Þjóðviljinn - 08.03.1978, Síða 1
„Antikmálið”:
Rannsókn
„Ég stefni að þvi að ljúka
rannsókn málsins fyrir
mánaðamót,” sagði Þórir
Oddsson fulltrúi hjá Sakadómi
Reykjavikur, er Þjóðv. innti
hann frétta af „Antikmálinu”
svonefnda i gær. Að rannsókn
lokinni verður málið sent til
rikissaksóknara.
á lokastigi
Rannsókn málsins hófst hjá
Sakadómi i október 1976. Þórir
Oddsson hefur séð um rann-
sókn málsins. Hann hefur
verið i leyfi frá Sakadómi
siðan 31. mars 1977, en var
falið að vinna áfram að rann-
sókn þessa máls.
—eös
Boóið til netndar-
starfa um 2. gr.
kaupránslaganna:
Nú er komið á daginn, sem
fuiltrúar launþega hafa
ailtaf haldið fram siðan
kaupránslögin voru sett, að
2. grein þeirra er gersam-
Icga óframkvæmanleg, það
er þátturinn um láglauna-
bæturnar. Og rikisstjórnin
hefur gripið til þess örvænt-
ingarráðs að biðja nokkra
fulltrúa frá launþega-
saintökunum um að taka
sæti i nefnd til að seja
greinargerð um 2. grein
kaupránslaganna, en allir
fuiltrúarnir hafa neitað að
taka sæti f ncfndinni.
Þessir menneru, Haraldur
Steinþórsson frá BSRB,
Asmundur Stefánsson hag-
fræðingur ASI, Þórir
Danielsson, framkv.stj.
Verkamannasambands
Islands, Bjarni Jakobsson
formaður Iðju og Magnús L.
Sveinsson frá VR.
Við höfðum i gær samband
við þrjá af þessum mönnum
og spurðum þá hversvegna
þeir hefðu neitað að taka sæti
i nefndinni.
Haraldur Steinþórsson
sagðist ekki hafa séð neinn
tilgangmeö þessu.enda væri
óframkvæmanlegt að fram-
fylgja þvi sem segir i 2. gr.
laganna. Haraldur sagðist
hafa borið málið undir
forystumenn BSRB og allir
hefðu veriö sammála um að
hann ætti að hafna þvi að
taka sæti i nefndinni.
Magnús L. Svinsson sagði
að það kæmi tvennt til að
hann neitaði að taka sæti i
nefndinni, i fyrsta lagi hefði
hann það mikið að gera að
ekki væriá bætandi.og i öðru
lagi sagðist hann ekki taka
aö sér að semja reglugerð
fyrirlög, sem hann væri and-
vigur. Hvort óframkvæman-
legtværiaðfaraeftir þessari
2. grein sagðist Magnús ekki
þora að fullyrða neitt um, en
það væri þó alveg ljóst að
málið væri afar flókið.
Þórir Danielsson sagðist
hafa neitað að taka sæti i
nefndinni vegna þess að þar
ætti að fjalla um mál sem
nánast væri óhugsandi að
framkvæma, þótt hann teldi
vist að einhverskonar reglu-
gerð yrði gefin út.
,,En þaö merkilega við
þessa lagasmið er það, aö
einmitt þessi 2. grein lag-
anna var þaö atriði sem
rikisstjórnin fékkst ekki til
að hagga bókstaf um, þótt
henni væri bent á gallana og
hve greinin væri van-
hugsuð", sagði Þórir.
Ljóst er að rikisstjórnin er
i geysilegum vanda stödd i
þessu máli og alls óljóst
hvernig hún hyggst leysa
hann. Þó má benda á að hún
á eina alveg örugga leið til
lausnarvandanum.en það er
að afnema kaupranslögin og
láta samningana frá 22. júni
sl. koma aftur til fram-
kvæmda. —S.dór
Svívirðileg kaupskerðing aldraðra og öryrkja:
Ellilífeyrir einstaklings
lækkaður um 2000 kr.
BARÁTTUDAGUR VERKAKVENNA
á mánuði frá því
sem verið hefði
miðað við
gildandi
kjarasamninga
1. og 2. mars fóru 30
þúsund launamenn í alls-
herjarverkfall til þess aö
mótmæla kjaraskerðingu
rikisstjórnarinnar. Hins
vegar hefur því miður lít-
ið heyrst frá þeim 25.000
manna sem hafa orðið
fyrir sérstakri skerðingu
launa sinna, þ.e. öldruð-
um og öryrkjum. Launa-
skerðing ríkisvaldsins
kemur einnig harkalega
niður á þessum lægst-
launuðu hópum þjóð-
félagsins og auðvitað
þeim mun hastarlegar
sem laun þeirra eru lægri
fyrir.
