Þjóðviljinn - 08.03.1978, Síða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 8. mars 1978
Spurt og svarað á Alþingi
-
Agreinmgur í ríkisstjórn um
stofnlánadeild landbúnaðarins
Samkvæmt niöurstööum rann-
sókna á vegum Rannsóknarstofn-
unar landbúnaöarins getur fóður-
gildi grasköggla veriö jafngilt
kjarnfóðri handa sauöfé og naut-
gripum ef þeir eru geröir úr
úrvals hráefni. Aftur á móti geta
graskögglar veriö mjög misjafnir
að gæöum. Meðalfóöurgildi
köggla er 1.5 kg. kögglar/FE, en
fóðurgildið getur sveiflast frá 1.2
kg. i FE upp i 1.9-2.0 kg. í FE.
Þessar upplýsingar komu fram
er landbúnaðarráðherra, Halldór
E. Sigurðsson svaraði fyrirspurn
frá Stefáni Jónssynium hvaö liði
birtingu skýrslu um niðurstöður
rannsókna á fóðurgildi innlendra
grasköggla.
Stefán sagðist vilja leggja
áherslu á að þessar niðurstöður
yrðu birtar almenningi. Sagði
Stefán aðlengi hefðu verið gerðar
tilraunir varðandi notagildi bú-
véla, en niðurstöðurnar hefðu
aldrei verið birtar og þeir sem
leitað hefðu upplýsinga fengju
ekki önnur svör en þau að niður-
stöðurnar gætu haft áhrif á véla-
val bænda!!
Ágreiningur í ríkisstj. um
stofnlánadeild landbúnað-
arins.
Nýlega hefir nefnd sem falið
var að semja frumvarp um stofn-
lánadeild landbúnaðarins og veð-
deild Búnaðarbankans skilað niö-
urstöðum sinum til landbúnaðar-
ráðherra. Ráðherra lýsti þvi yfir
á Alþingi i gær að hann væri ekki
sáttur við frumvarpið um veð-
deild Búnaðarbanka Islands og
myndi þess vegna ekki leggja þaö
fyrir Alþingi. Hins vegar væri það
honum áhugamál að tryggja
framgang frumvarpsins um
stofnlánadeild landbúnaðarins en
innan rikisstjórnarinnar væri
ekki samstaða um málið og þvi
ekki enn hægt að leggja það fram.
Þessar upplýsingar komu fram
á Alþingi i gær er landbúnaöar-
ráðherra svaraði fyrirspurn frá
Helga Seljan um málefni veð-
deildar Búnaðarbanka tslands.
Fyrirspurn Helga var svohljóð-
andi:
„Hvernig hyggst rikisstjórnin
leysa hinn mikla vanda veðdeild-
ar Búnaðarbankans nú á þessu
ári?” Fyrirspurn þessi var borin
fram i nóvemberlok á siöasta ári
þegar mikil óvissa rikti um
afgreiðslu veðdeildarinnar á
jarðakaupalánum til bænda. Veö-
deildin afgreiddi svo frá sér rétt
fyrir jól þessi jarðakaupalán.
Helgi Seljan lagði áherslu á að
frumvarpið um stofnlánadeildina
næði fram að ganga, ella yrði um
mjög verulega hækkun að ræða á
vöxtum og verðtryggingu til lána i
landbúnaði yfirleitt.
Pálmi Jónsson og Friöjón Þórö-
arson tóku einnig til máls og
lögðu báðir áherslu á að áöur-
greind tvö frumvarpsdrög næðu
fram að ganga á Alþingi.
Páli Pétursson sagði að úr þvi
að ekki væri eining um málið inn-
an rikisstjórnarinnar, þá vildi
hann skora á Pálma og Friðjón,
að beita sér að alefli innan sins
þingflokks til aö tryggja fram-
gang þessa máls.
