Þjóðviljinn - 22.03.1978, Síða 10

Þjóðviljinn - 22.03.1978, Síða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN M iðvikudagur 22. mars 1978 Undanúrslit í bikarkeppni K.K.Í.: UMFN-menn burstaðir af stúdentum íS leikur til úrslita í bikarn um eftir að hafa sigrað UMFN 90:80 (48:31) „Þetta er það sem við í iS erum búnir að biða eftir lengi. Liðið small vel sam- an í leiknum á móti KR fyrir stuttu. Dunbar hefur notið sín mjög vel í síðustu leikjum og nýtst okkur mjög vel. Einnig hefur Helgi Jensson staðið sig vel en hann tók við lykilstöðu í liðinu vegna meiðsla ann- arra leikmanna," sagði Birgir örn Birgis þjálfari IS eftir að lið hans hafði tryggt sér rétt til úrslita- leiks gegn annað hvort Val eða KR. „Ég held að það hafi einnig skipt miklu Ti7?li að IS-liðið hefur ekki unnið til margra verðlauna í gegn- um árin og að leikmennirn- ir eru þess vegna orðnir mjög „hungraðir" i verð- laun og sigur á móti. Við vonumst eftir Val í úrslitum. Ég held aö það fari vel á því að keppnis- tímabilið endi með þessum fjórum liðum sem skarað hafa fram úr i vetur í úr- slitum í sitthvoru mótinu," sagöi Birgir að lokum. Stúdentar léku vel i gærkvöldi. Fyrri hálfleikurinn var einhver sá besti hjá liðinu lengi. Allt gekk upp hjá 1S á meðan að Njarðvik- ingar máttu sin einskis. Annars gekk leikurinn þannig fyrir sig að 1S tók forustuna snemma i leiknum og þegar leiknar höfðu verið 13 minútur af fyrri hálfleik var staðan 34:22 ÍS i vil. Þeir voru greinilega ekkert á þvi að gefa nokkuð eftir og staðan i leikhléi var 48:31 1S i vil eftir að stúdentar höfðu náð 19 stiga for- skot fyrr i hálfleiknum. I siðari hálfleik snérist dæmið við og það svo um munaði. Njarð- vikingar skoruðu hverja körfuna á fætur annari og þegar 9 minútur höfðu lifað i seinni hálfleik mun- aði aðeins einu stigi 58:57. En stúdentarnir voru harðir á lokakaflanum og gáfu ekkert eft- ir. Fljótlega náðu þeir 12 stiga forskoti á ný og leiknum var lok- ið. Honum lauk eins og áður sagði með sigri ÍS 90:80. Það er þvi ljóst að stúdentar leika til úrslita i bikarkeppninni að þessu sinni. Segja verður eins og er að i úrslitaleiknum, hvort sem hann verður gegn Val eða KR, eru þeir ákaflega sigur- stranglegir. Þeir endurheimtu nú i þessum leik tvo af betri leikmönnum sin- um þá Jón Héðinsson og Kolbein Kristinsson. Þeir léku ekki með liðinu gegn KR á dögunum. Dunbar var bestur stúdenta að þessu sinni sem oftar og var einn- ig stigahæstur með 33 stig. Einnig átti Bjarni Gunnar (22 stig) ágæt- an leik svo og Steinn Sveinsson, (10) Umsjón: Stefán Kristjánsson Steinn Sveinsson átti góðan leik að venju gegn UMFN. Barátta hans i vörn er einstök. Hann skoraði 10 stig. Njarðvikingar voru allir nokk- uð slappir i leik þessum og er greinilegt að þeir setja stefnuna á sigur gegn KR i tslands- meistaraslagnum sem háður verður 28. þessa mánaðar. Brynjar Sigmundsson var bestur, en einnig átti Jónas Jó- hannesson góöan leik, Brynjar varstigahæstur með 24 stig. Leik- inn dæmdu þeir Erlendur Ey- steinsson og Þráinn Skúlason og gerðu það mjög vel. SK. lón Otti beðlnn afsökunar Fyrir stuttu birtist grein i Þjóðviljanum eða öllu heldur umsögn um leik KR og 1S i 1. deildinni i körfuboltanum. Þar var i fyrirsögn haft eftir einum leikmanni ÍS ummæli um Jón Otta dómara sem undirritaður vill nota tækifærið til að biðjast afsökunar á. Það var ekki meiningin með skrifunum að særa neinn. Það virðist það nú samt hafa gert þvi eftir þvi sem frést hefur er Jón Otti hættur að dæma körfuknattleik. Er Þjóðviljinn hafði samband við Jón Otta sagði hann að þetta væri ein af mörgum öðrum ástæðum fyrri þvi að hann