Þjóðviljinn - 16.02.1978, Qupperneq 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 16. febrúar 1978
t—*r
MINNING
Kvedja frá bekkjarsystrum í MR
Ingíbjörg Edda Edmundsdóttír
Fœdd 7. janúar 1945 — dáin 8. febrúar 1978
Hin sára fregn kom okkur
i opna sköldu. Vissulega
var okkur fullkunnugt um,
að Edda háði baráttu við ó-
læknandi sjúkdóm, en samttrúð-
um við þvi, að hún myndi hafa
betur, að máttarvöldin myndu
gera undantekningu og leyfa okk-
ur að njóta hennaráfram. Og að
undanförnu virtist lika ýmislegt
benda til þess að vonir okkar
rættust. Þrek hennar fór vaxandi
síðustu vikurnar og hinn gneist-
andi áhugi hennar á lífinu kom
aftur upp á yfirborðið. Fram til
hinstu stundar skeggræddi hún
um hina ýmsu þætti mannlífsins,
bókmenntir, listir, skipulagsmál,
brá á glens og gerði framtiðará-
ætlanir. Læknar létu þau orð
falla, að hún stæði sig framar
björtustu vonum, og hún stóð á
vonartindinum, þegar hún leið
fyrirvaralaust á brott úr þessum
heimi. Þess vegna var höggið svo
ofurþungt. Það laust ekki einung-
is nánustu ættmenni og vini, held-
ur nálega alla, sem þekktu hana,
þvi aðfrá henni stafaði hvarvetna
birtu og fegurð á hinni skömmu
vegferð.
Ingibjörg Edda fæddist i
Reykjavik 7. janúar 1945. For-
eldrar hennar voru Sólveg Búa-
dóttir kennari og Edmund 0.
Gates, bandariskur lækn-
ir, sem látin er fyrir all-
mörgum árum. Hún var
einkabarn móður sinnar og
augasteinn og ólst upp við tak-
markalaust ástriki hennar. Sól-
veig kostaði kapps um, að með-
fæddar gáfur hennar og hæfileik-
ar fengju að njóta sí'n, en mikil-
verðara taldi hún þó, að dóttirin
unga öðlaðist þá eiginleika, sem
vega þyngst f samskiptum
manna, einlægni, góðvild og
hjartahlýju. Þessi verðmæti urðu
það, sem hún mat meira en glæsi-
legan námsárangur og uppskeru
þrotlausrar þekkingarleitar siðar
á ævinni.
Þegar hún óx úr grasi, virtist
hún hafa flest það til brunns aö
bera, sem manninn getur prýtt.
Hún var bráðgáfuð, skemmtileg
með afbrigðum, glæsileg ytra og
viðmótið ástúðlegt og glaðlegt i
senn. Þannig var hún, þegar
leiðir okkar allra lágu saman i
menntaskóla. Seitlandi lifsfjör
laðaði og lokkaði, og i kringum
hana var alltaf eitthvað skemmti-
legt um að vera. Gráar hvers-
dagsmanneskjur tendruðust upp
af samvistum við hana, og hnytt-
in tilsvör hennarog athugasemd-
ir gátu komið hvaða fýlupúka
sem var til að veltast um af
hlátri. Og hún var f ljót til að rétta
hjálparhönd, þegar eitthvað bját-
aði á einhvers staðar i hinum
stóra hópi vina og kunningja, og
það var auðfundið, að hún átti
undur viðkvæma strengi i hörp-
unni sinni, sem oftast hljómaði
svo glatt.
