Þjóðviljinn - 14.02.1978, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 14.02.1978, Blaðsíða 17
sjónvarp Þriðjudagur 14. febrúar 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 1? „Min klukka er tekin að halla i fjögur”. „Ég kann bara hálfu og heilu timana á klukkunni”. gashreyfli er tengdur var hjólun- um með reim. Þetta var fyrsti billinn sem hannaður var fyrir sprengihreyfil. Auglýsingabækl- ingar lýstu honum sem þægilegu farartæki, sem einnig mætti nota til að klifa fjöll, Samt sem áður seldist hann litið. Það var ekki fyrr en 1893 að raunverulegur söluárangur náðist, er Viktoria gerðin var sett á markaðinn. Þetta var fjögurra hjóla og þriggja hestafla vagn. Ódýrari bfl, eins og hálfs hestafls, Vélo, var bætt við árið 1894. Þetta voru fyrstu bilarnir sem fjölda- framleiddir voru i heiminum. Ar- iö 1895 voru smiðaðir 135 bilar, þaraf 62 Vélo og 36 Viktoria bilar. Arið 1898 var ársframleiðslan komin upp i 434 bila og áður en næsta ár var liðið hafði tvö þús- undasti Benzinn runnið út úr verksmiðjunni. Serpico I kvöld kl. 21.55 hefst nýr bandariskur sakamálamynda- flokkur i sjónvarpinu. Hann er i 16 þáttum og byggður á bók eftir Peter Maas um lögreglumanninn Frank Serpico, sem varð frægur fyrir baráttu sina gegn spillingu innan lögreglunnar i New York. Margir muna sjálfsagt eftir kvikmyndinni um Serpico, sem sýnd var hér á landi ekki alls fyrir löngu við góða aðsókn. Aðalhlut- verkið i sjónvarpsþáttunum um Serpico leikur David Birney. Saga bílsins „Bilar og menn” nefnist franskur fræðslumyndaflokkur i sex þáttum um sögu bifreiða og er hinn fyrsti þeirra á dagskrá sjón- varpsins i kvöld kl. 20.45. I þátt- um þessum er lýst framförum sem orðið hafa i bifreiðaiðnaðin- um siðan fyrsti BenzbiUinn leit dagsins ljós árið 1886 og einnig þeim gifurlegu breytingum sem verða á lífsháttum manna, þegar bifreiðar verða almenningseign. Fyrsti þátturinn ber nafniö „Aðalsmenn og vélvirkjar” og fjallar um timabilið 1886-1908. 1 tilefni þessa þáttar skal hér sagt i fáum orðum frá Benz og fyrstu bifreiðum hans. Karl Benz fæddist árið 1848 i Karlsruhe i Þýskalandi. Frá unga aldri sýndi hann tækninni mikinn áhuga og sextán ára gamall innritaðist hann i verkfræðiskólann i Karls- ruhe. Það hafði mikil áhrif á hann að einn kennari hans þar spáði þvi að nýr aflgjafi myndi leysa gufuvélina af hólmi. Samt sem áður byrjaði Benz starfsferil sinn i vélsmiðjunni i Karlsruhe, sem framleiddi eimreiðar, en hann fór þaðan árið 1866. Árið 1871 stofnsetti Benz járn- smiðju og vélsmiðju i Mannheim, en fyrirtækið komst fljótlega í fjárhagskröggur. Til þess að reyna að bæta afleita stöðu sina, byrjaði hann að vinna að tvigengis-sprengihreyfli. I lok ársins 1899 var vél Benz gangfær. Hann gat þó ekki tryggt sér nægi- legt fjármagn til aö þróa vél sina að vild fyrr en siðla árs 1883. Eft- irspurn eftir þessum nýju vélum Franskur bill, Panhard, árg. 1890. var svo mikil, að 1886 varð fyrir- tækið að flytjast i miklu rýmri húsakynni i Mannheim. Benz, sem hafði byrjað að vinna að fjórgengisvél árið 1884, fékk árið 1886 einkaleyfi á þriggjahjólabil, sem búinn var 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttirkl. 7.30,8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Guðrún Guðlaugsdótt- ir heldur áfram að lesa „Söguna af þverlynda Kalla” eftir Ingrid Sjöstrand (7). