Þjóðviljinn - 16.02.1978, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 16.02.1978, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 16. febrúar 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Nú þarf að berjast á tyennum vígstöðvum Álfabrenna á aflíöandi þorra Smáikveikjur Seðlabankans og rikisvaldsins á undanförnum mánuöum, i innistæðum almenn- ings i peningastofnunum lands- ins, tóku á sig mynd álfabrennu 7. febrúar s.l. þegar gengi islenskr- ar krónu var fellt um 13%, eftir langvarandi gengissig. Hækkun innláns vaxta og trygging á spari- fé landsmanna, sérstaklega 1 bundnum vaxtaaukabréfum fékk nú skjótan endi. Hin auglýsta um- hyggja Seðlabankans og rikis- stjórnar Geirs Hallgrimssonar og Ólafs Jóhannessonar frá s.l. hausti um verndun sparifjár landsmanna i gegnum hækkaða innlánsvexti, hafði nU gengið sér , til hUðar og var ekki nothæf leng- ur. Þegar svo var komið, þá þótti ráðlegast að bera nU spariféð á álfabrennuna, enda hafði það oft verið gert áður. Og nU þegar kveikt er i álfabrennu á aflfðandi þorra, þá þætti mér ekki óviðeig- andi að sungið væri okkar gamla og góða þjóðarkvæði „Ölafur reið með björgum fram”. Saga íslenskra gengisiækkana Það gæti verið fróðlegt rann- sóknarefni að brjóta til mergjar sögu islenskra gengislækkana, þó það verði ekki gert hér i þessum þætti aðneinuráði. A þvi vil ég þó vekja athygli, að íslensk gengis- lækkunarstefna hóf fyrst göngu sina, eftir að islenska ríkið hafði gengið i Atlantshafsbandalagið og samið hafði verið við Banda- rikjamenn um hersetu á Kefla- vikurflugvelli. Er það máske til- viljun, að fyrsta lækkunin á is- lenskrikrónukemuri kjölfar þess- ara atburða? Hitt er vitað, aðfor- ustumenn þjóðarinnar þáðu Marshallaðstoð frá Bandarikjun- um um likt leyti, þó þjóðin væri þá rlkasta þjóð i Evrópu miðað við fólksfjölda. Sé samband á milli þessarar aðstoðar og fyrstu gengislækkun- arinnar hér, sem ýmislegt bendir til að geti verið, þá er eitt vist, að hér var stigið mik- ið ógæfuspor. Það er stað- reynd sem liggur á borðinu að með fyrstu gengislækkuninni og siðan öllum þeim sem á eftir komu, hafa allar framkvæmdir Bandarikjamanna á Keflavikur- flugvelli orðið margfalt ódýrari, en þær ella hefðu orðið ef dollar- inn hefði aðeins gilt kr. 6,50, sex krónur og fimmtiu aura, eins og var við endalok heimsstyrjaldar- innar. Það ætti öllum að vera ljóst, að svo lengi sem Bandarikin hafa hér herstöð og þurfa að greiða fyrir islenskt vinnuafl og efni, þá er það þeirra hagur að is- lenska krónan standi sem lægst gagnvart dollar. Fyrir liggur þvi og verður ekki hrakið, að hver ný gengislækkun islensku krónunnar sem gerð er, gerir rekstur her- stöðvarinnar á Miðnesheiði fjár- hagslega hagkvæmari. En nU hafa islenskar gengis- lækkanir ekki verið sagðar gerð- ar fyrir bandarikjamenn, heldur tilbjörgunar á islenskum Utflutn- ingshagsmunum. En gallinn er bara sá að þar hafa þær komið að litlum notum og ein gengislækkun boðið annari heim. Þannig er saga islenskra peningamála og atvinnurekstrar allt frá árinu 1950. Ennþá er haldið áfram á sömu braut af islenskum politik- usum og hjálparkokkum þeirra. Þeir hafa ekki ennþá getað lært það sem afar þeirra og feður vissu og kunnu „að það er skammgóður vermir að miga i skó sinn”. Gengislækkun sem hagstjórnartæki er Urelt aðferð. Og leysir engann vanda til frambUðar, nema siður sé. íslenskur sjávarút- vegur og vandamál hans Allar gengislækkanir sem framkvæmdar hafa verið á ís- landi undanfarna áratugi, hafa verið sagðar gerðar til hagsbóta fyrir Utflutningsatvinnuvegi okk- ar en þó sérstaklega sjávarUtveg- inn. SU gengislækkun sem nU hef- ur verið framkvæmd hefur verið sögð