Þjóðviljinn - 16.02.1978, Page 13
Fimmtudagur 16. febrúar 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13
útvarp
Njörður P. Njarðvík
lektor flytur erindi um
norska rithöfundinn Kjart-
an Flögstad og skáldsögu
hans, Dalen Portland, kl.
21.50 í kvöld. Flögstad fékk
sem kunnugt er bók-
menntaverðlaun Norður-
landaráðs í ár.
NJöröur P. Njarftvlk.
Kjartan Flögstad.
Raunsæ frásögn og leikandi
ímyndunarafl
eru einkenni verðlaunaskáldsögunnar
Dalen Portland. — Erindi um söguna og
höfundinn i kvöld
Kjartan Flögstad er ungur höf-
undur og skrifar á nýnorsku.
Hann kvaddi sér fyrst hljóðs sem
skáld fyrir tiu árum meö ljóða-
bókinni Valfart, en siðan hefur
hann sent frá sér 10 bækur. Meðal
þeirra eru ljóðabækur, ritgerða-
safn, smásögur, þýðingar á ljóð-
um Pablo Neruda og kúbanskri
ljóðlist, skáldsögur og tvær
glæpasögur undir dulnefninu K.
Villum. Kjartan Flögstad er þvi
bæði afkastamikill og fjölhæfur
rithöfundur.
Kjartan Flögstad er fæddur i
Sauda á Rogalandi i Vestur-Nor-
egi árið 1944. Hann stundaði um
skeið nám við Norges Tekniske
Högskole en nam siðan málvis-
indi og bókmenntir við háskólann
i Bergen og lauk þaðan cand. phil
ol.. prófi 1971. Auk þess var hann
um langt skeið iðnverkamaður
hjá málmiðju i heimabæ sinum og
smyrjari á millilandaskipum.
Meðan á sjómennsku hans stóð lét
hann eitt sinn afskrá sig i Suður-
Ameriku og flæktist um þessa
heimsálfu þvera og endilanga.
Þegar bókmenntaverðlauna-
nefnd Norðurlandaráðs ákvað að
veita Kjartani Flögstad verð-
launin i ár fyrir skáldsöguna Dal-
en Portland var tekið fram i rök-
stuðningi að hún „lýsir með ný-
sköpun i máli og stil fólki sem
mótast hefur af andstæðum upp-
runalegs bændasamfélags og nú-
tima iðnaðarþjóðfélags. Söguna
einkennir i senn raunsæ frásögn
og leikandi imyndunarafl.”
7.00 Morgunútvarp Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.00 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7,15
Morgunstund barnanna kl.
9.15: Guðrún Guðlaugsdótt-
ir les „Sögunaaf þverlynda
Kalla” eftir Ingrid Sjö-
strand (9). Tilkynningar kl.
9.30. Þingfréttir kl. 9.45.
Létt lög milli atriða. Til um-
hugsunar kl. 10.25: Þáttur
um áfengismál i umsjá
Karls Helgasonar. Kórsöng-
ur kl. 10.40: Kór Söngskól-
ans i Reykjavik syngur:
Garðar Cortes stj. Morgun-
tónleikar kl. 11.00: Yara
Bernette leikur á panó
Preludiur op. 23 eftir Sergei
Rakhmaninoff/ Evelyn
Lear syngur söngva eftir
Hugo Wolf við ljóð eftir
Eduard Mörike: Erik
Werba leikur með á pfanó
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. A frivaktinni
Sigrún Sigurðardóttir kynn-
ir óskalög sjómanna.
14.30 Um skólamál Lýðræði i
skólum og tengsl skólans við
atvinnulifið. Umsjón: Kari
Jeppesen.
15.00 Miðdegistónleikar Leo
Berlin og Filharmóniska
kammersveitin i Stokk-
hólmi leika Fiðlukonsert i
d-moll eftir Jóhan Helmich
Roman. Konunglega fil-
harmoniusveitin i Lundún-
um leikur „Scherazade”,
sinfóniska svitu op. 35 eftir
Nikolaj Rimsky-Korsakoff.
Sir Thomas Beecham stj.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar
19.40 íslenskir einsöngvarar
og kórar syngja.
20.00 Leikrk: „Fornar dyggð-
ir” eftir Guðmund G. Haga-
lin. gert eftir samnefndi
smásögu. Leikstjóri Stein-
dór Hjörleifsson, Persónur
og leikendur: Steinn
Styrrbjörn, fyrrum kaup-
maður og útg. maður — Val-
ur Gislason, Steinn Steins-
Fimmtudags-
leikritið:
F ornar dyggðir
eftir Guömund G. Hagalín
son, kaupm. og útg. maður.