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriða. Aður fyrr á árunum kl. 10.25: Agústa Björnsdóttir sér um þáttinn. Morguntónleikar kl. 11.00: Alicia De Larrocha og Filharmoniu- sveit Lundúna leika Pianókonsert i D-dúr fyrir vinstri hönd eftir Ravel: Lawrence Foster stj. / Sinfóniuhljómsveitin í Prag leikur Sinfóniu nr. 3 i Es-dúr op. 10 eftir Dvorák, Václav Smetácek stj. 14.30 Um málefni aldraðra og sjúkra. í þættinum er rætt um elli- og dvalarheimili. Umsjón: Ólafur Geirsson. 15.00 Miðdegistónleikar. Grumiaux-trioið leikur Strengjatrió i B-dúr eftir Franz Schubert. Karl Leist- er og Drolc-kvartettinn leika Kvintett i A-dúr, fyrir klarinettu, tvær fiðlur, viólu og selló op. 146 eftir Max Reger. 16.20 Popp 17.30 Litli barnatfminn. Finnborg Scheving sér um timann. 17.50 Að tafli. Jón Þ. Þór flyt- ur skákþátt og fjallar um Reykjavikurskákmótið. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Rannsóknir i verkfræði- og raunvisindadeild Há- skóia islands. Guðni Alfreðsson dósent fjallar um Salmonella-sýkla, sér- kenni þeirra og útbreiðslu. 20.00 „Myndir á sýningu” eft- ir Modest Mussorgsky i hljómsveitarbúningi rftir Maurice Ravel. Concertgebouw-hljómsveit- ini Amsterdam leikur, Edo de Waart sjórnar. , 20.35 Réttur til orlofs- greiðslna.Þáttur um orlofs- greiðslur til Póstgiróstof- unnar. Umsjónarmenn: Þorbjörn Guðmundsson og Snorri S. Konráðsson. 21.00 Kvöldvaka: a. Einsöng- ur : Sigurveig Hjaltested syngur lög eftir Sigfús Halldórsson við undirleik tónskáldsins. b. Minningar frá menntaskólaárum. Séra Jón Skagan flytur fyrsta hluta frásögu sinnar. c. Alþýðuskáld á Héraði. Sigurður ó. Pálsson skóla- stjóri les kvæði og segir frá höfundum þeirra, — fjórði þáttur. Endurtekið er brot úr gömlu viðtali viö Friðfinn Runólfsson á Viðastöðum. d. Presturinn og huldufólkið á Bújörðum Pétur Péturs- son les frásögu Jónatans S. Jónssonar. e. Kórsöngur: Þjóöleikhúskórinn syngur islensk lög. Söngstjóri: Carl Billich. 22.20 Lestur Passiusálma. Ólafur Þ. Hallgrimsson nemi i guðfræðideild les 19. sálm. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Ilar monikulög. 23.00 A hljóðbergi. Skáldaást- ir: The Barrets of Wimpole Street eftir Rudolf Besier. Flytjendur eru Anthony Quayle og Katharine Cornell, sem les einnig nokkrar sonnettur eftir Elizabeth Barrett Brown- ing. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Reykjavikurskákmótið (L) 20.45 Bílar og mcnn (L) Franskur frasðslumynda- flokkur i sex þáttum um sögu bifreiða. 1 þáttum þessum er ekki aðeins lýst framförum, sem orðið hafa i bifreiðaiðnaðinum, siðan fyrsti Benz-billinn leit dags- ins ljós árið 1886, heldur ' einnig þeim gifurlegu breyt- ingum, sem veröa á lifshátt- um manna, þegar bifreiðar verða alm^nningseign. 1. þáttur. Aöalsmenn og vél- virkjar (1886-1908) Lýst er smiði fýrstu bifreiöanna. Fljótlega er hafinn kapp- akstur um alla Evrópu, og sigurvegarar fá verðlaun. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. Þulur Eiður Guðna- son. 21.35 Sjónhending Erlendar myndir og málefni. Umsjónarmaöur Bogi Agústsson. 21.55 Serpico(L) Nýr, banda- riskur sakamálamynda- f lokkur i 16 þáttum, byggður á bók eftir Peter Maas um lögreglumanninn Frank Serpico, sem varð frægur fyrir baráttu sina gegn spillingu innan lögreglunn- ar i New York. Kvikmynd um Serpico var sýnd i Sjörnubiói nýlega. Aðalhlut- verk David Birney. 1. þátt- ur. Hættulegur leikur Þýð- andi Jón Thor Haraldsson. 23.25 Dagskrárlok Pétur og vélmennið eftir Kjartan Arnórsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.