Þjóðviljinn - 08.03.1978, Qupperneq 11
Miövikudagur 8. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11
Um íslensk efnahagsmál
III. Verðgildi is-
lenskra peninga 1937-
1978 og mat á skuld-
um þjóðarinnar.
Þrjú dæmi hafa verið nefnd hér
að framan, þar sem verðfelling
peninga okkar hefur verið meiri
en þúsundföld á 40 árum. Ekkert
þessara dæma er einstakt, heldur
má nefna fjölmörg dæmi þeim
hk: allar hinar betri jarðir i flest-
um islenskum sveitum, jarðir
með laxveiði eða önnur arðvæn-
leg hlunnindi, ibúðarhús i kaup-
stöðum, .skólahús, opinberar
byggingar ýmislegar, brýr, hafn-
ir, marg háttar fyrirtæki, skip,
metfé meðal sauðfjár, nautgripa,
hrossa, iþróttahús, leikvelli,
sjúkrahús. Margt af þvi sem hef-
ur veriö talið ber jafnvel vitni um
enn meira verðfall peninga okkar
en þúsundfalt. Þá mætti og margt
telja, sem sýnir 500-1000-falt
verðfall peninga okkar. Þar sem
ég hef engan mann i þjónustu
minni við reikningshald, hef jafn-
vel ekki samlagningarvél i hönd-
um, treysti ég mérekki til þess að
reikna það nákvæmlega, hve
mikil þessi verðfelling peninga
okkar mundi verða að meðaltali,
ef allt yrði reiknað, þar á meöal
það, sem smærra er, eins og verð-
felling á peningum sem notaðir
eru til greiðslu launa ráðherra,
bankastjóra, annarra forstjóra og
starfsmanna rikis og bæja, lika
venjulegra launamanna og ann-
arra verkamanna við úti- og inni-
störf o.fl. o.fl. Ef allt þetta ætd að
reikna, mundi ég helst vilja biðja
Seðlabankann að gera það með
aðstoð fjármálaráðuneytisins.
Mér finnst þessum stofnunum það
raunverulega skyldast, þvi að
þær eiga frá minu sjónarmiöi
skoðað að bera ábyrgð á jafn-
væti fjárhagsmála okkar um-
fram allar aðrar stofnanir. Ég
átti einu sinni þátt i þvi að
semja frumvarp um Seðla-
banka, og þá ætlaði ég þeirri
stofnun að tryggja jafnvægi i
efnahagsmálum okkar Islend-
inga. Þetta gerðist fyrir 1937,
þ.e.'árið 1936. En til þess að
Seðlabankinn og fjármálaráöu-
neytiö hafi eitthvað aö leiðrétta
legg ég fram lauslega áætlun, —
reyndar er réttara að nefna það
ágiskun, að verðfall islenskra
peninga, þ.e. ávisanir i seölum
hafi verið 600- 800-föid siðastliðin
40 ár, frá 1937 - 1977 — að meðal-
tali, þannig að 1000 kr. bankaseð-
ill nú jafngildi aö meðaltali ein-
hvers staðar milli kr. 1.25 og kr.
1.66. (Það ætti e.t.v. betur viö aö
nefna hærri töluna fyrr).
Hinsvegar eru skuldirnar við
útlönd við árslok 1977 ekki nema
162.2-216.4 milj. kr., ef þær eru
reiknaðar til peningagildis 1937.
IV. Hverjar eru ástæð-
urnar til verðfalls pen-
inga hér á landi?
Þeim sem minnast kreppunnar
miklu hér á landi fyrir striðið
1939-1945 mun það tvennt minn-
isstæðast i efnahagsmálunum:
hversu litlum verðbreytingum
penin gar o kkar tóku á þe im á rum
og hversu litið var til af þeim.
Den behagelige
islandske kprruption
Þetta stafaði af þvi, að verðgildi
þeirra var tryggt með gulli sam-
kvæmt lögum, sem ekki var gerð
nein breyting á um mörg ár, og
þeim fylgt stranglega um talsvert
mikinn hluta þess tima, sem þau
voru i gildi.
Hér skulu birt þau ákvæði, sem
i gildi voru um tryggingu verð-
gildis peninga hér á landi sam-
kvæmtlögum um Landsbanka ís-
lands nr. 10 frá 15. april 1928 og
fylgt var frá þvi er þau tóku gildi
til 4. april 1939.
