Þjóðviljinn - 22.03.1978, Síða 3

Þjóðviljinn - 22.03.1978, Síða 3
Miðvikudagur 22. mars 1978 l’JÓÐVILJINN — StÐA 3 Stórskotahríð á Týrus Yfir 150.000 flóttamenn frá bardagasvœðinu 21/3— tsraelsstjórn fyrirskipaöi herjum sfnum að hætta bardögum f Libanon siðdegis i dag. Talið er að israel hafi meðfram fallist á þetta vegna þrýstings frá Sam- einuðu þjóðunum, en til stendur að friðargæslulið þeirra komi til bardagasvæðisins. Von er á fyrsta flokki liðs þessa á svæðið á morgun. öryggisráð S.Þ. hvatti Israel á sunnudag til þess að kalla her sinn heim frá Libanon, en ekki er vitað hversu fljótt Israelar verða við þeirri áskorun. Alþýöufylk- ingin til frelsunar Palestinu (PFLP), ein samtaka þeirra er eiga aðild að PLO, aðalsamtökum Palestinumanna, hefur lýst þvi yfir að hún muni halda bardögum áfram, hvað sem vopnahlésyfir- lýsingu Israela liði, uns allur Israelsher sé á brott úr Libanon. 1 dag létu Israelar griðarlega stórskotahriö dynja á hinni forn- frægu hafnarborg Týrus, sem er þvi sem næst eini bletturinn af Libanon sunnan Litani-fljóts sem enn er ekki á valdi þeirra. Er þetta að sögn Reuter-fréttastof- unnar mesta stórskotahriöin frá upphafi innrásarinnar fyrir viku. Herskálar libanska hersins i borginni eru meðal staða þar sem voru hæfðir, og. fréttamaöur Reuters segir að mestur hluti borgarbúa sé flúinn. Gifurlegur fjöldi flóttamanna streymir norð- ureftir frá bardagasvæðinu, og er Hundruð franskra fískimanna hafa misst atvinnu sína Olían heldur áfram að streyma í sjóinn 31/3 — Að minnsta kosti helm- ingur þeirra 220.000 smálesta af oliu, sem var i oliuflutninga- skipinu Amoco-Cadiz, er nú kominn i sjóinn og virðist enn ekkert lát á lekanum, þrátt fyrir fullyrðingar i gær þess efnis að fimm af átta geimum skipsins myndu standast öldurótið. Skipið, sem sigldi undir fána Liberiu, strandaði sem kunnugt er við strönd Bretagne-skaga á Frakk- landi á fimmtudagsnóttina. Það var á leið til Bretlands frá Perrs- flóa. Olian hefur þegar runnið úr þremur geimum i skipinu, en nú hefur sá fjórði gefiö sig fyrir hol- skeflunum, sem stöðugt skella á flakinu. Skip úr herflotum Breta og Frakka berjast við að hafa hemil á oliuflákanum, sem kom- jnn er i sjóinn, og hindra frekara umhverfistjón af hans völdum, en er óhægt um vik vegna storms og stórsjóa. Dælur, sérstaklega gerðar til þess að dæla oliu úr skipum við þessar aðstæður, eru komnar frá Bandarikjunum, en vegna óveðurs er ekki enn hægt að beita þeim. Segja hlutaðeig- andi embættismenn að þeir þurfi fimm til sjö daga góðviöri til þess að undirbúa það að dæla i land þeirri oliu, sem enn er i skipinu. Veðurspár gera ráð fyrir versn- andi veðri á þessum slóðum i nótt. Siðdegis i dag þakti oliubrákin sjóinn á 80 kildmetra kafla með- fram norðurströnd Bretagne, frá Pointe de St. Mathieu viö inn- sigiingura til hafnarborgarinnar Brest 'tilRoscoff á Ermasunds- ströndinni. Hundruö Bretónskra fiskimanna hafa þegar misst lifs- björg sina af völdum oliulekans, og er þetta