Snemma i menntaskóla kynnt-
ist Edda mannsefninu sinu, Jóni
Ottari Ragnarssyni, og urðu þá
mikil þáttaskil í lifi hennar. Með
honum eignaðist hún nýja fjöl-
skyldu, sem hún mat mikils og
átti eftir að móta framtið hennar
að veruleguleytí. Foreldrar Jóns,
Ragnar Jónsson útgefandi og frú
Bjorg Ellingsen og dætur þeirra,
Auður og Erna tóku henni tveim
höndum og segja má, að Ragnar
hafi gengið henni í föðurstað. Þau
leiddu hana inn á brautir bók-
mennta, lista og þjóðfélagsum-
ræðu, sem höfðu litt freistað
hennar áður. Það var sem nýr
heimur opnaðist henni, og þangað
þeysti hún með sifrjóum huga og
barnslegri einlægni Hún sökkti
sér niður i bókmenntir og braut
heilann um margslungin þjóð-
félagsfyrirbæri. Það var þó
einkum myndlistin, sem heillaði
hana, enda hafði hún tekið list-
ræna hæfileika í arf frá móður-
fólki sínu. Þessar nýju hliðar á
Eddu komu okkur eilitið spánskt
fyrir sjónir i fyrstu, en hér sem
endranær hreif hún okkur með
sér, þannig að saumaklúbbarnir
okkar urðu stundum hálfgerðir
umræðufundir um þjóðfélags- og
menningarmál. Þó að hún væri
potturinn og pannan i öllu, sem
við tókum okkur fyrir hendur, á
þessu sviði sem öðrum, örlaði
aldrei fyrir oflæti eða þekkingar-
hroka hjá henni, þvi að litillæti
var eitt af aðalsmerkjum hennar.
Hún leitaði fast eftir sjónar-
miðum annarra og sá oftast eitt-
hvað jákvætt við þau, en bjarg-
föstum skoðunum sinum fylgdi
hún eftir af þeim tilfinningahita,
sem henni var i blóð borinn og
einkenndi orð hennar og athafnir
alla ævi.
Tökum að okkur
smiði á eldhúsinnréttingum og skápum,
bæði i gömui hús og ný. Sjáum ennfremur
um breytingar á innréttingum. Við önn-
umst hvers konar húsaviðgerðir, úti og
inni. Verkið unnið af meisturum og vönum
mönnum.
T résmí ða verks t æðlð
Bergstaðastræti 33 — Simar 41070 og 24613
Blikkiðjan
Asgaröi 7, Garðabæ
önnumst þakrennusmiði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verðtilboö
Þvi miður urðu samvistirokkar
viö Eddu skemmri en skyldi, þvi
að eftir stúdentspróf dvaldist hún
lengst af erlendis viö nám. Eftir
eins árs nám f meinatækni venti
hún kvæði sinu i kross og hélt til
Edinborgar, þar sem Jón óttar
var viö nám i verkfræði. Þau
gengu i hjónaband um áramótin
1967 hér heima, en heimili þeirra
var ytra til 1969. Edda lagði stund
á enskar bókmenntir og listasögu
við Edinborgarháskóla og lauk
þaðan M.A. prófi. Siðan iá leið
þeirra hjóna vestur um haf til
frekara náms og árin 1969-1971
dvöldust þau i Boston. Þar hóf
Edda framhaldsnám i listasögu,
sem henni auðnaðist ekki að ljúka
til- fullnustu.
Árið 1971kom Edda heim og hóf
enskukennslu við gamla skólann
okkar og siðar kennslu i ensku og
listasögu við M.H. Henni var það
mikið kappsmál, að tekin yrði
upp kennsla i listasögu við M.R.
og stuðlaöi að þvi að svo yrði. En
ekki lét hún þar við sitja, heldur
gekk á fund Ólafs Hanssonar,
prófessors og benti honum
kurteislega á, að timabært væri
að hefja kennslu i listasögu við
æðstu menntastofnun þjóðar-
innar. ólafurtók henni vel, og fól
henni brautryðjendastörf á þvi
sviði við Háskólann. Var hún
ákaflega vel látin af nemendum
jafnt sem samkennurum, og býr
Háskólinn að þessu skemmtilega
frumkvæði hennar.
Haustið 1974 héldu þau hjónin
utan enn á ný með dóttur sina
tveggja ára gamla, að þessusinni
til Minnesota. Tók Edda upp
þráðinn i listasögunáminu, þar
sem frá var horfið og sóttist það
vel. Það var stutt i lokapróf,
þegar fjölskyldan fluttist heim
aftur, og hún lauk þvi að mestu
hér heima. En skömmu áður en
hún ætlaði utan til að ganga frá
meistaraprófsritgerð sinni tóku
örlögin i taumana.
Alltaf birtí yfir hópnum, þegar
Edda kom aðvifandi frá útlöndum
með hugann fullan af viðfangs-
efnum, sem hún vildi leita álits
okkar á. Þrátt fyrir hinar löngu
fjarvistir hennar rofnaði aldrei
sambandið við okkur. Hún var
alltaf söm og jöfn, en samt var
eins og lifsgleðin þyrri smám
saman og alvaran risti dýpri
rúnir i persónugerð hennar.
