Þjóðviljinn - 22.03.1978, Side 9

Þjóðviljinn - 22.03.1978, Side 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 22.mars 1978 Andrés Svanbergsson aöalframkvæmdastjóri Virkis Frá háhitasvæOinu I Olkaria, um 80 km frá Nairobi i Kenya. íslendingar hanna fyrstu jarðgufuvirkjun í Afríku h.f. Eins og sagt var frá hér i Þjóö- viljanum fyrir skömmu hefur Is- lenskt verkfræöifyrirtæki haslaö sér völi á erlendum markaði og hefur nú byrjaö allstórfelldan lít- flutning á Lslenskri verkfræöi- kunnáttu, og má segja aö hann hafi i för meö sér talsverðar gjaldeyristekjur meö litlum kostnaði. Þjóðviljinn haföi viðtal við Andrés Svanbergsson aöal- framkvæmdastjóra fyrirtækisins en þaö heitir Virkir h.f. og hefur aðsetur aö Höfðabakka 9 i Reykjavik. Fjárfesting sem verður að skila sér — Hvernig stendur á þvi aö Virkir h.f. er farinn aö taka aö sér verkefni erlendis, Andrés? — Virkir er samvinnufyrirtæki nokkurra verkfræðistofa og ein- staklinga og veitir alhliöa verk- fræðiþjónustu. Ein af hugmynd- unum á bak viö fyrirtækið var að komast inn á erlendan markaö. Islendingar eru búnir aö eyöa miklu fé i aö mennta þjóöina og meira en við getum sjálfir nýtt. Þetta er fjárfesting sem viö verö- um að láta skila sér og þaö getum við m.a. gert meö þvi aö flytja kunnáttu okkar út. Gifurleg samkeppni — En er ekki mikil samkeppni? — Jú, það er gifurleg sam- keppni og við eigum dálítið erfitt uppdráttar vegna þess aö þaö er svo dýrt að taka þátt i kapphlaup- inu. Ég get nefnt sem dæmi aö i fyrra sendum við mann út af örk- inni til Guetamala i S-Amerlku til þess að ná þar persónulegum samböndum á ráðstefnuog fylgja eftir bréfum og öðrum gögnum sem við höfðum áöur sent. Þegar búið er að skrifast á kemur aö þvi að þaö verður aö senda mann út en það kostar óhemju fé. Ferð Baldurs kostaöi 1 1/2 miljón. Ann- ars hefur þetta tekist blessunar- lega betur en maður átti von á miðað við það sem lagt hefur ver- ið i þetta og það sýnir hvað viö getum náð langt. Engir ráðgefandi jarð- visindamenn hér á landi — Hafið þið fengið mörg verk- efni? — Við höfum fengið nokkur verkefni í S-Ameriku t. d.i Suri- nam, Guetamala, og Chile og ennfremur i Alsir og víðar, en langstærstu verkefnin eru jarð- hitaverkefni i Kenya og nú hefur okkur verið falið aö gera undir- búningsrannsóknir á jarðhita i Tanzaniu. — Eru þá jarðvisindamenn á ykkar snærum? — Nei, það er eiginlega tilvilj- un að við erum komnir svona langt í jaröhitamálum. Okkar þekking er aöallega fólgin i verk- fræðilegri útfærslu, en jaröhita- málin eiga sér miklu lengri aö- draganda. Hér á landi eru engir ráðgefandi jarðvisindamenn, þeir eru allir stofnanamenn, en hafa mikinn áhuga og eins yfirmenn þeirra að vinna með okkur. Starf okkar byggist óskaplega mikið upp á samvinnu við þá. Hér á landi hefur safnast reynsla I jarð- hitamálum, og þátttaka jarðvis- indamanna i rannsóknum erlend- ishlýturað koma íslendingum til góða. Við getum staðið betur að vigi I eigin framkvæmdum. Menn verða heimskir af þvi að bauka alltaf i eigin horni. Við hrepptum verkefnið — En hver eru þá umsvif ykkar I Kenya? — Þau uröu fyrst umtalsverð á sl. ári þó aö aðdragandann megi rekja allt til ársins 1972. Þá hafði sænska fyrirtækið SWECO sam- band við okkur ogspurðihvort við vildum vera með i þvi að bjóöa Sameinuðu þjóðunum að gera jarðhitarannsóknir i Kenýa, en þetta sænska fyrirtæki hafði sjálft litla jarðhitaþekkingu. Þetta varð úr, og i desember 1975 hófumst viö handa af fullum krafti og ári siðar skiluðum við geysimikilli