versta áfall af þessu tagi sem Bretagne hefur nokkru sinni orðið fyrir. Miklar krabba- veiðar eru stundaðar þar og skel- fiskstekja, og er talið að þessir atvinnuvegir séu einnig i stórri hættu af völdum oliulekans, að minnsta kosti ef veöur batnar ekki hið bráðasta. A landabréfinu sést fljótið Litani, en svæðið sunnan þess er nú að mestu leyti á valdi tsraela. tala þeirra aö sögn 150.000 til 165.000. Flóttafólkið er i sárri þörf fyrir húsaskjól og aðrar brýnustu lifsnauðsynjar. Fréttamenn segja að pal- estfnsku skæruliðarnir, sem i viku hafa barist hraustlega gegn ofurefli Israelshers, séu sárir og beiskir i garð Arabarikjanna sök- um deigrar afstöðu þeirra gagn- vart Israel. Frá þvi að innrásin var gerð hafa Arabarikin keppst um að fordæma ísrael fyrir innrásina og lýsa yfir órofa samstöðu með Palestinumönnum, en engar at- hafnir hafa fylgt orðum. Fabre segir af sér 21/3 — Robert Fabre, formaður flokks vinstriradikala i Frakk- landi, sagði af sér þeirri stöðu i dag. Vinstri-radikalar voru I banda- lagi við Sósialistaflokkinn og Kommúnistaflokkinn i kosning- unum. Þegar ljóst varð aö stjórnarflokkarnir myndu hafa betur, sagði Fabre aö hann teldi flokk sinn ekki lengur bundinn sameiginlegri stefnuskrá vinstri flokkanna. Sú yfirlýsing olli óánægju i flokknum og mun sú ástæðan til afsagnar Fabres. Ókyrrð í V-Þýskalandi 23/%: — Hundruð þúsunda málmiðnaðarverkamanna eru nú frá vinnu i Vestur-Þýskalandi ýmist vegna verkfalla eða verkbanna. Er hér um að ræða mestu ókyrrð á vinnumarkaöi Vestur-Þýskalands allt frá þvi að það riki var stofnað. Að þessari kjarabaráttu stendur samband vesturþýskra málmiðnaðar- manna, sem hefur 3,6 milljónir félaga og er stærsta verkalýðs- samband i Vestur-Evrópu. Réttarhöldum yfír Croissant frestaö 21/3 — Kéttarhöldunum I Stutt- gart yfir vestur-þýska lögfræð- ingnum Klaus Croissant var i dag frestað til 3. april. og á að nota timann fram að þeim degi til þess að ganga úr skugga um, hvort mjög nákvæm líkamsleit, sem fyrirskipuð hefur veriö á öllum, sem fá að fara inn i réttarsalinn, sé lögleg. Liður i þessari leit er að menn verða að hneppa frá sér bux- urnar, væntanlega i þeim tilgangi að sjáist hvort þeir hafi falið i þeim vopn. Verjendur Croissants mótmæla þessu harðlega og samtök lögfræðinga 1 Stuttgart segja að lögmenn ákæruvaldsins sleppi við þessa nákvæmu leit. Síðari umferð frönsku kosninganna: Fjórir flokkar nærri jafnsterkir Handsöl á elleftu stundu og komu fyrir litið. Leiðtogar vinstriflokkanna þriggja takast i hendur eftir fyrri umferð kosninganna upp á þaö, að þeir muni standa saman i þeirt i siðari. Frá vinstri: Marchais, leiðtogi kommúnista, Mitterand leiðtogi sósialista og Rogert Fabre, foringi vinstri-radikala. PARIS 20/3 frá Einari Má Jóns- syni: Ljóst er að úrslit frönsku kosninganna eru mikið áfall fyrir vinstti flokkana, og þá einkum Sósialistaflokkinn. Jafnvel þótt flokksleiðtogar vinstrimanna hafi búist við ósigri eftir fyrri umferð, þá gerðu þeir ekki ráð