Þegar hún kom alkomin heim
frá Minnesota hlökkuðum við til
að njóta samvista við hana um
alla framtið, en fljótlega kom i
ljós, að henni var brugðið.
Skemmtilegu tilsvörin hennar
heyrðust æ sjaldnar og þau
viðfangsefni, sem striddu á hug-
ann leituðu ekki lengur út, heldur
inn. Hún hafði einnig látíð á sjá
hið ytra.
Fáa grunaði þó, að alvarlegur
sjúkdómur hefði búið um sig i
henni, ensmám saman varð ljóst
hvert stefndi. Það var hræðilegt
reiðarslag fyrir hana, alla
aðstandendur og vini, þegar
læknar hér heima og erlendis
kváðu upp úr um, að batavonir
væru hverfandi. Hún lét samt
ekki bugast, heldur ákvað að
berjast til þrautar og sýndi mik-
inn hetjuskap. Þó var önnur hetja
henni enn meiri, Sólveig móðir
hennar. Einkabarnið átti hug
hennar og hjarta og hún ætlaði
ekki að láta það af hendi átaka-
laust. HUn fluttist inn á heimili
hennar og um margra mánaða
skeið stundaði hún dóttur sina af
þvilikri elju og með þvilikum
kærleika, að jafnvel hin fagra
mynd Asdisar á Bjargi bliknar
við samanburðinn. Og eftir að
Edda hafði verið flutt fársjúk á
Landspitalann, dvaldist hUn hjá
henni hverja stund milii þess, er
hUn leitaði úrræða þar sem
glampaðiá einhvern vonarneista.
Vonarneistarnir glæddust smám
saman, en þegar þeir slökknuðu
íyrir fullt og allt var Sólveig sama
hetjan og fyrr og leitaði huggunar
i trúarstyrk sinum.
Það dýrmætasta, sem Edda
eftirlét heiminum, var dóttirin
Sólveig Erna, sem aðeins 5 ára
gömul er svipt yndislegri móður.
Vonandi fer heimurinn mildum
höndum um hina ungu sál, sem á
sorgarinnar stundu er umvafin
kærleika föður sins, ömmu og
föðurfólks.
Skarðið hennar Eddu verður
aldrei fyllt hér á þessari jörð, en
harmur okkar mildast af þeirri
fullvissu, að þjáningum hennar
skuli vera lokið. Hún trúði á
framhaldslif, þar sem kærleikur-
inn rikir, og þar sem samkeppni
og eltingaleikur um fánýta hluti
þekkist ekki. 1 sliku samfélagi
liðurhenni vel. Þar mun hún sitja
i öndvegi.
Bekkjarsystur i
Menntaskólanum, Reykjavik.
SIMI 53468
MINNING
Garðar Eymundsson
1 dag 16. febrúar er til moldar
borin frá Hafnarfjarðarkirkju
Garðar Eymundsson, Hvanna-
lundi 9, i Garðabæ. Hann lést af
slysförum þann 7. þ.m. á fertug-
asta og sjöunda aldursári. Garðar
var fæddur þ. 4. júli 1931 á ísa-
firði. Foreldrar hans voru hjónin
Eymundur Torfason og kona hans
Rannveig Benediktsdóttir sem þá
bjuggu að Norðurpól á Isafirði.
Móðir sina missti Garðar þegar
hann var 6 ára og var það honum
mikiðáfall, sem að likum lætur,
þar sem faðir hans stundaði sjó-
inn og gat þvi ekki alltaf með
nærveru sinni, bætt sinum unga
syni móðurmissirinn eins og hann
hefði viljað, en systir Eymundar,
Rannveig Torfadóttir, tók þá
Garðar að sér, og átti hann siðan
lengi athvarf hjá henni, enda
kallaði hann hana ætið fóstru
sina.
Garðar fór á sjóinn þegar hann
var 15 ára og gerði sjómennskuna
að sinu æfistarfi og hafði nú verið
á sjónum i rúm þrjátiu ár. Fyrir
vestan til ársins 1956, en þá flutti
hann til Hafnarfjarðar og gerðist
háseti á Faxaborginni og hjá
þeirri útgerð vann hann óslitið
siðan, eða svo til. Árið 1956 stofn-
aði hann heimili með unnustu
sinni Salóme Sigfríði Sigfúsdóttir
frá Stóru-Hvalsá i Hrútafirði og
kvæntist henni þ. 15. júni 1957.
