Þjóðviljinn - 15.03.1978, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 15.03.1978, Qupperneq 3
Mi&vikudagur 15. mars 1978'ÞJÓÐVILJINN — StÐÁ 3 Erlendar fréttir í stuttu máli: Verkbann og verkfall í Vestur- Þýskalandi 14/3 — Því nær allir Vestur-Þjóöverjar veröa að vera án dagbiaöanna sinna á morgun vegna verkbanns biaðaútgefenda, sem útgef- endur fyrirskipuðu til þess aö knýja prentara i nokkrum heistu borgum landsins til aö láta af verkföllum, sem staö- ið hafa yfir i tvær vikur. Verkföllin stafa af þvi, aö útgefendur eru aö fara af stað meö tölvusetningu, og krefjast prentarar bæöi launaliækkunar og atvinnu- tryggingar fyrir þá prent- ara, sem missa vinnu sina vegna hinnar nýju tækni. 1 Stuttgart og nágrenni hefja 65.000 málmiönaðar- menn verkfall á morgun til þess að reka á eftir kröfum um hærri laun. Búist er viö að má lmiðnðarmenn annarsstaðar i Baden-Wiirttemberg — Stuttgart er höfuðborg þess — og i Nordrhein-Westfalen, fólksflesta sambandsfylki landsins, muni einnig hefja verkfall fljótlega ef nauðsyn þykir. Um helmingur allra málmiðnaðarverkamanna Vestur-Þýskalands, sem eru 3.6 miljónir, eru i þessum tveimur fylkjum. Er þetta mesta ókyrrð á vinnumark- aði Vestur-Þýskalands i mörg ár. Sama ástandið með dollarann 14/3 — Bandaríkjadollarinn seig niöur i 233,20 jen i kauphöllinni i Tókió i dag og hefur aldrei komist lægra gagnvart japanska gjald- miðlinum. Dollarinn hækk- aði þó litillega siðar um dag- inn.Svipaða sögu er að segja af dollaranum í kauphöllum Vestur-Evrópu. Þetta er tal- ið stafa af vonbrigðum fjármálamanna með sam- eiginlegar ráðstafanir til stuðnings dollaranum, sem Bandarikin og Vestur-Þýskaland tilkynntu i gær. Gíslarnir í Assen frelsaðir 14/3 — tJrvalssveit úr hol- lenska landgöngu liöinu réöist i dag inn i stjórnar- byggingu þá i Assen i Norður-Hollandi, sem þrir vopnaöir Suöur-Mólúkkar höföu tekiö á sitt vald, tóku Mólúkkana til fanga og frels- uöu gísla þeirra, sem voru rúmlega 70 talsins. Einn gislanna fannst lát- inn, og beiö hann að sögn bana er Mólúkkarnir hentu honum út um glugga er þeir tóku bygginguna i gær- morgun. Hann var skipu- lagsstjóri héraðsins. Mólúkkarnir kröföust þess að landar þeirra, sem sitja i fangelsi, yrðu látnir lausir, og einnig flugvélar til ferðar úr landi. Hótuðu þeir að I skjóta gislana smámsaman, I fyrstu t.yo gisíana er land- | | gönguliðarnir geröu áhlaup- | Frábœr samstaða bandarískra kolanámamanna: Tæplega 100 af 160.000 hófu yinnu 13/3 — Mjög mikill einhugur ríkir meðal handarískra kolanámumanna/ sem hafa verið í verkfalli í því nær hundrað daga, um að hafa að engu forsetatilskipan og réttarúrskurð um að snúa aftur til vinnu samkvæmt Taft-Hartley-lögunum svokölluðu, sem bandarískir verkamenn og námumenn sérstaklega líta á sem alger ó- lög. Carter forseti ákvað fyrir nokkru að beita lögum þessum til að stöðva verkfallið, en tókst ekki betur til en svo, að i dag, þegar númumenn áttu að hefja vinnu samkvæmt réttarúrskurði i fram- háldi af tilskipun forsetans, voru það innan viö hundrað námu- menn, sem beygðu sig fyrir for- setanum og dómstólnum og létu sjá sig á vinnustað, en alls eru verkfallsmenn um 160.000. Um 1800 námur eru nú lamaðar af völdum verkfallsins. Þessi al- gerá samstaða námumanna þyk- ir verulegt áfall fyrir Carter for- seta, sem látið hefur sér mjög annt um að stöðva verkfallið. Upplýsingarnar um þetta eru frá sambandi atvinnurekenda þeirra, er reka kolanámurnar. Samn- ingaumleitanir eru aö hefjast enn á ný milli námumanna og at- vinnurekenda. Kolanámumenn kynna kröfur sinar. A einu spjaldinu stendur að Jimmy Carter og John D. Rockefeller séu leikbrúöur auöjöfra þeirra er reka kolanámurnar. halfa milljón-eða meira ? Með IB-lánum Iðnaðarbankans opnast nýir möguleikar á að tryggja sér lán þegar á þarf að halda. Ef þú vilt spara um lengri eða skemmri tíma skuldbindur bankinn sig til að lána jafnháa upphæð og þú hefur lagt inn að tímabilinu loknu. Sama upphæð er lögð til hliðar mánaðarlega. Sé tíma- bilið 2 - 4 ár og stefnt að háu láni gefst kostur á IB-veðláni. Sé hins vegar stefnt að láni eftir 6 eða 12 mánuði er um IB-lán að ræða. Athugum nánar þá möguleika sem í því felast. Ákveðin upphæð er lögð inn á IB-reikning í Iðnaðarbankanum í 6 eða 12 mánuði. Sé um 6 mánaða sparnaðartímabil að ræða er hámarksupphæð mánaðargreiðslu 20.000 kr.; annars 30.000 kr. Hverjir eru möguleikarnir séu t.d. lagðar inn 20.000 kr. í 12 mánuði? Við lok tíma- bilsins er búið að spara 240.000 kr. Bankinn lánar jafnháa upphæð. Með vöxtum af innstæðunni verða þá til ráðstöfunar 500.580 kr. Lánið er endurgreitt með jöfnum greiðslum afborgana og vaxta á jafn- löngum tíma og sparað var, þ.e. 12 mán- uðum. Enmöguleikarnir eru fieiri eins og sést á töfl- unni hér fyrir neðan. Vert er að athuga að upphæðirnar eru teknar sem dæmi, og velja má aðrar. Allar frekari upplýsingar veita IB- ráðgjafar Iðnaðarbankans. SPARNAÐAR TÍMABIl, mánaoarleg INNBORGUN SPARNAÐURf I.OK TÍMABU.S IttNADARBANKINN I.ÁNAR RÁttSTÖKUN ARKf'. MÁNAHARLKG ENDURGRKIttSLA MKt) VÖXTUM KNDUR GRKIttSLU TÍMABIL 6 10.000 60.000 60.000 122.295 10.772 15.000 90.000 90.000 183.450 16.558 mán 20.000 120.000 120.000 244.590 21.543 mán 12 10.000 120.000 120.000 250.290 11.464 12 W 20.000 240.000 240.000 500.580 22.927 man 30.000 360.000 360.000 750.860 34.391 mán Bankiþeirra sem hyggja að framtíöinni Pl r'W',- m . Wi ii K-vy; y fel.A, dgjjé TOaJpi 'k::y ffM. í'--; «c |W Lækjargötu 12, Sími 20580

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.