8. gr. Seölabankinn gefur út
seðla eftir þvi sem gjaldmiðils-
þörf krefur með takmörkunum
þeim, sem greinir hér á eftir gegn
þvi að bankinn eigi
1. Gullforða, sem nemi 5/8 af
þvi seðlamagni, sem úti er i hvert
skipti. Gullforðinn má þó aldrei
fara niður úr 2 milj. kr.
2. Hafa vissa og auöselda eign
til tryggingar þeim hluta seðla-
magnsins, sem ekki er tryggður
með gullforðanum þannig, aö 125
kr. komi á móti hverjum 100 kr. i
seðlum.
9. gr. Til gullforöa telst:
a. Lögleg gjaldgeng gullmynt.
b. Ómyntað gull og erlend gull-
mynt, sem nemi minnst 2480 kr.
fyrir hvert kg. af skiru gulli.
c. Innstæða, sem greidd verður,
þegar heimtað er’ i erlendum
bönkum, sem bankaráðið telur
fulltryggða, og ráðherra sam-
þykkir aðfrádregnum samskonar
skuldum bankans, þó eigi yfir 1/4
alls gullforðans. Gullforöi bank-
ans skal áyallt vera fyrir hendi i
bankanum) Þó má til þess hluta
gullforðans telja gull það, sem
sannað er um, að sé á leið hingað
frá útlöndum, þó ekki meira en
300000 kr. i einu.
1 6.—7. gr. þessara laga eru
einnig ákvæði til skýringar og
fyllri greinargeröar (og auk þess
i 10., 11. og 12. gr.), en tii þess-
ara g’reiná verður að þessu sinni
visað þeim, sem annað hvort ef-
ast um það, sem framtekið er i 8.
og 9. gr. eða leita fyllri skýringa á
ábyrgð bankans samkvæmt þeim
lögum, sem um trygging seðl-
anna giiti fyrir 1961.
Eftir gengisfellingu, sem gerð
var 4. aprfl 1939 var minna hirt
um aö fylgja verögildi islenskra
peninga, og svo var það einnig i
striðinu, er fylgt var að mestu
verðgildi peninga þeirra þjóða,
ser héldu landinu i hernámi. Og
eftir að Sjáifstæðisflokkurinn
settist f sína viðreisnarstjórn 1960
setti hann ný lög um Seðlabanka
og seðlaútgáfu, sem voru aug-
ljóslega til þess sett, að stjórn
hans væri frjálst að breyta gildi
islenskra peninga án þess að það
bryti f bága við lög. Akvæði
þeirra laga um Seölabanka Is-
lands nr. lOfrá 29. mars 1961, um
verðtryggingu seðla, er bankinn
gefur út, eru þessi:
„6. gr. Seðlabankinn hefur
einkarétt tii að gefa út peninga-
seðla eöa annan gjaldmiðil, er
geti gengið manna á milli i stað
peningaseðla eða löglegrar mynt-
ar. Seðlar þeir, er bankinn gefur
út, skulu vera lögeyrir með fúllu
ákvæðisverði. Ráðherra sá, sem
fer með bankamál, ákveður sam-
kvæmt tillögu Seðlabankans lög-
un, útlit og fjárhæð seðla þeirra,
sem bankinn gefur út og gefur út
auglýsingu um það efni.
7. gr. Seðlabankinn skal stefna
að þvi að eiga ávalltá móti a.m.k.
heimingi seðiamagnsins, sem i
meðferð er, gulleign, innstæður
eða aðrar auðseldar eða óbundn-
ar eignir i erlendum gjaldeyri,
sem nota má tilgreiðslu hvar sem
er. Skal bankinn birta reglulegar
skýrslur um það, hve miklum
1) Þá deild i Landsbankanum.
hluta seðlaveltunnar þessi trygg-
ing nemi.”1)
Aðrar tryggingar eru ekki um
verðtryggingu Seðlabankans i
lögum frá 1961, nema ef einhver
, vildi telja einhverja tryggingu f 2.
gr. laganna: „Rikissjóður ber á-
byrgð á öllum skuldbindingum
banka ns — ”. Um þá tryggingu er
það markverðast að segja, að rik-
issjóður hefur hin síðustu ár
skuidað bankanum marga mil-
jarða isl. króna.
