Þjóðviljinn - 08.03.1978, Side 3
Miðvikudagur 8. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Alþýðusamband íslands:
Erlendar ^
fréttir i
stuttu máli
Geta
Þjóðviljanum hefur borist cftir-
farandi yfirlýsing frá Alþýðu-
sambandi tslands:
Vegna fréttar frá Vinnuveit-
endasambandi tslands, dags. 5.3.
1978, vill Alþýðusamband tslands
benda á eftirfarandi:
Eins og kunnugt er, er það
Carter.
Það varð helst markvert af úr-
slitum i prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins i Reykjavik, að Ragnar
Júliusson, skólastjóri, formaður
stjórnar BCR, formaður
Fræðsluráðs og fl. borgarnefnda
og fyrrv. fornuVaröar, ienti I 10.
sæti og er þar með dæmdur út úr
borgarstjórn.
Borgarstjórinn, Birgir lsleifur
Gunnarsson, hlaut mest fylgi
þeirra Sjálfstæðismanna eða 86%
greiddra atkvæða, en fékk 92%
við prófkjörið fyrir borgar-
stjórnarkosningarnar 1974.
Annar i prófkjörinu varð ólafur
B. Thors, forseti borgarstjórnar,
en hann varð 3. i siðasta próf-
kjöri.
Sigurvegarinn Ur alþingispróf-
kjörinu, Albert Guðmundsson,
heildsali og alþm., hlaut þriðja
sæti, en hafnaði i öðru sæti við
borgarstjórnarprófkjörið 1974.
Davið Oddssonhafnaði i 4. sæti,
var áður i 9. sæti, Magnús Leifur
Sveinssonlenti i fimmta sæti, var
áður i 6. sæti, Páll Gislason lenti i
6. sæti, var áður i 8. sæti og
Markús örn hlaut 7. sætið en var i
fjórða sæti við siðustu borgar-
stjórnarkosningar.
Kosning i þessi sjö sæti er bind-
andi.
I áttunda sæti hafnaði eini
kvennkostur þeirra Sjálfstæðis-
manna i borgarstjórn, Elin
Pálmadóttir, en hún skipaði
fimmta sæti D-listans við s’ðustu
kosningar. Sjónvarpslesarinn,
Sigurjón Fjeldsted hlaut 9. sætiö i
prófkjörinu og i 10. sæti hafnaði
svo Ragnar Júliusson eins og áð-
ur er getið, en hann skipaði 7. sæti
á lista Sjálfstfl. við siðustu
borgarstjórnarkosningar.
111., 12. og 13. sæti höfnuðu þau
Hilmar Guölaugsson, Bessi Jó-
hannsdóttir og Margrét Einars-
dóttir.
10.833 greiddu atkvæði i þessum
kosningum, sem stóðu i þrjá
daga, en áður hafði utankjör-
staðaatkvæðagreiðsla staðið i
viku eða svo. Um 27 þúsund
Reykvikingar kusu lista Sjálf-
stæðisflokksins við siðustu
borgarstjórnarkosningar.
-úþ.
Námumenn
bjóða
Carter
byrginn
7/3 — Kolanámumenn I Vestur-
Virkiniu, einu helsta kolafram-
leiösluriki Bandarikjanna, tala
nú opinskátt um þaö að hafa aö
engu fyrirskipanir Carters
forseta um að þeir hverfi aftur til
vinnu.
Carter hefur lýst þvi yfir að
hann muni beita lögum, sem
kennd eru við Taft & Hartley, til
þess að knýja námumenn til að
láta af verkfallinu, sem staðið
hefur i yfir 90 daga. Einn tals-
maöur námumanna komst svo aö
orði að Carter vildi hneppa námu-
menn I þrældóm og sagði að eng-
inn þeirra myndi hlýðnast Taft &
Hartley-lögunum.
