömuleiöis þóttí hann liðtækur við bridgeborðið. Otivist og veiðiskapur var honum mjög að skapi og alltaf var Óli fremstur i flokki þegar hrinda átti af stað skemmtun eða ferðalagi hjá okkur starfsmönnum Bila- smiðjunnar og Nýju bílasmiðj- unnar og hrókur alls fagnaðar á þeim skemmtunum. Þessi þakkar- óg vináttukveðja okkar félaganna i Nýju bilasmiðj- unni átti ekki að vera æviágrip en ekki verður svo við skilið að ekki sé minnst á upprunann. ölafur var fæddur hér i Heykjavik en ólst upp hjá fósturforeldrum á Patreksfirði allt fram til þess er hann fluttist vegna skólagöngu til Heykjavikur, en á sjálfan sig leit hann alla tið sem Barðstrending. Hannlauk stúdentsprófi frá M.H. en i stað langskólanáms réðist hann til h/f Bilasmiðjunnar og starfaði að bifreiðasmiði alla tið siðan. Eftir að fósturfaðir hans, Friðrik Þórðarson féll frá, fluttist fósturmóðir hans Theodóra Jóns- dóttir einnig til Heykjavikur og héldu þau heimili saman ásamt Jóni Guðmundssyni hálfbróður Ólafs upp frá þvi, en þeir bræður voru báðir ógiftir og barnlausir. Heimilishald þeirra fóstur- mæðgina verður vart taliö annað en einstakt i sinni röö, sakir þeirrar hlýju sem ólafur bar til fóstrusinnarog ekki siður þeirrar umhyggju sem húnbar fyrir fóst- ursyni sinum. Þó söknuður sé öll- um ættingjum við fráfall ólafs er hennar sorg eflaust mest. Megi algóður guð styrkja hana. Við félagarnir þökkum þér ólafur samstarfið og samveru- stundirnar. Hvil þú i friði. Minning Ólafur Gudmundsson bifreidasmiöur F. I6.10.1931 — d. 4.2.1978 Okkur setti hljóða meðstjórn- endur ólafs i stjórn félagsins er við fréttum lát hans, hann sem var svo kátur og hress að vanda er við hittumst kvöldið áður á skrifstofu félagsins til myndatöku i tilefni þess að félag okkar er 40 ára um þessar mundir, en svona er lifið. Enginn veit hvenær kallið kemur, en við félagar hans viss- um að hann gekk ekki heill til skógar þótt hann léti aldrei á þvi bera við okkur og alltaf var hann tilbúinn til starfa fyrir félagið, þegar það þurfti á starfi hans aö halda. Hann tók próf i bifreiðasmiði 1969 og gekk þá strax i félagiö og kosinn var hann i stjórn þess 1972 og átti sæti þar til dauöadags. Ólafur var harður baráttumað- ur fyrir bættum kjörum félags- manna og var hann ávallt i farar- broddi þar sem að þeim þurfti að vinna en ekki kom hann fram af hörku heldur sigandi þrótti og góðvilja stéttinni ávallt til sóma. Ólafur var fæddur i Reykjavik en alinn upp á Patreksfirði hjá fósturforeldrum þeim Theódóru og Friðrik i Merkissteini. Siðan kom hann til Reykjavikur og sett- ist i Menntaskóla Reykjavikur og lauk þaðan námi, en eftir það fór hann að starfa við bifreiðasmiði og var svo til dánardægurs. Með þessum fátæklegu linum viijum við samstarfsmenn hans i stjórn félagsins þakka honum samverustundina og störf hans i félagsins þágu. Fósturmóður hans og systkinum sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur St jórn Félags bifreiðasm iða. Vinur okkar Ólafur Guðmunds- son, bifreiðasmiður, er dáinn. Hann varð bráðkvaddur 4. febrúar sl. austur i Landeyjum. Fregnin um lát hans kom sem reiöarslag yfir vini og vanda- menn. Ólafur hafði fyrir nokkrum árum fengiö aðkenningu að