Þjóðviljinn - 16.02.1978, Síða 1

Þjóðviljinn - 16.02.1978, Síða 1
MÚWIUINN Fimmtudagur 16. febrúar 1978 43. árg. 39. tbl. Formannaráðstefna BSRB Dagsbrún meö félagsfund í dag í Austurbæjarbíói: Uppsögn Verkamannafélagiö Dags brún efnir til áriöandi félags fundar i dag kl. 17 i Austurbæj arbiói um uppsögn kjarasamn inga. Guðmundur J. Guömunds- son, varaformaður DagsbrUn- ar, vakti athygli á þvi aö hér væri um sérstakan fundartima og fundarstaö aö ræöa. enda mikilvægt mál til umfjöllunar. samninga Ætlunin væri aö félagsmenn kæmu beint Ur vinnu á fundar- staöinn, næst-stærsta sam- komuhUs bæjarins, og þeir sem keyröir væru Ur vinnu létu aka sér á fundinn án þess aö fara heim fyrst. A þennan fund þyrftu sem flestir félagsmenn að mæta, sagði Guömundur að lokum. SAMSTARF UM AÐ HRINDA ARASINNI Á formannaráðstefnu BSRB var samþykkt í gær- kvöldi ályktun sem felur í sér víðtæka heimild til stjórnar bandalagsins um að grípa til aðgerða í sam- starfi við önnur samtök launaf ólks gegn árás rikis- valdsins á kjörin og gang- ast fyrir viðtækri þátttöku félagsmanna BSRB ef til vinnustöðvunar kemur. Á- lyktunin var samþykkt með 58 atvkæðum gegn tveimur, og vildu þeir á- kveðnara orðalag á sam- þykktina. Ályktun formannaráð- stefnunnar er svohljóð- andi: „Meö kjarasamningum sam- taka launafólks á sl. ári var réttur hlutur launamanna eftir langvar- andi stórfellda kjaraskerðingu er leiddi af riftun kjarasamninga voriö 1974, þegar hætt var aö greiöa umsamdar visitölubætur á laun. Meö frumvarpi þvi, sem rikis- stjórnin hefur nú lagt fyrir Al- þingi um ráðstafanir i efnahags- málum, er enn á ný rift nýlega gerðum kjarasamningum. A þennan hátt er komiö i veg fyrir að launafólk geti i frjálsum samningum samið um launakjör sin eins og lög um stéttarfélög og vinnudeilur frá 1938 og lög um kjarasamninga Bandalags starfsmanna rikis- og bæja frá 1976 gera ráö fyrir. Formannaráðstefna BSRB 1978 ályktar aö ekki veröi lengur viö það unaö, aö fjárskuldbinding- ar þær sem felast I kjarasamn- ingum, séu að engu haföar af rik- isstjórn og Alþingi. Þvi ákveöur formannaráö- stefnan aö stjórn BSRB leiti sam- starfs við önnur samtök launa- fólks, sérstakl. ASl, Farmanna og Fiskimannasambands Islands, BHM og Samband isl. banka- manna, um aögerðir til aö hrinda þeirri árás á frjálsan samnings- rétt sem frumvarpið felur i sér. Formannaráöstefnan skorar á Alþingi aö hætta við aö sam- þykkja þau ákvæði frumvarpsins sem fela i sér riftun á samningum um kaup og kjör. Verði Alþingi ekki viö þessari áskorun er launafólk knúiö til aö- geröa til verndar samningsréttin- um nU og i framtiöinni. Ef nauösyn krefur og samstaöa næst viö önnur launþegasamtök um aögerðir, felur formannaráö- stefnan stjórn BSRB að gangast fyrir viðtækri þátttöku félags- manna Bandalags starfsmanna rikis og bæja i þeim. Komi til vinnustöövunar er stjórn banda- lagsins falið að taka þátt i stjórn- un hennar af þess hálfu.” Háskólabíó: Fjöl- mennið! Samkoma til stuön- ings Málfrelsissjóði verður á sunnu- daginn kl. 14 Leikiist, tónlist, ræöur eru á dagskrá samkomunnar til stuðnings Máífrelsissjóöi á sunnudaginn kemur. Sam- koman