þingsjé
Vegarstæði i Mánárskrið-
um
Þá svaraði samgönguráðherra
eftirfarandi fyrirspurn frá Eyjólfi
K. Jónssyni:
„Hvað liður áætlun um nýtt
vegarstæði i Mánarskriðum á
Siglufjarðarvegi?”
1 svari ráðherra kom fram að á
siðastliðnu sumri var tekin loft-
mynd af Mánarskriöum og gert
að þeim kort i vetur. Gerö hefur
verið tillaga að nýrri veglinu sem
liggur um 100 m lægra en núver-
andi vegur. Kanna þarf skriðurn-
ar á næsta sumri með tilliti til
lausra jarðlaga til að hægt sé að
gera sér ljóst hverra aðgerða sé
þörf til að hindra skrið ofan veg-
ar, þar sem hið nýja vegarstæði
er i mun meiri bratta en núver-
andi vegur.
Ragnar Arnalds tók einnig til
máls og lagði áherslu á hér væri
um mikið nauðsynjamál að ræða.
Sagðist hann vænta þess að hægt
yrði að taka málið föstum tökum
við afgreiðslu vegaáætlunar á
næstunni.
Orka frá Hrauneyjafoss-
virkjun til isaI
Þórarinn Þórarinsson beindi
þeirri fyrirspurn til iðnaðarráö-
herra hvort horfur væri á aö sam-
ið yrði við Isal h.f. um sölu á orku
frá Hrauneyjafossvirkjun vegna
ráðgerðrar stækkunar álbræösl-
unnar. Þórarinn benti á að sam-
kvæmt upplýsingum sem fyrir
lægju þá ’myndi orka Hraun-
eyjarfossvirkjunar bara endast i
4 ár þ.e. hún yrði tilbúin 1982 en
fullnýtt 1986. t ljósi þessa væri
óráðlegt að fara að selja orkuna
til erlendrar stóriðju.
1 svari Gunnars Thoroddsen
iðnaðarráöherra kom fram að
Isal hefur himild til stækkunar
álbræðslunnar um 20 megavött.
Þessi stækkun miðaðist við að
ljúka öðrum kerskála. Sagði
Gunnar aö ekki hefðu farið fram
viðræður við Isal um sölu á orku
frá Hrauneyjarfossvirkjun.
Rökin fyrir virkjunum í þágu erlendrar stóriðju:
Ekki má láta vatnið
renna ónotað til sjávar!
Nokkrar umræöur uröu á Al-
þingi i gær um erlenda störiöju i
framhaldi af framsögu Páls Pét-
urssonar fyrir frumvarpi sem
hann flytur ásamt Ingvari Gisla-
syni um raforkusölu á fram-
leiöslukostnaðarveröi til stóriðju.
i máli Ingólfs Jónssonar kom
m.a. fram aö hann teidi vitlegra
að selja raforku á kostnaðarveröi
tíl erlendrar stóriöju fremur en
að láta vatnið renna ónotað til
sjávar. Jónas Arnason benti á aö i
samræmi viö þessa speki Ingólfs
væri vert að athuga hvaö viö höf-
um tapað á þvi aö iáta vatniö
renna i 11 aldir tíl sjávar!!
íslendingar greiði ekki
niður orkuverð til orku-
freks iðnaðar.
Tillaga þeirra Páls Pétursson-
ar og Ingvars Gislasonar er svo-
hljóðandi:
„Alþingi ályktar aö kjósa 7
manna nefnd sem fái það verk-
efni að semja og leggja fyrir Al-
þingi frumvarp til laga um raf-
orkusölu til orkufreks iðnaðar.
FELAGIÐ ISLAND - DDR
Íþróttahátíðin
í Leipzig 1977
Félagið Island — DDR efnir til sýningar á
kvikmynd frá iþróttahátiðinni i Leipzig
1977 fimmtudaginn 9. mars n.k. að Hótel
Loftleiðum (Auditorium). Sýningin hefst
kl. 20.30.