kransæðastiflu, en fékk siðan góðan bata og urðum við ekki varir við annað en hann væri hress siðan. Ólafur var fæddur i Reykjavik 16. október 1931. Honum var ung- um komið i fóstur til Theódóru Jónsdóttur og Friðriks Þórðar- sonar á Patreksfirði. Eftir lát Friðriks fyrir rúmum 20 árum flyst Theodóra til ólafs og Jdns bróður hans að Asvallagötu 1 og siðar að Ljósvallagötu 22, sem siðan hefur verið þeirra heimili. Mikill kærleikur rikti miili Ólafs og fósturmóður hans alla tið. Dóra lifir fósturson sinn og er nú 84 ára gömul. Hann mat fóstur- foreldra sina ávallt mikils, enda átti hann þar gott athvarf. Faðir Ólafs var Guðmundur Jónsson sem vann lengst af á skrifstofu Timburverslunar Völundar. Hann var tvikvæntur. Fyrri kona hans var Kristin Margrét Jóns- dóttir en sú síðari Ólina Olafs- dóttir. Ólafur var seinna hjóna- bandsbarn. Eftirlifandi systkini hans eru: Jón bifreiðasmiöur, Eysteinn bif- reiðasmiður, Ásgeir málara- meistari, Kristin húsmóðir og af seinna hjónabandi Sigríður hús- móðir og Arni málarameistari, öll búsett i Reykjavik. Það er mikil eftirsjá að Ólafi. Hann var mannkostamaður og mikill vinur. Stúdentspróf tók hann árið 1952 i Menntaskólanum i Reykjavik og siðan hóf hann störf i Bilasmiðj- unni. Seinna stofnaði hann Nýju bilasmiðjuna ásamt félögum sinum og starfaði þar til dauða- dags. Þær eru orðnar margar ferðirnar um flest héruð lands okkar sem við ferðahópurinn höfum farið saman. Það var ómetanlegt fyrir okkur að hafa Ólaf með. Hann var leiðandi i flestum málum, en samvinnu- góður og ávallt i góöu skapi. Ólafur var vel greindur, minnið gott, fróður um land og þjóð og þá atburði, sem eru að gerast hér og erlendis. Þegar slikur mann- kostamaður fellur i valinn 46 ára gamall, hlýtur hans að vera sárt saknað. Góðar minningar munu lifa i hugum okkar allra, sem þekktum Ólaf. Við sendum aðstandendum Ólafe hugheilar samúðarkveðjur og þökkum honum fyrir allar góðar samverustundir, sem engan skugga fellur á. Haukur, Valur og Guðmundur. Hver hefði trúaö þvi, er við komum saman, haustið 1974, 14 fýrrverandi og þáverandi sam- starfsmenn til að ræða hugsan- lega stofnun hlutafélags um rekstur yfirbyggingaverkstæðis, að ein helsta driffjöörin i þessum hópi, Ólafur Guömundsson, yröi horfinn sjónum okkar rúmum þrem árum siðar? Við vissum að visu allir að Ólafur gekk þá þegar ekki fullkomlega heill til skógar, en slik vitneskja hverfur gjarnan, ef ekkert i fari eða tali viðkom- andi gefur slikt til kynna. Þannig var einmitt Óli, ekkert i hans tali eða gerðum gaf til kynna að á honum væri nokkur bilbugur. Hann var þá á okkar fyrsta undir- búningsfundi kosinn i undir- búningsstjórn, og siöan i aðal- stjórn hlutafélagsins og um klæðningaverkstæði fyrirtækisins okkar sá hann allt frá stofnun þess. Nafngifthlutafélagsins Nýja bilasmiðjan h/f mun einnig vera runninundan rifjum ólafsen ræt- urnar áttum við frá Bilasmiðj- unni h/f, sem hætti rekstri verk- stæðis þetta haust. Ólafur var bæði félagslyndur maður og stéttvis, glaður með glöðum en ákveðinn og fastur fyr- ir þegar hann taldi þess þurfa með. Þessir eiginleikar hans urðu tilþess aðfleiri en við félagarnir i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.