gerð i sama tilgangi: En hvað er þaö þá sem veldur sjávarUtveginum mestum erfið- leikum nU og gengislækkun er ætlað að lækna? Ég held að það fari ekkert á milli mála að óða- verðbólga sU sem geysað hefur i landinu að undanförnu sé versti þrándur i götu fyrir velgengni sjávarUtvegsins. A s.l. ári var markaðsverð islenskra sjávaraf- urða mjög hagstætt, og markaðs- aðstæður á heimsmarkaði mjög góðar. Eftir slikt ár, hefði að öllu eðlilegu ekki átt að vera þörf neyðarráðstafana, eins og nU á að framkvæma. Ég sagði að óöa- verðbólga væri versti óvinur sjávarUtvegsins svo og annarra Utflutningsatvinnuvega. Þetta verðurekki hrakið. En hvað hafa stjórnvöld gerttil aðhemja þessa verðbólgu sem hér rið'ur hUsum, og er margföld á við það sem ger- ist i nokkru nálægu landi, sem er mjögóeölilegt?Ég get ekki fundið aðneinar ráðstafanir af opinberri hálfu hafiverið gerðariþessa átt, en hins vegar margar sem eru verðbólguhvetjandi. 1 þessu sam- bandi er hægt að benda á margt þvi af nógu er að taka. Rikis- stofnanirhafa ekki verið eftirbát- ar i þvi að hækka verð á vöru og þjónustu til almennings eða fyrir- tækja, en oft gengið þar á undan og visað veginn. Góð dæmi um þettaer hsekkuná bensini æ ofan i æ, hækkun á rafmagnsverði hækkun á simaþjónustu, hækkun á afnotagjöldum Utvarps og Sjón- varps, og þannig væri hægt að telja upp áfram. Eða hvað hefur rikisvaldið gert til þess að verð á innfluttri nýlenduvöru tvöfaldist ekki á islenskum neytendamark- aði miðað við smásöluverð i heimalandinu. NUverandi verö- lagsstjóri benti á s.l. hausti á nokkur grunsamleg dæmi um vöruverð á breskum vörum hér og I Bretlandi. Maður hefur ekki heyrt um að gripið hafi verið til neinna neyðarráðstafana til að vernda hagsmuni almennings i þvi sambandi, og þó hefði slikt að sjálfsögðu verið virkt viðnám gegn óeðlilegum verslunarhátt- um og verðbólgu. íslensk innkaup á nauðsynjavörum erlendis frá eru ekki litill þáttur i' islenskum þjóðarbUskap og full þörf á aö þar sé jafnan gætthagstæðustu kjara. Forsvarsmenn islenkrar verslun- ar hafa beinlinis sagt að nUgild- andi ákvæði um prósentuálagn- ingu á innfluttum vörum, þar sem óhagstæðustu innkaupin gefi bestanhagnað.stuðli ekki aðheil- brigðu vöruverði. Eftir slikar yfirlýsingar hefði mátt halda að verðbólguþáttur sá sem felst i óhagstæðu innkaupsveröi hefði verið tekinn sérstaklega fyrir og rannsakaður. En ekki hefur heyrst um það. Allt þetta sem hér hefur verið talið og margt fleira snertir rekstrargrundvöll Utflutn- ingsatvinnuveganna. Fólkið sem við þá vinnur svo og allt launafólk i landinuhefur engin önnur ráð en að krefjast hærri launa, þegar kaupið sem það fær hrekkur ekki lengur fyrir lifsnauðsynjum þrátt fyrir óeðlilega langan vinnudag. Islensk verkalýðshreyfing hefur lengst af staðið i varnarbaráttu siðustu áratugina og þær kaup- hækkanir sem náðst hafa i krónu- tölu, hafa ekki nema sjaldan dekkað þær verðhækkanir á vöru og þjónustu sem orðin var þegar samningar náðust. A sama tima hefur verkalýður nálægra landa verið að bæta kjör sin þannig aö sU kauphækkun sem náðist, hefur orðið raunveruleg kjarabót en ekki bara sýndarkauphækkun, Enda er nU svokomiðað Island er eina landið i Vestur-Evrópu, þar sem launþegar Utflutningsat- vinnuvega geta ekki lifað af átta stunda vinnudegi. Og enn skal höggvið i sama knérunn. / _ ________ Hver réði þeirri bankamálastefnu að hækka Vexti af lán- um útflutnings- atvinnuvega? NU þegar neyðarástand is- lenskra Utflutningsatvinnuvega. hefur verið kunngjört á alþingi af stjórnvöldum er eðlilegt að spurt sé: Hver réði Jieirri bankamála- stefnu á s.l. ári að hækka vexti af lánum til atvinnuvega. Varla hef- ur það verið gert