— Guðmundur Pálsson, Frú
Þorgerður, kona hans —
Herdis Þorvaldsdóttir,
össurina Reginbaldsdóttir
— Margrét Helga Jóhanns-
dóttir, Jens Pálsson, óðals-
bóndi — Þorsteinn ö
Stephensen, Jói skósmið
ur — Arni Tryggvason,
Selja-Gvendur, verkamaður
— Valdemar Helgason,
Frissa, ung verkakona —
Þóra Friðriksdóttir. Aðrir
leikendur: Helga Stephen-
sen, Eyvindur Erlendsson,
Guðmundur Klemenzson,
Margrét ólafsdóttir, Gisli
Alfreðsson, Klemenz Jóns-
son, Jón Hjartarson og
Benedikt Arnason.
21.30 Lagaflokkur eftir Atla
Heimi Sveinsson úr leikrit-
inu „Dansleik eftir Odd
BjörnssonGarðar Cortes og
Guðmundur Jónsson
syngja, Jósep Magnússon
leikur á blokkflautu,
Kristján Stephensená enskt
horn, Eyþór Þorláksson á
gitar, Brian Carlile á viólu
da braccia, Pétúr Þorvalds-
son á selló og Reynir
Sveinsson á slagverk. Höf-
undur leikur á sembal og
stjórnar.
21.50 Kjartan Flögstad og
skáldsaga hans „Daien
Portland” Njörður P.
Njarðvfk lektor flytur er-
indi.
22.10 Tónlist eftir Gabriel
Fauré Grant Jóhannessen
leikur á pianó Importu nr. 5
i'fis-mollogNæturljóð nr. 6 i
Des-dúr.
22.20 Lestur Passiusálma
Hanna Maria Pétursdóttir
nemi i guðfræðideild les 21.
sálm.
22.30 Veðurfregnir og fréttir.
22.35 Fréttir.
22.50 Manntafi Páll Heiðar
Jónsson á Reykjavikurmóti
I skák.
22.35 Fréttir. Dagskrárlok.
i kvöld kl. 20.00 verður flutt
leikritið „Fornar dyggðir” eftir
Guðmund G. Hagalin, gert eftir
samnefndri smásögu höfundar-
ins. Leikstjóri er Steindór Hjör-
leifsson, en með stærstu hlutverk
fara Valur Gislason, Guðmundur
Pálsson og Herdis Þorvaldsdótt-
ir.
1 leikritinu segir frá verkalýðs-
baráttu á árunum kringum 1930.
Steinn Styrbjörn fyrrum kaup-
maður og útgerðarmaður er full-
trúi gamla timans. Steinn sonur
hans hefur tekið við fyrirtækinu
af honum, og þegar kemur til
verkfalls á staðnum, reynir fyrst
verulega á afstöðu þeirra beggja.
Ljóst er, að höfundur er með á-
kveðinn atburð eða atburði i
huga, þegar hann skrifar verk
sitt, enda af mörgu að taka.
Guðmundur Gislason Hagalin
er fæddur árið 1898 i Lokinhömr-
um i Arnarfirði. Hann stundaði
nám i Núpsskóla og viðar, fór sið-
an i Menntaskólann i Reykjavik,
en lauk ekki námi. Hann var sjó-
maður i nokkur ár, fékkst siöan
við blaðamennsku og sitthvað
fleira til 1929, en gerðist þá bóka-
vörður á Isafirði og var það til
1945. Stundaði hann jafnframt
kennslu. Hann starfaði mikið að
félagsmálum og stjórnmálum,
einkum á Isafirði. Hann varð
bókafulltrúi rikisins 1955, og
gegndi þvi starfi i rúman áratug.
Guðmundur hefur skrifað 30—40
bækur, auk þess þýtt mikið og
skrifað greinar i blöð og timarit.
Af þekktum bókum hans má
nefna „Kristrúnu i Hamravik”
1933, „Virka daga” 1936 og 1938,
Guðmundur G. Hagalln.
„Sögu Eldeyjar-Hjalta” 1939 og
„Blitt lætur veröldin” 1943, auk
sjálfsævisögu i nokkrum bindum.
Pétur og vélmennið
eftir Kjartan Arnórsson