Katalónsku
leikararnir
dæmdir
BARCELONA 7/3 — Leikararnir
fjórir, sem stefnt var fyrir herrétt
og ákærðir fyrir að hafa grinast
með spænska herinn, voru i dag
dæmdir til tveggja ára fangelsis-
vistar eftir réttarhöld, sem vakið
hafa mikla athygli og deilur.
Namsmenn efndu til mótmæla I
gær vegna réttarhaldanna og
dreifði lögreglan mótmælafólkinu
með gúmkúlum og reyksprengj-
um. Verjendur leikaranna fjög-
urra, sem eru i leikflokknum Els
Joglars, héldu því fram að í þessu
tilfelli reyndi i raun á það, hvort
tjáningarfrelsi væri i gildi i land-
inu eða ekki. Els Joglars eru
Katalóniumenn og af sumum
taldir einn besti leikflokkur Spán-
ar.
Ford Fiesta er.rúmgóður4 manna bíll
með 3 dyrum og sameinar því alla
kosti fólks- og stationbíla.
Ford Fiesta er hannaður með hagkvæmni og ódýran rekstur í huga.
Árangur þess kemur best í Ijós í lítilli bensíneyðslu og sérstaklega góðri
nýtingu á rými. Ford Fiesta: Heimillsbíllinn með framhjóladrifinu %
KR. 2.190.000
60 BILAR Á SÉRSTÖKU KYNNINGARVERÐI: FIESTA 1100L CA M/RYÐVÖRN
Sveinn Egi/sson hf.
FORD HUSINU SKEIFUNNI 17 SÍMI 85100
VARSJA 6/3 — Fréttamaður
pólsku fréttastofunnar PAP I
Addis Ababa skýrði svo frá I
dag að hersveitir Eþiópiu-
stjórnar.sem erui sókn gegn
Sómölum, séu nú komnar að
landamærum Sómalílands
við Borama, sómalska borg
um 80 kilómetra norðaustur
af Djidjiga, sem Eþiópar
segjast hafa tekið. Frétta-
maðurinn segir einnig að
Eþiópar hafi rekið Sómali af
járnbrautarlinunni frá Addis
Ababa til Djibúti og af vegin-
um frá eþiópsku höfuðborg-
inni til hafnarborgarinnar
Assab i Eritreu.
Járnbrautin til Djibúti hef-
ur verið lokuð siðan i júni
s.l., er skæruliðar sprengdu
þar upp býr. Báöar þessar
leiðir eru Eþiópum mjög
mikilvægar. — Að sögn
pólska fréttamannsins eru
aðrar eþiópskar hersveitir,
sem sækja i suður, þegar
komnar á sjálfar Ogad-
en-slétturnar.
• ••
7/3 — Israelsstjórn er nú
greinilega klofin út af ný-
byggðum ísraelsmanna á
hernumdu svæðunum og
krefjast að minnsta kosti
tveir valdamestu ráðherr-
anna þess að frekari útfærsla
nýbyggðanna sé stöðvuð,
væntanlega i þeim tilgangi
að saman dragi i samninga-
umleitunum við Egypta.
Ráðherrarnir, Ezer Weis-
man varnarmálaráðherra og
Simcha Ehrlich fjármála-
ráðherra, hafa jafnvel að
sumra sögn hótað að segja af
sér, ef þeir fái ekki sinu
framgengt.
• ••
HAAG 7/3 — Willem Scholt-
en hefur verið skipaður
varnarmálaráðherra Hol-
lands i stað Roelofs Kruis-
inga, sem sagði af sér þvi
embætti I mótmælaskyni
vegna þeirrar afstöðu hol-
lensku stjórnarinnar að
styðja það að Nató-herir
vopnuðust nifteindasprengj-
um. Báðir eru þeir Scholten
og Kruisinga kristilegir
demókratar. Kruisinga held-
ur þvi fram, að afstaða
stjórnarinnar með nifteinda-
sprengjunni stangist á við
stefnu kristilegra demó-
krata og bendir á að hol-
lensku kirkjurnar séu þvi
andvigar að nifteinda-
sprengjan sé innleidd sem
vopn.