Stjórnin.
Páll Pétursson
Frumvarp þetta móti reglur er
tryggi að ætið verði greitt a.m.k.
meðal-framleiðslukostnaðarverð
heildarframleiðslu raforku i
landinu, þannig að öruggt sé að
Islendingar þurfi aldrei aö greiða
niður orkuverð til orkufreks
iðnaðar.
Trygging þessi sé þannig úr
garði gerð, að verðlag raforku sé
endurskoðað árlega og raforku-
sölusamningar leiðréttir. Þá
verði óheimilt að gera raforku-
sölusamninga til langs tima.
Einnig verði unnið aö þvi að
breyta þeim orkusölusamning-
um, er þegar hafa veriö gerðir, til
samræmis við þessar meginregl-
ur svo fljótt sem unnt er.”
Höfum hagnast á ái-
bræðslu
Jóhannllafsteintóktilmáls um
ofangreinda tillögu og lagði
áherslu á að íslendingar hefðu
aldrei þurft að greiöa niður raf-
orkuverð til stálbræðslunnar i
Straumsvik. Allt tal um slikt væri
út i hött.
Ingólfur Jónsson tók i sama
streng og Jóhann og sagöi að Is-
lendingar hefðu hagnast á ál-
bræöslunni i Straumsvik. Sagði
hann að Sigalda hefði aldrei verið
virkjuð hefði ekki verið fyrir
hendi orkufrekur iönaður.
Speki járnblendisfor-
stjórans
Jónas Arnason sagðist taka til
máls vegna þeirrar speki sem
fram hefði komið i ræðu Ingólfs,
en sú speki væri svipuð og komið
hefði fram hjá forstjóra Járn-
blendiverksmiðjunnar er Jónas
ræddi við hann fyrir nokkru.
Forstjóri járnblendiverksmiðj-
unnar hefði sagt aö nú væri hag-
stæður timi til að reisa járn-
blendiverksmiöjuna, vegna þess
að markaðshorfur væru svo
slæmar!! Sagði forstjórinn að þá
væri hægt að kaupa tækin til
verksmiðjunnar á lægra
markaðsveröi. Benti hann á að
verksmiðjan væri að mestu reist
úr stáli og þar sem verð á stáli
væri nú m jög lágt á markaðinum
þá væri þetta hagstæðasti tíminn
til að reisa verksmiðjuna.
Sagði Jónas aö með sömu speki
Jónas Arnason
mætti sýna fram á að sements-
verksmiðju ættu menn að reisa
þegar verð á sementi væri lágt á
markaðinum, úr þvi að slík verk-
smiðja væri aö mestu reist úr
sementi! Sams konar viðhorf
hefði komið fram hjá Ingólfi
Jónssyni, er hann sagðist telja
vitlegast að selja raforku til er-
lendrar stóriðju á kostnaðarverði
fremur en að láta vatnið renna
ónotað til sjávar. t samræmi við
þessi ummæli Ingólfs mætti at-
huga hvaö við höfum tapað á þvi
að láta vatnið renna I 11. aldir til
sjávar! Sýndi þetta ljóslega hvað
langt menn gætu gengið i vitleys-
unni þegar verið væri að mæla
fyrir stóriðju.
Eftir að Jónas hafði talað var
umræðum um dagskrármálið
frestað.
Nemendur
Samvinnuskólans
Útskrifaðir 1923, 1933, 1943, 1953, 1963 og
1973, Þar sem Árbók IV. er nú að fara i
prentun, eru nemendur úr þessum bekkj-
um, sem þurfa að koma að leiðréttingum
eða viðbót við upplýsingar þær, sem þeir
hafa sent i bókina beðnir að gera það fyrir
15. mars n.k. i sima 21944 i Hamragörðum'
eða til ritstjóra i sima 33142.
Nemendasamband Samvinnuskólans.