hefði ákveðiö að hætta að dæma. Eigi Þjóðviljinn þar sök á er Jón Otti beðinn afsökunar, og vonar jafnframt að unnendur körfuknattleiksins eigi eftir að sjá hann i starfi dómara sem fyrst. SK Íslandsmótið í handknattleik í kvöld: Hart verður barist í firðinum í kvöld Þeir verða, cf að likum lætur, margir svitadroparnir sem falla i kvöld er tveir úrsiitaleikir í 1. deildinni i handboltanum verða leiknir. Fyrst leika Haukar og FH og hefst sá leikur kl. 19.00 en leikið verður i M.fl. kvenna. Siöan leika strax á eftir Haukar og Valur i 1. deild karla verður þar örugglega um hörkuleik að ræða. Vinni Haukar halda þeir forskoti sinu i deildinni en vinni Valur, sem þeir verða bókstaflega að gera ef þeir ætla sér að vera meö i toppbarátt- unni, aukast möguleikar liðsins mikið. Strax á eftir leika svo toppliðin FH og Vikingur og er það eins og fyrri leikurinn einn af úrslita- leikjum þessa móts. Engin leið er að spá um úrslit, en eitt er vist að það verður ekkert gefið eftir i Firðinum i kvöld. Skýrt verður frá leikjunum i blaðinu á morgun. SK Undanúrslit Bikarkeppni KKÍ í kvöld: KR-ingar berjast í kvöld gegn Völsurum Það verður á fleiri stöðum en i Hafnarfirði sem svitadropar falla i kvöld. Siðari leikurinn i undanúrslit- unum i Bikarkeppni KKl fer nefnilega fram i kvöld i Haga- skóla og hefst hann kl. 20.00. Þá leika KR og Valur. Siðast er liðin léku, sigraði KR meðaðeinseinsstigs mun eftir að leikurinn haföi verið jafn og spennandi frá byrjun. Þannig hafa leikir liðanna ætið verið og eitt er vist að engin breyting verður þar á i kvöld. Valsmenn voru að vonum mjög óánægðir eftir tapið i deildinni enda áttu þeir þar sigur skilið,svo i kvöld i Hagaskóla er tækifærið að hefna harma sinna. SK Haukur þjálfar fijá Völsungum Völsungur frá HÚsavik hefur ráðið til sin þjálfara fyrir næsta keppnistimabil. Haukur Hafsteinsson heitir maðurinn og er hann sonur hins þekkta keflvikings Hafsteins Guðmundssonar sem lengi hefur starfað að iþróttamálum I Keflavik. Haukur Hafsteinsson þjálfaði i fyrra lið Grindavikur og náöi allgóð- um árangri með liðið. Haukur er þegar byrjaður að þjálfa á Húsavik og vænta Húsvikingar mikils af starfi hans þar. SK Símastaurarnir vöktu hræðslu Fyrir stuttu fór 20 manna hópur úr l.F.R. i helgarferð til Akureyrar. Aðal tilgangur ferðarinnar var að keppa við félaga úr I.F.A. og ekki siður aðkynna, ásamt Akureyringum, iþróttir fyrir fatlaða. Að ferðinni stóðu I.S.I., I.B.A., t.F.A. og I.F.R. Fararstjóri var Július Arnarsson. A laugardeginum var kynning óg keppni i hinum ýmsu greinum iþrótta sem fatlaðir stunda, svo sem borðtennis, curling, boccia, bog- fimi og lyftingum, en i lyftingum voru sett 3 ný islandsmet, Arnór Pétursson (i 60 kg. fl.) lyfti 85 kg., Jón Eiriksson (i 52 kg.fl.) lyfti 50 kg. og Sigmar Ö. Mariasson (i 75 kg.fl.) lyfti 100 kg. Þeir eru allir úr I.F.R. Þá sýndu þau Elsa Stefánsdóttir og Guðni Þór Arnórsson, bæöi úr I.F.R., dans, en Elsa dansar i hjólastól. A sunnudaginum var þegiö matarboð bæjarstjórnar Akureyrar og kaffiboð I.B.A. Það sem er einna eftirminnilegast við þessa ferð, er án efa ferð upp i Hliðarfjall, en siðasta spölinn aö skiðalyftunum var farið i snjóbil sem hjálparsveit skáta lagði til. öfugt við flesta aöra sem fara upp fjallið með skiðalyftunni, fóru all margir úr hópnum niður fjallið með skiða- lyftunni og var ekki laust við að færi um suma þegar „dólað” var fram- hjá rafmagnsstaurunum. 1 heild var feröin mjög ánægjuleg og væri mjög æskilegt ef hægt væri að koma á árlegum heimsóknum milli félaganna i Reykjavik og á Akureyri.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.