Þjóðviljinn - 08.03.1978, Síða 2

Þjóðviljinn - 08.03.1978, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 8. mars 1978 AF HVERJU 8. MARS? 8. mars var fyrst gerður aö alþjóölegum baráttudegi verka- kvenna áriö 1910 á alþjóðaþingi sósialiskra kvenna sem haldiö var i Kaupmannahöf n aö frumkvteöi hinnar frsegu þýsku baráttukonu Klöru Zetkin. Tiiefnis dagsetningarinnar er þó aö leita lengra aftur i timann eöa allt aftur til ársins 1857 þegar verkakonur i baðmullar- iðnaði i New York lögöu niöur vinnu til að krefjast styttri vinnutima og sömu iauna fyrir vinnu sina og karlar fengu. 8. mars 1913 lögöu verkakonur i Rússlandi niöur vinnu f trássi við iögreglubann,og 8. mars 1917 hófst afdrifarikt verkfal! verka- kvenna i Pétursborg. Þaö verkfall dró á eftir sér skriöu annarra verkfalla og var ásamt þeim undanfari rússnesku byltingarinnar. Nýja kvenfrelsishreyfingin, sem fyrst tók aö láta á sér bera á sjöunda áratugnum hóf 8 mars að nýju sem baráttudag verka- kvenna og er dagsins nú minnst viöa um heim,einnig á Islandi. 1 kvöld efna Rauösokkahreyf- ingin, Kvenfélag sósialista og MFtK til baráttufundar i Félags- stofnun stúdenta viö Hringbraut. A fundinum verður flutt samfelld dagskrá i tali og tónum og ber hún yfirskriftina „Kjör verkakvenna fyrr og nú — baráttuleiöir” 8. mars er haldinn hátiðlegur Alþjóðlegur baráttudagur verkakvenna: Þaö var þröngt á þingi og vart sæti fyrir allan mannskapinn sem þarna var saman kominn. A myndinni eru frá vinstri: Agata, Sólveig, Guörún Soffia, Ingibjörg Rán, Hjördis, Maria, Valgeröur, Norma og Kristjana. — Ljósm. AI Kjör verkakvenna fyrr og nú meö ýmsum hætti viöa um heim sem aiþjóðlegur baráttudagur verkakvenna og vonandi mun þetta sameinaöa átak Kvenfélags sósialista, MFIK og Rauösokka- hreyfingarinnar veröa tii þess aö 8. mars veröi minnst reglulega hér eftir á tslandi. Undirbúningur aö 8. mars hefur staöið allt frá áramótum og hafa yfir 20 manns lagt hönd á plóginn. Ákvörðun um að minnast dags- Dagskrá í Félagsstofnun stúdenta ins með verðugum hætti var tekin á siðasta ársfjóröungsfundi Rauðsokkahreyfingarinnar i desember og það eru aðallega verkalýðsmálahópur og dagvist- unarhópur hreyfingarinnar sem að undirbúningi hafa staðið ásamt fleiri aðilum. Þegar blaðamann Þjóðviljans bar að i Sokkholti s.l. mánudags- kvöld var undirbúningur i fullum gangi enda i mörgu að snúast. Verið var að leggja siðustu hönd á fjölritun dreifimiða og auglýs- ingaspjalda sem hengja átti upp i borginni og siðar um kvöldið átti að flytja dagskrána i æfingaskyni i Félagsstofnun. ARNESINGAR ÁRNESING AR FUNDURum landbúnaðarmál Alþýðubandalagiö boðar til almenns fundar um land- búnaðarmál að Flúðum föstudaginn 17. mars n.k. kl. 21. Stuttar framsöguræður flytja: Gunnar Guðbjartsson. Stefán Jasonarson, Lúðvík Jósepsson, Garðar Sigurðsson, og Sigurður Björgvins- son. Að framsöguræðunum loknum verða fyrirspurnir og al- mennar umræður. Fundarstjóri Jóhannes Helgason. Allir veikomnir — Fjölmennið Lúövik Garöar Siguröur Jóhannes ALÞÝÐUBANDALAGIÐ ALÞÝDUBANDALAGIÐ Dagskráin sem flutt veröur