Þegar þessar breytingar, sem
gerðar voru á lögum um breyt-
ingar á verðtryggingu fslenskra
seðla ( = isl.peninga), verður það
trauðlega á annan hátt skilið en
þann, að stjórn sú, sem stóð fyrir
lagabreytingunni hafi veriö að
afla sér réttinda til að verðfella á-
visanir sinar, seölana, „pening-
ana”. En til hvers hefur hún gert
það? I sögu hennar i efnahags-
málum hin siðustu ár verður það
helst skilið þannig, að með þvi
hafi hún aðallega veriðað afla sér
úrkosta til þess að mæta kaup-
hækkunum með verðfellingu pen-
inga þeirra, sem kauphækkunin
var greidd með, þ.e. afla sér
vopna i þeirri innanlandsbaráttu,
sem háð var hér á landi og kölluð
eríslensk pólitik, þ.e. i þeirri bar-
áttu, sem nú er að kalla dauða-
dóm yfir islensku þjóðina.
Til þess að vera sanngjarn lýsi
ég yfir þvi, að þrátt fyrir allt eiga
þeir ekki nema annan þáttinn i
þessari baráttu, en að visuþar að
auki aðalábyrgðina á baráttunni,
þvi að þeir hafa farið með völdin
hér á landi hin siðustu ár, og þar
á meðal ráðið efnahagsmálunum.
Eina leiðin, sem þeir eiga nú til
bjargar sér og þjóðinni er að ná
heiðarlegum sáttum við andstæð-
inga sina, en til þess verða and-
stæðingar þeirra lika að koma til
móts við þá.
V. Niðurlag greinar
og tillögur.
Éghef ritað þessa grein meðan
ég hef beðiö eftir fréttum af rikis-
stjórnokkar og Alþingi, sem hef-
ur tekið sér tóm til aö leita lausna
á þvi efnahagsöngþveiti, sem
þessir ráðamiklu aðilar hafa kall-
að yfir sig og þjóna sina. Ég hef
ekki hraðaö þessu verki minu, þvi
að ég hef ekki búist við neinum
úrlausnum, sem að gagni
mundu koma fyrst um sinn.
Fyrstu fréttirnar, sem ég hef
fengið af úrræðum ráðamann-
anna voru i gærkvöldi (8. febrú-
ar) um 13% gengisfellingu isl.
krónu. Ég tek þeim fréttum að þvi
leyti ekki illa, aö mér er ljóst, að
verðfelling islenskra peninga i
skiptum við önnur lönd hefur ver-
ið ög er enn þrátt fýrir þessa
gengisfellingu minni en verðfell-
ing peninganna innanlands, og
það er i sjálfu sér heldur til bóta,
aö sú veröfelling sé jöfnuð. En
jafnframt þvi er þessi gengisfell-
ing framhald af þeirri stöðugu
verðfellingu islenskra peninga,
sem ekki getur orðiö til annars en
óláns, hvaöþá,ef húner svo mikil
sem hún hefur veriö undanfarin
ár. Okkur er einmitt nauðsynlegt
að snúa við á þeirri leið, og þaö er
best að gera það snögglega og i
einu átaki, en aö vísu þarf aö und-
irbúa það átak vel. Þetta gerðu
Þjóðverjar eftir tvær styrjaldir,
sem þeir töpuðu. Miklu meiri sög-
ur hafa farið af fjárhagslegum
1) Af grein þessari er augljóst, aö
bankinn hefur ekki, er þessi nýju
lög voru sett, átt þá tryggingu, er
krafist var samkv. eldri lögum.
Hann mun heldur aldrei hafa
„stefnt að þvi” að afla sér henn-
ar. En hann hefur hin siðari ár
birt „reglulegar skýrslur”.
umbyltingum þeirra eftir fyrra
striðiö. Þá gengu sögur um, að
þeir heföu þurft að bera seðla sina
i stórum bakpoka til að borga
eina máltið. En sannleikurinn er
sá, að þeirra verðfelling peninga
varð þó aldrei meiri en okkar
verðfelling peninga er nú orðin.