samanburöaráætlun á ýmsum möguleikum á litlu svæði sem nefnist Oikaria sem liggur um 80 km frá Nairobi. Þetta er eitt af mörgum háhitasvæðum I svoköll- uðum Rift Valley, sem er sigdalur sem teygir sig eftir endilöngu Kenya frá norðri til suðurs. I 01- karia liggur beint við aö virkja 170 mw sem væru tryggð til 25 ára a.m.k. Aætlun okkar tók ekki aö- eins til raforkuvinnslu heldur lika til annarra þátta svo sem heilsu- baöa o.fl. en ekki þýðir að bjóða Kenyabúum upp á hitaveitu. — Og hvernig urðu viðbrögð Kenyabúa? Tæknimenn frá Kenya og tslandi við uppsetningu á tæringarprófunum. Islendingurinn er Sigurður Rúnar Guðmundsson efnaverkfræðingur. Miðvikudagur22. mars 1978 ÞJ6ÐVILJINN — SIÐA 9 ili 1 — Þeir tóku strax ákvörðun um aöfaraafstað með 30 mw virkjun en raforkukerfi Kenya er nú um 288 mw. Um helmingur þess afls er unninn meö oliukyntum raf- stöðvum, hinn helmingurinn með mörgum litlum vatnsorkuverum. Hönnun og verkfræðilegur undir- búningur var boðinn út og lentum viö þar aðallega i samkeppni við Ný-Sjálendinga. Úrslit uröu þau að við hrepptum verkefnið ásamt breska fyrirtækinu Merz and Mc- Lellan, en sænska fyriritækið SWECO datt út. — Og hvernig skiptist verkefn- ið milli ykkar og Bretanna? — Virkir annast verkfræðileg- an undirbúning að gufuveitunni frá borholum að stöðvarhúsvegg ásamt þeim mannvirkjum sem tilheyra t.d. borholutoppum, gufuskiljum, hljóðdeyfum, undir- stöðum og stjórnbúnaði, en Bret- arnir sjá um stöövarhúsiö sjálft og það sem þvi er viðkomandi. Við önnumst lika tæringarprófan- ir og ennfremur ráðgjafarstörf varðandi gufuöflun, borholubún- að, staðsetningu nýrra borhola og endurmat á jarðhitasvæðinu eftir þvi sem borframkvæmdum miö- ar áfram. — Hvaðmun virkjuninkosta og hvað er ykkar hlutur stór? — Heildarkostnaður er áætlað- ur um 13 miljarðar islenskra króna, en hönnunarverkefni okkar er upp á 200—250 miljónir. Þessi virkjun er prófsteinn á hæfni is- lenskra verkfræðinga og jarövis- indamanna til að stunda ráðgjaf- arþjónustu á sviöi jaröhitavirkj- ana og þvi mikiö i húfi. — Skila þessar 200—250 miljón- ir sér i gjaldeyri? — Já, að verulegu leyti, þó að eitthvað fari i kostnað, en t.d. ferðir eru mjög dýrar. Við reikn- um með aö um 40 ferðir veröi farnar milli tslands og Kenya. Að öðru leyti er tilkosbiaður mjög litill ef frá er tekin mennt- unin sjálf sem að sjálfsögðu er mjög dýr. Það þarf litið annaö en örlitið bókasafn og reiknistokk. — Takiðþið verkefnið aðykkur fyrir ákveðna upphæð? — Nei, við vinnum skv. tima- vinnu,en að s jálfsögðu hefur verið áætlað hversumargir timar fari i verkið. Litil verkmenntun i Kenya — Hvernig er samstarf ykkar við Kenyamenn? — Við eigum gott samstarf við þá,þó að þeir séu dálítið hægfara miðað við okkar hraða. Hjá Ken- ya Power Company Ltd. sem verður eigandi virkjunarinnar starfa um 3500 manns og aðeins örlitill hluti þeirra hefur hæfilega menntun. Þeir byggja þvi mikiö á að fá aðkomumenn. Aðstoðar- framkvæmdastjóri fyrirtækisins er t.d. breskur rikisborgari. Samt eru svertingjarnir aö mennta sig smám saman, flestir i Bretlandi. Miklir möguleikar i Afriku — Opnast ekki nýir möguleikar i tengslum við þessa virkjun? — Olkariavirkjunin verður fyrsta jarðgufuvirkjun i Afriku og er ekki að efa að hún mun vekja mikla athygli meðal þeirra Af- ^ W — \l If V vn ? ' j V**~x..v----f Stjórnstöð og rannsóknarstofa á Olkaria. rikuþjóöa sem vita af jarðhita- orkuflandi sinu,og þátttaka okk- ar verður án vafa til að opna marga möguleika. Tanzaniu- stjórn fór fram