I lögum um efnahagsráð-
stafanir rikisstjórnarinnar sem
tóku gildi frá 1. mars segir að 1.
mars, 1. júli og 1. september á
þessu ári skulu bætur almanna-
trygginga aðeins fá helming
þeirra verðhækkana sem oröið
hafa á næstliðnu þriggja mán-
aða timabili bættar. Þetta þýðir
að öldruðum og öryrkjum er
ætlað að bera helming verð-
hækkana óbættan með öllu á
þessu timabili. Þessi svivirði-
lega aðför aö öldruðum og
öryrkjum var samþykkt á al-
þingi með 42 atkvæðum þing-
manna stjórnarflokkanna. Þó
skal þess getið að tekjutrygging
og heimilisuppbót á að hækka
aukalega um 1% 1. mars 1978,
en skerðinguna skulu aldraöir
og öryrkjar bera að öðru leyti að
fullu og engum tveimur pró-
sentum veröur til að dreifa 1.
júni og 1. september.
Ellilifeyrir er nú á mánuði kr.
38.609, en var fyrir hækkun
Framhald á 14. siðu
í dag er 8. mars, alþjóölegur
baráttudagur verkakvenna.
Rauösokkahreyfingin, MFIK og
Kvenfélag sósialista gangast I
tilefni þess fyrir baráttufundi i
Féiagsstofnun stúdenta viö
Hringbraut i kvöld kl. 20.30. Þar
veröur flutt dagskrá I tali og
tónum og nefnist hún „Kjör
verkakvenna fyrr og nú —
baráttuleiðir”. A myndinni má
sjá hluta undirbúningsnefndar
fundarins, en hún var tekin i
Sokkholti á mánudagskvöld.
Sjá 2. siðu
2. grein kaupránslaganna setur allt á annan endann:
1 . - .... .9" .. “ ' .....
Enginn veit hvernig á
að tramkvæma hana
Eins og annarsstaðar er sagt
frá i Þjóöviljanum i dag, hafa
allir fulltrúar launþega, sem
leitaö hefur verið til um aö taka
sæti i nefnd til aö semja reglugerö
um framkvæmd 2. greinar
kaupránslaganna neitaö þvi og
telja allir aö slikt sé ekki hægt. Og
nú hefur rikiö sent frá sér nýjan
launataxta fyrir BSRB þar sem
veröbótaviöauki sá, sem sagt er
til um aö greiöa skuli i 2. gr.
kaupránslaganna er ekki tekinn
meö.
Við höfðum i gær samband við
Þorstein Geirsson skrifstofu-
stjóra fjármálaráðuneytisins og
spurðum hann um þetta mál.
Þorsteinn sagði að þegar hefðu
verið samin drög að reglugerö og
Framhald á 14. siðu
Haukur Heiðar neitar
pemngunum ^ m
komið tn Svíss? að gefa upplýsuigar
t gær staöfesti Hæstiréttur
framlengingu á gæsluvarðhaldi
Hauks Heiöars, en úrskuröur um
2ja vikna framlengingu var kærð-
ur til Hæstaréttar fyrir skömmu.
í úrskuröi Hæstaréttar i gær seg-
ir:
Af hálfu rikissaksóknara er
þess krafist aöallega, að gæslu-
varfiiald varnaraðila verði fram-
lengt til 22. mars n.k. en til vara,
að hinn kærði úrskurður verði
staðfestur.
Héraösdómari hefur sent
Hæstarétti athugasemdir sinar,
;sbr. 2. mgr. 174. gr. laga nr
'74/1974.
Aðalkrafa rikissaksóknara um
lengingu gæsluvarðhaldstima
kemur ekki til álita samkvæmt 2.
mgr. 174. gr. laga nr. 74/1974, þar
sem krafa hans komi eigi fram
fyrr en 6. mars, en hann fékk vit-
neskju um hinn kærða úrskurö 3.
mars.
Fyrir Hæstarétt hafa verið lögð
nokkur sköl, uem eigi lágu fýrir
héraðsdómi m.a. skýrslur frá
starfsmanni Landsbanka tslands
og réttargæslumanni varnaraðila
um för þeirra til Sviss, er um get-
ur i hinum kærða úrskurði. Kem-
ur fram i skýrslum þessum, að
varnaraðili átti verulega fjár-
muni geymda i banka i Sviss, og
er gerð nánari grein fyrir þvi i
skýrslunum. Þar kemur fram, að
fjármunum þessum verður nú
eigi ráðstafað nema með sam-
þykki Landsbankans og réttar-
gæslumanns varnaraðila. Ekki
eru fyrir hendi neinar upplýsing-
ar um hvenær eða með hverjum
hætti fjármunir þessir hafi verið
fluttir til Sviss. Meö þessari at-
hugasemd og meö visan til 1. tl.
67. gr. laga nr. 74/1974 ber að
staðfesta hinn kæröa úrskurð.
Engir þeir annmarkar eru á
hinum kærða úrskurði eða máls-
meðferð fyrir dómi að vitum
varði, en eigi verður fjallað um
kröfu varnaraðila um vitur að
öðru leyti i kærumáli þessu.
Dómsorö:
Hinn kærði úrskurður á aö vera
óraskaður.