að óyfirveguðu Húsavik ráði, og enginn gat bUist við að slikt gerði rekstur fyrirtækja hagstæðari, að hafa Utlánsvexti þrefalda hér við það sem er i næstu löndum. Þeir sem væru svo einfaldir að trUa þvi, að nú ætti að bæta spari- fjáreigendum lögverndaðan þjófnað á innistæðum þeirra á undanförnum árum, þeir ættu nU að átta sig á eftir gengissig og nýja gengislækkun, að hér var að- eins um visvitandi blekkingu að ræða. Aðeins verið að slá ryki i augufólks,en nU er það ekki hægt lengur. Það er sem sé komið a' daginn að hækkun inn-og Utláns- vaxta hefur stórum aukið verð- bólguna á yfirstandandi vetri, en sparifjáreigendur standa hins vegar verr að vigi en áður, verð- gildi þeirra peninga hefur farið hraðminnkandi. Nú heitir gengis- lækkun ríkisstjórnar- innar barátta gegn verdbólgunni. 1 eld cr best að ausa sjó eykst hans log við þetta. Gott er að hafa gler i skó ef gengið er i kletta. Þessi gamla islenska öfugmæla visa minnir ekki svo litið á Urræði nUverandi rikisstjórnar og hjálp- arkokka hennar I baráttunni við verðbólguna. Islensk fiskiskip hafa verið flest smiðuð erlendis og á þeim hvila erlend lán sem borga þarf af. Ekki auðveldar það rekstur skipanna þó islenska krónan sé rýrð eða verðgildi hennar gagnvart erlendum gjald- miðlum. Eða þá fiskimjölsverk- smiðjur landsins sem standa frammi fyrir þvi að verða að endurnýja vélakost sinn meö nýj- um vélum alveg á næstunni, sem kaupa verður erlendis frá, ef þær eiga að geta keppt um vörugæði og verð á mörkuðum við keppi- nauta sina. Þetta hefur verið vanrækt af nUverandi stjórnvöld- um, en i stað þess tekin erlend stórlán til vafasamra fram- kvæmda, svo sem kröfluævintýris og járnblendi verksmiðju. Ennþá er eftir að endurnýja vélakost i sumum frystihúsum landsins svo þau geti verið hagkvæm i rekstri. Ekki get ég séð að gengislækkun hjálpi til viö þessar aðkallandi framkvæmdir. Hins vegar að þær hafa margfaldað og magnað verðbólguna i landinu og hvert 1 sinn sem þær hafa verið fram- kvæmdar og jafnframt að stutt- um tima liðnum aukið þann vanda sem þeim var ætlað að leysa. Það verður nefnilega ekki komist framhjá þvi algilda lög- máli, að orsök veldur óhjákvæmi- legri afleiðingu. Og þeir sem ekki ennþá hafa getað tileinkaö sér þennan sannleika, þurfa að læra betur. En hver jir græða þá á verðfell- ingu islensku krónunnar? Ég hef bent á þá staðreynd hér að framan, að ameriski herinn á Keflavikurflugvelli græðir á verðfellingu islensku krónunnar. Eftir þvi sem krónan er rýrð að verðgildi meira gagnvart dollar þá þarf að greiða færri dollara fyrir vörur og þjónustu og vinnu sem herinn kaupir hér á landi. Framhjá þessari staðreynd er ekki hægt að ganga. En það eru fleiri sem græða á veröfelling- unni. Þeir „verðbólguspekUlant- ar” sem fá fé i bönkunum til að festa það i steinsteypu, fyrir þá er gengisfelling hagkvæm, ef hægt er að greiða lánin til baka með verðminni krónum,eins og leikið hefur verið á kostnað sparifjár- eigenda um langt skeið. Mismunandi rekstrarafkoma sem rannsaka þarf Við getum verið sammáia um, að rekstrargrundvöllur atvinnu- vega verður aö vera sæmilega góður á hverjum tíma hver jir svo sem viö reksturinn fást, þvi hver atvinnugrein þarf að geta byggt sjálfa sig upp ef vel á að fara. Sérstaklega er þetta mikil nauð- syn með höfuðatvinnuvegi, þvi til þeirra þarf fjármagn aö leita, og er það hránt og beint lögmál i rekstri innan hins kapitaliska hagkerfis. Sé þessa ekki gætt á hverjum tima þá hlýtur margt að fara Ur- skeiðis, og einmitt innan svo litils hagkerfis sem okkar koma mis- tökin skýrast i ljós og valda mest- um erfiöleikum. Ég vil sérstak- lega benda á i þessu sambandi að verslun og aðrar