i kvöld er tviþætt. I fyrri hluta hennar verður fjallað um sögu og baráttu verkalýðshreyfingar og verkakvenna á Islandi frá 1910, en I siðari hlutanum verður f jall- að um ástandið i dag. Viö dagskrárgerðina hafa rauð- sokkar leitað fanga viða. Heim- ildalistinn er orðinn ansi langur, og sögðu þær að undirbúningur- inn og vinnan við dagskrárgerð- ina hefði verið allt I senn, skemmtileg, lærdómsrík og erfið. Heimildir um baráttu verka- kvenna eru ekki auðfundnar fremur en heimildir um vinnandi fólk hér i þessu landi yfirleitt eru, sögðu þær. Ævisögur „athafna^ manna” fylla heilu bókasöfnin en til að finna heimildir um ævi og störf alþýðunnar þarf að leita óhemjulega mikið. Til að safna upplýsingum höf- um við lesið heilu bækurnar, bæði fræðilegar jafnt sem ævisögur, blaðað i gegnum árgang eftir ár- gang af dagblöðum þessa tima og leitað uppi öll blöð og timarit sem hugsanlega gæti reynst fengur i. 1 þeim hluta sem fjallar um stöðu verkakvenna i dag var stuðst við þá gagnasöfnun og vinnu sem unnin var af verka- lýösmálahópi hreyfingarinnar fyrir 1. des. samkomu stúdenta á siöasta ári. Verkalýösmála- hópurinn vann þá með stúdentum að gerð 1. des. dagskrárinnar og býr þvi að miklu efni og upplýs- ingum sem þá var safnað. Auk þess lagði dagvistunarhópur hreyfingarinnar fram sérstakan hluta af þessum þætti dagskrár- innar. Um árangur þessarar vinnu i heild, sögðu rauðsokkar að það athyglisverðasta væri hversu litið ástandið hefur breyst á 70 árum. Vandamálin eru enn hin sömu og barátta verkakvenna fyrr og nú snýst þvi um sömu atriði, — bætt atvinnuöryggi, — sömu laun fyrir sömu vinnu, — nægar og góðar dagvistunarstofnanir, — bættum aðbúnaði á vinnustað o.s.frv. Jafnvel orðalagið á yfirlýsingum og kröfugerðum er enn hið sama. Dagskráin sem flutt verður i kvöld tekur um hálfan annan tima. Inn i beinan upplestur úr heimildum og frumsömdum texta er fléttað miklum söng og hljóðfæraslætti og eins og sjá má af þessari stuttu frásögn má vissulega vænta fjölbreyttrar og fróðlegrar skemmtunar I Félags- stofnuninni i kvöld. —AI. Ekkert óvænt 1 prófkjöri Sjálfstœðisflokksins á Akureyri og á Seltjarnarnesi Engin óvænt úrslit uröu í prófkjörum Sjálfstæöis- flokksins á Akureyri og á Seltjarnarnesi, en þar fór kjör fram þrjá daga kring- úm síðustu helgi. Á Akureyri urðu úrslit þessi. 1. Gisli Jónsson, 2. Sigurður J. Sig- urðsson, 3. Sigurður Hannesson, 4. Gunnar Ragnars og Tryggvi Pálsson hlaut 5. sæti, Kosning i fjögur fyrst töldu sætin var bind- andi. Tveir núverandi bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gáfu ekki kost á sér að þessu sinni, en það eru Bjarni Rafnar, læknir og Jón G. Sólnes, alþm. Á Seltjarnarnesi hafnaði bæjar- stjórinn Sigurgeir Sigurðsson i efsta sæti, i annað sæti hlaut kosningu Magnús Erlendsson Snæbjörn Ásgeirsson i þriðja sæti, Július Sólnes (sonur Jóns G. Sólness alþm.) hafnaði i fjórða sæti og i fimmta sæti hlaut kosn- ingu GuðmarMagnússonmeð eitt atkvæði umfram Jón Gunnlaugs son.lækni, sem hafnaði i 6. sæti. —Úþ

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.