á að fá þróunar- hjálp i formi svokallaðra SIDA-styrkja til að leita aö jarð- hita i landi sinu og var okkur falið að annast þá leit. Jón Jónsson hefur tvisvar farið um Tanzaniu og gert skýrslu um jarðhitann þar og öruggt má telja að framhald verði á rannsóknum hans, og verður að telja að við eigum mikla möguleika á að fá þar verkefni á næstu árum. Einnig er vitað um jarðhita bæði i Eþiópiu og Uganda,en stjórnmálaástandið i þeim löndum er ekki á þann veg farið að fýsilegt sé að starfa þar eins og er. Vitað er um jaröhita i fleiri löndum,en allra augu bein- ast nú að fyrstu jarðgufuvirkjun- inni i Kenya. Margar ástæður fyrir þessum útflutningi — Gætuð þið tekið að ykkur mörg stórverkefni i einu? — Virkir var upphaflega stofnað árið 1969 til þess að islenskt verk fræðifyrirtæki væri samkeppnis- fært um stórverkefni hér á landi. Þá var Sigölduvirkjun i undirbún- ingi, og skv. reynslu okkar frá fyrri tið misstu íslendingar mörg verkefni vegna þess að verk- fræðifyrirtækin voru ekki nógu öflug. Meðan hins vegar allt er i fullum gangi hér heima, t.d. Krafla og Svartsengi, þolum við ekki mörg stórverkefni samtimis erlendisá sviði jarðgufuvirkjana. Við eigum ekki svo marga sér- fræðinga á þvi sviöi. Samstarf okkar við visindamenn hefur hins vegar gengið mjög vel hingað til og t.d. maður eins og Sveinbjörn Björnssoner ómetanlegur i þessu samstarfi. Þetta verkefni i Kenya er árangur af áralangri viöleitni Virkis h.f. i' þá átt að afla islensk- um ráðgjafarverkfræðingum verkefna á erlendri grund. Allt frá stofnun fyrirtækisins hefur það verið stefna þess að selja is- lenska tækniþjónustu erlendis og leggja þanniggrundvöll að nýjum útflutningsatvinnuvegi, jafn- framtþvi að draga úr áhrifum er- lendra ráðgjafa i verkefnum hér- lendis. Aðrar ástæður má nefna svo sem þessar: Hinar tiðu efnahagssveiflur i is- lensku þjóðfélagi valda þvi, að starfsvettvangur fyrir hinn ört vaxandi hóp tæknimenntaðra manna er ótryggur. Þvi er æski- legt að afla einnig verkefna á er- lendum markaði, sem óháður er hérlendum hagsveiflum. Sökum fábreyttra atvinnu- möguleika á Islandi hafa sér- menntaðir, islenskir tæknimenn tilhneigingu til þess að starfa er- lendis, og setjast þar jafnvel að að námi loknu. Erlend verkefni unnin á vegum islenskra ráðgjaf- arfyrirtækja eru vel til þess fallin að auka fjölbreytnina og laða að hæfileikamenn. Við störf erlendis fæst reynsla á ýmsum sviðum tækniþjónustu, sem siðar kemur að gagni hér heima. Sambönd skapast við ýmis er- lend ráðgjafarfyrirtæki, sem væntanlega verðurhöfð meirieða minni samvinna við. Þaö gæti jafnfíamt styrkt aðstöðu is- lenskra sérfræöinga, þegar leysa þarf af hendi fjölþættari verkefni hér innanlands, og eflir það tvi- mælalaust standard Islenskrar verkfræði. Starfsemi þessi er gjaldeyris- skapandi og gjaldeyrissparandi, þegar fram liða stundir. —GFr Virkir h.f. er samvinnufyrirtæki nokkurra verkfræðistofa og einstak linga. Kennaraskipti milli Islands og Danmerkur 1 nokkra áratugi hefur sú hefó skapast aö danska Norræna félagið og dönsk kennarasamtök hafa boðið islenskum kennurum af öllum skólastigum til dvalar i Danmörku annað hvert ár. A sama hátt hefur islenska Nor- ræna félagiö og Islensk kennara- samtök boöið dönskum kennurum til islands fjóröa hvert ár. Nú i sumar verða gagnkvæm kennaraboð. Danir hafa boðið 18 kennurum til 19 daga dvalar frá 13.