• ••
LUNDONUM 7/3 Reuter —
Utanrikisráðherrar Spánar
og Bretlands munu hittast i
Paris 15. mars til þess að
ræða framtið Gibraltar, sem
rikin hafa lengi deilt um.
Helstu ráðherrar heima-
stjórnar Gibraltarmanna
munu eiga hlut aö viðræðun-
um. Spánn hefur lengi gert
tilkall til Gibraltar, en Bret-
ar hafa svaraö þvi til að þeir
muni ekki sleppa nýlendunni
viö Spánverja nema meö
samþykkti nýlendubúa. Og
Gibraltarbúar, sem eru um
19.000 talsins, hafa til þessa
sagst vilja vera undir Bret-
landi áfram fremur en aö
komast undir spænsk yfir-
ráð.
ekki framkvæmt ólögin
krafa samtaka launafólks, að
farið verði eftir samningum þeim
sem undirritaðir voru 22. júni
1977. Þeir taxtar sem verkalýðs-
félög hafá sent frá sér að undan-
förnu erureiknaðir isamræmi við
samningsákvæði-, með þeirri
breytingu sem felst i tilkynningu
Kauplagsnefndar frá 20. febrúar
sl. Þar segir:
„Verðbótavisitala reiknuð eftir
framfærsluvisitölu 1. febr. 1978
samkvæmt ákvæðum i 1. og 2. lið
3. gr. i kjarasamningi Alþýðu-
sambands Islands og samtaka
vinnuveitenda frá 22. júni 1977, er
123.24 stig (grunntala 100 hinn 1.
mai 1977). Veröbótaauki sam-
kvæmtákvæðum i 3. og 4. lið3. gr.
i fyrmefndum samningi er sem
svarar 2,91 stigi i verðbótavisi-
tölu. Verðbótavisitala að
viðbættum verðbótaauka er
þannig 126,15 stig, og er þar um
að ræða 12.13 stiga hækkun á
þeirrivlsitölu.sem verðbætureru
greiddar eftir á yfirstandandi 3ja
mán. timabili. Hækkun þessi er
10,64%, en vegna breytts launa-
grunns 1. desember 1977 felst i
þessu, að viðkomandi kjara-
ákvæðum óröskuðum, 12,33%
hækkun á núgildandi mánaðar-
launum, eftir að þau hafa verið
lækkuð sem svarar fjárhæð verð-
bótaauka 1. desember 1977, sem
er 1.590,- kr.”
Varðandi taxta þá sem Vinnu-
veitendasamband tslands og f jár-
málaráðuneytið hafa sent frá sér
er rétt aö benda á, að þeir taxtar
eru reiknaðir miðað við hálfar
visitölubætur. Gildir þetta einnig
um lægstu taxtana, og brýtur þar
af leiðandi ótvírætt I bága viö þau
ólög, sem þessir aðilar leggja nú
megináherslu á að virða skuli.
Hvergi sést örla á þeim láglauna-
bótum sem 2. grein ólaganna er
ætlað að tryggja láglaunafóiki.
Einmitt þessar láglaunabætur
voru helsta réttlæting forsætis-
ráðherra og vinnuveitenda á
ólögunum. Kauptaxtar VSt og
fjármálaráðuneytisins eru þvi
bæði brot á löglega gerðum
kjarasamningum og kjara-
skerðingarlögum rikisstjórnar-
innar.
Geta má þess, aö láglaunafólk
innan BSRB fékk um siðustu
mánaðamót útborgað I samræmi
við hina skertu taxta fjármála-
ráðuneytisins, — þ.e. án lág-
launabóta.
Úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins i Reykjavik;
Litlar breytingar
Markúsi Erni Antonssyni, Ragnari Júliussyni og
Elinu Pálmadóttur sýnt greinilegt vantraust