fyrir þetta miklum sigri stjórnarflokkanna. Vinstriflokkarnir munu að visu hafa bætt við sig 17 þingsætum frá þingkosningunum 1973 og hafa nú samtals 201 þingsæti, samkvæmt tölum I Le Monde, en stjórnar- flokkarnir fengu 290 þingsæti. Kommúnistar eru að visu nokk- uð hressir yfir úrslitunum, þvi að þeir fengu nú 86 þingsæti og bættu við sig 12. Sósialistaflokkurinn fékk 104, bætti við sig 9 og vinstri- radikalar H/, töpuðu þremur. Gaulleistar fengu 153 þingsæti og eru áfram stærsti flokkur þings- ins, enda þótt þeir töpuðu 20 þing- sætum. Giscard-sinnar, það er að segja Franska lýðræðisbandalag- ið, fengu 137 þingsæti. Skipbrot vinstrisamfylk- ingar Miðað við spár eru úrslitin mik- il vonbrigði fyrir vinstriflokkana og marka þau endalok þróunar, sem hófst 1972, þegar samstarf vinstriflokkanna hófst. Samfylk- ing þeirra um sameiginlega stefnuskrá hefur nú beöið skip- brot og má heita úr sögunni eftir aö hafa tapað þrennum kosning- um, þingkosningunum 1973, for- setakosningunum 1974 og svo þingkosningunum nú. Það er þvi ljóst að mikil uppstokkun vinstra- megin i stjórnmálunum er i vændum. Sósialistar eru sérstaklega beygðir og beiskir, þvi að úrslitin koma út sem mikill ósigur fyrir þá, en þeim hafði sem kunnugt er verið spáð miklu meiri fylgis- aukningu en raun varð á. Þeir segja nú að kommúnistar hafi leikið á þá og halda þvi jafnvel fram að kommúnistar hafi aldrei kært sig um sigur vinstriflokk- anna, heldur hafi þeim verið öllu meira áhugamál að koma i veg fyrir sigur Sósialistaflokksins. Sósialistar segja þvi að hú þurfi að byggja áframhaldandi baráttu upp á nýjum grunni. Ummæii Fabres og Mitter- ands Fabre, leiðtogi vinstri- radikala, sagði I gærkvöldi, að flokkur hans teldi sig ekki lengur bundinn af sameiginlegri stefnu- skrá vinstriflokkanna og sakaði kommúnista um að hafa eyðilagt ssmfylkinguna með nýjum og nýjum kröfum, sem kjósendur hafi nú hafnað. Aðrir framámenn vinstri-radikala uröu þó fljótir til að lýsa eigin viöhorfum, en ekki flokksins I heild. En i dag sagði Mitterand, leiðtogi sósialista, i sjónvarpi, að þótt yfirlýsing Fabre hefði verið klaufaleg i formi, þá hefði hann á réttu að standa hvað snerti kjarna máls- ins. Má þvi vera ljóst að Sósial- istaflokkurinn telji einnig að samfylking vinstriflokkanna i nú- verandi mynd sé búin að syngja sitt siðasta vers. Fréttaskýrendur halda þvi fram, að það sem Mitterand eigi við sé aö sameiginlega stefnu- skráin sé of bindandi og þröng, og að betra sé að hver flokkur sé frjáls að þvi að móta eigin stefnu Sósialistaflokkurinn bætti einn viö sig fylgi Þrátt fyrir vonbrigði sin var Sósialistaflokkurinn að þvi leyti helsti sigurvegari kosninganna aö hann einn bætti viö sig fylgi svo heitið gæti. Hinir flokkarnir töp- uðu flestir fylgi, en ekki nema litlu hver þeirra. Kommúnistar töpuðu þannig nálægt einu pró- senti, en bættu þvi við sig fleiri þingsætum en sósialistar, sem hækkuðu um 4% eöa eitthvað ná- lægt þvi. Þetta stafar af þvi, að fylgi sósialista