En hún varö á miklu styttri
tima, aðeins þremur árum, og
leiðrétting hennar varð kunn-
áttulitil, og liklega varð hún
þess vegna aöalorsök siðari
styrjaldarinnar. Ösigur þeirra
i siðari styrjöldinni varð enn-
þá stórkostlegri og allt öng-
þveitið meira, lika hið efna-
hagslega, en þá kunnu þeir þau
tök á breytingunum, að engar
sögur hafa farið af þeim hér á
landi, og engin þjóö hefur haft
betritök á efnahagsmálum sinum
siðan, nema helst Hollendingar,
sem virðast hafa beitt likum tök-
um, og Svisslendingar, sem héldu
áfram sömu efnahagspólitik og
þeir höfðu áður fylgt. Svo virðist
sem viö Islendingar höfum ekki
svo mikiö sem reynt að kynnast
þessu i okkar öngþveiti, en það
eigum við nú að gera.
Svo fara hér á eftir nokkrar til-
lögur minar um úrlausn þessara
efnahagsmála okkar:
1. Mér sýnast horfur á, að verð-
feliing peninga okkar verði þús-
undföld við lok þessa árs eða
snemma á næsta ári. Þess eigum
við að neyta til aö auka verðgildL-
peninga okkar þúsundfalt og
breyta verðgildi alls annars,
eignum og skuldum, tekjum og
kostnaði, til samræmis við það.
Þetta álit ég að við eigum að gera
i snöggu átaki sem byrjun á leið-
réttingu efnahagsmála okkar og
það sé eina leiðin sem við eigum
til að bjarga þeim. Það verðum
við að skoða sem byrjun leiðar-
innar.
2. Þegar við höfum breytt öllum
verðgildum þúsundfalt, verður
okkur það augljóst, hversu fárán-
leg þau eru á ýmislegan hátt, og
þá veröur okkur augljósara,
hvernig viðeigum að breyta þeim
á skynsamlegan hátt, en það er
okkur óljóst nú.
3. Við eigum aö visu margar og
miklar sakir á hendur þeim, sem
mestu hafa ráðið um efnahags-
mál okkar á siðustu árum. En
glöp þeirra eiga svo margar og
djúpar rætur i þjóðlifi okkar, og
þeir eru svo margir, að okkur er
nauðsynlegt, að taka svo milt á
glöpum þeirra sem við höfum
frámast efni á. Við eigum um það
að taka Mývetninga siðustu 100 ár
til fyrirmyndar. Þeir gættu þess
vandlega að enginn maður færi á
sveitina; styrktu hann til sjálfs-
bjargar áður. Aðeins einu sinni
mistókst þeim. Þeir kostuðu
mann úr heiðarbýlinu Hörgsdal
til að fara til Ameriku með fjöl-
skyldu sina, og honum varð það á
að drekkja sér vestra. Þá komu
Mývetningar sér saman um, að
hver maður i sveitinni skyldi
yrkja eftirmæli eftir hann. En
besti hagyrðingur þeirra kvað
það niður meö tveimur visum:
Þeir Vestmenn eiga gnóttir
margra gagna
þar glóa vötnin bæði stór og
mörg,
en sveitin átti'ei þvi láni að
fagna
að eiga pytt, sem rúmað gæti
Hörg.
Það fór i vanda alit það basl að
beisla hann,
en bót i máli á sveitin okkar þar,
hún hafði fyrsta gefið honum
geislann
og gert úr honum það sem
Hörgur var.
Ég held að við eigum að forðast
harðari refsingar fyrir efnahags-
glöp eöa önnur glöp gegn þjóð
okkar en senda afglapana til
Ameriku, i trausti þess að þeir
fyrirfari sér ekki þar.
4. Við eigum að breyta lögum
um Seðlabanka okkar þannig, að
verðgildi þeirra peningaseðla,
sem við felum honum að gefa út,
verði fulltryggt. Ég held að við
eigum að tryggja það verðgildi
með framleiðslu okkar (gull-
trygging sé úr sögunni) og hafa
skynsamlegt 'hóf á seölaútgáf-
unni.
5. Við verðum að stofna til alls-
herjarsamtaka allra stjórnmála-
flokka um ákveðinn tima til að
borga upp skuldir okkar við aðrar
þjóðir. Til þessað gera þeim þessi
samtök auðveldari má gefa þeim
fyrirheit um að þeir megi berjast
einhvern umsaminn tima, þegar
skuldirnar hafa verið greiddar.
Breytt verði um þá peninga
(ann gjaldeyri) sem við höfum
nú, af þvi að vonlaust er eftir svo
Framhald á 14. siðu
SEINNI HLUTI
á