nauðsynlegar þjónustugreinar mega aldrei vaxa framleiðsiugreinunum yfir höfuð, en einmitt slfk mistök eru orðin áberandi i hinu litla islenska þjóðfélagi. En það er ekki sama hverjir stjórna framleiðslunni, um það bera sjávarUtvegurinn og fyrirtæki hans glöggt vitni. Sumir segjast alltaf vera að tapa fé hvernig sem rekstrargrundvöll- urinn er. Aðrir draga fé Ut Ur Jóhann J.E. Kuld fiskimé/ fyrirtækjunum þegar vel gengur, en vanrækja svo viðhald og nauð- synlega endurbyggingu, sem veikir svo aftur undirstööuna undir rekstri þeirra. Svo eru þeir lika til sem betur fer, sem alltaf gera vel og sýna góða afkomu jafnvel þegar rekstrargrundvöll- ur fyrirtækjanna er ekki nógu góður. Þessa menn er hægt aö finna i öllun landshlutum i nokkr- um mæli, en þeir þyrftu að vera fleiri. Gott dæmi um slikan fyrir- myndar rekstur gæti ég bent á og talið upp, og brýt með þvi engan trUnaðþó ég tilgreini eitt sérstakt fyrirtæki sem mér er litiö per- sónulega kunnugt, en leggur rákninga sina á borðið árlega og sýnir afkomuna. Þetta er Fisk- sölusamlag HUsavikur, en eig- endur þess eru Kaupfélag Þing- eyinga, HUsavikurkaupstaður og einstaklingar sem leggja inn fisk hjá fyrirtækinu. Allt frá upphafi hefur þetta fyrirtæki sýnt fyrirmyndar rekst- ur og verið aö byggja sig upp. Ég held að ekki sé rangt farið með þó sagt sé, að þetta fyrirtæki hafi flest ef ekki öll árin greitt Ut- vegsmönnum og sjómönnum upp- bætur á umsamið fiskverð. 1 Ut- , varpsviðtali ekki fyrir löngu stað- festi framkvæmdastjóri þess fyrirtækis, að fyrirtækið hefði haft góða afkomu á s.l. ári. Þetta er mjög athyglisvert, á sama tima og þjóðhagsstofnun hefur reiknað Ut, að fiskvinnslan i heild hafi búið við stórfelldan taprekst- ur einmitt yfir sama timabil. Það er hæfilegt verkefni fýrir hag- fræðinga Þjóðhagsstofnunar að finna Ut i hverju þessi mikli mis- munur á rekstrarafkomu liggur, þvi á þann eina hátt verða fundn- ar viðunandi leiðir til lagfæringa. Nú þarf að berjast á tvennum vígstöðvum Þetta dæmi um góða afkomu fyrirtækis i fiskvinnslu á s.l. ári sem ég hef hér að framan bent á og liggur opinberlega fyrir, á að geta verið lærdómsrikt fyrir for- ystumenn verkalýðshreyfingar- innar einmitt nUþegar rikisvaldið hefurkastað hanska sinum beint i andlit alls launafólks í landinu og krefst skertra lifskjara. Það getur nefnilega orðið bein lifs- nauðsyn á næstu timum að taka upp breytta stefnu i undirstöðu- greinum okkar framleiðslu eins og sjávarUtvegi, Utgerð og fisk- vinnslu ef tryggja á viðunandi lifskjör almennings. Þeir sem ekki valda þessu verkefni verða að hverfa Ur þessu hlutverki og aðrir að taka við, og er þá eðlilegt að verkalýðshreyfingin ráði nokkru um hvernig þeim málum verður best fyrir komið. Hina sem vel hafa gert og sýnt á hverj- um tima hæfni i störfum er gott aðhafa i nauðsynlegri samkeppni til að tryggja heilbrigðan rekstur. Þaö er ekki nóg lengur fyrir verkalýðshreyfinguna að semja um kaup og kjör við atvinnurdi- endur þegar fjandsamlegt rikis- vald sem styðst við meirihluta þingmanna á Alþingi getur ógilt þá samninga. NU dugar ekkert minna en stjórnmálaleg sókn sameinaðrar alþýöu, sem helst i hendur við faglega launabaráttu verkalýðshreyfingarinnar. NU er ekki rétti timinn til að deila um keisarans skegg, heldur krefst þörfin þess aö menn leggi minni háttar ágreiningsmál sin á hill- una og sameinist i stjórnmála- legri sóknarfylkingu til bættra ! lífskjara. Timinn er naumur til stefnu og verði hann ekki notaður þannig að stjórnmálaleg sam- staða almennings náist á næstu vikum, þá er framtið islenskrar verkalýðshreyfingar I sjáanlegri hættu. 10/2 1978.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.