verður haldin i Há- skólabiói og hefst hún klukk- an 2 stundvislega. Meðal dagskrárefnis er leikþáttur sem Kjartan Ragnarsson samdi sérstak- lega fyrir samkomuna. Leik- þættinum stýrir Stefán Bald- ursson. Flytjendur eru Arn- ar Jónsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Siguröur SkUlason, Soffia Jakobsdótt- ir og Ragnheiður Steindórs- dóttir. Sýnið stuðning ykkar við málirelsi og lýðræöi og fjöl- mennið i Háskólabió á sunnudaginn kemur. Þar verður flutt skemmtilegt og vandað dagskrárefni. Hluti fundarmanna á formannaráðstefnunni Asmundur Stefánsson. hagfræðingur, Kristin Mántyle, starfsmaöur ASÍ, Snorri Jónsson, framkvæmdastj, komu upplýsingum til fundarmanna á Hótei Loftleiöum f gær. Björn Jónsson, forseti AS! i ræðustól. Svarid undirbúið 1 gær kl. tvö hófst á Hótel- loftieiðum ráðstefna Sam- bandsstjórnar ASt og for- manna allra verkalýðsfélaga á landinu. Fullmætt var á ráöstefnuna nema frá þeim stööum þar sem samgönguerfiðleikar Uti- lokuðu heimangöngu. Miklar umræður urðu á ráðstefnunni um ráðstafanir rikisstjórnar- innar i efnahagsmálum og var það samdóma álit ræðumanna að verkalýðshreyfingin þyrfti að beita öllu sinu afli til þess að hindra það kjararán sem nU hefði verið boðað. 1 gær- kvöldi hófust nefndastörf á ráðstefnunni og var ekki ljóst hvort henni lyki i gærkvöldi. Jón Sólnes sýni heimildir eða segi af sér ella Geir Hallgrimsson verst svara um málid Þjóöviljinn lagði i gær spurn- ingar fyrir Geir Hallgrimsson vegna bankainnstæðna eins þingmanna Sjálfstæðisflokksins erlendis. Geir Hallgrimsson „svaraöi” skriflega á þessa leiö: „Mál þeirra Islendinga sem eiga reikninga f Finansbanken eru til athugunar hjá skattrann- sóknarstjóra og gjaldeyriseftir- liti Seölabankans, sem eiga aö sjá um aö lögum sé fylgt. Eins og kunnugt er þarf þaö ekki aö vera brot á Islenskum lögum aö eiga bankareikning erlendis. Ég tel ekki ástæöu til aö fjalla um þessi mál fyrr en niöurstöö- ur ofangreindra aöila liggja fyr- ir.” Aöspuröur neitaöi Geir Hall- grimsson aö segja meira um máliö. Þjóðviljinn fellst á aö auövit- aö þarf þaö ekki aö vera lögbrot aö islendingur hafi bankareikn- ing erlendis. En samkvæmt skýlausum lagabókstaf veröur tslendingur bUsettur hér á landi aö hafa sérstaka heimild til þess aö eiga sllkan gjaldeyrisreikn- ing. I yfirlýsingu Jóns Sólnes kemur ekkert fram um þaö aö hann hafi haft slika heimild og má þvi telja nær fullvist aö hún hafi ekki verið fyrir hendi. Geir Hallgrlmsson sem formaður Sjálfstæöisflokksins veröur aö svara þvi þegar I staö hvort al- þingismaðurinn Jón G. Sólnes hafi haft nokkra heimild til þess að eiga gjaldeyri á reikning er- lendis, miljónir króna. Ef engin slfk heimild var fyrir hendi er ótvirætt aö Jón G. Sól- nes alþingismaður veröur aö segja af sér þingmennsku ekki bara einhvern tima á næstunni heldur nU þegar. Þaö er lóg- markskrafa til Geirs Hall- grimssonar aö hann geri annaö tveggja: Votti aö Jón Sólnes hafi haft fullgildar heimildir á hendinni eöa aö hann lýsi þvi yf- ir aö Jóni Sólnes beri aö segja af sér þingmennsku og þaö strax.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.