er viða ungt og óskipulagt og að þeir hafa óviða örugga fótfestu. Hinsvegar er fylgi kommúnista traust og gam- algróið og hefur þvi skilað sér betur i siðari umferðinni. Sósial- istaflokkurinn hefur undanfarið eflst mjög með þvi að ungir og nýjir menn hafa gengið til liös við flokkinn, margir með það fyrir augum að efla vinstriflokkana sameinaða fremur en Sósialista- flokkinn sér á parti. Nú eru þessir menn mjög beiskir i garð kommúnista, finnst þeir hafa svikið sameiginlegan málstað vinstrimanna. Þetta hefur trú- lega slæm áhrif á samstarf flokkanna i framtiðinni. Framtíð Mitterands er dálitið óráðin eftir að samfylkingar- stefna hans hefur beðið ósigur. Hann lýsti þvi hinsvegar yfir skýrt og skorinort i gærkvöldi að hann hygðist ekki draga sig i hlé. Giscard með páimann i höndunum. Fréttaskýrendur eru allir sam- mála um að Giscard d’Estaing forseti sé hinn eini raunverulegi sigurvegari kosninganna, að ljóst sé að hann hafi áttað sig best á ástandinu. Hann hefur ekki ein- ungis borið efra skjöld af vinstri- flokkunum, heldur og ekki siður af bandamönnum sinum, gaul- leistum. Þeir voru áður lang- sterkasti stjórnarflokkurinn, en nú hefur verulega lækkað á þeim risið, þannig að flokkabandalagið undirforustu Giscards hefur ekki miklu færri þingsæti. Þetta er mjög mikilvægt fyrir Giscard, sem nú hefur i fyrsta sinn veru- legan þingstyrk til þess aö fylgja fram stefnu sinni. Giscard hefur viljað gera ýmsar umbætur á félagslega sviðinu, en gaulleistar hafa til þessa brugðið fæti fyrir þær. Um Chirac, leiðtoga gaul- leista, er það að segja að hann er nokkuð ánægður með útkomuna, þrátt fyrir tapið, þvi að margir bjuggust við miklu meira hruni Yfirburöir gaulleista úr sögunni Merkasta niðurstaða kosning- anna er kannski sú, að eftir þær eru fjórir stærstu flokkarnir næstum jafnir að fylgi: Sósialist- ar, gaulleistar, Giscard-sinnar og kommúnistar. Giscard-sinnar eru að visu flokkabandalag, en búist er viö að þeir myndi einn þingflokk. Allt frá 1962 höfðu gaulleistar notið þeirrar sérstööu að vera áberandi stærsti flokkur- inn, en það er nú liðin tið. Kjörsóknin i siðari umferð kosninganna varð, enn meiri en i fyrri umferðinni, eða meiri en nokkru sinni fyrr i frönskum þingkosningum, og hefur það ver- ið stjórnarflokkunum I hag. 1* fjölmörgum kjördæmum varö mjög mjótt á mununum, þannig náði Jacques Servan- Schreiber, leiðtogi radikala sem eru i bandalagi Giscard-sinna, kosningu meö aðeins 20 atkvæða meirihluta framyfir frambjóð- anda Sósialistaflokksins i Nancy. Aðalumræðuefni manna hér i Paris er nú auk kosninganna lek- inn mikli úr oliuskipinu, sem strandaði við Bretagne-skaga. Ljóst er að olian, sem úr skipinu hefur lekið, hefur eyðilagt at- vinnuhorfur fjölda fólks um langa framtið, og er þetta gifurlegtáfall fyrir ibúa skagans. Fiskimið við strendurnar verða illa úti og þó liklega enn frekar ostrutekja og þaravinnsla, sem þarna eru miklir atvinnuvegir.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.