Sonurinn Ari Kristinn fæddur 4.
april 1963 var eins og að likum
lætur, bjartasti sólargeislinn i lifi
þeirra hjóna, enda mikill efnis-
piltur.
Garðar var framúrskarandi
góður starfsmaður enda vel lát-
inn og virtur jafnt af starfsfélög-
um sem öllum öðrum, sem nutu
kunningsskapar hans og vináttu.
Hann var hæggerður og dulur, en
glaðlyndur og góður félagi, trygg-
ur og vinfastur.
Ekki hvarflaði það að mér þeg-
ar ég var heima hjá þeim hjónum
nokkrum dögum áður, en hann
lagði i sina hinstu sjóferð, að það
yröu okkar siöustu samfundir, en
það setti að mér geig þegar hann
á siðasta ári keypti sér bát og
hvarf frá þvi fyrirtæki, sem hann
hafði þjónaðsvo lengi þó ekki ætti
það að vera nema um stundar-
sakir, en hann stundaði sjóinn á
bátnum sinum I sumar og oft voru
þeir feðgarnir tveir á báti, og sá
geigur sem ég fann til var bund-
inn við þær sjóferðir, en ekki það,
sem byði hans þegar hann kæmi
aftur um borð i Eldborgina. En
við mennirnir erum svo skamm-
sýnir og það sem við ályktum er
tiðum æði langt frá þvi sem lifs-
reynslan kennir okkur, og stóru
og sterku skipin reynast stundum
hættulegri vettvangur, heldur en
smáu bátkænurnar, sem haldið er
úti til fiskjar, allt umhverfis land-
ið okkar.
Nei, það mun seint veröa hægt
að búa svo að sjómannsstarfinu,
að þvi fylgi ekki mikil áhætta,
hvort sem skipin eru stór eða
smá, og hversu vel sem þau eru
úr garði gerö, og slysin gera ekki
boð á undan sér, hvorki hugboð né
annað getur komið i veg fyrir það,
og nú hefur einn úr hópi okkar
bestu sjómanna i blóma lifsins
verið hrifin burt á óvæntan og
harkalegan hátt, og eftir standa
ástvinirnir, eiginkona, sonur og
aldraður faðir, systir og stór
frændgarður i orðvana sorg. En
minningarnar streyma frá, minn-
ingar um ástrikan eiginmann og
föður, um umhyggjusaman og
nærgætin son og kæran bróðir,
um tryggan og einlægan vin, sem
öllum vildi gott gera, og mér sem
þessar linur rita er i fersku minni
þegar móðir min, blessuð sé
hennar minning, gerði sér ljóst,
að hún ætti skammt eftir ólifað,
þá kaus hún að eyða siðustu æfi-
stundunum hjá þéim Salóme
yngstu dóttur sinni og Garðari,
og það er mér kunnugt um, að
enginn sonur hefði getað verið
henni betri, en hann var, þar til
yfir lauk. Og nú hefir hann lika
verið kallaður burt frá starfsins
önn, burt frá heimilinu sinu fall-
ega og hlýja, burt frá konunni
sem hefir beðið hans heima i
hverri sjóferð og búið honum
öryggi og skjól i hvert sinn er
hann hefir snúið burt frá hættum
hafsins, hann hefir verið kallaður
burt frá syninum unga, sem lika
hefir beðið i hvert skipti, með
óþreyju hins unga manns, beðið
þess að pabbi kæmi af sjónum til
þess að eyða nokkrum fridögum
með honum en ef til vill og liklega
mikið oftar aöeins nokkrum
klukkustundum, en þannig er sjó-
mannslifið, og nú hefur hann haf-
ið sina hinstu ferð og við kveðjum
hann, og þökkum honum salmfylgd-
ina, þökkum honum allar minn-
ingarnar um vináttu hans og kær-
leika, og biðjum Guð að blessa
ástvini hans, öllum, minningarn-
ar um þær stundir sem þeir fengu
að njóta samvista hans, og við
biðjum Guð aö hugga og styrkja
þau sem mest hafa misst, eigin-
konu hans, einkasoninn og aldr-
aðán föður.
„Far þú I friði kæri vinur.’
Lárus Sigfússon.