-31. ágúst I sumar. Fyrst verður dvalið i Kaupmannahöfn i 8 daga, þar veröa skoðaðar stofn- anir tengdar skólum, söfn og ferðast um Sjáland. Siðan verður 6daga dvöl á Uldum lýðháskóla á Jótlandi við nám og ferðalög, þá tveggja daga ferð um Jótland, gist i Esbjerg en siðan haldið aftur til Kaupmannahafnar og ferðinni lokið þar. Dvölin i Danmörku er kennurum að kostnaðarlausu, en ferðir til og frá Danmörku þurfa þeir að greiða sjálfir. Nánari upplýsingar um ferðirnar gefur Norræna félagið i sima 10165. Islenska Norræna félagið hefur svo boöiö 20 dönskum kennurum hingað til lands 25. júni — 9. júli. Kennararnir verða gestir á heim- ilum islenskra starfsbræðra sinna en siðan verður farið i feröalög út um landsbyggðina og reynt að koma þvi þannig fyrir, að dönsku kennararnir gisti alltaf á heim- ilum kennara. Þeir kennarar i Reykjavik og nágrenni sem hafa möguleika og vilja til að hýsa dönsku kennar- ana meöan þeir dvelja hér syðra eru vinsamlegast beðnir að láta Norræna félagið vita. Þessi kennaraskipti hafa oröið kveikja að fjölmörgum persónu- legum vináttuböndum milli Is- lenskra og danskra kennara og tsland hefur, gegnum þessi skipti, eignast stóran hóp aödáenda, sem kynna land og þjóö meðal nem- enda sinna og i vinahópi. Slik kynning verður alltaf jákvæð fyrir jafn litla þjóð og við erum. tslensku kennararnir hafa einnig oftfengið nýja yfirsýn yfir danskt þjóðlif og nýjar hugmyndir viðað heimsækja danska skóla og skólastofnanir og allt þetta ætti að leiöa til meiri viðsýni og betri kennslu. FERÐAFÉLAG ISLANDS: V ínlsfeliið „fíall ársins” Auöveldar fjaligöngur hafa vaxið aö vinsældum hjá almenn- ingi hin siðustu ár. Um þaö ver vitni hin mikla þátttaka, sem var i Eslugöngum Ferðafélags ts- lands á sl. sumri. Meö hliösjón af þeirri reynslu, sem þá fékkst, ákvað stjórn Ferðafélagsins, aö efna til nokkurra gönguferöa á Vifiisfellið á þessu sumri og kynna þaö fjall með þeim hætti á sama hátt og Esjan var kynnt i fyrra. Má segja, aö þannig sé Vif ilsfellið orðiö „fjall ársins 1978" hjá Ferðafélagi tsiands. Á ferðaáætlun F.l. 1978 eru 5 gönguferðir á fjallið á áætlun. Fyrsta ferðin er samkvæmt þvi n.k. laugardag 25. mars, kl. 13.00. En ætlunin er aö bæta við ferðum siöar og veröur það auglýst i fjöl- miðlum hverju sinni. Til minningar um þessa göngu á „fjall ársins” hef- ur Ferðafélagið látið prenta litið skjal, sem verð- ur afhent öllum þátttakénd- og i fyrra geta menn valið um, hvort þeir koma með hópferðabil frá Umferðamiðstöðinni, eða á eigin bilum aö þeim stað, er gangan hefst, en gengið verður frá skaröinu i mynni Jósefsdals. Göngumenn á eigin bilum greiða 200 kr. þátttökugjald. Börn i fylgd fullorðinna fá fritt. Allir göngu- menn verða skráðir, og þegar gönguferðunum er lokið, verður dregið um nöfnin, og nokkrum veitt bókaverölaun. Gönguferðum á Esju verður haldið áfram i sumar eftir að- stæðum, þótt þær séu ekki allar nefndar I Ferðaáætlun 1978. Verða þær auglýstar i fjölmiðlum jafnóðum. Næsta Esjuferð verður á sumardaginn fyrsta, en ganga á Esju þann dag er orðin fastur lið- ur i starfsemi fétagsins og hefur verið svo i langan tima. Kvedja frá Kvenfélaga- sambandi Kópavogs Aslaug Eggertsdóttir, sem nú hefur kvatt hinstu kveðju var hvatamaður að stofnun Kvenfélagasambands Kópa- vogs á sinum tima og bar hag þess mjög fyrir brjósti. Okkur er öllum minnis- stætt er hún greindi frá til- drögum aö stofnun K.S.K. á lOára afmæli sambandsins á s.l. ári. Við viljum á þessum tima- mótum færa henni alúöar- þakkir fyrir samstarfið og viðkynningu á liðnum árum og sendum aðstandendum samúðarkveðjur. Stjórnin

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.